Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 13 NOKKRAR líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Selfossi yfir páskahelgina. M.a. ruddist karlmaður inn í íbúðarhús um mið- nætti föstudagsins langa og réðst þar á heimilismann með þeim af- leiðingum að hann viðbeinsbrotnaði og hlaut áverka í andliti. Sá sem varð fyrir árásinni gat ekki greint frá því hver réðst á hann en lögregla telur sig hafa fengið upplýsingar um árásar- manninn. Málið er í rannsókn en ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til, að því er fram kemur á lögregluvefnum. Á föstudaginn langa hafði kona samband við lögreglu og skýrði frá því að eiginmaður hennar hefði ráðist á hana á Selfossi og valdið henni minni háttar áverkum. Svo vildi til að skömmu áður hafði mað- urinn verið handtekinn vegna ölv- unarláta og var vistaður í faga- geymslu. Annan í páskum var óskað eftir lögreglu að sumarbústað í Hruna- mannahreppi. Þar hafði sumar- bústaðareigandi orðið fyrir árás manns sem hafði tekið að sér verk í bústaðnum og taldi eigandann ekki hafa goldið sér fyrir að fullu. Líkamsárásir á Selfossi UM 90 verkefni komu til afgreiðslu lögreglunnar á Akranesi í liðinni viku, að því er fram kemur á frétta- vef lögreglunnar. Umferðin átti drjúgan þátt í verkefnum lögreglumanna eins og oft áður og voru m.a. 20 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Mældur hraði var allt að 121 km á klst. Sjö voru handteknir í vikunni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölv- un við akstur. Það sem af er árinu hafa 26 verið vegna gruns um fíkni- efnaakstur og 9 grunaðir um ölv- unarakstur. Til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra hand- tók lögreglan á Akranesi 47 fyrir fíkniefnaakstur og 42 fyrir ölvunar- akstur. Í nógu að snú- ast á Akranesi ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp á Ísa- firði um helgina þar sem hald var lagt á fíkniefni í neysluskömmtum. Í einu málinu fannst nokkuð af fíkniefnum á farþega sem var að koma með flugi frá Reykjavík. Reyndust þar vera um 10 grömm af amfetamíni og 5 skammtar af meintu LSD, ásamt neysluáhöldum. Talsverður erill var hjá lögreglu enda mikill fjöldi gesta á þeim við- burðum sem í boði voru. Talsvert eftirlit var viðhaft í tengslum við mögulega meðferð fíkniefna og var fengin aðstoð frá embætti ríkislög- reglustjóra, en þaðan kom lög- reglumaður frá lögreglunni á Ak- ureyri með fíkniefnaleitarhund. Þrjú fíkni- efnamál á Ísafirði TVÖ mál hafa komið upp á Litla- Hrauni síðustu daga er varða brot á lyfjalögum. Málin snúast um stera og töflur sem fundust í fórum tveggja fanga. Amfetamín, um 10 grömm, og tóbaksblandað hass fannst í bifreið sem lögreglumenn á Selfossi stöðv- uðu í umferðareftirliti á páskadag. Farþegi í bifreiðinni var með am- fetamínið. Hann var færður í lög- reglustöð til yfirheyrslu, einnig ökumaðurinn sem grunaður var um að aka undir áhrifum fíkniefna. Sterar og töflur í fórum fanga Mývatnssveit | Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari kom færandi hendi í Dymbilviku með fríðan flokk hljóðfæraleikara og söng- konu. Á skírdag í Skjólbrekku fluttu þau oktett í F–dúr eftir Schu- bert og einnig sönglög. Það var Sig- rún Hjálmtýsdóttir sem flutti söng- lögin við undirleik oktettsins. Í Reykjahlíðarkirkju á föstudag- inn langa fluttu sömu listamenn al- varlegri stutt verk eftir Bach, Vi- valdi, Mozart, Händel og Alan Hovhaness. Húsfyllir var í kirkj- unni og listafólkinu ákaflega vel tekið. Morgunblaðið/BFH Músík í Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.