Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Okkur er borgið, elskan, honum hefur tekist að bjarga stýrinu. VEÐUR Fyrir nokkrum vikum var vikið aðþví hér í Morgunblaðinu að tímabært væri að svokallaðir hags- munaverðir þyrftu að skrá sig hjá opinberum aðilum og láta þess get- ið hverjir umbjóðendur þeirra væru. Þetta er nauðsynlegt til þess að opinberar umræður séu gagnsæjar og ekki fari á milli mála erindi hverra menn eru að reka.     Það er t.d. al-veg ljóst að Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að tala fyrir þeirra hönd, þegar hann gagnrýnir Seðlabankann aftur og aftur fyrir stýrivaxtahækkanir. Vilhjálmur er ekki í felum. Hann kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur. Menn vita fyrir hverja hann er að tala.     En svo eru aðrir á ferð í erind-rekstri sem ekki er alltaf aug- ljós. Þetta má sjá t.d. á sumum að- sendum greinum sem birtast hér í Morgunblaðinu.     Í sumum tilvikum segja mennhreint út í slíkum greinum fyrir hverja þeir eru að vinna. En í öðr- um tilvikum ekki.     Lögmenn eru t.d. virkir þátttak-endur í almennum umræðum. Sumir þeirra láta þess jafnan getið fyrir hverja þeir eru að vinna – og skrifa.     Aðrir ekki.    Þegar lögmenn reka erindi við-skiptavina sinna með greina- skrifum í blöðum er sjálfsagt að þeir segi frá því hverjir skjólstæð- ingar þeirra eru.     Og það á við um marga starfs-hópa. STAKSTEINAR Vilhjálmur Egilsson Í þágu hverra? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      "#  "#$%  "#   "#   "#$%      "#$%  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !     ! !    !                                               *$BC                      !"# $    % *! $$ B *! &' (# '#  )# *) <2 <! <2 <! <2 &#( $+ % ,-"$).  CD                 B  # " "     &$  %'%  <   E87E    (     )  " * %  % % + !  $   %  %  & <      ! !%       &,        &$    %  %# $  &  " -" ! $    /0$$ )11 $)#2) ")+ % Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Marta B. Helgadóttir | 25. mars 2008 Ópólitískan borgarstjóra Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður Heimdallar rit- ar mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún leggur til að mynduð verði þjóðstjórn í borginni undir forystu ópólitísks borgarstjóra úr röðum atvinnulífsins. Orðrétt segir Erla Ósk: „Það er löngu tímabært að stjórn- málamenn í borginni beini sjónum sínum aftur að málefnum borgarinnar og vinni saman að hagsmunum borg- arbúa. ...“ Meira: martasmarta.blog.is Ásgerður Jóna Flosadóttir | 25. mars Nafnaleynd á blogg- inu – Hvers vegna? Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna mbl.is leyfir ein- staklingum að blogga undir nafnleynd. Ég tel slíkt mjög óeðlilegt. Kemur það fyrir að nafnlausu bloggararnir ati annað fólk auri og sá sem fyrir verður veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þeir sem vilja tjá sig í bloggheimi eiga að gera það undir nafni. Ann- að er óheiðarlegt. Hvað er þetta fólk að fela? Meira: asgerdurjona.blog.is María Kristjánsdóttir | 25. mars 2008 Nesti fyrir Björn Bjarnason Eduardo Galiano heitir skáld frá Uruquay. Hann hefur aðrar skoðanir á Milton Fried- man en David Mamet. Í bók hans: „Dagar og nætur – ástar og friðar“ (1983) segir hann: „Kennisetningar Miltons Fried- mans færðu honum Nóbels- verðlaunin, en þær færðu Chilebúum Pinochet.“ Björn gæti kannski reynt að fræð- ast um Chicago-drengina og athæfi þeirra í Santiago í þessari ferð. Meira: mariakr.blog.is Helga Sigrún Harðardóttir | 25. mars Oft var þörf... Í stjórnkerfinu ætti að vera til n.k. almanna- varnarnefnd sem ætlað er það hlutverk að bregðast við alvarlegum áföllum í fjármála- og efnahagskerfum Íslend- inga, rétt eins og þegar nátt- úruhamfarir ríða yfir. Með sama hætti og heil sveitarfélög geta lamast við miklar hamfarir, hefur ríkisstjórn Ís- lands nú lamast og virðist hafa dagað uppi eins og hvert annað nátttröll. Árið 2004 skipaði þáverandi for- sætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, samráðshóp með fulltrúum forsæt- isráðuneytis, fjármálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að segja til um viðbúnað og viðbrögð ef upp kæmi fjármálakreppa eða alvarleg áföll. Hópurinn sem skilaði af sér í febrúar 2006 lagði til að skipaður verði samráðshópur sem fylgist með stöðu og horfum á fjármálamörkuðum og fylgist jafnframt með meiri háttar breytingum á lögum, reglum og starfs- háttum sem varða fjármálamark- aðinn, ásamt því að fara með álitamál í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega innan EES. Þar er kveðið á um að þessi vettvangur átti að verða vett- vangur upplýsinga- og skoðanaskipta. Honum var ætlað að vera ráðgefandi en ekki taka ákvarðanir um aðgerðir en honum var ætlað að kalla saman fund og leiðbeina stjórnvöldum um aðgerðir væri fjármálakerfinu talin hætta búin eða aðstæður á markaði yrðu þess eðlis að um alvarlegt ástand væri að ræða. Ef ekki nú, hve- nær þá? Í skýrslunni er að finna lýs- ingar á því að stjórnvöld þurfi að vera í stakk búin að meta á skömmum tíma alvarleika ástandsins og jafnframt að tryggja að almenningur verði fyrir eins litlum skaða og frekast er kostur. Þar er kveðið á um „viðlagaæfingar“ eins og í alvöru almannavarnarnefndum. Gallinn er hins vegar sá að þáver- andi forsætisráðherra gafst ekki ráð- rúm til að skipa samráðsvettvanginn, enda hvarf hann af braut skömmu síð- ar. Sá forsætisráðherra sem við tók, hefur að engu haft þessi fínu áform um að vera við öllu búinn, setja sam- an varaáætlun sem grípa mætti til ef róðurinn þyrfti að herða og veita ráð- villtum ráðherrum leiðbeiningar um það hvernig stjórna skuli litlu landi eins og Íslandi. ... Meira: helgasigrun.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Morgunverðarmálþing fjármála- ráðuneytis, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórn- sýslufræða v. H.Í. kynnir og ræðir lokaniðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á stjórnun og starfum- hverfi ríkisstofnana, á morgun fimmtudag. Ennfremur verða rædd brýn verkefni framundan að mati fyrirlesara, þátttakenda í pallborði og fundarmanna. Innlegg flytja Ómar H. Krist- mundsson dósent og Þorsteinn Pálsson ritstjóri, auk þeirra sitja í pallborði þau Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti og Arndís Ósk Jónsdóttir ParX. Haukur Ingi- bergsson formaður Félags for- stöðumanna stýrir pallborðsum- ræðum. Rannsóknin sem hófst á árinu 2006 var samstarfsverkefni þess- ara aðila, en Ómar H. Kristmunds- son dósent við Háskóla Íslands stýrði henni. Rannsóknin beindist að stjórnun ríkisstofnana, þar á meðal mannauðs- og fjármála- stjórnun, launaákvörðunum og samskiptum stofnana við ráðu- neyti. Einnig náði hún til upplýs- ingamiðlunar innan stofnana, vinnubragða, samskipta og starfs- ánægju og þjónustu stofnana. Alls tóku 144 stofnanir þátt í rannsókninni og 10 þúsund ríkis- starfsmenn. Ómar H. Kristmunds- son stýrði sambærilegu rannsókn- arverkefni 1998. Málþingið sem Ágústa H. Gúst- afsdóttir af starfsmannasviði fjár- málaráðuneytisins stýrir, fer fram á Grand hótel, þátttökugjald er kr. 3.800 og er morgunverður innifal- inn. Skrá þarf þátttöku á http:// www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/ framtidaraherslur Ræða rannsókn á stjórnun ríkisstofnana Ómar H. Kristmundsson Þorsteinn Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.