Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÍSLENSKI listamaðurinn og arki- tektinn Einar Þorsteinn tók þátt í alþjóðlegum hluta Transmediale- sýningarinnar í Berlín fyrir skömmu, þar sem yfir 30 listamenn víðs vegar úr heiminum sýndu staf- ræn listaverk sín. Í þýska dag- blaðinu Märkische Allgemeine seg- ir frá sýningunni og framlagi Einars er nefnist „Non-Visual Object.“ Einar lærði arkitektúr í Þýska- landi á sjöunda áratugnum og hef- ur starfað á víxl á Íslandi, í Dan- mörku og Þýskalandi. Á síðustu árum hefur hann lagt áherslu á nú- tímalist og telst einn frumkvöðla tilraunaarkitektúrsins. Hann hefur í árafjöld rannsakað fagurfræði- lega möguleika stærðfræðinnar og hefur gefið út yfir 300 greinar og bækur m.a. um arkitektúr, borg- arskipulag, umhverfishönnun og lífræna byggingatækni. Óáþreifanleg list Flest verkanna á Transmediale- sýningunni þarfnast leiðbeininga til að unnt sé að ráða í meiningu þeirra og var hægt að hlusta á leið- beiningar Einars í heyrnartólum svo upplifun yrði með viðunandi hætti. Leiðbeiningar með verki Einars verða að teljast mjög nauð- synlegar þar sem verkið sjálft er hvorki sýnilegt né áþreifanlegt í hefðbundnum skilningi. Listaverk Einars snýst um skiln- ing á manneskjunni sem margvíðu fyrirbæri sem hrærist í þremur heimum. Víddarskilningur Einars er þrískiptur: „Hér og nú“ víddin býr yfir tíma og rúmi og önnur víddin býr yfir tíma en engu rúmi. Þriðja víddin er mikilvægust þegar kemur að upplifun listaverks Ein- ars, en hún er án tíma og rúms og í þeirri vídd eru hlutir aðeins hug- myndir eða leyndardómsfullur hug- búnaður. Þar, í vídd sem aðeins til- heyrir þér einum, liggur upphaf allra hluta og í þeirri vídd er einnig verk Einars. Listamaðurinn hefur því sett til sýningar verk sem enn er aðeins til í hans „þriðju vídd“ og er því enn hugmynd að verki. Þeim sem skoðar er svo falið að skynja verkið í sinni eigin „þriðju vídd“. Í leiðbeiningunum sem fylgja listaverkinu segir að það sé fram- lag til vinnu þýska eðlisfræðingsins Burkhard Heim, sem hafi bent á nauðsyn þess að mannkynið endur- hugsi hugmyndir sínar um heiminn og manninn sem afurð hans. Heim hafi tekist að nota rök vísindanna til að benda á þrefaldleika alheims- ins og alls þess sem í honum er. Leyndardómsfullur hugbúnaður á sýningu Tómur stallur? Listaverk Einars er á stallinum þótt það sjáist ekki eftir hefðbundnum leiðum, víddarskilningur Einars útskýrir eðli verksins. Hvorki sjón né snert- ing nægir til að skynja „Non-Visual Object“ Einars Þorsteins Eftir Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði „ÉG hef alltaf haft áhuga á pólitík – ekkert annað var hægt á 8. áratugn- um í Suður-Afríku!“ segir Johanna Elizabeth Van Schalkwyk sem fædd- ist árið 1973 í Suður-Afríku. Núna er hún bæjarfulltrúi í Grundarfirði, hef- ur verið það síðan í nóvember 2007. Johanna heldur áfram lýsingunni á Suður-Afríku áttunda áratugarins. „Á því tímabili náði alþjóðleg óánægja með pólitískt óréttlæti og að- skilnaðarstefnu eiginlega hápunkti og það var stórkostlegt að upplifa þegar Nelson Mandela var frelsaður 1990 og margar milljónir Suður-Afríkubúa fengu að taka þátt í fyrstu lýðræð- islegu kosningunum 1994. Sem ung- lingur vann ég sem fulltrúi í Borg- arráði unglinganna, sem var þá unglingaráð samsett af unglingum úr framhaldsskólum á höfuðborgar- svæðinu Pretoria.“ Johanna fékk ís- lenskan ríkisborgararétt í lok árs 2004 og þegar sveitarstjórnarkosn- ingar 2006 nálguðust spurði vinur hennar, Gísli Ólafsson, hvort hana langaði ekki að taka þátt í þeim. „Þar sem ég hef þá sannfæringu að pólitík snerti alla, og það er okkar ábyrgð sem íbúa að hafa skoðun og taka þátt, ákvað ég að bjóða mig fram á L-lista, Samstöðu – Lista fólksins, hér í Grundarfirði. Hugmyndin var bara að styðja listann og kannski fá að starfa í nefnd, en eftir forkosningar var ljóst að ég yrði í 4. sæti.“ Fyrst um sinn var hún varamaður í bæjarstjórn en tók við sem aðalfulltrúi haustið 2007 þeg- ar Emil Sigurðsson hætti. Johanna segir vinnuna fjölbreytta og áhugaverða. „Að læra hvernig stjórnsýslan virkar hér á Íslandi og hvernig eigi að reka opinbert „fyrir- tæki“, sem sveitarfélag er í raun og veru, er mjög dýrmæt reynsla,“ segir Johanna en viðurkennir að stundum geti það verið svolítið álag að þurfa að lesa mikið af efni á íslensku. „Grund- firðingar eru alveg vanir hreiminum mínum og öðruvísi orðalagi sem ég nota stundum. Ég er alls ekki hrædd að spyrja ef ég skil ekki, og fólk er yf- irleitt alltaf til í að svara því eins vel og hægt er. Svo er ég líka svolítið frek, og krefst þess að fólk mæti mér á miðri leið, s.s. ég reyni sem best að útskýra það sem ég er að segja og fólk verður líka að reyna að skilja það, þrátt fyrir það að ég tala alls ekki lýtalausa íslensku, frekar langt frá því,“ segir Johanna. Menningarsjokk á Brjánslæk Hún lauk fjögurra ára háskólanámi frá Pretoria-háskóla árið 1995 og er nú menntuð sem kennari. Árið 2005 eignaðist hún dótturina Ariadne Líf sem hún segir miðpunkt lífs síns. Eftir að hafa lokið námi ferðaðist Johanna um Evrópu ásamt þáverandi manni sínum, Johnny Cramer. „Við áttum heima í London í eitt ár og þurftum svo að fara og vinna einhvers staðar til að fjármagna fleiri ferðir. Systir mín, sem var löngu sest að á Ís- landi, útvegaði okkur vinnu á Brjáns- læk. Það var svolítið menningarsjokk að fara frá London á Brjánslæk, en al- veg ótrúlega sérstakt tækifæri til að fá nýja sýn á lífið,“ segir Johanna. Hún kom fyrst til Grundarfjarðar um verslunarmannahelgi 1997. „Við gistum í sumarhúsi í framsveit á veg- um vina systur minnar og ótrúlegt en satt, þá var rok og rigning hér alla helgina. Skrýtið að þrátt fyrir veðrið var ógleymanlega falleg birta yfir Grundarfirði. Mér fannst staðurinn rosalega fallegur og seinna á árinu 1997 ákváðum við að flytja til Grund- arfjarðar og fengum vinnu í fisk- vinnslu hjá Soffaníasi Cecilssyni hf.“ Árið 2001 var tekin ákvörðun um að setjast að og enginn annar staður kom til greina en Grundarfjörður. „Við fengum aftur vinnu hjá „Soffa“ og með þá trú að Grundarfjörður bjóði upp á fullt af ónýttum tækifær- um byrjuðum við að vinna í þeirri hugmynd að stofna farfuglaheimili hér. Hugmyndin tókst mjög vel og farfuglaheimilið verður nú rekið sjötta árið og við erum búin að taka á móti þúsundum gesta frá upphafi. Fyrir utan farfuglaheimilið hef ég líka stofnað lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Detours ásamt vinkonu minni, Shelagh Smith. Við bjóðum upp á bæjarrölt hér í Grundarfirði og sjáum um verkefni í sambandi við ferðaþjónustu, eins og að vinna sem svæðisumboðsmenn þegar skemmti- ferðaskip eru í höfn,“ segir Johanna. Hún kenndi ensku í Grunnskóla Grundarfjarðar frá 2003 til 2007 og byrjaði að kenna ensku í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga 2007, þar sem hún starfar enn. Frá S-Afríku í grundfirska bæjarstjórn Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Kraftur Johanna Elizabeth Van Schalkwyk kennir ensku í Fjölbrautaskóla Snæfellinga auk þess að vera í bæjarstjórn. Hún rekur líka farfuglaheimili. SYSTKININ þrjú frá Tungu í Fljótshlíð eru öll hátt á tíræðisaldri og búa nú öll á sömu torfunni. Syst- urnar Þórunn og Sigríður búa á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og beint á móti heimilinu í sömu götu býr Oddgeir ásamt konu sinni Guðfinnu. Það er heldur óvenjulegt að þrjú systkini nái slík- um aldri sem þau Tungusystkin en Sigríður eða Sigga í Fögruhlíð er fædd 8. júní 1909 og verður því 99 ára í sumar, Oddgeir er fæddur 4. júlí 1910 og Þórunn eða Tóta eins og hún er kölluð, er fædd 11. ágúst 1911. Elsta systir þeirra Guðrún var fædd 17. mars 1908 en hún er látin fyrir nokkrum árum. Þeim finnst gott að vita af nærveru hvert annars og njóta þess að geta heilsað hvert upp á annað þegar þeim hentar en á Kirkjuhvoli fer vel um þær systur, Sigga býr í notalegri íbúð og Tóta í herbergi í næsta nágrenni. Heilsu þeirra systranna er nokkuð farið að hraka en Oddgeir er ern og segist aðallega vera að einhverju grúski og svo er hann einn elsti kórsöngvari landsins, syngur með kór eldri borg- ara í Rangárvallasýslu. Prjóna ekki á hátíðisdögum Systurnar stunda báðar prjóna- skap en taka það fram að ekki prjóni þær á hátíðisdögum. Aðallega segist Tóta prjóna barnasokka en þessa dagana er Sigga að prjóna trefil. Oddgeir er mikill hagleiksmaður og hefur fram að þessu stundað smíðar og er mikill sérfræðingur í vegg- hleðslum auk þess sem hann hefur verið í alls konar veseni um dagana eins og hann orðar það sjálfur. „Ég var hreppstjóri í 25 ár og var auk þess í sýslunefnd, svo sat ég í rit- nefnd Sunnlenskra byggða og það var mikil vinna.“ Oddgeir byggði bæ sinn í Tungu árið 1952 en Skógrækt ríkisins hefur nú eignast Tungu. Faðir þeirra hóf skógrækt í Tungu og gáfu þau foreldrar þeirra systk- ina hreppnum sjö hektara lands undir skógrækt. Þar nú mikill skóg- ur sem nefnist Tunguskógur og er útivistarsvæði sveitarfélagsins. Foreldrarnir báðir úr Hlíðinni Foreldrar þeirra voru þau hjónin Ingilaug Teitsdóttir fædd 1884 og Guðjón Jónsson fæddur 1872. Þau voru bæði úr Fljótshlíðinni og eru þau systkinin því hreinræktaðir Fljótshlíðingar, öll fædd og uppalin í Tungu. Oddgeir man vel eftir sér í gamla bænum í Tungu sem hrundi í jarðskjálftanum 1912, en þá byggðu foreldrar þeirra nýjan bæ. Hann bjó í Tungu allt til ársins 1991. Sigga og maður hennar stofnuðu nýbýlið Fögruhlíð í Fljótshlíð en Tóta var lengi á Eyrarbakka eða allt þar til hún flutti á Dvalarheimilið Kirkju- hvol þegar það var stofnað upp úr 1980 og er sá íbúi sem lengst hefur búið þar. Hver veit nema þau systk- ini eigi öll eftir að búa aftur undir sama þaki, það verður tíminn að leiða í ljós. Stunda prjónaskap og kórsöng þrátt fyrir háan aldur Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Systkini Þórunn, Sigríður og Oddgeir búa öll á sömu torfunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.