Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HINN 29. mars n.k. heldur ung- mennaráð Samfés landsþing sitt. Landsþingið er opið öllum á aldr- inum 13–16 ára. Þetta er í annað sinn sem Ung- mennaráð heldur landsþing. Í fyrra var þemað „Barn eða fullorðinn“. Þá komu saman um 60 unglingar og töluðu um þau réttindi sem ung- lingar hafa, hvernig samfélagið líti á unglinga og um neikvæða ímynd unglingsins. Þemað á þinginu í ár verður „Unglingar og ofbeldi“ en það er einnig þema Samfés í ár. Á þinginu í ár verður opin umræða, þar sem unglingarnir geta talað um það sem þeir vilja og langar að koma á framfæri. Unglingarnir taka allir þátt í umræðunum og velja sjálfir hvað þeir tala um og hvenær þeir hætta. Ungmennaráð heldur lands- þing árlega til að fá hugmyndir sem unglingarnir hafa og koma til skila á aðalfundi Samfés þar sem reynt er að vinna úr hugmyndunum. Landsþingið verður í Félags- miðstöðinni Zelzíus, Tryggvagötu 23 á Selfossi, og hefst kl. 14. Landsþing Ungmennaráðs Samfés haldið á Selfossi Fjör Samféshátíð í Laugardalshöll. DR. Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Háskólaseturs í Snæfellsbæ mun flytja fyrirlestur í dag um vaðfugla og votlendi. Í fyrirlestrinum segir Tómas frá nýlegum rannsóknum á tengslum vaðfugla við umhverfi sitt á mælikvarða alls landsins niður á mælikvarða þúfna í sunnlenskum mýrum. Þá mun hann segja frá landshlutabundnum mun á þétt- leika og fjölbreytni vaðfugla og tengslum vaðfugla og landbúnaðar. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 og fer fram í Möguleikhúsinu við Hlemm. Vaðfuglar og votlendi Á Álftanesi Vaðfuglar í ætisleit. Morgunblaðið/Ómar KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands hefur veitt því athygli að nýkjörin stjórn Nemendafélags Verzl- unarskóla Íslands er eingöngu skipuð körlum og af 20 frambjóð- endum til stjórnar nemendafélags- ins voru aðeins 3 konur. Á grund- velli jafnréttisumræðu undanfarinna ára, áskorana til fyr- irtækja og stofnana um að bæta kynjahlutfall í stjórnum sínum, í ljósi nýrra jafnréttislaga og hvatn- ingar til jafnréttis í stefnuyfirlýs- ingu segist stjórn KRFÍ undrandi yfir þróun mála í Verzló. Það skjóti skökku við að sjá ekki einn fulltrúa þeirra 60% nemenda Verzló sem eru kvenkyns í stjórn nemendafélagsins. Stjórn KRFÍ hvetur stúlkur í Verzló til að taka virkan þátt í nefndum og ráðum sem bjóðast á veg- um skólans, vera í forsvari og gera sig gildandi. Stjórn KRFÍ skorar einnig á alla nemendur Verzlunarskólans að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi í félagsstarfi sínu innan veggja skólans sem utan og stuðla þannig að möguleikum allra óháð kyni, uppruna, trú eða stöðu að öðru til að njóta hæfileika sinna. Aukin kynjasjónarmið í Verzló Í NÆSTA mánuði mun lögreglan mæla hraða með myndavélabúnaði í ómerktri lögreglubifreið víða í hverfum og á stofnbrautum í Kópavogi. Mælingarnar fara fram dagana 3. apríl til og með 11. apr- íl. Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu annast verk- efnið í samvinnu við lögreglumenn á svæðisstöðinni í Kópavogi. Myndavélabílnum verður komið fyrir í alls 12 götum í Kópavogi á umræddu tímabili en göturnar voru valdar meðal annars með hliðsjón af ábendingum frá íbúum. Einnig verður mælt við skóla og leikskóla í bænum vegna ábend- inga um hraðakstur í nágrenni þeirra, að því er fram kemur á heimasíðu Kópavogs. Ökuhraði mældur víða í Kópavogi HELGINA 28.– 30. mars nk. leið- ir séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur kyrrð- ardaga í Skál- holti ásamt Kristni Ólasyni rektor þar sem fjallað verður um sorg og sorgarviðbrögð. Allir syrgjendur eru hjartanlega vel- komnir. Dagskráin hefst á föstu- dagskvöldi kl. 18 og henni lýkur eftir hádegi á sunnudag. Skráning og nánari upplýsingar í síma 486 8870 eða með netfanginu rektor@skalholt.is Kyrrðardagar í Skálholti Skálholtskirkja SÓL í Straumi skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafna tilleitan Landsnets um að loftlínur fyrir álver í Helguvík fari í gegnum bæjarlandið. Þegar tekist var á um stækkun álversins í Straumsvík kom fram andstaða við línumannvirkin sem til hefði þurft, segir í tilkynningu frá Sól í Straumi. Ef álver rís í Helguvík þurfa orkuflutningar að fara í gegnum mörg sveitarfélög sem eiga þess vegna hagsmuna að gæta. Auk Hafnarfjarðar þyrftu Vogar, Grindavík, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Ölfus að breyta skipulagi. Hvað Hafnarfjörð varðar væri um að ræða hluta af þeim áformum sem nú þegar hefur verið hafnað í kosningum, segir í tilkynning- unni. Sól mótmælir loftlínum STUTT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á DÖGUM himinhás olíuverðs hljómar það afar ósennilegt að hægt sé að komast af með aðeins 774 krón- ur í „eldsneyti“ á mánuði. Þessu er engu síður haldið fram á vefsíðu Perlukafarans sem annast sölu á raf- bílnum REVA. Orkugjafinn er raf- magn og verðið frá 1,9 milljónum og er tengt gengi norsku krónunnar. Eins og kom fram í Morgunblað- inu fyrir skömmu hyggst Orkuveita Reykjavíkur bjóða eigendum rafbíla upp á ókeypis hleðslu í bílastæðum við Kringluna, Smáralind og í Bankastrætinu frá og með apríl. Olíuverð er í upphæðum og fýsi- leiki þess að fjárfesta í rafmagnsbíl ef til vill aldrei meiri en nú, með hlið- sjón af tækniframförum við smíði rafhlaðna á síðustu árum. Því vaknar sú spurning á milli hvaða valkosta neytendur geta valið í rafbílunum. Spurður um úrvalið segir Sigurð- ur Ingi Friðleifsson, framkvæmda- stjóri Orkuseturs, að hægt sé að setja saman langan lista. Sé listinn hins vegar takmarkaður við bifreiðar sem komast yfir 80 km hraða geti listinn litið svona út. – REVA G-Wis. Fæst nú þegar hér á landi. Drægni er frá 40-80 km og hámarkshraðinn 85 km á klst. Bif- reiðin er búin blýsýrurafgeymum sem þarf að skipta um á þriggja til fjögurra ára fresti og hleypur kostn- aðurinn á 100-200 þúsundum kr. Hámarkshraðinn allt að 130 km – Buddy. Hægt að panta frá Nor- egi. Drægni er frá 40-80 km og há- markshraðinn 85 km á klst. Hér eru einnig blýsýrurafgeymar á ferð og gildir það sama að þá þarf að skipta um á þriggja til fjögurra ára fresti fyrir 100-200 þúsund krónur. Hægt er að fá þennan bíl með liþíumraf- hlöðum skv. vefsíðu elbilNorge og er drægnin þá 100 til 150 km. Lista- verðið er frá tveimur milljónum. – Think. Hægt að panta frá Nor- egi. Drægnin er 180 km og hámarks- hraðinn um 130 km á klst. Think er búinn liþíumrafhlöðum sem eru leigðar með ábyrgð um skipti í nýjar. Listaverð er frá tveimur og hálfri milljón íslenkra króna. – Tesla-sportbíll. Hægt að panta frá Bandaríkjunum. Drægni er um 400 km og hámarkshraði um 250 km á klst. Bíllinn er búinn liþíumrafhlöð- um og listaverðið um sjö milljónir kr. – Modec-sendibíll. Hægt að panta frá Bretlandi. Drægni er 180 km með liþíumrafhlöðum og hámarks- hraðinn 90 km á klst. Listaverð um þrjár milljónir króna. – Smith Edison-sendibíll. Hægt að panta frá Bretlandi. Drægnin er um 180 km með liþíumrafhlöðum og há- markshraðinn um 90 km á klst. Upp- lýsingar um verð lágu ekki fyrir. Að frátöldum REVA-bílnum eru upplýsingar um verð byggðar á sam- antekt vefsíðunnar VentureBeat og ber að taka með þeim fyrirvara. Geta valið um nokkrar gerðir rafmagnsbíla Stærri Modec-rafbíllinn. Nettur Buddy-rafbíllinn.Smár Think-rafbíllinn. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VITAÐ er að minkur er kominn í El- liðaey og Fagurey á Breiðafirði, og grunur leikur á að minkur sé einnig í Bíldsey. Þessar eyjar eru út af Stykkishólmi og hefur tekist að mestu að verja þær síðustu fimm ár- in. Minkurinn kemur af Fellsströnd og Skarðsströnd og þar mun Æð- arræktarfélag Snæfellinga koma upp vörnum í samvinnu við Dala- menn. Talið er að minkurinn komi út á eyjarnar úr Langeyjarnesi og syndi yfir stutt eyjasund um Langeyjar og lengri sund út í Arney, Skjaldarey, Bíldsey og Fagurey og smærri eyjar og hólma, að sögn Ásgeirs Gunnars Jónssonar, formanns Æðarræktar- félags Snæfellinga. Hins vegar er meiri ráðgáta hvernig minkurinn kemst út í Elliðaey en þangað eru þrír kílómetrar úr Fagurey. Vargurinn veldur miklum usla í æðarvarpi sem eyjabændur hafa verið að hlúa að enda drepur hann meira en hann torgar. Þannig hefur fundist ótrúlegur fjöldi fuglshræja í einstökum grenjum, að sögn Ásgeirs Gunnars. Eyjarnar verða leitaðar Hann segir að vel hafi gengið að halda mink í skefjum í Stykkis- hólmslandi, meðal annars með notk- un minkasía Reynis Bergsveinsson- ar og með aðstoð góðra veiðimanna. Ekki hefur fundist minkur innan bæjarmarkanna í þrjú ár. Nú stendur yfir tilraunaverkefni sem gengur út á það að athuga hvort hægt sé að eyða öllum mink á Snæ- fellsnesi. Stjórn veiðanna er í hönd- um verkefnisstjórnar en ekki sveit- arfélaganna eins og áður. Hefur það skapað óvissu um leit í eyjum en eyjabændur leggja áherslu á að van- ir veiðimenn verði fengnir til að leita með góðum minkahundum. Ekki hefur verið samið við veiðimenn um að leita eyjarnar í vor en þeir hafa yfirleitt verið ráðnir að hausti. Ás- geir Gunnar segir að eyjabændur taki mikinn þátt í þessu verkefni og þeir muni sjá til þess að eyjarnar verði leitaðar með hundum, hvað sem öðru líður. Þá hefur Æðarræktarfélag Snæ- fellinga tekið upp samstarf við Dala- menn um að fá Reyni Bergsveinsson til að setja upp minkasíur við að- komuleið minkanna út í eyjarnar og bindur Ásgeir Gunnar vonir við að það starf skili árangri. Minkur kominn í Fagurey og Elliðaey Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Minkaleit Frændurnir Kristján Kristjánsson sem hér stendur í stafni og Kristján Berntsson úr Stykkishólmi fóru í Fagurey á páskadag. Fundu þeir ummerki eftir mink, fleiri en eitt dýr. Hundur Kristjáns Berntssonar var með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.