Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kveðja frá Karla-
kór Reykjavíkur
Ragnar Halldórs-
son, dyggur félagi í Karlakór
Reykjavíkur í tvo áratugi er allur.
Ragnar gekk til liðs við kórinn árið
1982. Hann söng 2. bassa og var til
þess tekið af þeim sem með honum
sungu að þar hafi farið músíkalskur
maður með fallega rödd. Hann var
hæglátur í fasi, tranaði sér ekki
fram. Viðmót hans var vingjarnlegt
og lagði hann sig fram við að
styrkja og styðja nýja félaga og
hvetja þá áfram.
Engan óraði fyrir því að jólatón-
leikar Karlakórs Reykjavíkur árið
2003 yrðu hans síðustu með kórn-
Ragnar Halldórsson
✝ Ragnar Hall-dórsson fæddist
í Reykjavík 25.
október 1936. Hann
andaðist í Víðinesi
mánudaginn 25.
febrúar síðastliðinn.
Útför Ragnars
fór fram frá Kirkju
Óháða safnaðarins
3. mars sl.
um. Sú var þó raunin
því að þeim loknum
var hann gripinn
heljartökum af ill-
vígum sjúkdómi sem
lamaði þrek hans um
árabil eða allt þar til
hlekkirnir voru
brotnir hinn 25.
febrúar sl., þegar
hann kvaddi þennan
heim.
Um leið og við fé-
lagar í Karlakór
Reykjavíkur þökk-
um fyrir rúmlega 20
ára samfylgd Ragnars og sendum
ættingjum hans hugheilar samúð-
arkveðjur, þykir mér við hæfi að
láta fylgja með ljóðbrot eftir Jónas
Hallgrímsson.
Stríð er starf
í stundarheimi
berjumst því og búumst
við betri dögum.
Sefur ei og sefur ei
í sortanum grafar
sálin - í sælu
sést hún enn að morgni.
Vigfús M. Vigfússon formaður.
Það var fyrir 45 ár-
um að bankað var á
dyrnar hjá mér á
Bergi í Vestmannaeyj-
um, þar sem við Konni bjuggjum
okkar fyrstu búskaparár. Úti stóð
dökkhærð, glæsileg kona með 3 litl-
ar ljóshærðar stúlkur, sagðist heita
Ágústa og væri konan hans Steina í
Stakkó og mennirnir okkar væru á
sama bátnum, þá nýfarnir norður á
síldveiðar. Það voru mín fyrstu
kynni af Gústu eins og hún var alltaf
kölluð. Eftir það leið varla sá dagur
að við hittumst ekki, heimsóttum
Erlu og Bjarna, fórum í göngutúra
með börnin í sólinni, já, það var ein-
hvern veginn alltaf sól í gamla daga,
saumuðum okkur meira að segja
eins sumarkjóla. Endalausar góðar
minningar frá árunum okkar í Eyj-
um. Spilakvöldin, böllin í Höllinni,
Þjóðhátíðin, þar sem við kepptumst
við að hafa börnin okkar flottust í
dalnum. Það var einmitt í þjóðhátíð-
artjaldinu hjá Gústu sem Konni
smakkaði kjúkling í fyrsta skipti en
þeir voru ekki á hvers manns diski í
Eyjum í þá daga. Seinna þegar við
fluttum upp á land og kynntumst
systrum Gústu og mágum var stofn-
aður Bronco-klúbburinn Tíu á
toppnum og um hverja helgi á sumr-
in var haldið á vit ævintýranna.
Ágústa Olsen
✝ Ágústa Olsenfæddist í Hafn-
arfirði 22. sept-
ember 1934. Hún
lést á blóðmeina-
deild Landspítalans
10. mars síðastlið-
inn og var jarð-
sungin frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
19. mars.
Gústa elskaði að
ferðast innanlands
sem utan. Fyrir 6 ár-
um greindist Gústa
með þann sjúkdóm
sem að lokum lagði
hana að velli og ber að
þakka fyrir þann tíma
sem við fengum þó.
Aldrei í eitt einasta
skipti heyrðist hún
kvarta þrátt fyrir erf-
iðar meðferðir og mik-
il veikindi.
Ekki er hægt að
minnast Gústu án þess
að nefna Steina sem annaðist hana af
kostgæfni allt þar til yfir lauk. Þegar
ég kvaddi Gústu á dánarbeðnum
sagði hún „ Ella mín, þetta verður
allt í þessu fína“. Hvílíkt æðruleysi.
Hvílík hetja. Að leiðarlokum viljum
við hjónin þakka Gústu fyrir öll árin
okkar saman. Við biðjum góðan Guð
að styrkja Steina og fjölskylduna
alla því söknuður þeirra er mikill en
minningin um góða konu mun lifa
meðal okkar og milda söknuðinn.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning Ágústu Olsen.
Elín og Konráð.
Elsku yndislega amma mín er lát-
in. Ég get ekki með fáum orðum lýst
henni ömmu en reyni þó. Þegar ég
hugsa um ömmu koma í huga mér
móttökur og viðmót sem hvergi fæst
annars staðar. Það var bara eitthvað
við það að koma á Lækjó og seinna
upp á Eyrarholt til ömmu Gústu og
afa Steina eða ömmu og afa á Lækjó
eins og við krakkarnir köllum þau.
Aldrei hefur mér fundist ég eins
velkomin og fólk eins glatt að sjá
mig eins og þegar ég fór til ömmu og
afa, alltaf gátum við amma talað og
alltaf var hún jafn glöð að fá mig.
Amma Gústa var einstök í að hressa
mig við og láta mér líða vel, ef ég var
leið fór ég til ömmu og hún gerði allt
gott, ef mig vantaði ráð fór ég til
ömmu og hún gaf mér ráð sem alltaf
dugðu, ef ég var glöð og ánægð yfir
einhverju fór ég til ömmu og hún
samgladdist mér og ég varð ennþá
glaðari. Svona var amma. Lét mér
alltaf líða svo vel og hún lét mér allt-
af líða eins og ég ætti það besta skil-
ið. Amma var líka réttsýn og hafði
þann hæfileika að geta gert allt fal-
lega og alltaf haft samskipti án rifr-
ilda. Svo er það svo skrítið að viss
matur, eins og normalbrauð með
osti, karamellujógúrt með kókó-
puffs, tekex með osti og heimsins
bestu rabarbarasultu heimalagaðri
af ömmu og afa og síðast en ekki síst
besta hjónabandsæla sem sögur fara
af a la amma, bragðast bara hvergi
eins vel og hjá ömmu og afa. Amma
kenndi mér svo margt sem skiptir
miklu máli í lífinu eins og hvað sumt
sem virðist lítið er í rauninni stórt og
að fólk ætti ekki alltaf að vera að
hugsa svona mikið um það sem pirr-
aði það heldur hugsa meira um það
sem gleddi það. Sem er svo rétt. Það
er margt gott sem ég fer með í vega-
nesti út í lífið sem amma kenndi mér
og ég verð ævinlega þakklát fyrir.
Amma lagði alltaf mikið upp úr fjöl-
skyldunni hvað hún skiptir miklu
máli og að maður þyrfti að rækta
fjölskylduna. Það hefur líka sannað
sig núna á þessum erfiða tíma og ég
er svo stolt og ánægð ömmu vegna
og veit að hún er búin að vera að
fylgjast með okkur og brosir því hún
á svo sannarlega heiður skilinn fyrir
að rækta fjölskyldu sína svona vel.
En amma var ekki bara góð amma
því hún var dætrum mínum yndisleg
langamma og fengu þær líka að
njóta hlýju hennar og góðmennsku.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
getað kvatt hana ömmu mína áður
en hún fór og sagt henni það sem
mig langaði að hún vissi og hún gat
sagt mér ýmislegt sem ég geymi í
hjartanu og lætur mér líða vel þegar
ég hugsa um það. Ég gæti vel skrif-
að margar opnur um minningar mín-
ar og upplifun með ömmu en afgang-
inn geymi ég í huga mér og hjarta.
Elsku amma mín, ég kveð þig með
trega og tárum en jafnframt með svo
óendanlegu þakklæti fyrir allt sem
þú gafst af þér á þessum 28 árum
sem ég fékk að njóta með þér, minn-
ingarnar um þig eru mér sem fjár-
sjóður sem ég get leitað í við hvaða
tilefni sem er og ég lofa að hugsa vel
um afa með hinum í fjölskyldunni.
Elsku amma mín, góða nótt, guð
geymi þig í alla nótt og ég elska þig
og mun alltaf elska þig, dreymi þig
vel og fallega.
Þín
Hlín.
Elsku amma mín, ég á ennþá mjög
erfitt með að trúa því að það sé kom-
ið að þessu … að ég þurfi að kveðja
þig. Ótalmargar minningar koma
upp í hugann þegar ég hugsa til
baka, skíðaferðir og útilegur með
ykkur afa þegar ég var lítil stelpa,
kristalsglasið fína sem ég braut á
jólunum þegar ég var tveggja ára og
þú minntir mig góðlátlega á hver
einustu jól eftir það, þegar ég hand-
leggsbrotnaði og enginn trúði mér
að neitt væri að fyrr en þú komst í
heimsókn og skammaðir mömmu og
pabba fyrir að vera ekki löngu farin
með mig upp á slysó og fórst svo
með mig sjálf. Endalaust margar
góðar minningar af Lækjó, Þorláks-
messan, hjónabandssælan, dýra-
kirkjugarðurinn okkar í kartöflu-
garðinum ófá dýrin jörðuð þar í
gegnum tíðina, sleðaferðir í stóru
brekkunni, Hamarinn, pottapartí
o.fl, o.fl. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa verið hjá þér síðasta daginn
þinn í þessu lífi að hafa getað sagt
þér hvað þú ert mér mikils virði og
hvað mér þykir óendanlega vænt um
þig. Þú hefur gefið okkur svo mikið
og mörg góð ráð um lífið og tilveruna
enda sést það best á ykkur afa, sam-
heldnari og nánari hjón er erfitt að
finna, ástin og virðingin sem þið ber-
ið fyrir hvort öðru er ómetanleg. Ég
er líka mjög þakklát fyrir það að
börnin mín fengu að kynnast þér,
þeim þykir svo vænt um ykkur afa,
alltaf svo gaman að koma til ykkar
og alltaf hægt að fá eitthvað gott í
gogginn og leika hjá ykkur. Elsku
amma, takk fyrir að hafa alltaf verið
til staðar fyrir mig, fyrir að hafa allt-
af haft tíma til að spjalla þegar eitt-
hvað bjátaði á eða mér leið illa, fyrir
gjafmildina og áhugann sem þú hef-
ur alltaf sýnt okkur, bæði þegar ég
var barn og eftir að ég varð sjálf full-
orðin og eignaðist mína eigin fjöl-
skyldu. Hvíldu í friði, amma mín, við
lofum að hugsa vel um hvert annað.
Þín
Eir.
Kæra frænka og vinkona.
Eftir langa og stranga baráttu við
erfið veikindi ertu búin að fá hvíld-
ina. Þú barðist við sjúkdóminn af
æðruleysi og barst ekki þjáningar
þínar á torg. Þrátt fyrir veikindin
mættir þú, hress og kát, hvenær sem
tækifæri gafst á fagnaði Frænkna-
og frænknamannaklúbbsins sem í
gangi voru hverju sinni, t.d. okkar
árlegu hvítasunnuferð að Hellnum sl
vor.
Það hefur verið okkur mikill heið-
ur að eiga þig að vinkonu sl. 40 ár
eða svo, hvert sem leið okkar og ykk-
ar Steina hafa legið, s.s. í Eyjum, í
Firðinum, í sumarbústaðnum og
ekki hvað síst í mörgum skemmti-
legum ferðum og uppákomum
Frænkna- og frænknamannaklúbbs-
ins í gegnum árin.
Þú varst ávallt með bros á vör og
hugarfarið jákvætt. Þannig minn-
umst við þín um alla framtíð. Þú
varst hvunndagshetjan okkar allra.
Kæri Steini, við sendum þér,
börnum, barnabörnum, systrum og
öðrum aðstandendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Steinn og Ólína.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd er ráð-
legt að senda hana á myndamóttöku:
pix@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar,
KJARTANS ÓLASONAR,
Fagragarði 1,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til Helga Sigurðssonar krabba-
meinslæknis, Kristínar Skúladóttur hjúkrunar-
fræðings og samstarfsfólks þeirra.
Kristín V. Matthíasdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn, bróðir og
mágkona.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
VIGDÍS INGIBERGSDÓTTIR,
til heimilis á
Njálsgötu 86,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun, fimmtu-
daginn 27. mars kl. 15.00.
Katrín Karlsdóttir, Sigurbjörn Víðir Eggertsson,
Kristján E. Karlsson, Lilja Ívarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
VIGDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Smáratúni 20b,
Selfossi.
Rannveig Þórðardóttir, Örlygur Jónasson,
María Kristín Örlygsdóttir,
Þórdís Örlygsdóttir,
Jónas Örlygsson,
Ingvar Örlygsson,
Jakobína Lind Jónsdóttir,
Þórður Jónsson
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞORVALDAR EINARSSONAR,
Mýrargötu 18,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og
heimahjúkrunar í Neskaupstað.
Rósa S. Ólafsdóttir,
Einar Þorvaldsson,
Sigríður Þorvaldsdóttir,
Jóhann Ólafur Þorvaldsson,
Hafsteinn Smári Þorvaldsson, Alma Þormóðsdóttir,
Guðbjörg Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.