Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 35
Krossgáta
Lárétt | 1 dymbilvika, 8
ljóstíra, 9 köggla, 10
eyktamark, 11 land-
spildu, 13 dýrið,
15 æki, 18 á, 21 frístund,
22 vagga, 23 eins, 24 fer
illum orðum um.
Lóðrétt | 2 ávítur, 3 sveig-
ur, 4 bregða blundi, 5
svigna, 6 gáleysi, 7 vangi,
12 fugl,
14 skaut, 15 útlit, 16 sorg,
17 yfirhöfn, 18 hljóðar, 19
flóni, 20 skrifa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hökta, 4 þvarg, 7 kúlum, 8 öflug, 9 tel, 11 rauf,
13 erfa, 14 iðjan, 15 mont, 17 nára, 20 ann, 22 læpan, 23
úlfúð, 24 myrða, 25 lærum.
Lóðrétt: 1 hikar, 2 keldu, 3 aumt, 4 þvöl, 5 aflar, 6 gegna,
10 eljan, 12 fit, 13 enn, 15 mælum, 16 napur, 18 álfur, 19
auðum, 20 anga, 21 núll.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þrír er happatalan þín í dag. Nálg-
astu daginn í þrenningum. Hringdu í þrjá
vini, borðaðu þrennt í hádeginu og tjáðu
elskunni ást þína á þrjá vegu. Þú færð allt
þrefalt til baka.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú pælir í fórn sem þú getur fært til
að gera líf þitt dýpra. Fá þér auka vinnu
til að eiga fyrir sumarfríinu, fara á lista-
námskeið eða stofna framtíðarreikning
fyrir börnin.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Stjörnunar innleiða óhugnan-
legar hugsanir eins og: hvað gerist ef
vandamálin mín leysast? Þvílík óvissa! Þú
ert tilbúinn að taka þá áhættu og fá ráð
hjá vatnsbera.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Í stað þess að sjá og trúa svo, biðja
stjörnurnar þig um að trúa fyrst – og síð-
an sjá. Þetta opnar upp dyr þvílíkrar gæfu
sem annars myndi ekki láta á sér kræla.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú vilt óður betrumbæta á marga
vegu sem eiga það allir sameiginlegt að
snúast um greiðslukortið þitt. Þetta getur
kostað sitt. Þú skalt spyrjast fyrir hjá vin-
um.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ástvinir koma þér stundum á
óvart með furðulegum áhugamálum sín-
um. Þegar þú nálgast þá í þessum furðu-
heimi mætir þér eldmóður og ást.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þegar einhver stendur með þér hag-
ar hann sér í samræmi við það. Taktu eftir
gjörðum, ekki orðum. Í kvöld skapast
minningar sem erfitt verður að þurrka út.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Fólk kaupir allt sem þú sel-
ur. Þú færð fólk til að trúa hverju sem er.
Ákveddu hver eru þín mikilvægustu skila-
boð til að missa ekki þessi dásamlegu
völd.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Dagurinn í dag sýnir fram á
þann litla mun sem er á góðri þjónustu og
slæmri, gæðavörum og venjulegum, hrifn-
ingu og ást. Þú skilur og það verður ekki
aftur snúið.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þegar viss aðili horfir á þig
með stórum augum kiknarðu í hnjánum
og ert tilbúinn að gefa hvað sem er. Forð-
astu þennan aðila þegar þú þarft að sinna
sjálfum þér.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú munt gera einhver mistök á
næstu dögum, en ekki hræðast það – það
verður engin eftirsjá. Það er það sem þú
lætur ógert sem þú sérð eftir.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert í miklu keppnisskapi og
stendur líklega uppi með pálmann í hönd-
unum. En vertu hins vegar alveg viss um
að verðlaunin séu þess virði.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+
Dxd7 5. O–O Rf6 6. De2 Rc6 7. c3 e6 8.
d4 cxd4 9. cxd4 d5 10. e5 Re4 11. Rc3
Rxc3 12. bxc3 Ra5 13. Rg5 h6 14. Rh3 O–
O–O 15. f4 g6 16. g4 h5 17. f5 hxg4 18.
fxe6 fxe6 19. Rg5 Hh4 20. Df2 Hh5 Stað-
an kom upp á Skákþingi Reykjavíkur –
Skeljungsmótinu sem fór fram sl. janúar
í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.
Skákmeistari Reykjavíkur 2008, Davíð
Kjartansson (2288), hafði hvítt gegn
Daða Ómarssyni (1999). 21. Dxf8! og
svartur gafst upp enda liðstap óumflýj-
anlegt eftir t.d. 21…Hxf8 22. Hxf8+ Kc7
23. Hf7. Davíð fékk sjö vinninga af níu
mögulegum og deildi efsta sætinu með
stórmeistaranum Henrik Danielsen en
þar sem Henrik er hvorki félagi í Tafl-
félagi Reykjavíkur né búsettur í Reykja-
vík hreppti Davíð titilinn Skákmeistari
Reykjavíkur.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Hörku sagnir.
Norður
♠Á103
♥G653
♦G10
♣ÁK102
Vestur Austur
♠2 ♠DG98654
♥ÁD109 ♥742
♦7632 ♦5
♣D976 ♣54
Suður
♠K7
♥K8
♦ÁKD984
♣G83
Suður spilar 6♦.
Utan hættu gegn á hættu hefur austur
leikinn með opnun á 3♠. Suður segir 3G,
norður gefur slemmuáskorun með 4G og
suður stekkur í 6♦. Hörku sagnir, en
slemman er þó ekki verri en svo að fjórir
slagir á lauf duga.
Sagnhafi tekur spaðaútspilið heima og
veltir fyrir sér bestu íferðinni í laufið. Til
að verjast stakri ♣D í austur er nákvæmt
að leggja strax niður ♣Á áður en trompin
eru tekin. Eftir aftrompum er svo ♣G
spilað í þeirri viðleitni að gleypa níuna
aðra í austur. En sú staða er ekki fyrir
hendi – vestur leggur drottninguna á gos-
ann, sagnhafi tekur með kóng, en austur
fylgir með smáspili. Hvað á nú að gera?
Laufið gæti auðvitað fallið 3–3, en það
sakar ekki að þjarma aðeins að vestri.
Spaðaás er tekinn, spaði trompaður og
síðasta tíglinum spilað. Þá neyðist vestur
til að henda ♥D og þar með má sækja úr-
slitaslaginn á hjarta.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Illya Nyzhnyk er 11 ára undrabarn í skáklistinni semhér teflir um þessar mundir. Hvaðan er hann?
2 Hvaða verktakafyrirtæki er að reisa virkjun á Græn-landi?
3 Hver er þjálfari bikarmeistara Vals í handknattleik?
4 Búnaðarþing stendur yfir um þessar mundir. Hver erformaður Búnaðarsambandsins?
Svör við spurningum
gærdagsins:
1. Ráðinn hefur verið fram-
kvæmdastjóri nýstofnaðs
Bókmenntasjóðs. Hver er
hann? Svar: Njörður Sig-
urjónsson. 2. Hvað er
pólska tungumál margra
nemenda í grunnskólunum
hér? Svar: 482. 3. Hvað
kallast fjáröflunarvika UNI-
FEM á Íslandi sem er að
hefjast? Svar: Fiðrildavika.
4. Hver er nýr leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar? Svar:
María Sigurðardóttir.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Reykjanesmót
í tvímenningi
Reykjanesmótið í tvímenningi
verður að þessu sinni haldið á Suð-
urnesjum laugardaginn 8. mars nk.
Spilað er í húsi Bridsfélaganna á
Suðurnesjum á Mánagrund og
hefst spilamennskan kl. 11.
Skráning í mótið er hjá Erlu s:
659-3013 , Lofti s: 897-0881 og
Garðari í síma 421-3632
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 29. febrúar var
spilað á 16 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S
Júlíus Guðmundsson – Óskar Karlsson 380
Ragnar Björnsson – Gísli Víglundsson 373
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 365
Rafn Kristjánss.– Oliver Kristóferss. 359
A/V
Sverrir Jónsson – Skarphéðinn Lýðss. 358
Björn Björnsson – Guðni Ólafsson 358
Helgi Sigurðss. – Haukur Guðmundss. 357
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 331
Sveit Plastprents Íslandsmeistari kvenna
Sveit Plastprents varð Íslands-
meistari kvenna í sveitakeppni
2008. Þær leiddu frá upphafi móts
og voru vel að sigrinum komnar.
Íslandsmeistarar 2008 eru: Arn-
gunnur Jónsdóttir, Guðrún Jó-
hannesdóttir, Hrafnhildur Skúla-
dóttir og Soffía Daníelsdóttir.
Í öðru sæti varð sveit Hrundar
Einarsdóttur og í þriðja sæti varð
sveit Vörmerkingar ehf.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Íslandsmeistarar Þær sigruðu á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem fram fór um helgina. Frá vinstri: Guðrún
Jóhannesdóttir, Arngunnur Jónsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Soffía Daníelsdóttir.