Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 41
Óskarsverðlaunaafhendinginmjakaðist áfram í 80. skipt-ið sem endranær. Þeir
áhugasömu komu sér fyrir framan
við tækið aðfaranótt mánudagsins
25. febrúar, þegar allt óbrjálað
heimilisfólk var löngu gengið til
náða. Tímasetningin er grábölvuð
en á sér eðlilegar skýringar þegar
skoðuð eru tímabeltin sem skilja
okkur frá vesturströnd Bandaríkj-
anna. Hitt er öllu verra og jafn-
augljóst vandamál, að þessi áhrifa-
ríkasta verðlaunahátíð
kvikmyndaheimsins verður æ dauf-
legri á að horfa með hverju árinu
og það á tímum þegar allir eru að
flýta sér sem aldrei fyrr.
Ekki veit ég hversu margir land-
ar mínir fylgdust með veisluhöld-
unum í Los Angeles en þeir hafa
sjálfsagt skipt hundruðum eða fá-
einum þúsundum. Kvikmyndaaka-
demían hefur ekki miklar áhyggjur
af þeirri tölfræði, hitt hlýtur að
valda henni hugarangri að áhorf-
endur hafa ekki verið færri og
kemur sjálfsagt margt til.
Bandarískir fjölmiðlar hafa ver-ið iðnir við að leita uppi blóra-
böggulinn og benda gjarnan á
myndavalið; nokkrar, niðurdrep-
andi smámyndir sem sárafáir kann-
ast við og sáu í bíó, óspennandi leik-
arar og flestir frá gamla heiminum
og ömurlegt ástand í kvikmynda-
heiminum sakir langs og leiðinlegs
verkfalls handritshöfunda. Ófáir
benda á stjórnandann, spaugarann
Jon Stewart, sem sýndi og sannaði
að hann kemst ekki með tærnar þar
sem Whoopi Goldberg hafði hælana
og sá hún þó aldrei í sjónhending
iljarnar á Johnny heitnum Carson.
Jay Leno, Conan O’Brien, Stewart
og fleiri góðir menn hafa reynt að
halda sýningunni á floti en það þarf
meira til. Þegar sjónvarpsútsend-
ingar hófust frá afhendingarhátíð-
inni um miðja síðustu öld, nutu þær
samstundis óhemju vinsælda.
Áhorfendurnir voru um 60 millj-
ónir fyrir áratug og urðu flestir um
hálfur milljarður á heimsvísu fyrir
nokkrum árum. Síðan kom reið-
arslagið, áhorfið árið 2008, tæp
19% bandrískra heimila, hefur ekki
verið minna síðan Bob Hope birtist
skælbrosandi á fyrstu hátíðinni, í
aprílmánuði 1953.
Dettur nokkrum heilvita manni í
hug að tilnefningar til vinsælla
brellumynda á borð við Transform-
ers, Shrek the Third eða 300, hefði
skipt sköpum. Útnefning til handa
nýjustu vonarstjörnunni, hinum lið-
ónýta Shia LaBeouf eða útstilling-
argínunni Gerard Butler.
Vandamálið liggur annars stað-
ar, „stórviðburðir“ trekkja ekki
lengur líkt og þeir gerðu, sem dæmi
má nefna að áhorfið á bæði Emmy-
og Grammy-verðlaunin var með
minnsta móti í sögunni. Golden
Globe-afhendingarhátíðinni var
einfaldlega sleppt sökum verkfalls-
ins og ekki að marka það nokkurs
staðar að það hafi skipt máli.
Hluta fækkunarinnar má eflaustrekja til áhugaleysis unga
fólksins, það fer sínu fram á hverju
sem gengur, Óskarsverðlaun eða
Emmy breyta ekki áætlunum um að
sjá nýjasta brellu- eða hrollvekju-
eða framhaldsmyndamoðið í bíó.
Óheyrileg lengd útsendingarinnar
hlýtur að fæla frá, endalaus, sál-
ardrepandi auglýsingahlé, en kom-
ið hefur til tals að bjóða upp á nýj-
ar, ferskar og sérvaldar
auglýsingar fyrir útsendinguna að
ári. Sú ákvörðun getur hugsanlega
skipt umtalsverðu máli en aðferð-
inni var beitt með góðum árangri
þegar sent var út frá úrslitunum í
ruðningi í vetur (Super Bowl.)
Vonandi verður kvikmyndaaka-
demían búin að finna nýtt og
áhugaverðara útsendingarform
þegar kemur að 81. afhendingarhá-
tíðinni í febrúar 2009. Leggi
áherslu á aðalflokkana en hlaupi yf-
ir þá minni á sem skemmstum tíma.
Stytti tónlistaratriði og felli út spil-
un á keppnislögunum og síðast en
ekki síst, gefi sigurvegurunum há-
markið 15–20 sekúndur til að flytja
þakkarlofrulluna.
Hvað sem öllu líður, Óskarinn
þarfnast andlitslyftingar ef hann á
ekki að pipra og lognast út af.
Óskar þarfnast lýtalæknis
AF LISTUM
Sæbjörn Valdimarsson
» Áhorfendurnir voruum 60 milljónir fyrir
áratug og urðu flestir
um hálfur milljarður á
heimsvísu fyrir nokkr-
um árum.
Reuters
Blindur Óskar Hátíðin má muna sinn fífil fegurri en áhugi yngra fólks á þessum íburðarmiklu verðlaunum hefur
sjaldan verið minni. Ef til vill gætu sérvaldar auglýsingar gert útsendinguna skemmtilegri.
saebjorn@heimsnet.is
BRESKI leik-
arinn Orlando
Bloom vakti at-
hygli fjölda
gesta í veislu
sem haldin var
eftir Óskarshá-
tíðina með því
að stíga villtan
dans með Mad-
onnu. Þá mun
hann hafa gert sér lítið fyrir og
smellt kossi á tvær fagrar konur
síðar um kvöldið. „Orlando naut
athyglinnar þegar hann steig
dansinn með Madonnu,“ er haft
eftir ónefndum heimildarmanni
sem var staddur í boðinu en Bloom
er í sambandi við nærfatafyrirsæt-
una Miröndu Kerr. Síðar um
kvöldið sást til Blooms kyssa Ru-
mer Willis, elstu dóttur Bruce
Willis og Demi Moore og þá
smellti hann einnig heitum kossi á
varir breska ljósmyndarans
Amöndu De Cadenet. „Bloom gat
ekki haldið aftur af sér þegar
hann dansaði við Rumer og strauk
henni um allan líkamann auk þess
að kyssa hana. Stuttu síðar end-
urtók hann atriðið með Amöndu.
Þetta var svolítið fyndið og svo
augljóst að P. Diddy sem var
veislustjóri í boðinu kallaði: Or-
lando, hversu margar stúlkur ætl-
arðu að kyssa í kvöld?“
Ekki við
eina fjölina
felldur
Orlando Bloom
KANADÍSKI
tónlistarmað-
urinn Jeff Hea-
ley er látinn 41
árs, af völdum
sjaldgæfs augn-
krabbameins.
Healey, sem var
blindur, var
þekktur fyrir að
spila á raf-
magnsgítar í kjöltu sinni, og fyrir
að spila rokk og blústónlist. Heal-
ey missti sjónina sem barn af
völdum sjúkdómsins.
Plata hans See the Light frá
árinu 1988, var tilnefnd til
Grammy-verðlauna og náði mikl-
um vinsældum. Healey spilaði m.a
með BB King og tók þátt í upp-
tökum með Mark Knopfler úr
Dire Straits og Bítlinum George
Harrison. Ný plata með Healey er
væntanleg í vor og var hann með
áform um að fara í tónleika-
ferðalag um Evrópu.
Jeff Healy
látinn
Jeff Healy
/ SELFOSSI/ AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
UNDRAHUNDURINN
ER BESTI VINUR
MANNSINS
ÓTTINN HEFUR LIFNAÐ TIL LÍFSINS.
Er einhver
rosalegasta
spennuhrollvekja
seinni ára.
HANNAH
MONTANA
VÆNTANLEG 19. MARS
Í DIGITAL 3-D
nánari upplýsingar um væntanlegar myndir í þrívídd
má finna á vefslóðinni http://3D.SAMbio.is
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND
FRÁ WALT DISNEY.
JUNO kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
UNDERDOG m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ
STEP UP kl. 8 - 10 B.i.7 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA
O S C A R
®
T I L N E F N I N G A R
ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝNDÁ SELFOSSI
STEP UP 2 kl. 8 B.i. 7 ára
MEET THE SPARTANS kl. 8 LEYFÐ
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:10 B.i. 16 ára
RAMBO kl. 10:10 B.i. 16 ára
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali Sýnd fös., lau. og sun. LEYFÐ
BRÚÐGUMINN Sýnd fös., lau. og sun. B.i. 7 ára
/ KEFLAVÍK
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STEP UP 2 kl. 8 B.i. 7 ára
P.S. I LOVE YOU kl. 10:10 LEYFÐ
SÝND Á SELFOSSI