Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 21
hollráð um heilsuna – lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 21 WWW.EBK.DK Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við kynnt þig fyrir þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Trine Lundgaard Olsen - farsími nr. +45 61 62 05 25 – netfang: tlo@ebk.dk – Anders Ingemann Jensen - farsími nr. +45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Vinsamlegast virðið tímaskráningu. OPIÐ HÚS – Sunnudaginn 30. mars kl. 13.00-16.00 Refsholt 10 í Hálsaskógi, Skorradal Komdu og kynnstu danskri hágæðaframleiðslu, orlofshúsum sem teiknuð eru af arkitektum og sniðin að óskum viðskiptavinarins sem og íslenskri veðráttu. Sort Søholm húsið er 87 fm og býður upp á spennandi og opinn arkitektúr með 16 fm yfirbyggðri verönd, 3 herbergjum og stóru og björtu stofu- og borðstofurými. Tveir sölu- og byggingaráðgjafar okkar sem eru dönsku- og enskumælandi, verða á staðnum og veita þér nánari upplýsingar um möguleika og tilhögun. Ef þú ert með ákveðnar byggingarhugmyndir um orlofshús getur þú einnig rætt þær við okkur. Húsið sem er til sýnis er í einkaeign og ekki til sölu. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 29. mars 2008 í Reykjavík V/ BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. kl. 13-17, Sun. og helgidaga kl. 11-17 8 1 5 7 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) ingum að hann var ekki ferðafær í nokkra daga á eftir. Hefur hann ekki þorað á svigskíði síðan. Batnandi manni er þó best að lifa og eftir nokkra umhugsun um það hversu mikill drag- bítur hann var orðinn á fjölskyldunni í þessum efnum kom Víkverji maka sínum á óvart ný- verið með því að stinga upp á því að fjölskyldan skellti sér á skíði á Ak- ureyri vikuna fyrir páska. Ekki var þörf á að ítreka tilboðið því áð- ur en Víkverji vissi af var makinn bæði búinn að bóka hús- næði og leigja skíðabúnað hjá Skíða- þjónustunni á Akureyri umrædda daga. Það fyrirtæki er raunar efni í pistil fyrir sig því öðrum eins liðleg- heitum og frábærri þjónustu og þar var að fá hefur Víkverji sjaldan kynnst. Til að gera langa sögu stutta var ferðin frábær í alla staði. Víkverji yf- irsté skíðaóttann í smábarnabrekk- unni í Hlíðafjalli, hvar hann skíðaði af miklum þrótti ásamt fjögurra ára dóttur sinni fyrsta daginn, áður en hann spreytti sig á brattari brekkum. Telur hann sig nú smitaðan af hinni alræmdu skíðabakteríu og fjárfesti m.a.s. í notuðum skíðabúnaði hjá fyrrnefndu fyrirtæki fyrir sig og sína. Svo nú er bara að vona að snjórinn haldist svolítið lengur! Víkverji tók upp áþví nú á gamals- aldri að bregða sér á svigskíði í fyrsta sinn á ævinni. Ástæðan var ekki eldheitur áhugi á íþróttinni heldur blasti við honum sú staðreynd að ef hann tæki sér ekki tak myndu börn hans verða af því að alast upp við skíðasportið. Skíðaiðkun er hins vegar maka Víkverja töm enda stundaði hann skíðin í æsku með vinum og vandamönn- um. Makinn hefur því iðulega fært varfærn- islega í tal við Víkverja hvort ekki væri lag að bóka fjölskylduna í skíða- ferð til Austurríkis eða Ítalíu en upp- skorið lítið annað en fuss og svei eða í besta falli fálæti. x x x Víkverji hefur sagt sjálfum sér aðhann hafi góða ástæðu til því raunar er ekki allskostar rétt að hann hafi aldrei farið á svigskíði um ævina. Fyrir hátt í 30 árum ákvað hann að æfa sig daginn fyrir skíðaferðina í 12 ára bekk og fékk lánaðan forláta skíðabúnað hjá bróður sínum til þess arna. Tókst æfingin, sem fram fór í götubrekkunni við æskuheimili Vík- verja, ekki betur til en svo að í fyrstu salíbununni niður brekkuna stakkst hann á hausinn svo að bæði ökkli hans og hné tognaði með þeim afleið-        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Það hafa fleiri dáið en Kristur,“sagði Stefán Þ. Þorláksson, fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri, er hann rifjaði upp í aðdraganda páska að „Matthías Jochumsson drap djöfulinn í íslenskri þjóðkirkju. Og fékk fyrir litlar þakkir meðal klerkalýðs. Þorsteinn Erlingsson fór um það leyti með bók til bókbindara og inn á henni kom þá miði: Er nú sagður andaður, ævidaga fullsaddur öldungurinn andskoti, óðalsbóndi í helvíti. Þegar Þorsteinn sótti bókina var í henni miði frá bókbindaranum: Prestar sáran sakna hans sem hins besta hjálparmanns; sundrung hrjáir sérhvert lið sem að vantar höfuðið.“ Pétur Stefánsson orti um páskana: Um páskana lífið mér leiddist, á lappir þó frelsarinn skreiddist. Ég rak mig á hurð, fékk skeinu og skurð, og öskraði af því ég reiddist. Sigurgeir Þorvaldsson „sláni“ orti á sínum tíma, eins og frá greinir í vísnasafni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, sem finna má á Netinu: Vorið kom hér viku eftir páska. Vildu margir reyna að trúa því. Að það mundi ekki skapa háska enda var þá tíðin lygn og hlý. Og þessi vísa er í Eldgosinu 1875 eftir Valdemar Ásmundsson: Sortnar páskasól um brár. Svipleg heyrast undur líkt og himins boginn blár brysti um þvert í sundur. Loks Steingrímur Eyfjörð Einarsson, sem var sjúkrahúslæknir í Siglufirði frá 1928 til dánardags: Norskan minnir á norðangjóst og nístandi páskahret. Danskan er mjúk eins og meyjarbrjóst og minnir á hálfkæfðan fret. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af dauða og djöflinum Rífleg neysla grænmetis ogávaxta virðist minnkalíkur á hjarta- og æða-sjúkdómum, ýmsum teg- undum krabbameina, sykursýki af gerð 2 og offitu. Hollusta þessara fæðutegunda er meðal annars fólg- in í ríkulegu magni þeirra af vít- amínum, steinefnum, trefjum og öðrum hollefnum. Áhrifin virðast meiri eftir því sem meira er borðað af mismunandi tegundum ávaxta og grænmetis en einstök efni í töfluformi hafa ekki sömu áhrif. Ráðleggingin 5 á dag eða 500 g af grænmeti og ávöxtum á dag er því enn í fullu gildi. Ávaxta- og grænmetisneysla hér á landi hefur almennt aukist á und- anförnum árum en við þurfum að gera enn betur. Gott ráð er að fara yfir neysluvenjur sínar og sjá hverju má hnika til og breyta til að við borðum meira af ávöxtum og grænmeti yfir daginn. Hvernig getum við auðveldlega aukið neysluna? Kjörið er að byrja daginn með ávöxtum, enda bragðast þeir vel og lífga upp á morgunverðinn. Það má t.d. skera ferska ávexti út á létt- sýrðar mjólkurvörur með sem minnstum sykri, hafragraut, morg- unkorn eða ofan á brauð. Einnig er hægt að fá sér eitt glas af ávaxta- eða grænmetissafa. Á miðjum morgni er gott að fá sér ávexti eða grænmeti. Tilvalið er fyrir vinnustaði að bjóða starfs- mönnum sínum ókeypis grænmeti og ávexti og hafa frammi á áber- andi stað, t.d. inni á hverri deild eða kaffistofu. Þannig leggja þeir líka sitt af mörkum til að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfs- manna sinna. Með hádegismatnum er gott að fá sér grænmetissalat og ef borðað er brauð að hafa þá ávexti og grænmeti sem álegg á brauðið, t.d. tómata, gúrku, epli, banana og peru, og fá sér svo jafnvel ávöxt í eftirrétt. Til að slá á hungrið – og stund- um sætindaþörfina – síðdegis hent- ar vel að fá sér alls konar ávexti og grænmetisbita. Gott er að skera ávexti eða grænmeti niður í skál og láta standa frammi á meðan beðið er eftir kvöldmatnum. Grænmeti í matargerð Auðveld leið til að auka græn- metisneyslu er að hafa nóg af alls konar grænmeti með matnum en æskilegt er að grænmeti þeki a.m.k. einn þriðja hluta matardisk- sins. Einnig er kjörið að nota meira grænmeti sem hráefni og krydd í réttina sjálfa auk þess að vera með grænmetisrétti á borð- um. Fjölbreytni fæst með því að velja bæði gróft og trefjaríkt grænmeti, svo sem spergilkál, hvít- kál, blómkál, gulrætur, rófur, lauk og baunir, en einnig fínni og vatns- meiri tegundir, svo sem tómata, agúrkur, salat og paprikur. Fjöl- breytnin verður svo enn meiri ef grænmetið er bæði haft hrátt og soðið eða snöggsteikt í smávegis af olíu. Með þessu móti verður mál- tíðin bæði léttari og bætiefna- og trefjaríkari. Ávextir henta svo vel í eftirrétt. Sem snarl Niðurskornir ávextir og græn- meti eru bæði gott og skemmtilegt kvöldsnakk. Niðurskornar mel- ónur, ananas, vínber og fleiri teg- undir berja og strimlar af gulrót- um, paprikum, gúrkum, sellerí, blómkáli og spergilkáli smakkast til dæmis vel. Til tilbreytingar má útbúa léttar sósur úr súrmjólk og jógúrti til að dýfa grænmetinu í. Leiðirnar sem hér hafa verið nefndar sýna að það þarf ekki að vera erfitt fyrir hvern og einn að finna sína leið til að ná 5 á dag og hafa þannig ákvæð áhrif á heilsu sína. Meiri ávexti og grænmeti – heilsunnar vegna! Morgunblaðið/Arnaldur Fimm á dag Rífleg neysla grænmetis og ávaxta virðist minnka líkur á ýmiss konar velmegunarsjúkdómum. Í HNOTSKURN » Áhrif á heilsuna virðastmeiri eftir því sem meira er borðað af mismunandi tegundum ávaxta og grænmetis en einstök efni í töfluformi hafa ekki sömu áhrif. »Til að markmiðið um 5 á dagnáist er mikilvægt að að- gengi sé gott að þessum holl- ustuvörum, hvort heldur er á vinnustöðum, í skólum eða á heimilum. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.