Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Skiptar
skoðanir á
Mannaveiðum
Íslenskar glæpasögur hafa notið mikilla vin-
sælda síðustu ár og ekki síst þegar þær eru
færðar á skjáinn eða hvíta tjaldið. Mikil eft-
irvænting var því fyrir sýningu fyrsta þáttar í
glæpaþáttaröðinni Mannaveiðar á öðrum í pásk-
um sem Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrði.
Þáttaröðin er byggð á skáldsögu Viktors Arnar
Ingólfssonar, Aftureldingu, fylgst með lög-
reglumönnunum Gunnari og Birki rekja slóð
morðingja sem drepur hvern skotveiðimanninn
á fætur öðrum. Gunnhildur Finnsdóttir leitaði
álits nokkurra valinkunnra Íslendinga á því
hvernig til hefði tekist.
„ÉG beið spennt,
búin að koma
barninu inn í
rúm og allt til
þess að geta
fylgst með
hverju orði,“
segir Katrín Jak-
obsdóttir, ís-
lenskufræðingur
og þingmaður.
Hún varð ekki
fyrir vonbrigðum. „Mér fannst
þetta flott og vel skipað í hlutverk
og allt mjög smart. Þessi saga hent-
ar vel til sjónvarpsgerðar og þau
hafa leyft sér að vera svolítið frjáls-
leg og aðlaga söguna.“
Henni fannst útlit myndarinnar
sérstaklega vel heppnað. „Mér
fannst það dálítið flott, svona grá-
móskulegt og drungalegt og það
fannst mér koma vel út.“
Þó hún sé almennt ánægð með
þáttinn segir hún nokkuð hafa bor-
ið á stífum samtölum. „Ég var ný-
búin að horfa á kvikmyndina For-
eldrar sem var þarna kvöldið áður
og þar eru samtölin svo góð, mér
fannst svolítið vanta upp á það í
þessum þætti.“
Hún er ánægð með frammistöðu
leikaranna í þættinum og þá sér-
staklega aðalleikaranna tveggja.
„Mér finnst Ólafur Darri standa sig
mjög vel í þessu hlutverki sem hann
er í, þessi fúli frá Keflavík, og mér
fannst hann ná að gera sig mjög
gildandi í þessu hlutverki. Eins með
Gísla Örn, mér fannst þeir báðir
njóta sín vel.“
Smart og
vel skipað
í hlutverk
Katrín
Jakobsdóttir
DAVÍÐ Þór
Jónssyni, þýð-
anda og guð-
fræðinema,
fannst fyrsti
þáttur Manna-
veiða ljómandi
góður. „Ég hef
lesið bókina
þannig að ég veit
hver gerði þetta,
nema þeir hafi breytt sögunni mjög
mikið. Mér leist vel á þetta og finnst
fyrsti þátturinn lofa góðu.“
Davíð Þór var þó ekki nógu hrif-
inn af útliti þáttanna, segir litina
hafa verið skrýtna.
Aðalleikararnir stóðu sig vel að
„Erfiðara
að loka
pakkanum“
Davíð Þór
hans mati. „Ólafur Darri er nátt-
úrulega löngu búinn að sanna að
hann er flottur leikari og treyst-
andi fyrir flestu. Mér fannst Gísli
teikna upp mjög trúverðuga mynd
af mjög leiðinlegum manni. Það er
spurning hvernig þessir fortíð-
ardraugar hans sem byrjað var að
sýna koma inn í söguna og hvort
þeir eigi eftir að flækja hana eða
séu kannski óþarfir. Svo var hinn
fullkomlega gagnslausi tengdason-
ur ráðuneytisins, sem Björn Thors
lék, skemmtileg týpa.“
Davíð Þór ætlar að fylgjast með
næstu þáttum og vonar að þeir
standi undir væntingum. „Það er
oft með svona þætti að það er auð-
velt að fara vel af stað, það er erf-
iðara að loka pakkanum heldur en
að opna hann.“
„ÞAÐ er nátt-
úrulega búið að
snúa öllu á haus
þarna, en það er
bara eins og það
er,“ segir Ævar
Örn Jósepsson
rithöfundur um
sjónvarpsútgáf-
una af bók koll-
ega síns.
Hann er mjög
ánægður með útkomuna og segir
samspil aðalpersónanna hafa
heppnast mjög vel.
„Mér fannst kannski Gunnar vera
orðinn aðeins of líkur lögreglu-
manni sem ég kannast við,“ segir
hann en vill ekkert gefa upp um
það hver sá maður er.
„Almennt eru leikararnir alveg
ágætir. Það er ennþá einn og einn í
gamla íslenska gírnum, en það var
alveg í lágmarki,“ segir Ævar og
þar á hann við mikil dramatísk til-
þrif sem eiga vel við á sviði en síður
í sjónvarpi.
Hann ætlar að fylgjast vel með
framhaldinu. „Það er skylda. Mað-
ur verður að fylgjast með sam-
keppninni,“ segir Ævar, en þátta-
röð eftir skáldsögu hans Svörtum
englum er í undirbúningi.
Fylgist
með sam-
keppninni
Ævar Örn
Jósepsson
„ÞETTA var bara nokkuð
skemmtilegt, þetta byrjar ágæt-
lega,“ segir Geir Jón Þórisson yf-
irlögregluþjónn. „Mér fannst gam-
an að sjá þarna þessa glímu í
persónulegu lífi lögreglumanna og
trúlega á það við rök að styðjast.
Menn hafa ýmsan bakgrunn og
ýmislegt sem
þeir eru að
glíma við í
einkalífinu.“
Hann segir
flest það sem
kemur fram í
þáttunum um
starfsaðferðir
lögreglunnar
vera í samræmi
við raunveru-
leikann, en ekki allt.
„Þegar rannsóknarlög-
reglumaðurinn var að yfirheyra
fólk, eins og þennan bankastjóra,
þá var hann með glott á andlitinu
þegar hann var að spyrja hann.
Þetta myndi ekki viðgangast í
lögreglunni því þetta er graf-
alvarlegt mál og viðmótið hlýtur
að helgast af því.“
Geir Jón segir heldur alls ekki
viðgangast að fólk keðjureyki við
rannsókn á vettvangi glæps, eins
og ein persónan gerði í þættinum.
„Það er mjög óeðlilegt, það er al-
gjört grundvallaratriði að menn
geri það ekki. Það hefði enginn
fengið undanþágu fyrir slíkt hér.“
Glíman í
einkalífinu
Geir Jón
Þórisson
„MÉR fannst
þetta ekki nógu
gott,“ segir Úlf-
hildur Dags-
dóttir bók-
menntafræð-
ingur. „Mér
fannst þetta
þjást af ein-
kennum sem
eru óþarflega
algeng í ís-
lensku sjónvarpi og leikhúsi,
þetta var svolítið stirðlegt. Ég
hef lesið þessa bók og þekki vel
til verka þessa höfundar, og það
síðasta sem er hjá honum er
svona striðleiki og tyrfni. Sér-
staklega er þessi bók létt og lif-
andi.“
Léttleikinn er ekki það eina
sem Úlfhildur saknar úr bókinni.
„Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti
því að bók sé tekin og henni
breytt því þetta er nýr miðill og
nýjar aðstæður. En það sem gaf
þessari bók svona auka „spúnk“
var að hafa aðallögreglumanninn
af víetnömskum ættum. Í þætt-
inum var verið að búa til sam-
bærilega persónu, einstæðing
sem er að einhverju leyti utan-
veltu í samfélaginu og það bara
virkaði ekki.“
Úlfhildur ætlar þrátt fyrir allt
að fylgjast með framhaldinu,
enda segir hún ekki hægt annað
en að fylgjast með íslenskum
glæpaþáttum. „Þetta var bara
fyrsti þátturinn, ég er að vona að
það lifni yfir þessu.“
„Ekki
nógu gott“
Úlfhildur
Dagsdóttir
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI
Frábær gamansöm þroskasaga
með Ryan Gosling í aðalhlutverki
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
HORTON kl. 6 LEYFÐ
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára
P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ
THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 B.i.16 ára
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 5:50 LEYFÐ
STEP UP 2 kl. 8 B.i.7 ára
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
eeee
OK!
eeee
NEWSDAY
eeee
EMPIRE
eeee
- G.H.J
POPPLAND
styrkir Geðhjálp
HANNA MONTANA kl 6 3D - 8 3D LEYFÐ 3D DIGITAL
10,000 BC kl. 10D B.i.12 ára DIGITAL
SPIDERWICK CHRONICLES kl 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL
LARS AND THE REAL GIRL kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ
10,000 BC kl. 6 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL
10,000 BC kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
THE BUCKET LIST kl. 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára
THE BUCKET LIST kl. 5:50 B.i. 7 ára LÚXUS VIP