Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það er mikið atriði, hjúkka mín, að fá sjúklinginn til að gapa vel áður en nýju „töfrapill- unni“ er troðið ofan í kok hans. VEÐUR Svín eru skemmtileg. Þau erusnyrtileg. Þau eru gáfuð. Þau hafa sterkar tilfinningar.     Svín umgangast heimili sín,svínastíurnar, með sérstökum hætti. Þau eru mjög hreinleg. Þau gæta þess vandlega að engin óhrein- indi verði til á svefnstað þeirra og þar sem þau matast, ef þau geta með nokkru móti komizt hjá því.     En stundumskortir á viðunandi að- búnað af hálfu mannskepn- unnar.     Óreyndum svínahirði kemur þessisnyrtimennska á óvart. Svín eru gáfuð. Sumir halda því fram, að þau hafi meiri gáfur til að bera en þriggja ára barn.     Svín hafa sterkar tilfinningar.Skerandi vein þeirra, þegar þau eru send í sláturhús er átakanlegt. Þau vita hvað er að gerast.     Í grein hér í Morgunblaðinu í gærblandar Jón Baldvin Hannibals- son íslenzkum svínahirði í Dan- mörku fyrir meira en hálfri öld inn í umræður um ESB. Það er ekki laust við að utanrík- isráðherrann fyrrverandi geri lítið úr starfi svínahirða. Ef hann væri innsti koppur í búri í Samfylking- unni væri það skiljanlegt. Þar situr menntaelíta landsins og telur það fyrir neðan sína virðingu að fjalla um málefni vinnandi fólks. En Jón Baldvin er ekki haldinn Samfylking- arsýkinni.     Harry Truman Bandaríkjaforsetisagði: „Enginn maður ætti að verða forseti, sem skilur ekki svín.“     Ætli Jón Baldvin skilji svín?! STAKSTEINAR Um svín og svínahirði SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               !     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                            *$BC             !" !   ! ! #$ %!!      %   ! #$   !&      !  ' ! ( "   *! $$ B *! " #  $ % # %! & '% (' <2 <! <2 <! <2 " &%$  ) *+,-'.  CD $                B   !  )!# $    # *  ! ' (  )!# * ( !+          !  # /    !   )! !      % #, -!  /0 '11 '% 2! '-') * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einar Sveinbjörnsson | 24. apríl 2008 Veit þá á vont sumar? Í fyrra fraus glæsilega saman um nánast allt land og allir muna hvernig fór með sumarið í fyrra, sem þótti af miklum gæð- um nema síst þó suð- austan- og austanlands. Þá var ég staddur á Akureyri (rétt eins og nú á Andrésar Andar leikunum) og gerði föl yf- ir að morgni sumardagsins fyrsta. Nú náði hins vegar óvíða að frjósa saman. Þó bílar hafi verið hélaðir hér á Akureyri snemma í morgun benda mælingar til þess að ekki hafi fryst í 2 metra hæð. Meira: esv.blog.is Friðrik Þ. Guðmundsson | 23. apr. 2008 Gamalt veldi – nýr ritstjóri Það er ástæða til að óska Ólafi Þ. Stephensen til hamingju með ritstjóra- stólinn á því aldna fjöl- miðlastórveldi, Morg- unblaðinu. Ráðning hans í stólinn kemur ekki á óvart. Mér hefur fundist að hann hafi lengi verið alveg að mæta á vettvanginn. Og örugglega fanta- fínn millileikur að hann æfði sig á 24 stundum. Enginn efast um fagmennsku hans – og hann skrifar með Zetu. Meira: lillo.blog.is Marinó M. Marinósson | 24. apríl 2008 Sigur Rós í Abbey Road Studios Sigur Rós í Abbey Road að taka upp fimmtu plötuna. Það er greini- lega heilög stund hjá þeim sem fá að snerta hljóðfærin sem notuð voru af Bítlunum á sínum tíma. Orri Páll trommari sagði að þetta væri áhrifarík stund fyrir þá í Sigur Rós. Gaman að sjá hvað Bítlarnir eru áhrifamiklir hjá ungum tónlist- armönnum enn í dag. Enda bestir. Meira: marinomm.blog.is Björgvin Guðmundsson | 24. apríl 2008 Björgólfur vill þjóðarsjóð Björgólfur Guðmunds- son, formaður banka- ráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bank- ans í dag að Íslendingar ættu að koma sér upp öflugum varasjóði, eins- konar þjóðarsjóði, til að verja efna- hagslífið og hagstjórnina fyrir svip- uðum áföllum og þeim, sem dunið hafa yfir síðustu mánuði. Björgólfur sagðist vera þeirrar skoðunar að ef Íslendingar vilji halda áfram á þeirri braut að taka fullan þátt í viðskiptum á alþjóðamarkaði, halda fram að auka tekjur sínar í viðskiptum við útlönd, halda sjálfstæðri efna- hagsstjórn og eiga kost á eigin gjald- miðli, þá sé nauðsynlegt að koma okkur upp mjög öflugum varasjóði. Við ættum að koma okkur upp þjóð- arsjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóðarinnar. Þjóð- arsjóði sem mundi verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföll- um þeim sem dunið hafa á okkur síð- ustu mánuði. Að mínum dómi ættu stjórnvöld að huga að stofnun slíks sjóðs jafnhliða því sem þau kanna með hvaða hætti öðrum má stuðla að stöðugleika í íslensku efnahags- og atvinnulífi, sagði Björgólfur. Hann sagði að öllum væri það orðið ljóst, að ekki yrði unað við óbreytt ástand. Engin atvinnufyrirtæki geti borið til lengdar yfir 15% stýrivexti og engin fyrirtæki geta vaxið þegar verð- lag og gengi sveiflast upp og niður og lítið ræðst við verðbólgudrauginn. Og jafnvel þó við yrðum hluti af stærra peningakerfi og tækjum upp stöðugri mynt þá er ég ekki frá því að bjartsýni, ákafi og áhættusækni okk- ar Íslendinga muni eftir sem áður skapa þrýsting á efnahagskerfi okkar. Þá yrði ekki síður mikilvægt að eiga varasjóð til að vinna gegn skaðlegum sveiflum í búskap okkar. Þessi hugmynd Björgólfs er athygl- isverð.Hann talar um að sjóðurinn ætti að hafa tekjur af auðlindum landsins. Ég vil bæta því við, að bank- arnir ættu að leggja stórar fúlgur í slík- an þjóðarsjóð.Það verður svo áfram- ,að bankarnir munu skapa mesta hættu fyrir Ísland með útrás sinni og lántökum erlendis. Meira: gudmundsson.blog.is BLOG.IS SAMNINGUR var í gær undirrit- aður milli Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) um uppbyggingu íþróttahúss í Suður- Mjódd. Samningurinn hljóðar upp á rúmlega 1,5 milljarða. Undirritunin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur að loknu víðavangs- hlaupi ÍR kringum Tjörnina.Undir samninginn skrifuðu Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Úlfar Steindórsson, formaður ÍR. „Við erum að vonast til þess að hönnun hússins verði lokið í haust svo hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna í lok þessa árs. Vonandi verður hægt að taka húsið í notkun 2010,“ segir Úlfar. Þar verður aðstaða fyrir allar íþróttadeildir innan félagsins en sem stendur þurfa æfingar og keppni í handbolta og körfubolta að fara fram í Seljaskóla og Austur- bergi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirskrift Úlfar Steindórsson, Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson undirrituðu samninginn í gær, sumardaginn fyrsta. 1,5 milljarða íþróttahús tekið í notkun árið 2010 FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.