Morgunblaðið - 06.03.2008, Side 19

Morgunblaðið - 06.03.2008, Side 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 19 Fyrsti keilusalurinn á Akureyri var opnaður í gær í glerhúsinu í inn- bænum, þar sem Blómaval var lengi. Í Keilunni, eins og staðurinn er kallaður, eru átta brautir.    Eigendur Keilunnar og veitingastað- arins Kaffi Jónsson eru Dagný Ing- ólfsdóttir og Þorgeir Jónsson. Opið verður daglega kl. 11-23.30.    „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga að undanförnu og mikið verið hringt hingað og pantað,“ sagði Þor- geir þegar hann sýndi blaðamönn- um staðinn. Keila er vinsæl íþrótt víða um heim, margir stunda hana hérlendis og keppt er á Íslandsmóti þannig að tilkoma Keilunnar á Ak- ureyri er viðbót við norðlenskt íþróttalíf.    „Keila er íþrótt sem allir geta spil- að, allt frá börnum upp í harðfull- orðið fólk þannig að hér er komin afþreying fyrir börn og fullorðna, íbúa á svæðinu og gesti. Oft er talað um að aukna afþreyingu vanti á svæðið fyrir ferðafólk og Keilan verður örugglega mörgum ferða- hópum kærkomin afþreying og skemmtun í heimsókn til bæjarins,“ sagði Þorgeir.    Full ástæða er til að segja stuttlega frá fyrsta heimsmeistaramóti starfsmanna fjölmiðla með aðsetur á Akureyri (!), sem haldið var í Keil- unni í gær. Þær mættust fulltrúar Morgunblaðsins, Stöðvar 2, RÚV og Vikudags. Sumum fannst leika best hálffimmtugur, unglegur maður í grænni peysu. Ótækt er að nefna hann á nafn hér en mynd af viðkom- andi ku prýða þennan pistil…    Keppendur á þessu fyrsta heims- meistaramóti starfsmanna fjölmiðla með aðsetur á Akureyri voru fjórir. Tveir voru tímabundnir og tóku lít- inn eða engan þátt, þá voru eftir tveir og stutt könnun leiddi í ljós að 50% þeirra töldu fulltrúa Morg- unblaðsins hafa sigrað en 50% að fréttamaður Stöðvar 2 hefði haft betur …    Ofsagt var í blaðinu í gær að bæj- arstjórn Akureyrar hefði falið bæj- arstjóra að ræða við ríkisvaldið um möguleika á að byggja og reka rétt- argeðdeild á Akureyri. Hið rétta er að tillögu VG þar að lútandi var vís- að til skoðunar í vinnuhópi sem stofnað var til á fundinum. Það leið- réttist hér með.    Ástríður Stefánsdóttir flytur fyr- irlesturinn Mynd mannsins í augum læknisfræðinnar á Amtsbókasafn- inu í dag kl. 17. Það eru Félag áhugafólks um heimspeki, Amts- bókasafnið, Háskólinn á Akureyri og Akureyrarstofa sem standa að samkomunni, sem og fleiri ámóta á næstu viku.    Í erindi sínu í dag leitar Ástríður í smiðju heimspekingsins og trúfræð- ingsins Aberts Jonsens en hann rekur rætur læknisfræðinnar ann- ars vegar til kristinna hugmynda sem birtast í sögunni um miskunn- sama Samverjann og hins vegar til grískra hugmynda sem kenndar eru við Hippocrates. Starf lækna enn þann dag í dag er mótað af þeirri gömlu hefð sem sprettur af þessum rótum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Keilan Dagný Ingólfsdóttir og Þorgeir Jónsson eru eigendur Keilunnar. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Sveinn Indriðason skrifarVísnahorninu: „Í tilefni af umræðu um minnkandi auð og harðindi á fjármálamörkuðum er rétt að rifja upp ágæta vísu eftir Einar Andrésson í Bólu: Auðs þótt beinan akir veg ævin treinist meðan, þú flytur á einum eins og ég allra seinast héðan.“ Hannes Pétursson hefur kunnað vísu eftir Stein Steinarr, sem birtist nýlega í Vísnahorninu, í um fimmtíu ár. Hann segir Stein hafa ort vísuna af stríðni, eins og hann átti til, um einn góðkunningja sinn. Á þeim tíma bjó Steinn í Fossvoginum, sem var nánast óbyggður, tók vagninn þaðan og tuldraði á leið í bæinn að gamni sínu. Þetta var einhverskonar hugbót fyrir hann. Og vísan er rétt svona: Lítinn hlaut ég yndisarð á akri mennta og lista, sáðfall mér í svefni varð á sumardaginn fyrsta. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: „Oft þá ég dansa við dáta er djarfastir finna mig láta sitt karlmennskufjör verð ég kynlega ör,“ sagði Arnljótur, uppnefndur hnáta. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Steini og hnátu heimur heillandi hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is VORLAUKARNIR KOMNIR! FRÆÚRVALIÐ ER Í GARÐHEIMUM Um að gera að drífa sig meðan úrvalið er mest! GUGGURÁÐ: Calendula ‘Touch of Buff’Calendula ‘Neon’ Chrysanthemum ‘Crazy Daisy’ Diascia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.