Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BYLMINGSHÖGG Segja má, að Seðlabankinn hafibarið bylmingshögg í þjóðar-borðið með ákvörðun sinni í gærmorgun um umtalsverða hækkun stýrivaxta. Augljóst er, að banka- stjórn Seðlabankans hefur tekið þessa ákvörðun vegna hins mikla falls á gengi íslenzku krónunnar dagana fyrir páska. Þótt bankastjórar Seðlabankans hafi verið undir miklum þrýstingi undanfarna mánuði, bæði frá við- skiptalífinu og stjórnmálamönnum um að lækka stýrivexti brá svo við í gær, að almenn ánægja virtist með þessa ákvörðun bankans. Bæði Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra lýstu þeirri skoðun í gær, að þessi ákvörðun hefði verið nauðsynleg. Talsmenn sumra bankanna að minnsta kosti létu jákvæð orð falla um þessa ákvörðun og jafnvel Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, lýsti skilningi á þessari afstöðu. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs Group, eins stærsta fyrirtækis landsins fagnaði þessari ákvörðun Seðlabankans og taldi hana af hinu góða. Hins vegar var Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, ekki jafnhrifinn og taldi ákvörðun Seðlabankans ráðast af taugaveiklun. En þegar á heildina er litið er ljóst, að ákvörðun bankans hefur verið vel tekið og viðbrögð bæði gjaldeyrismarkaðar og hlutabréfa- markaðar voru á sama veg í gær. Krónan styrktist verulega á ný og hlutabréf hækkuðu í verði. Þegar til skemmri tíma er litið er því ljóst að óvænt ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans hefur haft góð áhrif. Hins vegar er ljóst að bæði meðal stjórnmálamanna og í viðskiptalífinu má finna efasemdamenn um þessa ákvörðun. Sjónarmið þeirra er að úr því að 13,75% stýrivextir hafi ekki ráðið við verðbólguna og tryggt gengi krónunnar muni 15% vaxtastig ekki gera það heldur. Þetta á eftir að koma í ljós, en á þessari stundu hef- ur ákvörðun bankastjórnar Seðla- bankans haft jákvæð áhrif á mark- aðinn og það svo um munar. Á netútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, var í gær haft eftir Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans, að bankinn hefði haft vísbendingar um, að hugsanlega hefðu einhverjir haft meiri áhrif á gengi krónunnar að undanförnu en eðlilegt gæti talizt og að um hefði verið að ræða aðila, sem hefðu ekki átt að stunda slíkar gjörðir. Síðan sagði Davíð Oddsson: „Ef sú er raunin er það að okkar mati mjög alvarlegt mál og við erum að skoða málið eftir að hafa fengið vísbendingar þess efnis í hús. Reyn- ist þessar vísbendingar réttar eða sannar verður við því að bregðast, því það veikir mjög trúverðugleika gjaldeyrismarkaðarins ef menn hafa það á tilfinningunni að ábyrgir aðilar taki þátt í því að hafa óeðlileg áhrif á hann. Ég vil ekki gefa mér að það hafi gerzt en við munum fara gegn- um málið til þess að sjá, hvort líklegt sé að slíkar vísbendingar séu rétt- ar.“ Aðspurður hvort einhver viðurlög væru við slíku, sagði Davíð Oddsson: „Það er hægt að bregðast við með margvíslegum hætti, bæði af hálfu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits en það er of fljótt að velta því fyrir sér.“ Það er sérstök ástæða til að fagna þessum ummælum formanns banka- stjórnar Seðlabankans. Ef það kem- ur í ljós, að t.d. innlendir aðilar hafi stundað viðskipti með það að sér- stöku markmiði að fella gengi ís- lenzku krónunnar er það alvarlegt mál. Með því er ekki sagt að einhver lög hafi verið brotin en það er alveg ljóst, að ef viðskiptatækifæri eru notuð til þess vísvitandi að lækka gengi krónunnar er jafnframt og um leið verið að sópa peningum frá al- menningi til þeirra, sem hugsanlega hagnast á slíkum aðgerðum. Þess vegna skiptir miklu máli, að þessi markaður sé gagnsærri en hann er nú. Það verður að liggja ljóst fyrir, hverjir stunda viðskipti bæði á gjaldeyrismarkaði og hluta- bréfamarkaði til þess að viðskiptin séu ekki bara gagnsæ að hluta til heldur að öllu leyti. Hvað olli t.d. hinni snöggu breytingu á þessum mörkuðum skömmu fyrir lokun sl. miðvikudag? Var með virkum hætti reynt að hækka hlutabréf í verði? Með þessu er ekki sagt að slík við- skipti séu á nokkurn hátt brot á lög- um heldur einfaldlega, að þau þurfi að vera gagnsæ. Það er svo aftur annað mál, sem ástæða er til að undirstrika, að hvorki Seðlabanki Íslands né aðrir íslenzkir aðilar geta nokkru breytt um þá þróun, sem er á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þótt Seðlabankanum takist von- andi að ná tökum á verðbólguþró- uninni hér, sem honum ber skylda til, breytir það litlu sem engu um þann vanda, sem bæði íslenzkir og erlendir bankar standa frammi fyrir vegna þess, að nú er hvergi peninga að fá á viðunandi kjörum. En jafnframt er það umhugsunar- efni hvað veldur því, að svo mikið er fjallað í erlendum blöðum um Ísland í þessu samhengi. Ísland skiptir engu máli í efnahagslegu samhengi á alþjóðamörkuðum. Það sem hér ger- ist skiptir engu máli á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þegar það er haft í huga er fullkomlega óeðlilegt hvað mikið er fjallað um Ísland í er- lendum blöðum og nú síðast í Bret- landi um helgina. Hugsanlegt er að erlendir blaðamenn líti svo á, að það, sem hér er að gerast, lýsi í smækk- aðri mynd því sem er að gerast úti í heimi og að það sé auðveldara að koma því til skila til almennings með því að taka Ísland sem dæmi. Við ráðum því ekki hvað fjallað er um í erlendum blöðum og verðum að taka því. En spurning er hvort ekki sé skynsamlegra að bjóða erlendum blaðamönnum hingað heim þannig að þeir geti kynnzt landi og þjóð frá fyrstu hendi í stað þess að senda ráð- herra og viðskiptajöfra til útlanda til þess að tala okkar máli. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segist telja nauðsynlegt að forsendunefnd kjarasamninga boði til fundar til að ræða um forsendur nýgerðra kjara- samninga. Hann vill jafnframt að upplýst verði um hvort gerð hafi verið atlaga að gengi krónunnar og þá hverjir hafi staðið að henni og hvað þeir hafi hagnast mikið. Gylfi sagði að ASÍ hefði ekki átt von á vaxtahækkun. „Við höfðum skilið það þannig að meginástæðan fyrir gengisfalli krónunnar væri þröng lausafjárstaða í erlendum gjaldeyri. Við höfum kallað eftir því að Seðlabanki og stjórnvöld mynd- uðu samstillt átak til að koma í veg fyrir slík áhrif.“ Gylfi sagði að samhliða að- gerðum sem miða að því að bæta lausafjár- stöðuna hefði Seðlabankinn hins vegar til- kynnt um 125 punkta hækkun á vöxtum. Hann sagði að þetta væri líklega mesta vaxtahækkun sem Seðlabankinn hefði ráðist í í einu skrefi hér á landi. Gylfi sagði að forsvarsmenn stór- fyrirtækjanna hefðu undanfarna daga og vikur verið mjög uppteknir af því að upplýsa að það væru mikl- ar verðhækkanir framund gerði ekki annað en að bo verðbólgu. „Það er kanns skrítið að Seðlabankinn m um yfirlýsingum með sínu Það má svo spyrja sig hvo eigi að skammast út í Se ann, forsvarsmenn stórf anna sem boða hækkanir ríkisstjórnina. Okkur þyk minnst nauðsynlegt að kal forsendunefnd kjarasamn erum með fund á morgun að skipa fulltrúa okkar í Nefndin hefur það verkefn ast með framvindu efna og koma með tillögur um hlutirnir þróast í þá átt að þ í að það reyni á forsend Gylfi Arnbjörnsson Nauðsynlegt að forsend kjarasamninga komi ti Verðbólguvæntingar eru meiri en spáðvar. Eftirspurn í hagkerfinu ersömuleiðis meiri en búist var við. Þáhefur gengi krónunnar lækkað tölu- vert meira en reiknað var með. Þetta eru þær þrjár ástæður sem Seðlabanki Íslands gefur fyrir þeirri ákvörðun sinni að hækka vexti um 1,25 prósentustig. Bankinn telur mikilvægt að gengislækkunin gangi sem fyrst til baka. Þetta er 20. vaxtahækkun Seðlabankans í röð frá því bankinn byrjaði að hækka vexti á miðju ári 2004. Þetta er jafnframt stærsta ein- staka hækkunin síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp. Stýrivextir bank- ans eru nú 15%, en voru 5,16% fyrir fjórum ár- um. Í yfirlýsingu Seðlabankans frá því í gær seg- ir að í nóvemberhefti Peningamála hafi verið sett fram fráviksspá um þróun gengis. Í henni hafi jafnframt verið gert ráð fyrir að brugðist yrði við slíkri þróun með hækkun stýrivaxta. Raungengi krónunnar sé núna nærri sögulegu lágmarki síðustu áratugi sem það náði í nóv- ember 2001. „Gangi lækkunin ekki til baka er einsýnt að verðbólga eykst mikið og langvar- andi verðbólguvandi væri fyrir stafni ef ekkert yrði að gert, með tilheyrandi víxlhækkunum verðlags, launa og gengis erlendra gjaldmiðla. Lækkun gengis krónunnar undanfarnar vikur kemur einnig illa við efnahagsreikninga skuld- settra heimila og fyrirtækja, sem grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins til lengri tíma lit- ið. Því er mikilvægt að gengislækkunin gangi sem fyrst til baka.“ Reglum Seðlabanka breytt Auk þess að hækka stýrivexti tilkynnti Seðlabankinn í gær að breytingar yrðu gerðar á reglum bankans. Fyrst ber að telja breytingar á reglum um bindiskyldu en í nýjum reglum þar um er gert ráð fyrir að skuldbindingar útibúa íslenskra banka á erlendri grund myndi ekki grunn bind- ingar. Fyrir breytinguna gátu bankar lent í því að þurfa að binda í tvígang innlán, annars veg- ar hjá seðlabanka þess lands sem viðskiptin áttu sér stað í og hins vegar hérlendis. Enn- fremur var ákveðið að breyta reglum um hæfi veða í viðskiptum við Seðlabankann frá því sem áður var á þann hátt að nú er nægilegt að sér- tryggð skuldabréf, sem sett eru að veði, hafi tiltekna lánshæfiseinkunn. Áður var þess kraf- ist að útgefandi þeirra bréfa hefði lánshæf- i þ s s b t Vextir hækka um 125 Styrking Tilkynning Seðlabanka um hækkun stýriv        / 01 /   &  4 Seðlabankinn telur mikil- vægt að gengislækkunin gangi sem fyrst til baka „MÉR líst satt að segja mjög illa á þetta. Þetta ber vitni um taugaveiklun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um vaxta- hækkun Seðlabankans. Vilhjálmur sagði að Seðlabankinn hefði verið að hækka vexti allt frá árinu 2004 þegar þeir voru 5%. Bankinn hefði á þessu tímabili aldrei lækkað vexti. Þessar hækkanir allar væru gerðar til að styðja við gengi krónunnar. Þrátt fyrir þessar hækkanir hefði gengi krónunnar iðulega lækkað skarpt, en alltaf hefði bankinn talið nauðsynlegt að hækka vexti til að styðja við gengi krónunnar. „Ég tel þetta gera illt verra. Krónan var orðin allt of lág og hefði kom- ið til baka, hvort heldur Seðlabankinn hefði hækkað vexti eða haldið þeim óbreyttum eða lækkað þá.“ Vilhjálmur sagðist telja að Seðlabankinn hefði átt að sjá til í þessari stöðu. „Þegar svona gerist er oft betra að fara út og kaupa sér kók og pylsu og draga djúpt andann. Ég held að þessi aðgerð dragi úr trúverð- ugleika bankans og efnahagslífsins. Þegar gengi krónunnar lækkar svona mikið þá kemur hún fyrr til baka. Þetta er því bara tímabundið ástand.“ Ber vitni um taugaveiklun Vilhjálmur Egilsson ÞAÐ ræ bréfam sjóður h eða vik hann fó Samk fara út fjórðun fyrir lo framkv Íbúðalá mars, e styttist því í að sjóðurinn þ að krafa á skuldabréfama bankinn tilkynnti um hæk an hins vegar lækkað. Ást að færa sig yfir í skuldabr að ef Íbúðalánasjóður fari þau kjör sem sjóðnum bjó stýrivaxtahækkun Seðlab lánasjóðs, en það sé ekki e Þarf fljótleg Guðmundur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.