Morgunblaðið - 06.03.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
FULLTRÚAR minnihlutaflokkanna í bæjar-
stjórn Akureyrar eru ekki hrifnir af þriggja ára
áætlun meirihlutans sem afgreidd var í bæj-
arstjórn í fyrradag eftir seinni umræðu. Oddviti
Vinstri grænna segir áætlunina sjónhverfingu
og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins talar um
að meirihlutinn stundi „froðusnakk“ og segir
fjármálastjórn hans ekki góða.
Meirihlutinn sagði, í tilkynningu á þriðjudag-
inn í tengslum við bæjarstjórnarfundinn, að
fjárhagsstaða Akureyrarbæjar væri traust „og
þrátt fyrir miklar framkvæmdir aukast skuldir
A- og B-hluta lítið á tímabilinu en verða þó
nokkuð lægri á hvern íbúa árið 2011 en var í árs-
lok 2006,“ sagði þar.
Hvorki framsóknarmaðurinn Jóhannes
Bjarnason né Baldvin H. Sigurðsson, oddviti
VG, eru á sömu skoðun og meirihlutinn og Jó-
hannes gagnrýnir einmitt að framkvæma eigi
mjög mikið á þessu ári og því næsta en draga
síðan verulega úr næstu tvö ár þar á eftir.
„Sjónhverfing“
Þetta er ekki góð fjármálastjórn í sveitarfé-
lagi. Það á framkvæma gífurlega mikið næstu
tvö ár, m.a. fyrir mikið lánsfé, og svo á jafna
framkvæmdirnar út næstu tvö ár á eftir. Því er
haldið fram að eftir að þessum miklu fram-
kvæmdum ljúki verði ekkert mjög aðkallandi en
allir vita að raunveruleikinn er ekki þannig.
Næsta bæjarstjórn, sem þarf að trappa þetta
niður, verður því sett í erfiða aðstöðu því alltaf
er mikið þrýst á framkvæmdir,“ sagði Jóhannes
í samtali við Morgunblaðið.
„Eins og áður hefur fram komið hjá mér er
þessi áætlun sjónhverfing,“ segir Baldvin.
Hann segir að á þessu ári verði umtalsverðar
launahækkanir hjá starfsmönnum bæjarins,
„sem betur fer“ og einnig hjá kennurum en ekki
sé ráð fyrir því gert í fjárhagsáætlun bæjarins.
Þá segist hann telja það fjármagn sem ætlað er
til uppbyggingar á Þórssvæðinu um það bil
helmingi of lítið „og einnig held ég að [menning-
arhúsið] Hof komi til með að kosta mun meira
þegar að frágangi kemur.“
Framkvæmdir á Þórssvæðinu sem Baldvin
nefnir eru m.a. vegna uppbyggingar fyrir
Landsmóti Ungmennafélags Íslands 2009.
„Þá er ekki gert ráð fyrir um 6% verðbólgu á
árinu þegar kemur að venjubundnum skyldu-
framkvæmdum og flestar tölur í fjárhagsáætl-
uninni eru of lágar. Til að ná endum saman í ár
þurfti að nota peninga sem fengust fyrir hlut
Akureyringa í Landsvirkjun en á næstu árum
verða þeir ekki til taks.“
Baldvin segir að bærinn þurfi að taka einn
milljarð að láni í ár og tvo milljarða næsta ár
vegna framkvæmda. Það kunni ekki góðri
lukku að stýra.
Oddviti VG nefnir einnig ýmsar lægri tölur:
„Stjórnsýslan þarf að gæta þess að ekki komi til
sífelldra sekta og bóta fyrir stjórnsýslumistök
sem bæjarbúar eru orðnir þeyttir á. Það er þó
ekki allt alslæmt í þessari áætlun, t.d. lækka
biðlaun úr 24 milljónum í 6,5 milljónir.“
Baldvin segir einnig að ef samdráttur verður
í byggingariðnaði og atvinnulífi „verðum við að
draga úr fjárfestingum og einbeita okkur að því
að halda sjó en sá sparnaður má ekki koma í veg
fyrir umhirðu bæjarins okkar sem mikið hefur
vantað á síðustu ár“. Jóhannes sat í meirihluta
með Sjálfstæðisflokknum á síðasta kjörtímabili.
Hann segist skynja að Kristján Þór Júlíusson,
fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi forseti
bæjarstjórnar, sé ekki sáttur við það „fjárfest-
ingafyllirí“ sem standi yfir. Lántökur eins og nú
séu framundan hafi ekki verið stundaðar vegna
framkvæmda þau átta ár sem hann var bæj-
arstjóri.
„Vinnubrögðin eru gjörólík. Þá var fram-
kvæmt fyrir peninga sem voru til.“
Sögulegt lágmark
Jóhannes gagnrýnir hve litlu eigi að verja til
félagsmála. „Það er ekki hægt að segja að sér-
stök áhersla sé á þann málaflokk hjá þessum
meirihluta. Upphæð til nýframkvæmda á Ak-
ureyri er í sögulegu lágmarki en meirihlutinn
nýtur góðs af starfi fyrri bæjarstjórnar sem reif
upp þennan málaflokk.“
Jóhannes tekur svo til orða að þegar steypan
sé sett í forgang eins og nú sé öðru slegið á
frest. „Það er mikið framkvæmt en fjármagn til
annarra hluta eins og t.d. til innra starfs skóla
er ekkert. Stórar yfirlýsingar í þeim málum fyr-
ir kosningar, sérstaklega hjá Samfylkingunni,
voru orðin tóm.“
Framsóknarflokkurinn vildi á sínum tíma
byggja gamla íþróttavöllinn í miðbænum upp
en núverandi meirihluti ákvað að leggja völlinn
niður og byggja þess í stað keppnisvelli bæði
hjá KA og Þór. „Ég er sífellt að verða ósáttari
við það að byggja eigi upp tvo keppnisvelli úti í
hverfunum og held að þegar upp verður staðið
muni menn sjá að kostnaðurinn við það verður
mjög mikill. Og auðvitað verður dýrara að reka
íþróttasvæðin; formaður bæjarráðs sagði á
bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn að ódýrara
yrði að reka tvö íþróttasvæði en þrjú en það er
algjör útúrsnúningur.“
Jóhannes Bjarnason hefur gagnrýnt og gerir
enn breytingar á nefndaskipan sem núverandi
meirihluti gerði eftir síðustu kosningar. „Nú
eru að verða liðin tvö ár af þessu kjörtímabili og
í hverri nefndinni af annarri er stefnumótun
loks að ljúka. Í stórum nefndum er enn verið að
skilgreina hvert hlutverk þeirra eigi að vera.
Ég vil að fólk hætti þessu froðusnakki og fari
að vinna. Það hefði verið miklu gæfulegra að
halda nefndakerfinu óbreyttu eins og minn
flokkur vildi og halda áfram því driftamikla
starfi sem var hér í bænum á síðasta kjörtíma-
bili.“
„Sjónhverfing“ og „froðusnakk“?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mikið verk Unnið er af krafti um þessar mundir á félagssvæði íþróttafélagsins Þórs í Gler-
árhverfi enda mikið verk framundan þar, fyrir Landsmót Ungmennafélags Íslands 2009.
Í HNOTSKURN
»Velta sveitarfélagsins og fyrirtækjaþess er um 14 milljarðar króna á ári
2009 til 2011. Mikil uppbygging í stoðþjón-
ustu undanfarin ár hefur leitt til vaxandi
rekstrarútgjalda en tekjuþróun brúar bilið
að mestu leyti, segir meirihlutinn.
Minnihlutinn í bæjar-
stjórn ósáttur við
þriggja ára áætlunina
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
„ÞAÐ verður ánægjulegt að fagna
upprisu frelsarans í endurgerðri
kirkju á páskadagsmorgun og einnig
að sækja guðsþjónustur bænadag-
anna í kirkju sem er komin í jafn
glæsilegan búning og Hafnarfjarð-
arkirkja,“ sagði séra Gunnþór Inga-
son sóknarprestur. Nú er verið að
leggja lokahönd á gagngerar end-
urbætur á kirkjunni sem hófust í
fyrrasumar. Kirkjan verður tekin
aftur í notkun við fermingarmessur
á pálmasunnudag, 16. mars.
Séra Gunnþór sóknarprestur seg-
ir að Hafnarfjarðarkirkja hafi lengi
verið talin með fegurstu kirkjum
landsins. Þær endurbætur sem nú
hafi verið gerðar muni breyta ásýnd
kirkjunnar en þó þannig að hún
haldi helstu auðkennum sínum og
verði enn betri og fegurri helgidóm-
ur.
Meðal annars er búið að leggja að
nýju grunnplötu og hita- og raflagn-
ir. Gólfefni voru endurnýjuð og var
lagður rauðbrúnn Ölandssteinn á
gangvegi og furuborð undir bekki.
Kirkjubekkirnir voru bólstraðir með
áklæði í dökkum mosagrænum lit og
settar í þá breiðari setur. Altarið
sem var grænviðarmálað er nú rauð-
og svargrænmarmorerað og prédik-
unarstóll og skírnarfontur í sömu lit-
um. Myndskreytingar í kirkjunni,
sem voru mjög illa farnar, hafa verið
lagfærðar og litir skerptir. Einnig
voru gerðar endurbætur á kirkju-
turni og klukkuporti.
Ístak var aðalverktaki en Verk-
þjónusta Kristjáns annaðist verk-
efnastjórnun. Þorsteinn Gunn-
arsson var arkitekt og tók bæði mið
af upprunalegu litavali í kirkjunni
og litavali frá 1933 þegar listahjónin
Gréta og Jón Björnsson mynd-
skreyttu og máluðu kirkjuna.
Gamla pípuorgelið hefur verið selt
til Póllands og er verið að smíða tvö
ný pípuorgel í Þýskalandi fyrir
kirkjuna. Nýtt 25 radda orgel í þýsk-
rómantískum stíl verður sett upp á
orgelloftinu næsta haust og minna
ellefu radda orgel í barokkstíl verð-
ur sett upp innst í kirkjuskipinu að
ári liðnu.
Hafnarfjarðarkirkja
í nýjum búningi
Endurnýjun Skipt var m.a. um allar lagnir og gólfefni og allt málað.
Litir Breytt var litavali í kirkjunni.
Verklok Aðalverktaki við framkvæmdina var Ístak. F.v.: Björn Guðmunds-
son, Gunnþór Ingason sóknarprestur, Ólafur Jóhannsson, Pétur Carlsson
og Þórhallur Heimisson prestur.
Morgunblaðið/Frikki
Lokahönd Vinna við endurbætur á Hafnarfjarðarkirkju hófst í fyrrasumar og lýkur fyrir næstu helgi.