Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐA hefur átt sér stað undanfarið um fyrirætlaðar breyt- ingar á þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur. Mjög lítið hefur far- ið fyrir sjónarmiðum bifhjólafólks þrátt fyrir að ýmsir að- ilar hafa komið að máli, þar á meðal aðilar sem eiga með öllu réttu að gæta hagsmuna þessa ört stækkandi hóps. Svokölluð hagsmuna- samtök bifhjólafólks þegja þunnu hljóði og það sama má segja um tryggingafélög, Um- ferðarráð og Vega- gerðina. Ruddar hafa nú fengið sig fullsadda og vilja í eitt skipti fyr- ir öll koma sjón- armiðum bifhjólafólks á framfæri. Þrátt fyrir að yfirvöld hafi einhliða ákveðið að gera skuli Suðurlandsveg að svokölluðum 2+2 vegi hafa ýmsir aðilar haldið kostum 2+1 vegar á lofti og tafið eðlilegan framgang þessa máls. Aðallega er verið að bera saman kostnað og bygging- artíma og því haldið fram að 2+1 lausn sé hagkvæmari. Með hag- kvæmni er átt við fjölda mannslífa sem bjargast í bílslysum en spurn- ingin er hvort líf bifhjólamanns sé ekki nógu mikils virði? Það sem mestu máli skiptir er að tryggja öryggi allra sem um veginn fara með einum eða öðrum hætti – hvort sem ferðast er í bíl eða á bif- hjóli. Fram til þessa virðist sem ör- yggi bílfarþega vegi þyngra því helstu rök fyrir 2+1 lausninni er að- greining akstursstefna og þar með líkur á árekstrum bifreiða úr gagn- stæðri átt minnkaðar til muna. Óhjá- kvæmileg afleiðing 2+1 leiðarinnar er einhverskonar bygging vegriðs á milli akreina og hefur víravegrið oft borið á góma í þeirri umræðu. Víra- vegrið er að okkar mati einhver mesti skaðvaldur sem litið hefur dagsins ljós og á hiklaust að banna. Þrátt fyrir að víravegrið auki eflaust öryggi bílfarþega í árekstri við aðra bifreið úr gagnstæðri átt, auka þau mjög lík- ur á dauðsfalli þeirra sem falla á bifhjólum í nágrenni þeirra. Er- lendis hefur mikil um- ræða verið vegna víra- vegriða en þar hafa orðið skelfileg slys þar sem ökumenn bifhjóla hafa einfaldlega skorist í tvennt eða misst út- limi eftir að hafa lent á þeim. Það eru sjálfsögð réttindi að fá að aka um á vegum sem eru líka öruggir fyrir bifhjólafólk og er það krafa okkar að víravegrið í Svínahrauni verði tekið niður sem fyrst. Aðgreining aksturstefna í kring- um höfuðborgarsvæðið er ein mikil- vægasta samgöngubót sem allir geta hugsað sér – líka fyrir bifhjólafólk. En aðgreining akstursstefna er ekki öryggisbót fyrir bifhjólafólk ef víra- vegrið er notað til aðgreiningar því að það skapar hættu fyrir þá sem nota bifhjól sem ferðamáta. Á sama tíma og Vegagerðin í samráði við FÍB og Umferðastofu vinnur að EURORAP-áætluninni til að bæta öryggi á vegum úti heldur Vega- gerðin áfram að setja upp víravegrið víðs vegar um landið. Ekki er nóg með að verið sé að setja upp víra- vegrið á milli akreina heldur er því einnig komið fyrir í vegkanti, þar sem hættuminna væri að aka út af en að lenda á vegriðinu. Á nýaf- stöðnum morgunverðarfundi Lýð- heilsustöðvar var öryggi á vegum rætt og hvergi var álits bifhjólafólks leitað. Bifhjólafólk mun ekki sitja hjá aðgerðalaust ef ætlun yfirvalda er að auka lífslíkur bílfarþega á kostnað bifhjólafólks! Gripið verður til réttlátra mótmælaaðgerða af okk- ar hálfu verði ekki hlustað á okkar rök í þessu máli og okkar réttur virt- ur. Kostir 2+1 vegar umfram 1+1 veg í augum bifhjólafólks eru engir. Í báðum tilvikum er vegrið af ein- hverju tagi notað til aðgreiningar sem er okkur stórhættulegt. Ef vegrið er ekki til staðar eru allir ökumenn, sama á hvaða ökutæki ek- ið er, í stórhættu þar sem aðgreining er engin. Eina lausnin sem bif- hjólafólk sættir sig við er tvöföldun eins og ákveðið hefur verið af yfir- völdum. Bifhjólafólk borgar skatta og gjöld af sínum farartækjum og mik- ill meirihluti þeirra er líka bifreiða- eigendur. Við krefjumst þess að tek- ið verði tillit til aksturs bifhjóla um þau umferðarmannvirki sem verða byggð í framtíðinni og að ekki sé lit- ið á bifhjólafólk sem minnihlutahóp sem verður að fórna lífi sínu fyrir ör- yggi farþega og ökumenn bifreiða. Er líf bifhjólafólks minna virði? Óskar Páll Þorgilsson skrifar um hættu sem bifhjólafólki stafar af víravegriðum »Erlendis hefur mikil umræða verið vegna víravegriða en þar hafa orðið slys þar sem bif- hjólafólk hefur skorist í tvennt eftir að hafa lent á þeim. Óskar Páll Þorgilsson. Höfundur er tæknifræðingur og í samtökunum Ruddum - www.ruddar.com NÝLEGA var tilkynnt um út- hlutun listamannalauna, og það gleðilega gerðist að athugasemdir þeirra sem mæla slíkum launum al- mennt mót voru í lág- marki. Það bendir til þess að fólk sé að gera sér grein fyrir mik- ilvægi þessarar fjár- festingar fyrir þjóðina. Kannski tekur það líka eftir því að upp- hæðirnar eru ekki há- ar. Um 300 milljónir nægja til að borga fyr- ir pakkann í heild sinni. Ríkið fær í rauninni mikið fyrir afar lítið. Hér er ekki um styrki að ræða, heldur laun. Launin eru fyrir ákveðin verkefni sem valin eru af kostgæfni af fagfólki. Þó að hver mánaðarlaun séu ekki há – og mættu vissulega vera hærri – eru þau listamönnum afar mikilvæg. Fólk hefur getað tekið sér frí frá öðru brauðstriti og unnið að list sinni, samið tónverk, sett upp leik- rit eða ritað bók, sem annars hefði ef til vill aldrei séð dagsins ljós. Það er aldrei til nægilegt fé til að mæta nema hluta af óskum um- sækjenda, og mun meira er um nið- urskurð og hafnanir en gleðilegar úrlausnir. Til dæmis má geta þess að innan við fimmta hver umsókn myndlistarmanna hlýtur jákvæða afgreiðslu. Kerfið hefur samt skipt sköpum, en gæti leitt til byltingar í listalífi þjóðarinnar ef verulega væri bætt í púkkið. Það þarf reyndar ekki mik- ið til, kannski aðrar 300 milljónir – og yrði einföld ávísun á magnað og gróskumikið listalíf. Það er í raun- inni furðulegt að enginn stjórn- málaflokkur skuli hafa gert það að stefnumáli að stórauka fjárfestingu í listamönnum. Væri það ekki ein- hver skynsamlegasta nýting á skattfé eyjarskeggja sem hugsast gæti og sú sem líklegust væri til að auka hróður landsins um veröldina? Sér í lagi í ljósi þess hve þessi bylt- ing yrði í raun ódýr! Án listamanna er tómt mál að tala um lifandi, ís- lenska menningu. Jafnvel þeir sem gagn- rýna opinbera fjárfest- ingu í listum eru yf- irleitt drjúgir með þá staðreynd að Íslend- ingar eru menning- arþjóð, þrátt fyrir fá- mennið. Ég get vel skilið þá sem vilja halda útgjöldum rík- isins í lágmarki og úti- loka allan óþarfa þar, en jafnvel þeir vilja yf- irleitt sjá hér auðugt lista- og menningarlíf. Og þá er eins gott að gera sér grein fyrir því að slíkt verður ekki til án fjár- magns. Fámennið ræður því að markaðurinn einn stendur ekki undir blómlegu listalífi. Við segjum erlendum gestum frá því með stolti, hvar í flokki sem við erum, að hér séu leikhús og sinfón- íuhljómsveit, dansflokkur, ópera og fjöldi tónleika, að ekki sé minnst á myndlistarsýningar, íslenskar kvik- myndir og útgefnar bækur. Er þá ekki komið nóg? skyldi einhver spyrja. Svarið er nei. Of mörg góð verk- efni hljóta enga fyrirgreiðslu. Þau starfslaun sem þó gefast eru bæði lág og endast örsjaldan út allt vinnuferlið. Aukið fjármagn í list- irnar er ennfremur það sem helst tryggir aukin gæði og raunar það eina sem gefur innlendum lista- mönnum færi á að veita erlendum kollegum samkeppni. Sú samkeppni er raunveruleg í heimi þar sem samskipti þjóða hafa stórum aukist og ýmis óþörf huglæg landamæri hafa gufað upp. Íslensk leikrit mega ekki vera síðri en sýningar á erlendum verkum, skáldsögum er ætlað að keppa við erlend skáldrit, ekki bara hérlendis, heldur einnig erlendis þar sem útgáfur á þýddum íslenskum bókum hafa margfaldast, sinfónían gefur út hljómdiska sem dæmdir eru í erlendum tímaritum, íslensk myndlist er löngu orðinn al- þjóðleg o.s.frv. Bæði hjá ríki og borg hefur nú verið úrskurðað að framþróun og útrás í orkumálum skuli vera á hendi opinberra aðila. Þetta hafa allir sammælst um, þar á meðal þeir sem helst mæla fyrir einka- framtakinu. Sama þarf að gerast í orkumálum menningarinnar. Hug- arorkan bíður þess að aukið fjár- magn kyndi undir framþróun og út- rás. Hráefnið er nóg og bíður þess eins að einhver bori eftir því. 300 milljónir mundu leiða til bylt- ingar. Hvar er stjórnmálaflokkur sem er reiðubúinn til að viðurkenna það? Listamannalaun Ágúst Guðmundsson skrifar um listamannalaun »Hér er ekki um styrki að ræða, held- ur laun. Launin eru fyr- ir ákveðin verkefni sem valin eru af kostgæfni af fagfólki. Ágúst Guðmundsson Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Í UMRÆÐU síðustu daga hefur útgáfa sveitarfélaganna Reykjanes- bæjar og Garðs á byggingarleyfi fyrir byggingu Norðuráls Helguvík sf. (Norðurál) á álveri við Helguvík verið gagnrýnd og því haldið fram að útgáfan sé ekki í samræmi við gildandi lög í landinu. Hefur þessi gagnrýni einkum snúið að því að umhverfisráðuneytið hafi til meðferðar kærumál varðandi hvort Skipulags- stofnun hafi borið að ákveða að bygging ál- versins, orkuöflun og orkuflutningar skyldu sæta sameiginlega mati á umhverfisáhrif- um. Því hefur einnig verið haldið fram að útgáfa byggingarleyf- anna stangist á við álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu á um- hverfisáhrifum frá 4. október 2007 og að mat á umhverfisáhrif- um um álit Skipulags- stofnunar séu haldin alvarlegum ann- mörkum. Fram- angreint er hins veg- ar ekki í samræmi við raunveruleika máls- ins og þau lagaákvæði sem um þetta gilda. Sveitarfélög í full- um rétti Fyrrnefnd sveitarfélög eru í full- um rétti er þau gefa út bygging- arleyfi vegna fyrsta áfanga álvers við Helguvík, samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Lögin kveða svo á að áður en sveitarfélag gefur út byggingarleyfi fyrir fram- kvæmd sem háð er mati á umhverf- isáhrifum, skuli liggja fyrir álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu á umhverfisáhrifum. Slíkt álit, þar sem fallist var á framkvæmdina, lá fyrir sveitarstjórnum Garðs og Reykjanesbæjar þegar bygging- arleyfin voru gefin út. Kærumál fyrir umhverfisráðuneyti Umhverfisráðuneytið hefur síðan í október sl. haft til meðferðar kæru varðandi það hvort Skipulags- stofnun hefði borið að ákveða að sameiginlega færi fram mat á bygg- ingu álvers, orkuöflun til þess og flutningi orku þangað. Í kærunni er byggt á heimild í lögum um mat á umhverfisáhrifum sem heimila að ákvörðun um að taka sameiginlega til mats tengdar framkvæmdir sé kæranleg til ráðuneytisins. Sjón- armið Norðuráls hefur verið að ákvörðun um að beita ekki heimild- inni sæti ekki kæru og þess vegna eigi að vísa kærunni frá. Álit Skipu- lagsstofnunar á mati á umhverfis- áhrifum er hins vegar ekki heimilt að kæra til ráðuneytisins, eins og reyndar hefur komið skýrt fram í bréfi ráðuneytisins til Norðuráls dags. 22. nóvember sl. Skipulags- stofnun hafði í áliti sínu áður hins vegar ekki talið að unnt væri að fara fram á sameiginlegt mat á um- hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Tekið skal fram að heimildarákvæðinu um að meta sameiginlega verður ekki beitt nema að höfðu samráði við mats- beiðanda, í þessu tilviki Norðurál. Um þetta atriði var fjallað mörgum sinnum við meðferð málsins og ákvörðun Skipulagsstofnunar í þessu efni er bæði yfirveguð og byggð á málefnalegum forsendum. Kæran sem liggur fyrir ráðu- neytinu breytir því ekki að álit Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum liggur fyrir í málinu og eins og áður segir verður það álit ekki kært til ráðuneytisins. Kæran hefur því ekkert að gera með álit Skipulagsstofnunar og verður álit stofnunarinnar hvorki endurskoðað né því breytt af umhverfisráðuneyt- inu. Lög um mat á umhverfisáhrif- um eru þar fyrir utan óskýr, eink- um hvað varðar hvernig ber að túlka ákvæði laganna um kæru- heimild og hvaða áhrif slík kæra hefur, ef á hana er fall- ist. Með vísan til þess að álit Skipulagsstofn- unar um mat á um- hverfisáhrifum liggur fyrir og því verður ekki hnekkt, á allt tal um að sveitarfélögin Garður og Reykjanesbær hafi brotið lög með útgáfu byggingarleyfis ekki við rök að styðjast. Orkuöflun og flutn- ingur orku til ál- versins Í áliti Skipulagsstofn- unar var því beint til sveitarfélaganna að huga að því hvernig orku yrði aflað til ál- versins og hvernig slík orka yrði flutt þangað, áður en byggingarleyfi væri gefið út til bygg- ingar álvers. Fram- kvæmdaaðilinn Norður- ál undirritaði á síðastliðnu ári samninga um kaup á orku við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Enn fremur var undirritaður samningur við Landsnet um flutning orkunnar, en Landsnet sér lögum samkvæmt um alla orkuflutninga í landinu. Þessir orkusamningar voru kynntir sveitarfélögunum um leið og þeir voru undirritaðir og þar með löngu áður en byggingarleyfi var gefið út. Sveitarfélögin hafa því sinnt ábend- ingum Skipulagsstofnunar hvað fyrrgreint varðar. Úthlutun losunarheimilda til álvers í Helguvík Í áliti Skipulagsstofnunar var því einnig beint til sveitarfélaganna að huga að því hvort álver við Helgu- vík hefði tryggt sér losunarheim- ildir á gróðurhúsalofttegundum áð- ur en byggingarleyfi væri gefið út. Í lögum um losun gróðurhúsaloftteg- unda frá 2007 segir í 1. mgr. 8. gr. að „atvinnurekstur skal sækja um úthlutun á losunarheimildum til Umhverfisstofnunar eigi síðar en níu mánuðum áður en fyrirhugað er að starfsemin hefjist“. Norðurál sótti á síðasta ári um losunarheim- ildir til þess að mæta fyrirhugaðri framleiðslu áls í Helguvík. Í nið- urstöðu úthlutunarnefndar los- unarheimilda hinn 27. september sl. var ákveðið að úthluta ekki heim- ildum til þessa verkefnis með vísan til þess að verkefnið væri ekki nægjanlega langt á veg komið. Í lögum um losun gróðurhúsaloftteg- unda er einnig kveðið á um að við úthlutun skuli þau verkefni sem lengst eru komin í undirbúningi við framkvæmd verkefnis fá úthlutun framar öðrum sem skemmra eru á veg komin. Í ljósi þessara laga um losun gróðurhúsalofttegunda er ekki annars að vænta en að vænt- anlegu álveri Norðuráls við Helgu- vík verði úthlutað losunarheimildum vegna starfsemi sinnar þegar ljóst verður hvenær það tekur til starfa. Því hafa sveitarfélögin Reykjanes- bær og Garður farið í einu og öllu eftir ábendingum Skipulagsstofn- unar í þessu sambandi. Um umhverfismat og byggingaleyfi álvers við Helguvík Árni Vilhjálmsson skrifar um byggingu álvers við Helguvík Árni Vilhjálmsson » Sjónarmið Norðuráls hefur verið að ákvörðun um að beita ekki heim- ildinni sæti ekki kæru og þess vegna eigi að vísa kærunni frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS-lögmannsþjónustu og lögfræðilegur ráðgjafi Norðuráls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.