Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Hér í Reykjanesbæ er að koma fram allt önnur tjáning á strigann en í Reykjavík. Ég er bæði að sjá tilvitnanir í atvinnuna sem Ís- lendingar stunduðu á Vellinum og líka um afkomendur Ameríkananna. Hérna stendur til dæmis: „Pabbi minn er kani. Fann hann 33 ára.“ Þetta finnst mér mjög áhugavert,“ sagði Sólveig Dagmar Þórisdóttir og bendir á textann á striganum. Sólveig Dagmar er með sýningu í Bíósal Du- ushúsa, „För hersins“, sem er liður í lokaverkefni hennar í MA-námi í hag- nýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Auk ljósmynda af mannlausum byggingum á fyrrverandi varnar- svæði gefur Sólveig Dagmar gestum kost á því að setja fram skoðanir sín- ar um efnið á striga þannig að úr verði spennandi almenningslistaverk. Sólveig Dagmar tekur ekki þátt í tjáningunni né stjórnar henni. Yfir 1000 manns hafa tjáð sig frá upphafi. Með sýningunni „För hersins“ vill Sólveig Dagmar varpa ljósi á merkan þátt í íslensku þjóðlífi. Hún fékk haustið 2007 leyfi frá utanríkisráðu- neytinu til þess að mynda mannvirkin sem Bandríkjamenn skildu eftir tóm við brotthvarfið og auðnina sem óneitanlega skapaðist. Á sýningunni má t.d. sjá mosavaxna flugbraut Patt- ersonflugvallar og bendir Sólveig Dagmar á að þar sem áður voru flug- brautir ráði náttúruöflin nú ríkjum. „Ég fór í þremur ferðum og tók 500 myndir en valdi 30 á sýninguna. Fimm fóru á veggspjald en restinni varpa ég á vegginn ásamt texta, auk þess sem ég fékk leyfi til að nota 5 myndir Þorvaldar Arnar Krist- mundssonar, fyrrum starfsmann Morgunblaðsins, frá brotthvarfi hersins. Ég fékk einungis leyfi til að mynda utanhúss þannig að engar myndir eru teknar inni í mannvirkj- unum. Ég tók bæði á stafræna vél og á pappír, varðveislunnar vegna. Ég afhenti Landsbókasafni - Háskóla- bókasafni allar filmurnar til varð- veislu enda lít ég á þessa sýningu sem vísir að safni,“ sagði Sólveig. Kynntist kanamenningunni Auk þess að taka myndir og varpa á veggi sýningarsalarins vildi Sólveig Dagmar gefa sýningargestum tæki- færi á að tjá sig um varnar– og örygg- ismál þjóðarinnar sem vissulega hafa verið áberandi í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Hugmyndina fékk Sólveig Dagmar við fararstjórn Íslendinga í Veróna á Ítalíu haustið 2006. „Í þessari ferð skoðuðum við m.a. hús Júlíu úr Rómeó og Júlíu en þar er merkilegt almenningslistaverk þar sem almenningur tjáir sig með skrifum um þann sem það elskar. Mér fannst tilvalið að útfæra tilbrigði við þessa hugmynd hér á landi og þá í gjörólíku samhengi, þ.e. að reyna að fá fólk til að tjá sig um jafn umdeild mál og veru varnarliðsins á Miðnes- heiði og brottför þess haustið 2006.“ Sólveig Dagmar sagðist ánægð með hversu vel sýningargestir hefðu tekið vel við sér, en sýningin var áður í Þjóðarbókhlöðunni og koma strig- arnir þaðan. Lífið í þeim heldur því áfram en Sólveig Dagmar hefur fylgst með tjáningunni frá 12. janúar og mun fjalla um hana á fyrirlestri í Háskóla Íslands 30. apríl. Hún segist enga afstöðu taka, aðeins stúdera og segja frá, t.d. hvernig tjáningin hefur breyst frá því að sýningin var sett upp í Reykjanesbæ 8. mars s.l. Það skyldi kannski engan undra þar sem tengingin við Völlinn er svo sterk hér á svæðinu. Sjálf tengist Sólveig Dag- mar svæðinu, þó óbeint sé. „Þannig er að faðir minn, Þórir Einar Magn- ússon, var flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli í um 40 ár. Þeir byggðu hús í Hafnarfirði árið 1961 og þar ólst ég upp. Í húsinu mynduðust sterk tengsl milli fjölskyldna og börn- in áttu það sameiginlegt að feðurnir unnu í flugturninum á Keflavíkur- flugvelli. Við kynntumst þannig kanamenningunni í gegnum þá og fengum stundum að fara í heimsókn í vinnuna með þeim,“ sagði Sólveig Dagmar. Tjáningin öðruvísi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir För hersins Sólveig Dagmar Þór- isdóttir leyfir gestum að tjá sig. Í HNOTSKURN »Sólveig Dagmar myndlist-armaður og grafískur hönn- uður er að ljúka MA-námi í menningarmiðlun. »Sólveig Dagmar finnstáhugavert að sjá hvernig sýningargestir tjá sig á strigann. Nokkuð ólíkar áherslur er í Reykjanesbæ og Reykjavík. Garður | Góð aðsókn var að há- tíðarmessu í Útskálakirkju á skír- dag í tilefni af opnun kirkjunnar eftir endurbætur. Messan var með hefðbundnu sniði en biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, prédikaði. Í prédik- un sinni vék biskup að borðhaldi og því dúkaða veisluborði sem altarið sé. Þar sé okkur rétt nær- ing og af því þiggjum við. „Borð- haldið og þetta borð hefur líka siðferðilega skírskotun. Við sitj- um öll við sama borð, fátækir og ríkir, háir sem lágir,“ sagði bisk- up og benti á altarið í Útskála- kirkju. Biskup ræddi svo um síðustu kvöldmáltíðina og undir lok messu gengu kirkjugestir til alt- aris og þáðu líkama Krists og blóð í formi oblátu og messuvíns. Fermt verður í Útskálakirkju 6. og 13. apríl næstkomandi. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sitjum við sama borð Reykjanesbær | Hið árlega Erlings- kvöld Bókasafns Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni lista- manni, verður haldið á morgun, fimmudag. Dagskráin fer fram í Bíó- sal Duushúsa og hefst kl. 20. Dagskráin í ár er tileinkuð pólskri menningu. Kristbjörg Kjeld leik- kona les pólsk ljóð sem þýdd hafa verið á íslensku, kennarar og nem- endur Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar flytja pólska tónlist og þær Helga Ólafs og Sólveig Jónsdóttir frá Al- þjóðahúsi flytja erindi um mikilvægi menningar í fjölþjóðasamfélögum. Að vanda verður svo kynnt eitt af verkum Erlings. Fyrir valinu varð nú listaverkið „Fuglinn Föniks“. Erlingskvöld tileinkað pólskri menningu SUÐURNES SAMTÖK iðnaðarins (SI) til- kynntu í gær um svokallaða vinnustaðakennslustyrki til sex fyrirtækja, tveggja í kjötiðnaði og fjögurra í prentiðnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Samtök iðnaðarins veita þessa styrki en tíu milljónum króna verður ár- lega varið í þessu skyni, sér- staklega í þeim greinum þar sem erfitt er að fá nema eða taka við nemum í vinnustaðakennslu. Greint var frá styrkúthlutun- inni í húsakynnum Norðlenska á Akureyri síðdegis í gær, en það fyrirtæki og annað kjötvinnslu- fyrirtæki á Akureyri, Kjarna- fæði, hljóta hæstu styrki í þess- ari fyrstu styrkúthlutun. Hvatning Styrkúthlutun er tvisvar á ári, að þessu sinni koma til úthlut- unar röskar fjórar milljónir króna. Sem fyrr segir hljóta Norðlenska og Kjarnafæði hæstu styrkina að þessu sinni, rösklega 1,1 milljón króna hvort. Önnur fyrirtæki sem hljóta styrk eru öll í prentiðnaði; Árvakur, útgáfu- félag Morgunblaðsins, og dótt- urfélag hans, Landsprent, Gu- tenberg og Oddi. Samkvæmt upplýsingum frá SI er við úthlutun styrkja lögð áhersla á nám í löggiltum og við- urkenndum iðn- og starfsgrein- um á framhaldsskólastigi. Markmið Samtaka iðnaðarins með því að styrkja fyrirtæki til að taka nema í vinnustaða- kennslu er, í fyrsta lagi, að hvetja stjórnvöld til að taka þátt í fjármögnun vinnustaðakennslu, í öðru lagi að hvetja til þess að stofnaður verði starfsnámssjóður til að jafna kostnaði milli fyr- irtækja sem taka nema í starfs- þjálfun og þeirra sem ekki gera það, og í þriðja lagi að hvetja fyrirtæki í þeim greinum, þar sem skortur er á starfsfólki í til- teknar iðn- og starfsgreinar, til að taka nema. Ingi Bogi Bogason hjá Sam- tökum iðnaðarins segir að þau hafi undanfarin ár hvatt til þess að á vinnustaðakennslu yrði litið sömu augum og kennslu í skóla. „Við höfum undanfarin ár rætt það við menntamálaráðuneytið að koma á sérstökum vinnustaða- kennslusjóði og samkvæmt orð- um menntamálaráðherra virðist vera að komast hreyfing á þetta mál í ráðuneytinu. Til þess að liðka fyrir málinu og hraða því að fyrirtækin geti sótt sér stuðning í því að mennta starfsmenn sína á vinnustað, ákvað stjórn Sam- taka iðnaðarins að verja á hverju ári, næstu árin, tíu milljónum króna til fyrirtækja sem eru að gera góða hluti á þessu sviði og vilja bæta sig enn frekar. Styrk- irnir eru hugsaðir til þess að efla kennsluþáttinn hjá viðkomandi fyrirtæki,“ segir Ingi Bogi í til- kynningu sem SI sendi frá sér. Vörn snúið í sókn Í máli Katrínar Dóru Þor- steinsdóttur, starfsmannastjóra Norðlenska, við styrkveitinguna í gær, kom fram að á undanförn- um árum hafi nemum í kjötiðnaði fækkað mjög. Sú ákvörðun stjórnenda Verkmenntaskólans á Akureyri sl. haust að bjóða á nýjan leik upp á kjötiðnaðarnám hafi verið mikilvægur þáttur í að snúa þróuninni við. Nú eru fjórir kjötiðnaðarnemar á fyrsta náms- ári hjá Norðlenska, einn á þriðja ári og einn kjötskurðarnemi er á lokaári. „Í okkar hópi eru áhuga- samir starfsmenn sem ákváðu að hefja kjötiðnaðarnám, sem er mikið fagnaðarefni. Við bindum vonir við að á komandi misserum sýni fleiri áhuga á því að leggja þessa iðn fyrir sig. Stuðningur Samtaka iðnaðarins við vinnu- staðakennslu fyrir kjötiðnaðar- nemana er okkur afar mikilvæg- ur,“ segir Katrín Dóra. Katrín Dóra nefndi að af 180 starfsmönnum Norðlenska er röskur fjórðungur menntaður í matvælagreinum. Þar af eru 7 kjötiðnaðarmeistarar, 23 kjötiðn- aðarmenn, 1 matreiðslumaður, 7 slátrarar, 3 kjötskurðarmenn og 6 nemar. Samtök iðnaðarins afhenda vinnustaðakennslustyrki til sex fyrirtækja „Mikilvægur stuðningur“ Styrkur Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska. Í HNOTSKURN »Tvö kjötiðnaðarfyrirtæki áAkureyri hljóta hæstu vinnustaðakennslustyrki Sam- taka iðnaðarins, Norðlenska og Kjarnafæði, þegar þeir eru nú veittir í fyrsta skipti. »Nemum í kjötiðnaði hefurfækkað mjög á síðustu ár- um. »Sú ákvörðun stjórnendaVerkmenntaskólans á Ak- ureyri sl. haust að bjóða á nýj- an leik upp á kjötiðnaðarnám hafi verið mikilvægur þáttur í að snúa þróuninni við, segir starfsmannastjóri Norðlenska. Styrkja greinar þar sem erfitt hef- ur verið að fá nema ALLS sóttu 33 umsóknir um starf sveit- arstjóra Eyjafjarðarsveitar en umsókn- arfrestur rann út fyrir rúmri viku. Nýr sveitarstjóri tekur við af Bjarna Kristjáns- syni sem gegnt hefur starfinu frá 1998. Umsækjendur eru: Anna Sigurðardóttir kennari, Arinbjörn Kúld neyðarvörður, Arnar Sverrisson sálfr., Björn S. Lárusson ráðgjafi, Bryndís Bjarnarson há- skólanemi, Daníel Arason tónl.kennari, Egill Kristján Björnsson þjónustufulltrúi, Einar Ingimundarson aðstoðarmaður, Einar Kristján Jónsson deildarstj., Eiríkur Haukur Hauksson forstöðum., Friðfinnur Magnússon sölum., Guðmundur Jóhanns- son, Gunnar Kristinn Þórðarson sölum., Gunnar Vigfússon, Halldór E. Laxness leikstjóri, Haukur Nikulásson fram- kvæmdastj., Hermann Arason rekstrarstj., Hjálmar Arinbjarnarson, Hreiðar Eiríks- son lögfr., Jóhanna Sólrún Norðfjörð fjár- málastj., Jón Hrói Finnsson þróunarstjóri, Júlíus Arnason verkefnastjóri, Júlíus Ó. Einarsson rekstrarstjóri, Kristján Krist- jánsson verkefnastjóri, Kristján Snorra- son þjónustufulltrúi, Magnús Már Þor- valdsson fulltrúi, María Einarsdóttir háskólanemi, Óli Þór Ástvaldsson, ráð- gjafi, Pétur Maack Þorsteinsson sálfræð- ingur, Signý Ormarsdóttir menningar- fulltrúi, Sigríður Ólafsdóttir, Stefán Stefánsson framkv.stj. og Tryggvi Harð- arson framkvæmdastjóri. 33 sóttu um sveit- arstjórastarfið TÆKNIÞRÓUN í landbúnaði á síðustu öld verður til umfjöllunar í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgáradal annað kvöld. Bjarni Guðmundsson, sem er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands og for- stöðumaður Búvélasafnsins á Hvanneyri, flytur erindi sem hann kallar Af Óla rokk- ara og Gísla í Gröf: Bútæknibylting – brot úr menningarsögu 20. aldar. Bjarni segir í máli og myndum frá breytingum á búhátt- um, byltingu í vinnuháttum í landbúnaði og búvélaþróun. Erindið hefst kl. 20.30. Kaffisopi á boðstólum og allir velkomnir. Bútæknibylting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.