Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
MATARSKORTUR hefur aukist til
muna og hækkandi matvöruverð
gerir nú vart við sig í flestum lönd-
um heims. Helstu ástæður eru tald-
ar breytingar á veðurfari, versnandi
efnahagsástand á heimsvísu, aukin
eftirspurn frá Kína og Indlandi og
aukin framleiðsla lífræns eldsneytis.
Það vekur athygli að hækkanirnar
verða nær samstundis í flestum
löndum heims og skv. upplýsingum
CNN sáu 37 lönd í desember síðast-
liðnum fram á matvælaskort og 20
lönd höfðu gripið til einhvers konar
ráðstafana vegna þróunarinnar.
„Það er ólíklegt að verð muni
lækka á ný og verða eins og áður,“
segir Abdolreza Abbassian, hag-
fræðingur hjá Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO). Hún segir ástandið mjög al-
varlegt meðal fátækra þjóða þar
sem neytendur hafi ekki annan kost
en að draga úr neyslu, hlaupi við-
komandi stjórnvöld ekki undir
bagga á einhvern hátt. FAO horfi
fram á að tæplega 40 milljarða króna
vanti til að fæða megi 89 milljónir
hungraðra í heiminum.
Talið er að verð á matvöru muni
ná jafnvægi á ný, sú þróun muni þó
fyrst verða áþreifanleg eftir nokk-
urn tíma og haldast í hendur við
aukna framleiðslu bænda á korni.
Þessi þróun sé þegar farin í gang og
muni ræktun hveitis aukast í N-
Ameríku og Evrópu á næsta ári.
Neytendur megi þó búast við háu
matvælaverði í a.m.k. 10 ár til við-
bótar skv. upplýsingum FAO.
Mótmæli vegna hækkandi
matvöruverðs hafa átt sér stað allt
frá Ítalíu til Haítí að því fram kemur
á fréttavef CNN.
Hætta niðurgreiðslum
Í Egyptalandi, þar sem brauð hef-
ur hækkað um 35% og matarolía um
26%, hafi stjórnvöld ákveðið að
hætta niðurgreiðslu matvæla og
taka þess í stað upp greiðslur til
þeirra sem búi við mesta neyð.
„Bylting hungraðra er í uppsigl-
ingu,“ segir talsmaður hóps í
Egyptalandi sem hefur barist gegn
afnámi niðurgreiðslanna.
Hagfræðingar hafa bent á að til-
raunir stjórnvalda til að stjórna
verðhækkunum í einu landi valdi
hörmungum annars staðar. Þannig
hafi takmarkanir Kínverja á útflutn-
ingi hveitis valdið verðhækkunum í
Indónesíu skv. FAO, viðbragða sé
því þörf á heimsvísu.
Matvörur hækka um allan heim
Reuters
Verslunarferð Egypskar konur kaupa inn á grænmetismarkaði í Kaíró.
37 lönd sáu í desember sl. fram á
matvælaskort Víða efnt til mótmæla
BARDAGAR brutust í gær út í Basra, næststærstu borg
Íraks, milli liðsmanna sjítaklerksins Moqtada al-Sadr og
íraskra hermanna sem nutu stuðnings bandarískra her-
manna. Talið er að minnst 25 manns hafi fallið í átök-
unum, að sögn stjórnvalda í Bagdad sem vilja kveða
sveitir al-Sadrs í Basra í kútinn í eitt skipti fyrir öll.
Einnig kom til mótmæla og einhverra átaka í Sadr-borg,
hverfi sjíta í Bagdad þar sem al-Sadr nýtur mikillar hylli.
Al-Sadr hefur undir sinni stjórn mörg þúsund manna
lið, Mehdi-herinn, sem eftir innrásina gerði fjölda árása á
erlenda herliðið. Leiðtoginn lýsti í ágúst sl. yfir einhliða,
sex mánaða vopnahléi og framlengdi það síðar.
Íraksher og Bandaríkjamenn hafa á undanförnum vik-
um og mánuðum gert harða hríð að afmörkuðum hópum í
Mehdi-hernum sem Bandaríkjamenn segja að njóti
stuðnings afla í stjórn Írans við tilræði og árásir gegn er-
lenda herliðinu í Írak. Hafa margir verið handteknir og
óánægja farið vaxandi meðal liðsmanna hersins.
„Við hvetjum alla Íraka til að efna til setuverkfalla um
landið allt, það verður fyrsta skrefið,“ sagði al-Sadr í yf-
irlýsingu í gær. „Og verði kröfum almennings ekki sinnt
af hálfu stjórnar Íraks verður næsta skrefið að lýsa yfir
uppreisn í Bagdad og öllum öðrum hlutum landsins.“
Ekki er ljóst hvort al-Sadr gengur síðan svo langt að fella
vopnahléið úr gildi. Það yrði verulegt áfall fyrir stjórn
Nuri al-Malikis forsætisráðherra og Bandaríkjamenn
þar sem tekist hefur að draga mjög úr ofbeldi í landinu
síðasta hálfa árið.
Óttast að al-Sadr felli
vopnahlé úr gildi
Íraskir hermenn reyna að ganga á milli bols og höfuðs á
vopnuðum sveitum sjítaklerksins róttæka í Basra
AÐ minnsta kosti einn maður lét lífið og nokkrir tugir
slösuðust í gær er meira en 100 bílar rákust saman á
þjóðleiðinni milli Vínar og Salzborgar í Austurríki.
Ægði þar öllu saman, einkabifreiðum, stórum flutn-
ingabílum og rútum.
Á þessum hluta vegarins, sem kenndur er við Seel-
wachen-St. Georgen, hafa mörg stórslys átt sér stað,
oftast vegna mikillar þoku en í gær var dimmri kafalds-
hríð kennt um. Dreif strax að mikinn fjölda björg-
unarmanna enda mikið verk að ná fólki út úr saman-
klemmdum bifreiðunum.
Allmikið hefur verið um stór óhöpp í umferðinni í
Mið-Evrópu að undanförnu en þar ræður veturinn enn
ríkjum og víða hefur mikið snjóað. Fyrir tæplega viku
lentu 115 ökutæki saman á helstu þjóðbrautinni milli
Prag og Brno og þá slösuðust 33, þar af sex mjög alvar-
lega. Var ástæðan eins og í Austurríki mikil hríð og lít-
ið skyggni.
Reuters
Meira en 100 bílar í einni kös
MJÖG alvarlegur vatnsskortur er á
Kýpur og hafa yfirvöld á eynni, það
er að segja í gríska hlutanum, ákveð-
ið skera vatnsnotkunina niður um
30%.
Skömmtunin var ákveðin á neyð-
arfundi, sem ríkisstjórnin boðaði til
ásamt forsetanum, Demetris Christ-
ofias. Stephanos Stephanou, tals-
maður stjórnarinnar, sagði að fund-
inum loknum, að það væri undir
einstökum sveitarstjórnum komið
hvernig þær brygðust við skömmt-
uninni.
Árleg vatnsnotkun á Kýpur er
66,7 milljónir rúmmetra en vatns-
magn í öllum uppistöðulónum er nú
áætlað 50 millj. rúmmetra, aðeins
10,3% af því vatni, sem þau geta
geymt full. Fyrir ári var þetta hlut-
fall 25% en það hefur lækkað ár frá í
samræmi við æ minni úrkomu. Sem
dæmi um það má nefna, að úrkoman
á þessum vetri hefur verið vel innan
við helmingur af meðalúrkomunni
eins og hún áður var.
Yfirvöld ráðgera nú að byggja
fleiri stöðvar til að eima vatn úr sjó
og fyrirhugað er að bora dýpra eftir
vatni. Þá hefur einnig verið ákveðið
að flytja inn vatn frá Grikklandi í
stórum tankskipum og er nú verið að
vinna að mannvirkjum vegna þess.
AP
Þurrkur Kouris-vatnsbólið við Lim-
assol er nú um það bil að tæmast.
Alvarlegur
vatnsskort-
ur á Kýpur
Verða að flytja inn
vatn með skipum
STEINHENGJURNAR fornu á
Englandi hafa mikið aðdráttarafl
fyrir ferðamenn en brátt munu þær
fá nokkra samkeppni og það úr
óvæntri átt, frá
Ástralíu.
Ástralski at-
hafnamaðurinn
Ross Smith ætlar
að koma upp nýj-
um steinhengjum
á jörð, sem hann
á í Vestur-
Ástralíu, og þær
eiga að taka þeim
ensku fram í því,
að þær verða ekki
bara eftirlíking af leifunum, heldur
eins og þær eru taldar hafa verið í
upphafi, fyrir um 5.000 árum.
Smith áætlar, að verkið muni
kosta um 100 milljónir ísl. kr. en í því
verður 101 granítblokk. Verður
steinunum komið fyrir í innri og ytri
hring og hörgur í miðjunni.
Seldur verður aðgangur að stein-
hengjunum og þær verða auglýstar
sem tilvalinn vettvangur fyrir brúð-
kaup og aðrar uppákomur. Vonast
er til, að þær muni draga að sér 200
til 300.000 manns árlega.
Talið er, að steinhengjurnar
ensku hafi verið reistar með tilliti til
gangs himintungla og þar hafi sum-
arsólstöðum verið fagnað.
Stein-
hengjur í
Ástralíu
Hluti af mannvirk-
inu í Stonehenge.
♦♦♦
SVO mikil er skriffinnskan, að fé-
lagsráðgjafar hafa lítinn sem engan
tíma til að sinna hinu eiginlega við-
fangsefni, fólki, sem þarf á aðstoð að
halda. Kemur það fram í könnun,
sem gerð var í Danmörku.
Að því er fram kemur í Politiken
fengu landssamtök félagsráðgjafa
114 félagsmenn sína til að skrá hjá
sér í hvað vinnutíminn færi. Niður-
staðan var, að aðeins 15% fóru í við-
töl við fólk en 43% í alls konar
skýrslugerð.
„Við megum í raun ekki hreyfa
okkur án þess að gefa um það
skýrslu og það þýðir, að hin eigin-
lega vinna, viðtöl og aðstoð við fólk,
situr á hakanum,“ segir Henning
Breinholt, formaður landssamtak-
anna.
Niðurstaðan er birt skömmu eftir
að þrjú ungmenni urðu 16 ára blað-
burðardreng að bana. Segir móðir
tveggja þeirra, að hún hafi árum
saman reynt að fá hjálp fyrir þá,
einkum þann yngri og ofbeldisfyllri,
en án árangurs. Er það mál nú til
sérstakrar rannsóknar.
Drukkna í
skriffinnsku