Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
40+ félagsstarf fyrir fólk með
þroskahömlun | Á morgun verður
bíóferð í Smárabíó. Mæting í Smára-
lind kl. 18.15 og borðað, síðan er farið
í bíó kl. 20. Heimferð frá Smáralind
útgangi C kl. 22.20.
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-
16.30, jóga kl. 9, postulínsmálning og
útskurður kl. 13-16.30, leshópur kl. 13-
15.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, almenn handavinna, morgunkaffi/
dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður,
vefnaður, kaffi. Línudans fellur niður.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Að-
alfundur félagsins verður 8. mars kl.
14 í Gullsmára 13. Skvettuball í Gull-
smára, 8. mars kl. 20. Miðaverð 500
kr. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir
dansi. Leikhúsferðir í Iðnó á: Sögu-
veisla með Guðrúnu Ásmundsdóttur
11. mars kl. 14, skráningu lýkur 7.
mars og Snúður & Snælda sýna
Flutningana eftir Bjarna Ingvarsson
13. mars kl. 14, skráningu lýkur 10.
mars. Uppl. í félagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Leikhóp-
urinn Snúður og Snælda sýna í Iðnó
Flutninganna eftir Bjarna Ingvarsson
og inn í sýninguna er fléttað atriðum
úr Skugga-Sveini eftir Matthías Joch-
umsson. Næstu sýningar verða 6. og
9. mars kl. 14. Sími 562-9700.
Félag kennara á eftirlaunum |
Árshátíðin á föstudaginn í Kiwanis-
húsinu. Skráning í síma 595-1111, í dag
og á morgun.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf í Ármúlaskóla kl. 15.15.
Félagsheimilið Gjábakki | Almenn
leikfimi, gler- og postulínsmálun og
jóga fyrir hádegi, handavinnustofan
opin, leiðbeinandi verður við til kl. 17,
tréskurður og róleg leikfimi kl. 13 og
alkort kl. 13.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.15, myndlist og
ganga kl. 9.30, leikfimi kl. 11, hádeg-
Grafarvogskirkja | Kolbrún Halldórs-
dóttir les 20. passíusálm kl. 18. Opið
hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16.
Helgistund, spilað, spjallað og kaffi-
veitingar. TTT fyrir 10-12 ára kl. 16-17 í
Engjaskóla og 17-18 í Borgaskóla.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Stutt helgistund með altarisgöngu og
bæn fyrir bænaefnum. Að helgistund
lokinni gefst kostur á léttum máls-
verði á vægu verði.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
KFUM og KFUK | Fundur AD KFUK
fellur inn í samkomu Kristniboðsvik-
unnar kl. 20. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson flytur hugvekju.
Kristniboðssambandið | Samkoma
kl. 20 í húsi KFUM og K á Holtavegi
28. Kristniboð í Asíu í brennidepli
kvöldsins. Bræðurnir Birkir og Mark-
ús Bjarnasynir leika lag fyrir gesti.
Hugvekja sr. Jakob Ág. Hjálmarsson.
Bænastund hálftíma á undan sam-
komu. Söluborð og kaffiveitingar.
Laugarneskirkja | TTT-hópurinn kl.
16. Kvöldsöngur kl. 20 með Þorvaldi
Halldórssyni og Gunnari Gunnarssyni.
Sóknarprestur flytur Guðs orð og
bæn. Trúfræðsla sr. Bjarna kl. 20.30:
„Það kostar lífið að eignast lífið.“ Á
sama tíma ganga 12 spora hópar til
verka.
Selfosskirkja | Foreldramorgunn í
safnaðarheimilinu kl. 10.30 í fyrra-
málið. Opið hús, hressing og spjall.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrð-
arstund kl. 12, gengið inn í þögnina,
tónlist leikin og ritningartextar lesnir.
Súpa og brauð kl. 12.30. Opið hús kl.
13-16, vist, brids og púttgræjur á
staðnum. Kaffi. Akstur fyrir þá sem
vilja. Uppl. Sími 895-0169.
verðlaunin 2005 og nýjasta bók
hans, Himnaríki og helvíti, vakti at-
hygli og lof. Enginn aðgangseyrir.
Sjálfsbjörg | Bingó kl. 19.30 í fé-
lagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir kl. 9-16. Myndmennt kl.
10.15, enska kl. 11.45, hádegisverður,
leshópur kl. 13, spurt og spjallað
/myndbandasýning og bútasaumur
kl. 13-16, spilað kl. 14.30, kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, handavinnustofan opin með
leiðbeinanda, morgunstund kl. 9.30,
leikfimi kl. 10, framhaldssaga kl.
12.30, félagsvist kl. 14. Uppl. í síma
411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræð-
ingur kl. 9, bænastund og samvera kl.
10, bónusbíllinn kl. 12, salurinn opinn,
spilað kl. 13. Kaffiveitingar og bókabíll
kl. 16.45.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús kl. 10, föndur og
spjall, bænastund kl. 12 í umsjá sókn-
arprests. Léttur hádegisverður eftir
bænastundina.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 17.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11,
kirkjustarf aldraðra kl. 12, léttur
málsverður. Helgistund, sr. Magnús
Björn Björnsson sér um dagskrá. 10-
12 ára starf kl. 17-18.15. Æskulýðs-
starf Meme fyrir 9.-10. bekk kl.
19.3021.30. digraneskirkja.is
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund
kl. 12. Orgelleikur og lestur pass-
íusálms, boðið upp á súpu og brauð
eftir stundina. Kirkjustarf eldri borg-
ara kl. 13-16, kirkjustarf eldri borgara
í Grafarvogskirkju kemur í heimsókn,
kaffiveitingar. Helgistund í lok dag-
skrár. Umsjón Ragnhildur Ásgeirs-
dóttir djákni.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bæna-
stund kl. 20.30. Hægt er að senda
inn bænarefni á kefas@kefas.is
isverður, bútasaumur kl. 13, jóga kl.
18.15 og leshópur kl. 20.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Línudans kl. 12, málun kl. 13, trésmíði/
tréskurður kl. 13.30, kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12, spilað þar kl. 13, vatns-
leikfimi kl. 14. Skráning í 5 daga Vest-
fjarðarferð í júlí hafin. Ath. takmark-
aður fjöldi.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof-
ur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður
og perlusaumur. Létt ganga um ná-
grennið kl. 10.30, postulínsnámskeið
hefst 8. apríl. Mánud. 10. mars er
framtalsaðstoð frá Skattstofunni,
skráning á staðnum og s. 575-7720.
Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í
Þjóðleikhúsið á Sólarferð.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl.
10-11, leikfimi kl. 11-12, hádegismatur,
bónus bíllinn kl. 12.15, kaffi.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl.
9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg
F. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður,
námskeið í myndlist kl. 13.30 hjá
Ágústu. Helgistund kl. 14 í umsjón
séra Ólafs Jóhannssonar.
Hæðargarður 31 | Bör Börson kl. 11.
Nýstárleg hönnun fermingarkorta á
mánudögum í Listasmiðju. Myndlist-
arsýning Jörfa og Listasmiðju. Fund-
ur í bókmenntahóp kl. 20 annað
kvöld, Skáld-Rósa er lesefnið. Vorferð
á sögusvið hennar. Sími 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Bingó á morg-
un kl. 13.30 á Korpúlfsstöðum.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfund
kl. 20 á Garðaholti. Venjuleg fund-
arstörf og skemmtun. Kaffinefnd
fundarins skipa hverfi: 3, 10, 11, 14 og
18. kvengb.is
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi – vísnaklúbbur kl. 9, boccia
kvennaklúbbur kl. 10.15, handverks-
stofa kl. 13, opið hús, spilað kl. 13,
kaffiveitingar.
Leshópur FEBK Gullsmára | Jón
Kalman Stefánsson rithöfundur,
verður gestur Leshópsins kl. 20. Jón
Kalman hlaut íslensku bókmennta-
90ára afmæli. Í dag 4.mars verður Stefán
Egilsson fv. kaupmaður ní-
ræður. Hann tekur á móti vin-
um og venslamönnum milli kl.
16 og 18 í Víðihlíð, Grindavík.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 4. mars, 64. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.)
Félag íslenskra fræða býður tilrannsóknakvölds á fimmtu-dag, 6. mars. Rann-sóknakvöldið er að þessu
sinni haldið í Odda, stofu 101, en hefst
að vanda kl. 20.
Guðrún Kvaran, formaður bibl-
íuþýðingarnefndar, flytur þar erindið
Biblía 21. aldar: verklag og viðtökur –
gagnrýni svarað.
„Það hefur varla farið fram hjá
neinum að skiptar skoðanir hafa verið
um nýja þýðingu á Biblíunni sem kom
út á síðasta ári. Komið hefur fram
gagnrýni á verkið sem okkur sem að
þýðingunni stóðu þykir óréttmæt,“
segir Guðrún. „Ætla ég í erindi mínu
bæði að lýsa verklaginu, sem m.a.
gerði hverjum sem er kleift að gera
athugasemdir við 10 kynningarhefti
sem komu út á 12 ára tímabili, og jafn-
framt reyna að svara helstu gagnrýni
sem fram hefur komið jafnt í fjöl-
miðlum sem fyrirlestrum.“
Guðrún segir vissulega mikinn
vanda fylgja því að þýða verk eins og
Biblíuna: „Hluti af þeirri gagnrýni
sem þýðingin hefur fengið lýtur að
merkingu textans þar sem honum hef-
ur verið breytt. Misjafnt er eftir trúar-
skoðunum kristinna hópa hvaða merk-
ingu þeir vilja leggja í orðanna hljóðan
og reyndi þýðingarnefndin að velja
eins hlutlausan valkost og hægt var
þegar breyta þurfti orðum í samræmi
við nútíma málnotkun eða nýjan skiln-
ing á frumtextum,“ segir Guðrún og
nefnir sem dæmi þann styr sem hefur
staðið um brottfellingu orðsins „kyn-
villingur“ og notkun orðræðu beggja
kynja í stað karlorðræðu á völdum
stöðum.
„Í öðrum tilvikum hefur gagnrýnin
oft byggst á misskilningi ellegar að
menn hafa ekki kynnt sér texta þýð-
ingarinnar nægilega vel. Í sumum til-
vikum hafa menn jafnvel misskilið
textann vegna þess að þá skortir hebr-
esku- eða grískukunnáttu,“ segir Guð-
rún. „Mjög oft er hreinlega um
smekksatriði að ræða, en eins og gefur
að skilja er afskaplega erfitt að deila
um smekk.“
Heimasíða Félags íslenskra fræða
er á slóðinni www.islensk.fraedi.is.
Málvísindi | Gagnrýni á biblíuþýðinguna svarað á fimmtudag í Odda
Misskilningur og smekksatriði
Guðrún Kvaran
fæddist 1943. Hún
varð stúdent frá
MR 1963 og útskrif-
aðist sem cand.
mag. frá Háskóla
Íslands 1969. Hún
lauk doktorsprófi
frá Georg-August-
háskólanum í Gött-
ingen í Þýskalandi 1980. Árið 1978 var
Guðrún ráðin sérfræðingur við Orða-
bók Háskólans og hefur hún jafnframt
veirð prófessor við HÍ frá 2000. Guðrún
er formaður Íslenskrar málnefndar og
var formaður Biblíuþýðingarnefndar.
Hún er gift Jakobi Yngvasyni, prófess-
or við háskólann í Vínarborg, og eiga
þau tvö börn.
Uppákomur
Hitt Húsið | Sigurlaug Hauksdóttir heldur
fyrirlestur um lystisemdir öruggs kynlífs.
Viðburðurinn er á vegum seksí, samtökum
einstaklinga gegn kynsjúkdómasmitum en
að baki því standa Jafningjafræðslan, FKB
og Ástráður.
Í GÆR gengu hvorki fleiri né færri
en 55 pör í hjónaband við sömu at-
höfn í bænum Bavla í vesturhluta
Indlands og þar á meðal var þessi
hópur af prúðbúnum ungu konum
sem biðu þess að brúðkaupið hæfist
þegar fréttaljósmyndara bar að.
Athöfnin stóð linnulaust allan
daginn og fram á kvöld, enda tals-
vert umstang í kringum það að
koma 110 brúðum og brúðgumum í
hnapphelduna á sama tíma án þess
að nokkur snurða hlaupi á þráðinn.
Brúðkaupið
í Bavla
Reuters
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda tilkynn-
ingu og mynd á netfangið rit-
stjorn@mbl.is, eða senda til-
kynn-ingu og mynd í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn
Senda inn efni". Einnig er hægt
að senda vélritaða tilkynningu
og mynd í pósti.
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
ALMENNUR kynningarfundur um
Alþjóðaheimskautaárið og þátttöku
Íslendinga í því verður haldinn
þriðjudaginn 4. mars kl. 15–17 í hús-
næði Háskólans á Akureyri að Sól-
borg, stofu L101. Fundurinn fer
fram á ensku.
David Carlson, framkvæmda-
stjóri skrifstofu heimskautaársins í
Cambridge, heldur erindi um til-
gang og framkvæmd heimskauta-
ársins.
Alþjóðaheimskautaárið hófst í
mars 2007. Það spannar í raun tvö
ár til að gefa vísindamönnum tæki-
færi til að safna upplýsingum frá
báðum pólunum og lýkur því ekki
fyrr en árið 2009. Efnt var til þess
að frumkvæði Alþjóðavísindaráðsins
(ICSU) og Alþjóðaveðurfræðistofn-
unarinnar (WMO) sem hafa sameig-
inlega umsjón með framkvæmd
þess.
Alls hafa verið skilgreind 228
heimskautaársverkefni, 166 í raun-
vísindum og 52 á sviði menntunar og
mannfélagsfræða. Mörg þeirra eru
með íslenskri þátttöku og nokkur
eru leidd af Íslendingum. Sam-
komulag hefur verið gert um að nið-
urstöður heimskautaársins verði að-
gengilegar á norðurslóðagáttinni,
www.arcticportal.org, sem Íslend-
ingar veita forstöðu, segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Fundinum verður netvarpað á
www.arcticportal.org þar sem hann
verður jafnframt varðveittur sem
hlaðvarp.
Að fundinum standa Utanríkis-
ráðuneytið, RANNÍS, Akureyrar-
bær, Háskólinn á Akureyri, Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar og Arctic-
portal.org. Fundarstjóri verður Sig-
ríður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri
Ráðhúss Akureyrarbæjar.
Þátttaka
Íslendinga
í Alþjóða-
heimskauta-
árinu
JÓNÍNA Bene-
diktsdóttir
heilsuráðgjafi
heldur fyr-
irlestra um de-
tox-meðferðir
víða um land á
næstunni.
Jónína Bene-
diktsdóttir er
eigandi og for-
stjóri Planet
Pulse International sem vinnur
með hreinsun, detox, á heilsuhót-
elum í Póllandi: Hótel Elf og Hótel
Uzboja. Hótelin eru í þjóðgarði
skammt frá Gdansk. Detox-
meðferðir eru aldagamlar og hafa
þekkst í öllum menningar-
samfélögum, einnig hér á landi.
Meðferðin byggist á sérstöku mat-
aræði eða föstum undir eftirliti
lækna og hjúkrunarfólks, nuddara
og íþróttafræðinga.
Detox-fræðin byggjast á þeirri
trú að líkaminn/hugurinn þurfi frið
til þess að lækna sig sjálfur með því
að fasta. Fastan er hinsvegar á
ýmsa vegu, en í Póllandi byggist
hún á ákveðnum fæðutegundum
sem ýta undir hreinsunina og flýta
fyrir því að toxísk eiturefni losni úr
líkamanum. Til þess að flýta fyrir
þessari hreinsun, auk þess að borða
lífrænt og hollt, eru ýmsar aðferðir
sem virka vel og ætlar Jónína að
fara yfir þessa þætti í meðferðinni
auk þess að fræða um ákveðna
fæðuflokka sem hjálpa til, segir
m.a. í fréttatilkynningu.
Fræðslu-
fyrirlestrar
um hreinsun
líkamans
Jónína
Benediktsdóttir
♦♦♦