Morgunblaðið - 06.03.2008, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞJÓÐIN Á EYÐSLUFYLLIRÍI
Ekki er endilega víst að áhrifinaf niðursveiflu í íslenskuefnahagslífi, lánsfjárkreppu
og gífurlega háu vaxtastigi séu kom-
in fram af fullum þunga, enn sem
komið er.
Þetta má m.a. lesa út úr frétta-
skýringu Egils Ólafssonar á miðopnu
Morgunblaðsins í gær, þar sem
greint er frá því að einkaneysla hef-
ur aukist síðustu misserin, þrátt fyr-
ir lækkandi verð á hlutabréfum,
lækkandi gengi íslensku krónunnar,
hátt vaxtastig og samdrátt í fast-
eignaviðskiptum og það er haft eftir
Haraldi Þór Stefánssyni, fram-
kvæmdastjóra hjá Toyota, að al-
menningur upplifi ekki á eigin skinni
að það sé kreppa á Íslandi.
Þar kemur jafnframt fram að
hraður vöxtur einkaneyslu hafi verið
eitt af því sem drifið hefur áfram
hagvöxt hér á landi síðustu árin. Í
janúar á þessu ári jókst innflutning-
ur á almennum neysluvarningi um
18,4% á föstu gengi í samanburði við
janúar 2007 og innflutningur á heim-
ilistækjum jókst enn meira eða um
26,5% – ríflega fjórðung, sem er gíf-
urleg aukning á milli ára.
Bílar seljast sem aldrei fyrr –
aukningin á fyrstu tveimur mánuðum
ársins er 43%, miðað við sama tíma í
fyrra, og sömuleiðis virðast sólar-
landaferðir svo gott sem uppseldar.
Auðvitað væru upplýsingar sem
þessar fagnaðarefni, ef raunveruleg
kaupmáttaraukning væri drifkraftur
þessarar auknu einkaneyslu, en því
er því miður ekki til að dreifa.
Sláandi upplýsingar um skulda-
aukningu heimilanna í landinu eru
staðfesting á því. Skuldir heimilanna
námu 868 milljörðum króna í lok jan-
úar og höfðu aukist um 38% á einu
ári og skuldir heimilanna í erlendri
mynt jukust um 119% á einu ári og
voru 150 milljarðar króna í jan-
úarlok.
Íslensk heimili virðast því í stór-
auknum mæli vera að flýja hátt
vaxtastig hér á landi með því að fjár-
magna aukna neyslu sína með lán-
töku í erlendri mynt, á miklum mun
lægri vöxtum en eru hér á landi.
En það virðist gleymast í þessu
samhengi, að þar með eru heimilin í
landinu að taka gengisáhættu, sem
áður en varir, gæti haft afdrifaríkar
afleiðingar fyrir þau, ef gengi krón-
unnar sígur mikið eða fellur.
Samkvæmt ofangreindri frétta-
skýringu Egils Ólafssonar virðist
sem þjóðin sé á einhverju allsherjar
eyðslufylliríi, þar sem drifkrafturinn
er að eyða fyrst, en afla svo.
Auðvitað hafa einstaklingar sem
gerðu samninga um kaup á nýjum
bílum síðasta haust, til afhendingar í
ársbyrjun þessa árs, eða pöntuðu þá
ferðir til útlanda á þessu ári, ekki séð
fyrir hver þróun efnahags- og vaxta-
mála yrði á komandi mánuðum og
misserum.
Því standa menn frammi fyrir
gerðum hlut og verða, hvort sem
þeim líkar betur eða verr, að efna
gerða samninga. En er ekki mál til
komið að menn fari að ranka við sér,
halda að sér höndum og rifja upp
gamla, góða orðtakið: Græddur er
geymdur eyrir?
GREIÐSLUR Í STAÐ LEIKSKÓLAPLÁSS
Leikskólar eru samkvæmt nám-skrá fyrsta skólastigið á Íslandi.
Í aðalnámskrá fyrir leikskóla er
kveðið á um að á námsviði þeirra sé
meðal annars hreyfing, myndsköpun,
málrækt, tónlist, náttúra og umhverfi
og menning og samfélag. Þetta eru
mjög fjölbreytt markmið og gefandi.
Leikskólar eru því ekki geymslustað-
ir fyrir börn, heldur undirbúningur
fyrir áframhaldandi skólagöngu og
ugglaust má færa að því rök að börn
sem koma úr leikskóla séu að ein-
hverju leyti betur búin undir að hefja
nám í grunnskóla en þau börn sem
ekki hafa verið í leikskóla. Leikskólar
eru hins vegar ekki skylda og auðvit-
að geta foreldrar kosið að hafa börn
sín heima og sinna sjálfir þessum
undirbúningi þeirra undir grunn-
skóla. Hér er lykilatriði hins vegar að
foreldrar geti kosið.
Í Reykjavík bíða um þessar mundir
1.200 börn á listum eftir plássi á leik-
skóla.
Í fyrradag lagði meirihluti F-lista
og Sjálfstæðisflokks fram breyting-
artillögur við frumvarp að þriggja
ára áætlun um rekstur, framkvæmdir
og fjármál Reykjavíkur þar sem með-
al annars koma fram hygmyndir um
að taka upp greiðslur til þeirra for-
eldra sem bíða eftir niðurgreiddum
plássum á leikskóla. Hugmyndin um
þessar greiðslur er því ekki ætluð til
þess að gera foreldrum, sem vilja
hafa börn sín heima, auðveldara fyr-
ir. Henni er ætlað að stoppa upp í gat
sem gerir að verkum að borgin getur
ekki veitt þessa þjónustu sem kveðið
er á um í námskrá.
Nokkuð ljóst er að fái foreldrar
ekki leikskólapláss og þurfi að hafa
börnin heima mun það fremur bitna á
körlum en konum. Þarf í þeim efnum
ekki að telja annað til en þá einföldu
ástæðu að í íslensku samfélagi ríkir
ekki jafnrétti í launakjörum. Hér er
því verið að ýta undir að tekið verði
skref aftur á bak. Eins og Dagur B.
Eggertsson, oddviti Samfylkingar-
innar í borgarstjórn, orðaði það eru
foreldrar ungra barna árið 2008 „ekki
að bíða eftir skaðabótum, heldur
þjónustu. Þau eru að bíða eftir þjón-
ustu leikskóla eða dagmæðra“.
Ástandið í leikskólamálum í höfuð-
borginni er óviðunandi. Ekki er hægt
að skella allri skuldinni af því á nú-
verandi meirihluta en það er hans að
leysa úr þeim vanda sem nú er uppi.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri
talaði, þegar hann mælti fyrir tillög-
unum, um að nýir leikskólar yrðu
reistir í takt við aðra uppbyggingu,
svo sem í nýjum hverfum og með við-
byggingum við eldri skóla. Einhvers
staðar hefur sá taktur tapast þótt
ekki ætti að vera flókið að átta sig á
íbúaþróun í höfuðborginni. 1.200
börn á biðlista er langt utan skekkju-
marka.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ÉG er þakklát fyrir að þau meta
starfið svona og er glöð yfir að
hafa getað aðstoðað þau í verk-
efninu. Ég er einnig bæði stolt og
glöð yfir niðurstöðunni,“ sagði Sif
Vígþórsdóttir, skólastjóri Norð-
lingaskóla, um skýrslu MPA-
nemanna við HÍ. Hún sagði góðan
árangur ekki sér einni að þakka
heldur frábærum hópi starfs-
manna við Norðlingaskóla.
Sif kvaðst telja mjög mikilvægt
að gerð var tilraun í Norðlinga-
skóla með bókun 5 í kjarasamn-
ingi Kennarasambands Íslands og
Launanefndar sveitarfélaga. Í
haust byrjaði Sjálandsskóli í
Garðabæ einnig að starfa eftir
bókun 5. Sif segir starfsfólk Norð-
lingaskóla á einu máli um að
vinnufyrirkomulagið þar, þ.e. föst
viðvera, sé betra en vinnu-
tímaskiptingin sem yfirleitt ríkir í
grunnskólum. Niðurstaða vinnu-
staðagreiningar í grunnskólum
Reykjavíkur frá í fyrravor sýndi
mikla starfsánægju í Norðlinga-
isvinnu og bókun 5 auðvel
það. Teymin þurfa að geta
irbúið sig sameiginlega og
til staðar í skólanum á sam
Ég tel að teymisvinna sé f
tíðin. Þá er aldrei aðeins e
kennari með nemendahóp
eru alltaf fleiri til staðar o
skapar sveigjanleika og ey
fjölbreytni,“ sagði Sif.
Sif kvaðst vera „Kenn-
arasambandskona“ í hjart
til margra ára og hafa set
stjórn Kennarasambands
lands til margra ára. Hún
skilja hvers vegna mótbár
upphafi vegna tilraunarin
Norðlingaskóla. „Við voru
brjótast út úr vinnutímask
ingu sem er í kjarasamnin
erum með breytilegar stu
skrár eftir árstímum. Hér
100% starfi og leysir þau v
sem koma upp hverju sinn
Sif. „Forysta Kennarasam
ins hefur eðli málsins sam
staðið dyggan vörð um ke
skóla. Þá töldu kennarar þar sig
hafa mikinn sveigjanleika í vinnu-
tímanum, þótt það væri eini skól-
inn í Reykjavík með bundna við-
veru kennara.
„Hér byggjum við á teym-
Kjarasamningar úr takt vi
Morgunblaðið/ Jim Smart
Skólastjóri Sif Vígþórsdóttir.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Forystuhlutverk Sifjar Vígþórs-dóttur, skólastjóra Norðlingaskólaí Reykjavík, var nýlega greint ogmetið af fjórum meistaranemum í
opinberri stjórnsýslu (MPA) við Háskóla Ís-
lands. Þeim þótti merkilegt að kynnast þess-
um skólastjórnanda sem er á margan hátt að
brydda upp á nýjungum í rekstri grunnskóla,
hefur tekist að hækka laun starfsmanna veru-
lega, getur valið úr starfsfólki og stýrir skóla
þar sem bæði foreldrar og kennarar lýsa
ánægju sinni með skólastarfið.
Verkefnið var liður í námskeiði um forystu-
hlutverk stjórnenda í opinberum rekstri sem
Margrét S. Björnsdóttir, einn umsjón-
armanna MPA-námsins, kennir.
Meistaranemarnir fjórir, þau Birna Sigurð-
ardóttir, Kristín Geirsdóttir, María Ingibjörg
Kristjánsdóttir og Orri Páll Jóhannsson, telja
ótvírætt að Sif hafi í starfi sínu sem skóla-
stjórnandi tekið að sér forystuhlutverk. Hún
hefur tekið upp nýjungar í kennsluháttum og
rekstri grunnskólans í Norðlingaholti með
góðum árangri. Þetta hefur þó ekki gengið
þrautalaust, eins og kemur fram í skýrslu
nemendahópsins.
Enginn þekkti viðfangsefnið
Orri Páll Jóhannsson og Kristín Geirsdóttir
sögðu blaðamanni frá skýrslunni um stjórn-
andann Sif og einnig frá MPA-náminu við HÍ
sem þau stunda bæði með vinnu. Kristín starf-
ar hjá Alþingi og er deildarstjóri upplýs-
ingaþjónustu þingsins. Hún er með MA-gráðu
í bókasafnsfræði og á lokaspretti í MPA-
náminu. Orri Páll starfar á umhverfis- og
samgöngusviði Reykjavíkurborgar og er ný-
byrjaður í MPA-námi. Hann er jafnframt að
reka smiðshöggið á MA-nám í umhverfis- og
náttúrusiðfræði. Þau segja að flestir MPA-
nemar stundi námið með vinnu, margir vinna
hjá hinu opinbera en námið henti ekki síður
fólki úr einkageiranum. Nokkrir nemar koma
inn í MPA-námið beint úr grunnnámi í há-
skóla. Nemendur koma víða að af landinu, eru
á öllum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. Allt
endurspeglast þetta í fjölbreyttum sjón-
armiðum og líflegum umræðum.
Orri Páll og Kristín sögðu hópinn hafa get-
að valið úr nöfnum nokkurra stjórnenda í op-
inberum rekstri, lífs og liðinna, til að nota í til-
viksgreiningu um forystu í opinberum rekstri
og skoða hvort þar hefðu verið eða væru „rétt-
ir einstaklingar á réttum stað“. Það er hvort
eiginleikar og hugmyndir forystumannsins
féllu saman við samverkafólk og aðstæður.
Sum nöfnin þekktu þau vel og önnur síður eða
alls ekki. Enginn í vinnuhópnum þekkti til
Sifjar Vígþórsdóttur skólastjóra né starfa
hennar. Tvö úr hópnum, Orri Páll og María
Ingibjörg, fóru í heimsókn til Sifjar í Norð-
lingaskóla, ræddu ítarlega við hana og skoð-
uðu skólann. Hópurinn las blaðagreinar og
skýrslur þar sem fjallað hefur verið um starf
Sifjar og Norðlingaskóla. Þau báru nið-
urstöður saman við kenningar fræðimanna á
sviði opinberrar stjórnsýslu og um forystu,
Hallorm
nýja sk
gerðu þ
yrði ge
5 í kjar
Launan
í tilraun
senn, „
öðrum
sveitar
innan þ
kennar
stjórna
Orri
launagr
ið að tín
verkstj
með ne
nemarn
ínar Er
tilraun
indasto
Með
mannav
fólk og
að valið
liðnu h
stöður
Þekki
Skólast
miðað o
ingarve
ir uppb
síðastli
eru alli
að kom
segir sí
endur s
Kris
breytingastjórnun og vanda þess að innleiða
breytingar sem krefjast nýrra vinnubragða og
endurmats á viðhorfum.
Stjórnandi með hugsjón
Orri Páll sagði að í Sif hefðu þau kynnst
stjórnanda sem starfar af hugsjón að skóla-
málum. Sif hefði synt gegn straumnum og
bryddað upp á mörgum nýjungum bæði í
kennsluháttum, skólastarfinu og launamálum
starfsmanna. Það er oft haft á orði að Sif boði
„fagnaðarerindið“ þegar hún kynnir hug-
myndir sínar um skólamál. Sé haldið áfram
með líkingar má segja að þau Orri Páll og
María Ingibjörg hafi „séð ljósið“ og náð að
tendra það í vinnuhópnum. Í niðurstöðu
skýrslu hópsins segir m.a.:
„Við teljum að Sif hafi tekið að sér forystu-
hlutverk sem felst meðal annars í því að fá fólk
til að takast á við endurmat og aðlögun á nýj-
ungum í kennslu og skipulagi grunnskóla.
Hún fylgir eftir hugmyndum um einstaklings-
miðað nám, auk þess að hún fær fólk til að tak-
ast á við og breyta gamalgrónum hugmyndum
um mat á vinnu grunnskólakennara. Hún og
þeir sem vinna með henni að verkefninu trúa
því að aðferðir þeirra bæti aðstæður nemenda
og starfsmanna skólans og stuðli að fram-
förum í kennslumálum. Það að geta greitt
starfsfólki laun sem eru umtalsvert hærri en
annars staðar í skólum, þrátt fyrir að skólinn
fái sömu fjárframlög og aðrir skólar, er einnig
mikilsverður árangur. Enn fremur sú mikla
ásókn sem virðist vera í störf fyrir skólann.“
Norðlingaskóli er einn yngsti grunnskólinn
í Reykjavík og nemendur nú um 200 talsins en
verða 300-400 þegar skólinn verður fullsetinn.
Skólinn starfar í færanlegum skólastofum en
nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að nýju
skólahúsi. Sif var áður kennari og skólastjóri á
Meistaranemar í opinberri stjórnsýslu gerðu tilviksgrei
Réttur stjórnandi
MPA-nemar Kristín Geirsdóttir og Orri Páll Jóhannsso