Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 2

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AÐGERÐIR mótmælenda úr hópi atvinnubílstjóra undanfarnar vikur hafa vakið athygli. Þeir segja að- gerðirnar fyrst og fremst til þess að knýja á um breytingar á reglum um hvíldartíma, að fallið verði frá fyr- irhuguðu umhverfisgjaldi og gjöld á vörubifreiðar verði lækkuð sem og virðisaukaskattur á eldsneyti. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, telur að meira liggi að baki. Helgi bendir á að allir vilji lægra verð á eldsneyti, ekki bara Íslend- ingar, heldur bíleigendur víðs vegar um heiminn. Öryggisreglur um hvíldartíma komi öllum til góða og hinn almenni borgari vilji ekki að bílstjórar á stórum vörubílum brjóti þessar reglur og skapi þannig hættuástand fyrir sjálfa sig og aðra vegfarendur. Miklar aðgerðir mót- mælendanna bendi því til þess að eitthvað annað liggi að baki. Hann segist gruna að þar sé um að ræða almennt rekstrarumhverfi þessara farartækja. Rekstrarskilyrðin hafi versnað mjög mikið. Margir bíleig- endur hafi eflaust tekið erlend lán og þau hafi hækkað. Verkefnastaða hafi líka versnað skyndilega. Þetta ástand komi verr niður á einyrkjum en stærri fyrirtækjum. Nái menn ekki endum saman sé ekki óeðlilegt að kveikiþráðurinn sé stuttur. Gjöldin keyrð niður Ekki er óalgengt að vörubíll með vagni kosti um 17 til 20 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Einn viðmælandi Morgunblaðsins, sem þekkir vel til stöðu þessara mála, segir að til þess að komast inn á flutningamarkaðinn þurfi menn að bjóða lægra verð en þeir sem séu fyrir og ljóst sé að í sum- um tilfellum hafi ekki verið grund- völlur fyrir rekstri þessara bíla vegna þessa. Á tímabili hafi mönn- um boðist að taka að minnsta kosti 80% lán í erlendri mynt með um 4,8–6% vöxtum til kaupa á nýjum vörubílum og margir hafi bitið á agnið, en þurfi nú að súpa seyðið af því. Sendibílstjóri, sem ekki vill láta nafns síns getið, segist hafa byrjað í flutningum fyrir nokkrum árum þegar nóg hafi verið að gera. Hann telur að mikill meirihluti vörubíl- stjóra sé með bíla sína á lánum og eins og allir viti hafi þau hækkað gífurlega. Ekki sé lítið að gera heldur séu gjöldin allt of lág vegna þess að stóru fyrirtækin haldi þeim niðri, keyri þau niður. Áður hafi þekkst að einyrkjar hafi verið að kroppa augun hver úr öðrum en mun minna hafi verið um það eftir að olíugjaldinu hafi verið komið á. Sturla Jónsson, talsmaður at- vinnubílstjóra, segir að gjöldin hafi ekki breyst í fjögur ár og þar séu einyrkjar meðal annars í samkeppni við skipafélög, stærri verktaka og jafnvel ríkið. Hann segir að bílstjór- ar séu ekki að undirbjóða hver ann- an. Ekki sé heldur hægt að kenna verkefnaskorti og erfiðum lánum um stöðu þeirra heldur lágum gjöld- um, sköttum og háu eldsneytisverði. Efast um stuðninginn Bílstjórar hafa sagt að þeir hafi mikinn stuðning almennings í að- gerðum sínum en Helgi Gunnlaugs- son dregur þann stuðning í efa. „Ég veit ekki hvaða stuðning þeir hafa,“ segir hann og bætir við að hann sé ekki viss um að umræddur stuðn- ingur sé fyrir hendi. Þátttöku ung- menna í látunum við Rauðavatn á miðvikudag megi frekar skýra í tengslum við skemmtanir tilvonandi útskriftarnema framhaldsskóla. „Ég efast um að það sé almennur stuðningur við læti þessara manna.“ Helgi bætir við að allir hafi samúð með stöðu bílstjóranna en allir landsmenn séu í sömu súp- unni. Mótmælin eru ekki merki um breytt viðhorf í þjóðfélaginu að mati Helga. Íslendingar séu ekki vanir svona látum hérlendis en þekki þau til dæmis frá Frakklandi. Hins vegar verði að hafa í huga að helsta vandamálið, hækkun elds- neytis, sé meira en svo að það verði leyst á borði ríkisstjórnarinnar. Þar sé um heimsvandamál að ræða. Helgi segir að mótmælin séu bundin við aðstæður bílstjóranna og endurspegli ekki stöðuna í þjóð- félaginu. Séu ekki vísbending um að allt sé að fara úr böndunum. Að- gerðirnar komi á óvart og sérstak- lega hvað bílstjórarnir séu tilbúnir að ganga langt. Stuttur kveikiþráður í stöðunni ekki óeðlilegur Helgi Gunnlaugs- son telur að meira búi að baki Morgunblaðið/Júlíus Árás Lögreglan yfirbugar árásarmanninn eftir að hann hafði kýlt laganna vörð á Kirkjusandi í gær. Morgunblaðið/Júlíus Frjálsir Allir ökumenn nema Sturla Jónsson náðu í bíla sína á Kirkjusand. TALSMENN at- vinnubílstjóra fordæma árás manns á lög- reglumann, þeg- ar bílstjórar voru að sækja bíla sína á geymslu- svæði lögregl- unnar á Kirkju- sandi í gær. Lögreglan fjarlægði 16 flutn- ingabíla af Suðurlandsvegi við Rauðavatn í fyrradag og voru bíl- stjórar þeirra boðaðir í skýrslutöku á Lögreglustöðina við Hverfisgötu fyrir hádegi í gær. Að henni lokinni máttu þeir ná í bílana, en afhending þeirra var stöðvuð, þegar maður í hópnum, sem hefur meðal annars talað við Fréttavef Morgunblaðsins undir nafni sem talsmaður atvinnu- bílstjóra, kýldi lögreglumann, sem féll við. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er lögreglumaðurinn mikið bólginn í andliti en hvort hann er brotinn kemur ekki í ljós fyrr en bólgan hjaðnar. Hann er auk þess stífur í hálsi og verður frá vinnu í einhvern tíma. Sturla Jónsson, talsmaður at- vinnubílstjóra, fordæmir árásina og segir skelfilegt að menn þurfi að haga sér svona. Einar Árnason bíl- stjóri tekur í sama streng. „Við for- dæmum þessar barsmíðar,“ segir hann. Lætin á CNN Greint var frá látunum við Rauðavatn á fréttavef CNN í gær. Halldór Sigurðsson, fyrrverandi vörubílstjóri, sendi CNN mynd- skeið frá vettvangi og sagði að þar mætti sjá hrottalega framkomu lögreglunnar. Haft er eftir Halldóri að langt sé síðan lögreglan hafi beitt slíkum aðgerðum gegn mót- mælendum og meirihluti lands- manna styðji mótmælin. Skítkast Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra birtir á vefsíðu sinni tölvu- póst sem hann hefur fengið eftir lætin í fyrradag. Þar má meðal annars sjá orðréttan eftirfarandi póst: „Góðan dagin björn gerðu þjóðini greiða og skjótu þig svo við hin get- um lifað lifinu þu ert ein stæðst hálfiti Islands.“ For- dæma árásina Sturla Jónsson Bílstjóri slasaði lögreglumann Vildarbörn gefa 32 börnum og fjölskyldum þeirra draumaferðina Morgunblaðið/hag Ævintýri bíða lítilla hetja VILDARBÖRN, styrktarsjóður Icelandair og viðskiptavina flug- félagsins veitti í gær 32 börnum og fjölskyldum þeirra styrki í formi skemmtiferða fyrir alla fjölskyld- una þar sem greiddur er allur kostnaður: flug, gisting, dagpen- ingar og aðgangseyrir að þeim viðburði sem barnið óskar sér. Sjóðurinn hefur verið starf- ræktur í fimm ár og stutt 210 fjöl- skyldur á þeim tíma. Er sjóðurinn fjármagnaður með gjöfum við- skiptavina og framlagi Icelandair.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.