Morgunblaðið - 06.03.2008, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTLA AÐ FARA
MEÐ LÍSU AÐ HORFA
Á BALLETTSÝNINGU
ÞETTA ER OF
MIKIÐ, ER
ÞAÐ EKKI?
NEMA ÞÚ HAFIR
GAMAN AF
DANSANDI STRÁK-
UM Í SOKKABUXUM
ÞÚ ERT MEIRI
HRÆSNARINN
ÞÚ VILT BARA KOMA
TIL MÍN ÞVÍ ÉG ER
MEÐ REGNHLÍF
HRÆSNARAR
VILJA HELDUR EKKI
VERÐA BLAUTIR
Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR
SVOLÍTIÐ SKRÍTIÐ? ÉG MAN
EKKI EFTIR NEINU SEM
GERÐIST
ÁÐUR EN
ÉG VARÐ
ÞRIGGJA ÁRA
ÉG ER BÚINN
AÐ GLEYMA
HÁLFRI ÆVI
MINNI! ÉG
HEF VERIÐ
HEILA-
ÞVEGINN!
HVERS KONAR SKRÍMSLI
MUNDI HEILAÞVO
SMÁBARN?!? HVAÐ
VISSI ÉG SEM ÞAU
VILDU AÐ ÉG
GLEYMDI?
MIKIÐ ER ÉG
DULARFULLUR
ÉG MAN EKKI
EFTIR ÞVÍ AÐ
ÞÚ HAFIR
GERT ANNAÐ
EN AÐ ROPA
OG GUBBA
ÉG GET ÞVÍ MIÐUR EKKI
SAGT ÞÉR HVAÐ VIÐGERÐIN
Á BÁTNUM ÞÍNUM Á EFTIR
AÐ KOSTA Í DAG...
GÆTIR ÞÚ NOKKUÐ
KOMIÐ AFTUR
Á MORGUN?
JÁ...
ÆTLI
ÞAÐ EKKI
AF HVERJU
GAST ÞÚ EKKI
METIÐ VIÐGERÐINA
Í DAG?
VEGNA
ÞESS AÐ
ÁFENGIÐ ER
BÚIÐ
ÞAÐ ER
MIKLU
AUÐVELDARA
AÐ SJÁ HVAÐ
VIÐGERÐIR
KOSTA ÞEGAR
MAÐUR ER
DRUKKINN
MÉR SÝNIST
ÞÚ BARA VERA
AÐ BRENNA ÚT
AF HVERJU FLYT ÉG EKKI
BARA Í ÍBÚÐ NIÐRI Í BÆ Í
STAÐINN FYRIR ÍBÚÐ FYRIR
ELDRI BORGARA?
ÉG GÆTI GENGIÐ ÚT Í
BÚÐ, TEKIÐ LESTINA EÐA
STRÆTÓ HVERT SEM ÉG
ÞYRFTI AÐ KOMAST.
ÉG ÞYRFTI EKKI BÍL
ÉG VEIT
EKKI...
ÍBÚÐAR-
VERÐ ÞAR
HEFUR
HÆKKAÐ
UNDAN
FARIÐ
EN ÉG
FANN
ÍBÚÐ SEM
ER EKKI
MJÖG
DÝR
ÞAÐ ER VEGNA ÞESS
AÐ HÚN ER Í
GLÆPAHVERFI!
OG?
AF HVERJU
ERTU EKKI BÚINN
AÐ TAKA NEINAR
MYNDIR AF
KÓNGULÓAR-
MANNINUM?
TIL HVERS
SENDI ÉG ÞIG
EIGINLEGA
HINGAÐ
ÞÚ GERÐIR ÞAÐ EKKI.
ÉG FÓR HINGAÐ SJÁLFUR...
EN EF ÞÚ ERT AÐ BJÓÐAST
TIL AÐ BORGA FLUGFARIÐ....
ER ÞETTA
EKKI NICOLE
KIDMAN?
HANN VEIT
HVENÆR HANN Á
AÐ BREYTA UM
UMRÆÐUEFNI
dagbók|velvakandi
Dýrt að leigja
Undanfarið hef ég heyrt af mörgum
tilfellum þar sem fólk á íbúðir á
Reykjavíkursvæðinu og leigir þær
mjög dýrt. Eigendurnir sjálfir flytja
hins vegar til Keflavíkur og leigja
þar mun ódýrara húsnæði.
Mig langaði að koma þessu á
framfæri því mér finnst þetta vera
óréttlát fyrir aðra leigjendur sem
hafa ekki tök á að gera slíkt hið
sama og þurfa að sætta sig við að
borga þá háu leigu sem nú tíðkast á
markaðinum.
Leigjandi.
Nokkrar spurningar
Mig langar að leggja fram fáeinar
fávíslegar spurningar.
Fyrsta spurning: er virkilega svo
illa komið fyrir þjóðarbúinu að ekki
sé lengur hægt að kaupa blóðþrýst-
ingsmeðul handa þeim fjölmörgum
sem þurfa á lyfinu hydramíl að
halda?
Önnur spurning: hvers vegna eru
ekki pöntuð lyf sem eru lífspursmál
fyrir öll gamalmenni og flesta sem
komnir eru yfir fertugt?
Þriðja spurning: Er þessi sparn-
aður í þá átt að fækka ómögunum á
þjóðarbúinu, eða skortir svona
ferðapenninga handa þeim sem
reyna að troða Íslendingum í Evr-
ópusambandið?
Fjórða spurning: Skortir e.t.v.
skotsilfur til að greiða einhverjum
ómissandi persónum biðlaun eða
gera einn starfslokasamning?
Bestu kveðjur.
Pétur Steingrímsson.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
NÚ HÖFUM við fengið tilbreytingu frá snjónum, en við tók rigning og rok.
Hér ganga tvær konur með vindinn í fangið, en það er nokkuð sem flestir
Íslendingar ættu að kannast við, nefnilega íslenskt rok af bestu gerð.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Rigningartíð
FRÉTTIR
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð stendur á næstunni fyrir
fundaherferð í hverfum Reykjavík-
urborgar undir yfirskriftinni „VG
um alla borg“, þar sem borgarbúum
gefst kostur á að ræða við kjörna
fulltrúa flokksins um málefni síns
hverfis. Fundirnir eru öllum opnir,
og eru kjörinn vettvangur til að
fræðast og/eða hafa áhrif á stjórn
borgarinnar, segir í tilkynningu.
Fyrsti fundurinn verður í kvöld,
fimmtudaginn 6. mars í KHÍ,
Skriðu, kl. 20. Umræðuefni er
Mannlíf eða malbik – er pláss fyrir
hvort tveggja? Framsögur flytja
Árni Þór Sigurðsson alþingismaður
og Þorleifur Gunnlaugsson borgar-
fulltrúi.
Mánudaginn 10. mars verður
fundur á Vesturgötu 7 kl. 20. Þar
ræða „lopapeysukommar og húsa-
friðunarfólk“ málefni líðandi stund-
ar. Framsögur flytja Katrín Jakobs-
dóttir alþingismaður og Þorleifur
Gunnlaugsson borgarfulltrúi.
Þriðjudaginn 11. mars klukkan 20
verður fundur í Gerðubergi. Bær í
borg – skiptir hverfalýðræði máli? er
yfirskrift þess fundar og framsögur
flytja Ögmundur Jónasson alþingis-
maður og Svandís Svavarsdóttir
borgarfulltrúi.
Miðvikudaginn 12. mars í Árbæj-
arskóla kl. 20 er yfirskriftin Þarf bíl
á mann til að búa í Reykjavík?
Framsögur: Kolbrún Halldórs-
dóttir alþingismaður og Svandís
Svavarsdóttir borgarfulltrúi.
Fimmtudaginn 13. mars kl. 20 er
röðin komin að Félagsmiðstöðinni
Fjörgyn, Foldaskóla, og umræðu-
efninu Sundabraut – hvar, hvenær
og hvernig? Framsögur: Álfheiður
Ingadóttir alþingismaður og Svandís
Svavarsdóttir borgarfulltrúi.
Fundaherferð Vinstri
grænna í borginni
SIGRÍÐUR Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Reykjanesi, hefur
sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum
síðastliðna viku vill Svæðisskrifstofa
Reykjaness geta þess að Jóhanna
Sigurðardóttir félags- og trygginga-
málaráðherra hefur að öllu leyti far-
ið rétt með um það að engri fjöl-
skyldu fatlaðs barns hafi verið neitað
um stuðningsfjölskyldu.
Svæðisskrifstofa Reykjaness
hafnaði engum stuðningsfjölskyldu-
samningum. Foreldrum sem óskuðu
eftir endurnýjun á samningum var
tilkynnt um að bið yrði á afgreiðslu
þeirra þar til fjárveitingar væru
tryggðar.
Svæðisskrifstofan og félags- og
tryggingamálaráðuneytið hafa átt
góða samvinnu við lausn málsins.
Engin skerðing verður á þjónustu
við fötluð börn á Reykjanessvæðinu,
hvorki í skammtímavistun né stuðn-
ingsfjölskyldum. Allar fyrirliggjandi
umsóknir um stuðningsfjölskyldu
hafa nú þegar verið afgreiddar.
Að gefnu tilefni vill undirrituð hér
með koma á framfæri að fjárheim-
ildir stofnunarinnar árið 2007 voru
rúmur 1,6 milljarður. Rekstur stofn-
unarinnar á síðasta ári var innan við
1% umfram fjárheimildir en ekki
50% eins og hermt hefur verið.
Svæðisskrifstofa Reykjaness annast
umfangsmikla búsetu-, skammtíma-
vistunar-, dag- og stoðþjónustu við
fatlaða í 12 sveitarfélögum á svæð-
inu.“
Engri fjölskyldu
fatlaðs barns neitað