Morgunblaðið - 06.03.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 06.03.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STEINUNNI Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur sópransöngkonu hefur verið boðið að koma fram á tónleikum í Rudolphinum-salnum í Prag þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar koma þær fram í boði hljóm- sveitarinnar Virtuosi di Praga, sem er ein virtasta hljómsveit Tékklands, að því er segir í fréttatil- kynningu frá þeim. Þar seg- ir ennfremur að tónleikarn- ir, sem eru 30 ára afmæl- istónleikar hljómsveitarinnar og opnunartónleikar Pontes-tónlist- arhátíðarinnar, verði haldnir í hin- um glæsilega Rudolphinum-sal í Prag sem er einn fegursti tónleika- rsalur Evrópu og á sér langa sögu. „Steinunn Birna mun koma fram sem einleikari ásamt hljómsveitinni og flytja Píanókvintettinn op. 81 eftir Dvorák sem hefur lengi verið eitt vinsælasta og mest leikna verk tónbókmenntana. Það var frumflutt árið 1888 í Rudolphinum-salnum og var gefið út sama ár í Berlín. Verk- ið var samið á stuttum tíma og ber með sér ferska strauma samtíma síns. Það gefur einnig mjög per- sónulega mynd af tónskáldinu og öllum hans fjölmörgu blæbrigðum í tilfinningu og túlkun. Það er fullt af lífsgleði og krafti en er jafnframt hugljúft og blítt.“ Sigrún mun einnig syngja ein- söng með hljómsveitinni auk þess sem þær flytja íslensk sönglög sam- an. Tónlistarkonurnar segja boðið mikinn persónulegan heiður en auk þess séu tónleikarnir mikilvæg kynning á íslenskri tónlist og menningu. Boðið til Tékklands Diddú og Steinunn Birna koma fram í Rudolphinum Steinunn Birna Ragnarsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir Í TILEFNI af útgáfu plöt- unnar Gentle Rain sem er fyrsta sólóplata söngkonunnar Guðlaugar Drafnar Ólafs- dóttur verða útgáfutónleikar á Domo í kvöld kl. 22. Gentle Ra- in er latín- og poppskotin djassplata sem er hugljúf og vönduð í alla staði, að því er segir í fréttatilkynningu frá út- gefanda. Með Guðlaugu leika Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar, Jóhann Hjörleifsson á trommur og slagverk, Ró- bert Þórhallsson á bassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó. Guðlaug lauk mastersprófi í djasssöng frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi og kennir söng við Tónlistarskóla FÍH. Tónlist Milda regnið á Domo í kvöld Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir RÓSA Sigrún Jónsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Start Art, Laugavegi 12 B í dag kl. 17. Rósa Sigrún útskrif- aðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur tekið þátt í margvíslegum listverkefnum síðan. Á sýningunni vinnur Rósa með mismunandi efni og miðla og um tilurð hennar seg- ir hún: „Oftast byggjast fyrstu tilraunir mínar til þess að kynnast einhverjum stað á því að skoða kort af honum. Með því að elta línur kortsins aftur og aft- ur og aftur opnast veröld þess smám saman, ver- öld sem lýtur sínum eigin fagurfræðilegu lög- málum.“ Opið er þriðjudaga til laugardaga 13-17. Myndlist Götumyndir Rósu Sigrúnar í Start Art Rósa Sigrún Jóns- dóttir: Sjálfsmynd GUÐRÚN Kvaran flytur er- indi á Rannsóknarkvöldi Fé- lags íslenskra fræða í stofu 101 í Odda kl. 20 kvöld sem hún nefnir: Biblía 21. aldar: Verk- lag og viðtökur – gagnrýni svarað. Guðrún fjallar um þá gagnrýni sem Biblíuþýðingin hefur sætt en segir ennfremur: „Í fyrirlestrinum verður sagt frá erindisbréfi því sem þýð- ingarnefndir beggja testa- menta fengu í hendur og mikilvægi þess að það sé rétt túlkað. Rætt verður um tvær breytingar sem snertu allt ritið, kynningarheftin og viðbrögð við þeim en síðan verður snúið að þeirri gagnrýni sem fram hefur komið í fjölmiðlum.“ Fræði Biblíuþýðingin á Rannsóknarkvöldi Guðrún Kvaran Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ segja margir að Fiðlu- konsert Albans Berg sé flottasti fiðlukonsert saminn á síðustu öld. Eitt er víst, og það er það, að hann er ógn- arvinsæll. Sigrún Eðvalds- dóttir stendur upp úr kons- ertmeistarasæti sínu á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í kvöld og verð- ur í einleikshlutverkinu. Sig- rún segir konsertinn tímamótaverk, hann var saminn 1935, en Alban Berg var einn af frumkvöðlum raðtækni í tónsmíðum og fé- lagi Schönbergs og Antons Weberns sem stundum hafa verið kallaðir Vínarskólinn síðari, til aðgreiningar frá skóla Vínarklassíkeranna fyrri, Haydns, Mozarts, Beethovens og Schuberts undir lok 18. aldar. Sigrún segir undirbúninginn fyrir tónleikana hafa verið erfiðan en skemmtilegan. Stórmerkilegt verk „Ég er búin að vera á kafi í konsertinum og hef lesið mikið um hann. Hann er orðinn mér mjög kær. Þetta er stórmerkilegt verk og hafði mikil áhrif á þá fiðlu- konserta sem á eftir komu. Alban Berg var mikið að spá í skóla Schönbergs á sín- um tíma. Þeir voru góðvinir og skrifuðust á og voru mikl- ir pælarar. En sjálfir voru þeir undir áhrifum frá tón- skáldum eins og Wagner og Brahms og jafnvel Mahler pínulítið. En það er svo skemmtilegt að núna heyri ég þetta ekki sem nútíma- tónlist; þetta er bara Vín- arklassík.“ Sigrún kveðst aldrei hafa spilað annan eins fiðlukons- ert; hann sé margslunginn og flókinn og að mörgu leyti líkari stóru hljómsveit- arverki en einleikskonsert. „Einleiksparturinn er bæði ofboðslega fallegur og ljóð- rænn, en það tók á að æfa hann. Stundum komst ég ekki inn í hann, það var mik- ið átak, því einleikspart- urinn er ekki alltaf skýr. En það er líka rosaleg fegurð í honum sem lætur engan ósnortinn,“ segir Sigrún. En sorgin er líka nærri í fiðlukonsert Albans Bergs. „Þegar ég fór að lesa mér til Ég hef verið að hitta fólk á förnum vegi sem hefur sagt hann vera uppáhalds kons- ertinn sinn. Ég hitti erlent tónskáld á Myrkum mús- íkdögum um daginn sem sagði að eftir að Alban Berg samdi sinn konsert hafi ver- ið erfitt að semja fiðlukons- ert sem ekki bar keim af honum. Þeir sóttu svo marg- ir í hann. Hann er spes – og tímamótaverk, því hann bindur saman Vínarklassík- ina gömlu og 12 tóna tónlist- ina sem þeir Schönberg voru að pæla í.“ Eins og í fermingarveislu Sigrún segir miklu betra að spila með sinni hljómsveit en öðrum; þau eru daglegir samstarfsmenn og þekkjast vel. „Það er miklu meiri stuðningur og velvild – og allir á bláþræði. Ég finn það sjálf þegar ég sit í kons- ertmeistarasætinu og ein- hver nákominn okkur að spila, að það eru allir leggja sig fram hundrað prósent og vanda sig sérstaklega mikið. Það er eins og ferming- arveisla – allir að reyna að láta einleikaranum líða sem best.“ Önnur verk á efnisskránni í kvöld eru Ricercare úr Tónafórninni eftir Jóhann Sebastian Bach og Píanó- konsert í g-moll eftir Jó- hannes Brahms í hljómsveit- argerð Arnolds Schönbergs. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum verður Rumon Gamba. um konsertinn komst ég að því að það var margt í gangi þegar Berg var að semja. Það var fiðluleikarinn Louis Krasner sem bað Berg að semja þenann konsert. Berg var byrjaður á honum en það var eins og hann vantaði innblástur. Hann kom svo með andláti stúlku sem var honum kær.“ Stúlkan sem Sigrún nefnir hét Manon Gropius og var dóttir Ölmu Mahler sem hafði verið gift tónskáldinu Gustav Mahler, og arkitektsins fræga Walt- ers Gropiusar. Þau voru vinafólk Bergs. Manon var aðeins 18 ára þegar löm- unarveiki dró hana til dauða og konsertinn var saminn „í minningu engils,“ eins og Berg skrifaði í tileinkunn- inni. „Berg spurði Ölmu strax hvort hann mætti ekki til- einka stúlkunni konsertinn. Dauðinn er mjög áþreif- anlegur í verkinu, ástin og sorgin, en líka mikil barátta. Undir lokin færist friðurinn yfir tónlistina og það er mjög greinilegt og áhrifa- mikið.“ Sigrún er sem kunnugt er annar tveggja konsertmeist- ara Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur. Hún segir það mikla gleði að fá að standa upp úr konsertmeistarasæt- inu til að spila með hljóm- sveitinni sinni. „Þetta er æð- islega gaman. Ég er rosalega heppin manneskja, ekki síst fyrir að fá tækifæri til að spila þennan konsert. Í minningu engils  Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Fiðlukons- ert eftir Alban Berg  Hún segir að í honum búi fegurð sem láti engan ósnortinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigrún Eðvaldsdóttir Hefur verið á kafi í konsertinum. verður til bráðabirgða með aðsetur í Aðalstræti 10, er að standa fyrir kynningu á íslenskri hönnun og arki- tektúr hér heima og erlendis, skipu- leggja sýningar og ráðstefnur, bjóða upp á ráðgjöf fyrir hönnuði og fyr- irtæki og leiða fagmenntaða hönnuði og fyrirtæki saman í nýsköpunar- verkefnum. Hönnunarmiðstöðin á einnig að stuðla að aukinni rann- sóknarvinnu á sviði hönnunar í sam- vinnu við íslenskar menntastofnanir og koma á samskiptum við hlið- stæðar miðstöðvar erlendis. „Hönnunarmiðstöðvar eru til í öll- um löndum sem við viljum bera okk- ur saman við,“ segir Gunnar Hilm- HÖNNUNARMIÐSTÖÐ Íslands er að líta dagsins ljós. Á föstudag munu ráðherrar iðnaðar- og menntamála undirrita þjónustusamning þar að lútandi, ásamt fulltrúum fagfélag- anna sem í dag mynda Samtök hönn- uða – Form-Ísland. Samningurinn tryggir grundvöll að rekstri mið- stöðvarinnar næstu þrjú árin. Hönn- unarmiðstöðin er af forsvars- mönnum þeirra níu fagfélaga hönnuða og arkitekta sem að henni standa sögð mikilvægt skref í þróun hönnunarmála og verði hún vonandi lyftistöng fyrir hönnun og arkitekt- úr hér á landi. Hlutverk miðstöðvarinnar, sem arsson, formaður Fatahönnunar- félags Íslands, sem fer fyrir undirbúninghópnum. „Þarna verða til reynsla og þekking. Hönn- unarfélögin standa að þessu sjálf, með tilstyrk ráðuneytanna, og nú er það í höndum okkar að láta þetta takast. Mér finnst mikill sómi að þessu frá ríkinu og gott tækifæri sem við hönnuðir fáum; nú er boltinn hjá okkur. Það er ofboðslegur ein- hugur, samstaða og kraftur innan hönnunarsamfélagsins.“ Í kvöld klukkan 20.00 verður op- inn fundur Hönnunarmiðstöðvar Ís- lands í Hafnarhúsinu, þar sem mið- stöðin verður kynnt. Einhugur og samstaða um nýja Hönnunarmiðstöð Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstiga Níu fagfélög hönnuða og arkitekta, þar á meðal fatahönnuðir, gullsmiðir og iðnhönnuðir, standa að Hönnunarmiðstöð Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.