Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 44
ÞÁTTTAKENDUR í kvennaferð ferðaklúbbsins 4x4 lentu í nokkrum hrakningum á leið sinni til byggða af Sprengisandi á sunnudaginn vegna blindhríðar á há- lendinu svo ekki sást á milli stika. Varð að ganga á und- an bílunum og tók heimferðin öll um 16 klukkustundir fyrir vikið. Allt gekk þó slysalaust, en 56 konur voru í ferðinni á 23 bílum og voru þær yngstu 12 ára að fara í sína aðra kvennaferð og þær elstu á sextugsaldri. Lagt var upp í ferðina á föstudaginn og var þá farið í Setrið sem er skáli ferðafélagsins inni við Hofsjökul. Á laugardeginum var ekið inn undir Hofsjökul og niður í Kisubotna meðal annars í mjög góðu veðri. Lagt var af stað í bæinn á sunnudagsmorguninn um klukkan 11 í þokkalegu veðri, „en svo versnaði veðrið og versnaði þannig að við sáum ekki á milli stika, auk þess sem það voru líka miklir skaflar á veginum“, sagði Kristín Sig- urðardóttir, ein þeirra sem voru í ferðinni. Hún sagði að þær hefðu því brugðið á það ráð að skipta hópnum upp í fjóra hópa, sem hver sá um sig. Þannig hefðu þær allar komist til byggða og hefðu þær seinustu komið í bæinn um klukkan hálffimm um nóttina eftir 16-17 tíma ferð. Voru 16 klukkutíma til byggða Árleg kvennaferð ferðaklúbbsins 4 x 4 á hálendið Ljósmynd/Kristín Sigurðardóttir Ófærð Halldóra Ingvarsdóttir og Þórkatla M. Norðquist bæta lofti í dekkin. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Kosið um samningana  Nú stendur yfir heildaratkvæða- greiðsla hjá SA um nýundirritaða kjarasamninga. Að sögn aðstoð- arframkvæmdastjóra SA er gert ráð fyrir að kosið sé um svona risastórt samflot. » Forsíða 95 sagt upp vinnu  Bygginga- og verkfræðifyrirtækið StafnÁs ehf. hefur sagt 95 manns upp vinnu. Starfsmenn hafa ekki fengið öll þau laun sem þeim ber. » 2 Annar starfshópur  Kortlagningu vega og slóða á há- lendinu var ekki lokið árið 2007 eins og starfshópur lagði til í skýrslu árið 2005. Nú stefnir í að kortlagningu ljúki 2009. Annar starfshópur var ný- lega myndaður til að fjalla um vegi og slóða á hálendinu. » 9 Gullfaxa bjargað?  Niðurrifi Gullfaxa hefur verið frestað um tvo mánuði. Nú velta menn fyrir sér að festa kaup á stjórn- klefa vélarinnar. » 8 Umdeildar kosningar  Eftirlitsmenn þingmannasamtaka Evrópuráðsins draga í efa að forseta- kosningarnar í Rússlandi hafi verið frjálsar og lýðræðislegar. » 14 SKOÐANIR» Staksteinar: Skáklíf í höfuðborginni Forystugreinar: Matur og öryggi Ofsi Ísraela Ljósvaki: Hvað er að heyra? UMRÆÐAN» Hvalveiðar í atvinnuskyni Lífshlaupið Hvenær drepur maður mann? Neyðaraðstoð við banka?    3  3 3  3 3 3 4  $5#' . #+ $ 6 ! !## %#  #     3  3 3  3 3 3 3  3  - 7 &1 '    3  3 3 3 3 3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7#7<D@; @9<'7#7<D@; 'E@'7#7<D@; '2=''@%#F<;@7= G;A;@'7>#G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 4°C | Kaldast -3°C  Suðlæg átt, víða 10- 18 m/s. Rigning eða slydda sunnan- og suð- vestanlands, en snjó- koma fyrir norðan. » 10 Í nýrri sýningu leik- félags MH eru engin aðal- eða auka- hlutverk. Allir eru jafnir, allir fá að leika. » 39 LEIKHÚS» Allir fá að leika TÓNLIST» Bo fer með 700 manns með sér til Hafnar. » 36 Var það verkfall handritshöfunda eða óspennandi leikarar sem gerðu Ósk- arsverðlaunin svona daufleg? » 41 KVIKMYNDIR» Leiðinlegur Óskar TÓNLIST» Björk hvetur smáþjóð- irnar áfram. » 36 FÓLK» Leikur frekar mömmur en kynbombur. » 43 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Einstæð móðir fékk lóttóvinninginn 2. Lá við flugslysi 3. Spears segir kærastanum upp 4. Börnin „lagfærð“  Íslenska krónan veiktist um 0,4% LISTAMENNIRNIR Mundi og Morri mega aldrei aftur nota orðið Louvre í listsköpun sinni, eftir að sýning þeirra með austurríska lista- mannahópnum Gelitin kom af stað titringi í borgarstjórn Par- ísar. Á sýningunni gera þeir óspart grín að þjóð- argersemum Frakka svo að það hefur verið kallað „menningarguðlast“. Mundi og Morri segja starfið með Gelitin hafa verið eins og ferðalag á spíttbáti í gegnum nútímalistaheim- inn. „Við vissum í rauninni ekkert um nútímalistasenuna sem var í gangi er- lendis þegar við gerðum fyrstu sýn- inguna með Gelitin en eftir hana hef- ur hópurinn togað okkur hingað og þangað um heiminn og við kynnst frá- bærum listamönnum og sýnt á mjög flottum stöðum svo við höfum fengið þetta allt beint í æð á mjög stuttum tíma,“ segir Morri. | 40 Bannað að nota „Louvre“ Morri SJÓMENN hjá Brimi hf. tóku mat- aræði sitt í gegn með hjálp kokk- anna um borð og juku hreyfinguna með þeim árangri að líkamsþrek þeirra jókst um 14,3%. Átakið var liður í rannsókn sem Sonja Sif Jóhannsdóttir, meist- aranemi við KHÍ, gerði, en markmið rannsóknarinnar var að kanna heilsufar íslenskra sjómanna og auka þekkingu þeirra á mikilvægi góðrar heilsu. Sonja segir að líkams- rækt sjómannanna hafi verið í lág- marki í byrjun en þeir hafi heldur betur tekið sig á og verið jákvæðir og áhugasamir um bætta heilsu. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, tekur í sama streng og segir rannsóknina hafa ýtt undir samvinnu og samstarf. | Miðopna Bættu þrek- ið um 14,3% Kynning Sonja Sif Jóhannsdóttir kynnir niðurstöðurnar. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RÉTTHAFAR tónlistar- og mynd- efnis lýsa yfir ánægju sinni með nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þar sem ákærðir í hinu svo- nefnda DC++-máli eru sakfelldir fyrir margvísleg brot á höfundarrétti. Árni Matthíasson, tónlistargagnrýn- andi Morgunblaðsins, segir hins veg- ar að vandséð sé hvaða máli þessi dómur skipti, þar sem þarna sé um tækni að ræða til niðurhals á efni sem flestir séu hættir að nota. Í dómnum voru ákærðu sakfelldir fyrir að birta og gera eintök af for- ritum, kvikmyndum og tónlist á net- inu þannig að aðrir gætu nálgast það efni án leyfis rétthafa. Ennfremur var einn ákærða dæmdur fyrir að setja upp og hýsa miðlægan nettengipunkt og hafa með því liðsinnt í verki og hvatt til þess að aðrir ákærðu birtu á netinu í heimildarleysi ólögmæt ein- tök varin höfundarrétti. „Það er vandséð hvaða máli þessi dómur skiptir vegna þess að þetta er tækni sem fólk er almennt hætt að nota,“ sagði Árni Matthíasson í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að nú hefði svonefnd torrent-tækni tekið við og þá væri einnig orðið mjög algengt að blogg- síður væru notaðar til þess að dreifa tónlist og kvikmyndum. | 6 Ánægðir með dóminn Efasemdir um að hann hafi áhrif á niðurhal þar sem ný tækni er komin til skjalanna til að hlaða niður tónlist og kvikmyndum Í HNOTSKURN »„Dómur þessi verður enn-fremur vonandi til þess að al- menningur átti sig á því að það er ólögmætt að skiptast á kvik- myndum, tónlist og forritum á netinu án heimildar rétthafa,“ segir í tilkynningu frá Smáís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.