Morgunblaðið - 06.03.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 25
HVAÐ er gott
hverfi?
Hvað má betur fara í
hverfinu mínu?
Hvernig er hægt að
hlúa betur að íbúunum
– stuðla að fegurra,
öruggara og blómlegra
mannlífi?
Reykjavíkurborg
biður íbúa í borginni að
velta þessum spurn-
ingum fyrir sér og
koma ábendingu um
bætt borgarumhverfi á
framfæri undir merkj-
um samráðsverkefnisins „1, 2 og
Reykjavík“ til 12. apríl nk.
Betra borgarumhverfi er sameig-
inlegt verkefni borgaryfirvalda og
íbúa í borginni. Með þverpólitíska
samráðsverkefninu 1, 2 og Reykja-
vík vill Reykjavíkurborg sækja í sér-
þekkingu íbúa í hverfum borgar-
innar um umbætur í viðkomandi
hverfi. Markmiðið er ekki aðeins að
stuðla að fallegri borg heldur
styrkja tengsl borgaryfirvalda og
borgarbúa og tengsl
íbúa innbyrðis í hverju
hverfi. Þannig er ekki
aðeins stuðlað að auk-
inni samkennd því
betri tengsl draga úr
félagslegri einangrun
og öðrum miður
skemmtilegum fylgi-
fiskum borgarsam-
félagsins.
Á vef samráðsins á
heimasíðu Reykjavík-
urborgar www.reykja-
vik.is gefst notendum
kostur á að koma á
framfæri eigin ábendingum með
skýringum og fylgjast með stöðu
eigin ábendinga og annarra. Hægt
er að færa ábendingar inn á hverf-
iskort, skoða yfirlit yfir ábendingar
og styðja ábendingar annarra. Jafn-
framt munu stýrihópar í hverju
hverfi leita fjölbreyttra leiða til að
virkja börn, unglinga og fullorðna til
að setja fram ábendingar um við-
halds- og nýframkvæmdir í hverf-
unum.
Aldrei áður hefur verið leitað eftir
jafn-víðtæku samráði við íbúa borg-
arinnar og gert er í samráðsverkefn-
inu 1,2 og Reykjavík. Reykjavíkur-
borg hvetur borgarbúa til að láta sig
nærumhverfi sitt varða með virkri
þátttöku í samráðinu í því skyni að
stuðla að blómlegra borgarsamfélagi
fyrir alla borgarbúa.
1, 2 og Reykjavík – Íbúasam-
ráð um hverfauppbyggingu
Stuðlum að blómlegra borg-
arsamfélagi segir Ólafur F.
Magnússon
» Á vef samráðsins á
heimasíðu Reykja-
víkurborgar
www.reykjavik.is gefst
notendum kostur á að
koma á framfæri eigin
ábendingum með skýr-
ingum.
Ólafur F. Magnússon
Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
ÉG las athyglisverða grein í
Morgunblaðinu 28. febrúar sl. eftir
Sigurð Jónsson, fram-
kvæmdastjóra SVÞ,
Samtaka verslunar og
þjónustu. Hann á sér
þann draum, eins og
segir í greininni, að
allir atvinnurekendur
stefni að „… algjörri
sameiningu í ein sam-
tök“, SA, Samtök at-
vinnulífsins. Málflutn-
ingurinn minnir helst
á Martein nokkurn
Mosdal sem talar m.a.
fyrir einu ríkisútvarpi
og einni ríkisverslun.
Sigurður fer þarna gegn flestra
áliti, sem vilja frekar fjölbreytni og
sveigjanleika í stað fábreytni og
miðstýringar.
Þvert á þróun
Þær skoðanir sem Sigurður lýsir
hér varðandi hagsmunafélög at-
vinnulífsins eru algjörlega í and-
stöðu við þróunina í kringum okkur,
þar sem stefnan hefur verð í átt til
sérgreinafélaga frekar en blandaðra
hagsmunafélaga atvinnulífsins. Er
skemmst að minnast baráttu versl-
unarráðanna til að öðlast við-
urkenningu ESB sem (Social Part-
ner) umsagnaraðili um
lagafrumvörp og gerðir, en var
hafnað vegna þess að þau væru
blönduð hagsmunasamtök sem eng-
inn vissi fyrir hvaða atvinnugrein
stæðu. Urðu þau að lokum að láta
sér nægja stöðu áheyrnarfulltrúa.
Svipað má segja um UNICE sem
vildi öðlast viðurkenningu sem alls-
herjarsamtök vinnuveitenda gagn-
vart ESB, en hefur fyrst og fremst
stöðu umsagnar- og samstarfsaðila
varðandi iðnað, þrátt fyrir að hafa
breytt nafninu í Business Europe.
Samtrygging Sigurðar
Í fræðunum er talað um „sam-
tryggingarsamstarf“ (corporatism)
en þá er átt við það að stjórnvöld
gefi einhverju félagi stöðu í kerfinu
á móti því að geta pantað að vild
álit og yfirlýsingar þegar á þarf að
halda. Manni verður á að hugsa um
þessa gömlu drauga þegar Sigurður
lýsir sýn sinni til eins atvinnu-
málaráðuneytis og einna hagsmuna-
samtaka. Í dag er það keppikefli
allra stjórnvalda, þegar unnið er að
lagagerð fyrir atvinnulífið, að safna
sem fjölbreyttustum upplýsingum
frá sem flestum hagsmunaaðilum til
að tryggja starfsskilyrði og sam-
keppnishæfni atvinnulífsins. Gamla
einhæfnin er löngu aflögð þótt það
kunni að vera hagræðing fyrir SA
að hafa bara eitt ráðuneyti að
skipta við.
Í grein sinni segir Sigurður SA
vera regnhlífarsamtök einkarekinna
fyrirtækja að undanskildu FÍS, Fé-
lagi íslenskra stórkaupmanna, og
BGS, Bílgreinasambandinu. Þannig
gefur Sigurður í skyn að þetta séu
einu félögin sem standi utan SA. Í
fljótu bragði man ég líka eftir
Meistarasambandi byggingarmanna
með trésmíðameistara og pípulagn-
ingameistara o.fl. innanborðs ásamt
því að Kaupmannafélag Akureyrar
gekk nýverið úr SVÞ. Þá eru Kaup-
mannasamtök Íslands og Samband
íslenskra kaupskipaútgerða einnig
utan SA.
Það að kalla SA regnhlífarsamtök
fær vart staðist. Almennur skiln-
ingur á regnhlífarsamtökum er að
um félag (sjálfstæðra) félaga sé að
ræða. Uppbygging SA er hins veg-
ar þannig að fyrirtæki sem gengur
t.d. í SVÞ verður um
leið beinn félagi í SA.
Þetta tryggir beint
boðvald SA yfir öllum
félögum samtakanna.
Undirfélögin átta eru
því meira eins og
deildir í risastóru fé-
lagi með meiri mið-
stýringu en þekkist í
öðrum sambærilegum
félögum.
Sigurður talar fyrir
einu hagsmunafélagi
atvinnurekenda, einu
SA, einni rödd. Hags-
munum efnahagslífsins og hags-
munum landsmanna allra er að
mínu mati betur borgið ef fleiri
raddir fá að hljóma.
Ein allsherjar-
samtök
Birgir Rafn Jónsson fjallar
um samtök atvinnulífsins
» Sigurður fer þarna
gegn flestra áliti,
sem vilja frekar fjöl-
breytni og sveigjanleika
í stað fábreytni og mið-
stýringar.
Birgir Rafn Jónsson
Höfundur er fyrverandi
formaður FÍS.
Aðalfundur Bakkavör Group hf. verður haldinn föstudaginn 14. mars nk. kl. 16:30
í Þjóðleikhúsinu, Hverfisgötu 19, 101 Reykjavík.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins:
Aðalfundur Bakkavör Group
14. mars 2008
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á
léttar veitingar og úrval rétta frá Bakkavör Group.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast
gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu
tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að
minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf
aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem
þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu skal
geta auk nafns frambjóðanda, kennitölu og
heimilisfangs, upplýsinga um aðalstarf, önnur
stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign
í félaginu. Auk þess skal geta upplýsinga
um hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og
samkeppnisaðila félagsins sem og hluthafa
sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Stjórn
félagsins skal fara yfir framboðstilkynningar og
gefa hlutaðeigandi tækifæri, með sannanlegum
hætti til þess að bæta úr göllum sem eru á
tilkynningunni innan tiltekins frests sem eigi
má vera lengri en 24 klukkustundir. Ef ekki er
bætt úr ágöllum á framboðstilkynningu innan
tiltekins frests, úrskurðar stjórn félagsins um
gildi framboðs. Unnt er að skjóta ákvörðun
stjórnar félagsins til hluthafafundar sem fer með
endanlegt úrskurðarvald um gildi framboðs.
Upplýsingar um framboð til stjórnar félagsins skulu
vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins
eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi
skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.
Ennfremur verður hægt að nálgast umrædd gögn
á vefsíðu félagsins, www.bakkavor.com, frá sama
tíma.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent
á aðalfundardaginn frá kl: 15:30 á fundarstað.
Fundarstörf fara fram á ensku.
Stjórn Bakkavör Group hf.
1 Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár.
2 Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun endurskoðanda, lagður fram
til samþykktar.
3 Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar síðastliðins reikningsárs.
4 Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5 Tillögur til breytinga á samþykktum:
a Breyting á 3. gr. – Lagt er til að stjórn verði veitt heimild til útgáfu hlutafjár
félagsins í erlendum gjaldmiðli.
b Breyting á 19. gr. – Lagt er til að stjórnarmönnum verði fjölgað úr 7 í 8.
6 Kosning stjórnar félagsins.
7 Kosning endurskoðunarfélags.
8 Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
9 Heimild til kaupa á allt að 10% á eigin hlutum. – Lagt er til að stjórn
félagsins verði veitt heimild til kaupa allt að 10% á eigin hlutum
félagsins á næstu 18 mánuðum.
Önnur mál.10