Morgunblaðið - 06.03.2008, Page 18

Morgunblaðið - 06.03.2008, Page 18
|fimmtudagur|6. 3. 2008| mbl.is maður að hoppa í sturtu fyrir 17. júní og grípa samloku á hlaupum fyr- ir Menningarnótt. Svo er komin þorláksmessa áður en maður veit af og það tekur því varla að hreyfa bílinn af stæðinu niðrí miðbæ eftir menningarnóttina. Víkverji er meira en lítið pirraður á flug- eldalátum sem nánast eiga sér stað í viku hverri allt árið um kring. Hvað er málið? Má ekkert fyrirtæki eiga afmæli án þess að sprengja fjörutíu bombur í tilefni dagsins? Hverjir eru annars að sprengja svona mikið? Íþróttafélög? Einstaklingar sem áttu afganga frá áramótum? Allt um það, sprengjulæti eru gífurlega algeng. Víkverji býr í nágrenni við öldrunar- heimili og hann hugsar til þess með nettum hryllingi hvað hrumu fólki hlýtur að vera það mikil áþján að lifa við sífelldar drunur. Jafnvel Víkverja sem er ungur og sprækur hefur oft brugðið við fyrsta hvellinn í komandi syrpu og finnur þá jafnan til með ná- grönnum sínum handan götunnar. Víkverji vill biðja þá sem eru að sprengja svona í tíma og ótíma að leiða hugann að því að svona athæfi er íþyngjandi fyrir ófáar langömmur og langafa að ekki sé talað um fólk sem er að reyna svæfa börn. Að auki er þetta óþolandi fyrir flesta aðra. x x x Víkverji fékk tryggingaráðgjafa íheimsókn í vikunni og var feg- inn að fá athugasemdir hans og hug- myndir að breyttum trygginga- pakka. Í máli hans kom fram að fjölmargt fólk virðist ekki leiða hug- ann að því hvað það borgar mikið í tryggingar á hverju ári. Víkverji er með 111 þúsund króna iðgjöld og hefur kvabbað á sínu tryggingafélagi þegar honum finnst eitthvað vera orðið hátt. Þá er gert nýtt tilboð og einhver afsláttur fenginn. Trygg- ingaráðgjafinn sagði Víkverji að margir væru ekki að sýna svona að- hald og því væru þeir að borga býsna mikið að óþörfu. Víkverji mælir með því að fólk þiggi heimsóknir svona tryggingaráðgjafa ef það fær boð. Í tilfelli Víkverja var það Tryggingar og ráðgjöf sem hringdi og bauð upp á þjónustuna. x x x Svakalega eru margar bíómyndir íkvikmyndahúsunum núna sem byggðar eru á þekktum bókmennta- verkum. Into the Wild, Friðþæging, Flugdrekahlauparinn og eitthvað fleira. Víkverji hefur séð Into the Wild og fannst frábær. Hann ætlar hins vegar að lesa Friðþægingu áður en hann sér þá mynd. Víkverji er ekki fráþví að með hækk- andi sól sé hann farinn að vakna óvenju oft á undan vekjaraklukk- unni. Þetta er að sjálf- sögðu góðs viti og ekki er verra að vakna ávallt í dagsbirtu. Vík- verji tekur reyndar fram að honum hefur aldrei þótt úr hófi erfitt að vakna á myrkum skammdeigismorgnum en dagmál snemma vors með allri sinni birtu hafa samt vinn- inginn. Það er annars makalaust hvað tíminn flýgur áfram. Víkverja finnst eins og hann hafi verið að kaupa jólafjafir á Laugaveginum á þorláksmessu um síðustu helgi. En svona er þetta bara. Páskarnir eru á næsta leiti, fermingar og skíðaferðir. Síðan nær           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is daglegtlíf Ferðir íslenskra kylfinga tilútlanda til þess að leikagolf hafa aukist gífurlegasíðustu árin. Menn hafa aðallega horft til suðurhluta Evrópu og Bandaríkjanna í þeim efnum, sér- staklega á vorin og á haustin þegar farið er að síga á síðari hluta tíma- bilsins hér á landi. Menn nota þessar ferðir til að lengja tímabilið í annan endann – eða báða. Kanada er áhugaverður kostur fyrir Íslendinga sem vilja leika golf á góðum völlum, hvort heldur er að vori, hausti eða sumri. Flugleiðir fljúga þrisvar í viku til Halifax í sumar og ekki er nema rúmlega fjögurra tíma flug þangað. Í Nova Scotia eru fjölmargir fal- legir og krefjandi golfvellir og í um klukkustundar akstur frá Halifax má komast á eina tólf velli sem eru hver öðrum betri. Á haustdögum gafst undirrituðum færi á að leika golf á svæðinu í þrjá daga og voru fjórir vellir leiknir. Að auki var einn völlur til viðbótar skoð- aður, en því miður gafst ekki tími til að spila hann, sem hefði þó verið mjög áhugavert því hann liggur utan í hæð, eða stórum hól þar sem leikið er kringum hólinn. Völlurinn, sem heitir Bluenose Golf Club, stendur gegnt bænum Lunenburg en einu sléttu fletirnir á honum eru teigarnir og flatirnar. Allt annað er í miklum halla enda segja forráðamenn vall- arins í gamansömum tón að ekki sé verra að vera með annan fótinn tölu- vert lengri til að spila hann. Útsýnið þarna uppi á hæðinni er frábært og völlurinn mjög sérstakur en bráð- skemmtilegur að því er virðist. Frá Halifax og á þennan völl er um 30 mínútna akstur. Engar kríur að angra Glen Arbour hét fyrsti völlurinn sem leikinn var og tók aðeins nokkr- ar mínútur að keyra þangað frá miðbæ Halifax. Völlurinn er mjög fínn en nokkuð erfiður, sérstaklega fyrri níu holurnar og því gott að hita vel upp áður en lagt er í hann. Tals- vert er af vatni á þessum velli og mikilvægt að staðsetja sig vel ef ekki á illa að fara. Þetta uppgötvaði und- irritaður ekki fyrr en á síðari níu Fínir golfvellir í Kanada Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson Fallegt Ein af mörgum fallegum golfholum á Glen Arbour-vellinum. Perla Önnur holan á Digby Pines er glæsileg par 3 hola. Segja forráðamenn vall- arins í gamansömum tón að ekki sé verra að vera með annan fótinn töluvert lengri til að spila hann. Það er alltaf gaman fyr- ir kylfinga að prófa nýja velli sem þeir hafa ekki leikið áður. Ekki spillir ef þeir eru skemmti- legir, hæfilega krefjandi og fallegir. Skúli Unnar Sveinsson prófaði í haust nokkra þannig í og við Halifax í Nova Scotia í Kanada og er sannfærður um að ís- lenskir kylfingar myndu njóta þess að prófa þá. www.icelandairgolfers.is www.golfnovascotia.com www.glenarbour.com www.chestergolfclub.ca www.whitepoint.com www.signatureresorts.com holunum og þá gekk golfið miklum mun betur en á fyrri níu sem voru vægast sagt hræðilegar. Verður að bíða betri tíma að kljást við þær aft- ur – en þær eru vel þess virði og kylfingar ættu ekki að láta hann fram hjá sér fara séu þeir þarna á ferð. Völlurinn er 6.120 metrar af klúbbteigum og er par 72. Margar brautir á vellinum er mjög fallegar og allar eru þær skemmtilegar. Næsta morgun var farið á Chest- er-völlinn en þangað tekur um 20 mínútur að keyra. Skemmtilegur völlur þar sem ekki er verra að vera með löng upphafshögg. Völlurinn er úti á tanga, nokkuð um vatn og hell- ingur af sjó allt í kring, ekki ósvipað og úti á Seltjarnarnesi nema engar kríur eru að angra mann. Völlurinn er í fínu standi, flatirnar góðar og ekki mikið af trjám, fyrir utan nokk- ur risavaxin sem spilla þó ekki fyrir leiknum. Þetta er fínn völlur þó ekki sé hann eins flottur og Glen Arbour, 5.852 metrar af klúbbteigum og par 70. Mikil gestrisni heimamanna Leiðin lá einnig á White Point- völlinn sem er níu holur og nokkuð skemmtilegur strandvöllur. Völl- urinn er hluti af frístundabyggð við Atlantshafið. Þetta er skemmtilegur staður þar sem hægt er að fara á ströndina yfir sumartímann. Síðasti völlurinn sem leikinn var heitir Digby Pines og er skammt frá glæsilegu heilsuhóteli og mjög skemmtilegur – ekkert síðri en Glen Arbour sem áður er getið. Hann er 5.665 metra langur, par 71, mjög vel hirtur og í alla staði hinn glæsileg- asti. Gistingin á Digby Pines Golf Resort and Spa er heldur ekki í lak- ari kantinum og maturinn til mik- illar fyrirmyndar. Menn verða fljótt varir við mikla gestrisni heimamanna þegar Kan- ada er sótt heim, ekki ósvipað og menn upplifa þegar þeir heimsækja Íra og Skota til að leika golf. Að auki er Halifax bæði falleg og skemmti- leg svo enginn verður svikinn af því að koma þangað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.