Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞAÐ ER hræðilegt að miðbærinn
sé að deyja,“ sagði verslunarmaður
á Laugaveginum en blaðamaður
fór fyrir skemmstu á stjá og skoð-
aði umgengnina í kringum þessa
helstu verslunargötu höfuðborg-
arinnar og heyrði í nokkrum versl-
unarmönnum vegna málsins.
Umbúðir, matarleifar
og sígarettustubbar
Flestir verslunarmannanna voru
uggandi um framtíð Laugaveg-
arins vegna ástandsins þar; sóða-
legrar umgengni, veggjakrots og
grotnunar gamalla húsa og fannst
þeim Reykjavíkurborg ekki gera
nóg til að spyrna við þessu ófremd-
arástandi. Nefndi einn að svo virt-
ist sem Laugavegurinn væri að
breytast í Hverfisgötuna og það
væri mikið áhyggjuefni.
Í stuttri gönguferð um Lauga-
veginn og nágrenni var áberandi
hve mikið var um sígarettustubba í
blómabeðum og við götukanta.
Sagðist ein afgreiðslukonan, sem
rætt var við og hefur lengi búið í
miðbænum, vera komin með nóg af
ástandinu sem þar ríkir, sér-
staklega eftir að reykingabannið
tók gildi síðastliðið sumar. Svo
væri komið að hún hygðist flytja á
brott.
Það er ekki bara Laugavegurinn
sem hefur fengið að kenna á
slæmri umgengni heldur hafa
svæði í kring líka mátt finna fyrir
sóðaskap vegfarenda. Sérstaka at-
hygli blaðamanns vakti lítill reitur
á horni Þingholtsstrætis og Amt-
mannsstígs sem er til minningar
um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Um
er að ræða grasi gróið svæði með
bekkjum og stórri granítplötu en á
þessum litla reit var að finna
ógrynni af rusli; samloku- og
nammibréf, sígarettustubba, djús-
fernur, matarleifar o.s.frv.
Þá mátti víða sjá umbúðir og síg-
arettustubba í sprungum á gang-
stéttum, ofan í ristum og á fleiri
stöðum sem sópar ná ekki vel til.
Heildarsvipurinn fráhrindandi
Guðni Hannesson hjá hreins-
unardeild Reykjavíkurborgar seg-
ist sammála því að Laugavegurinn
og umhverfi hans líti heldur illa út.
„Umhverfið er fráhrindandi í alla
staði. Lækjatorgið er hræðilegt og
Laugavegurinn eins og hann er.“
Hann segir heildarsvipinn frá-
hrindandi og sé það helst að kenna
húsarifinu á Laugavegi 4-6, tómum
húsum og brunarústunum við
Lækjatorg. Hvað sígarettustubb-
ana varðar segir Guðni að þeir
verði vonandi horfnir innan
skamms en til stendur að „handþvo
Laugaveginn“ eftir helgi. Að-
spurður segir hann borgina ekki
vilja setja upp svokölluð stubbahús,
sem gætu mögulega dregið úr því
að stubbum sé kastað á götur og í
beð.
Ekki spyrnt nægilega
við ófremdarástandi
Morgunblaðið/Valdís Thor
Allt í drasli Til stendur að „handþvo“ Laugaveginn eftir helgi.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Slæm umgengni Á reit til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur er að finna ógrynni af rusli, m.a.s. matarleifar.
Umgengni í nágrenni Laugavegarins þykir slæm og veldur mönnum áhyggjum
NORÐURÁL hafnar þeirri niður-
stöðu Umhverfisstofnunar að losun
flúorkolefna frá álverinu á Grundar-
tanga hafi verið 319 þúsund tonn af
CO2-ígildum árið 2006 heldur hafi
hún numið að hámarki 126 þúsund
tonnum og vísar til nákvæmari út-
reikninga sinna. Umhverfisstofnun
gerir athugasemdir við yfirlýsingu
Norðuráls og segir meðal annars að
þar virðist vera vísað til niðurstaðna
mælinga sem stóðu yfir í eina viku
árið 2003 og þau gögn uppfylli ekki
greinda grunnkröfu.
Í þessu sambandi vill Umhverfis-
stofnun koma eftirfarandi atriðum á
framfæri:
1. Útreikningar Umhverfisstofn-
unar á útstreymi gróðurhúsaloftteg-
unda á Íslandi eru í samræmi við
reiknireglur vísindanefndar SÞ um
loftslagsbreytingar (IPCC). Stofn-
unin beitir sömu aðferð við útreikn-
inga á útstreymi perflúorkolefna frá
öllum starfandi álverum á Íslandi.
Við útreikningana eru upplýsingar
frá hverri verksmiðju varðandi
spennuris og álframleiðslu tvinnaðar
við útstreymisstuðla frá IPCC. Þessi
aðferð hefur verið notuð til útreikn-
inga í 5 ár (frá og með árinu 2004
þegar aðferðafræðin við útreikn-
ingana var bætt).
2. Til er aðferð til að reikna út-
streymi frá einstökum álverksmiðj-
um og byggir hún á útstreymisstuðl-
um sem fengnir eru með mælingum í
viðkomandi verksmiðju. Til þess að
hægt sé að nota þá aðferð þurfa að
liggja til grundvallar yfirgripsmiklar
mælingar sem ná yfir löng tímabil
þannig að fullt tillit sé tekið til
breytileika í rekstri. Í yfirlýsingu
Norðuráls virðist vera vísað til nið-
urstaðna mælinga sem stóðu yfir í
eina viku árið 2003. Það er mat Um-
hverfisstofnunar að þau gögn upp-
fylli ekki framangreinda grunnkröfu.
3. Samkvæmt skýrslu sem Noreg-
ur hefur sent til loftslagssamnings
SÞ (http://unfccc.int/files/nationa-
l_reports/annex_i_ghg_inventories/-
national_inventories_submissions/-
application/x-zip-compressed/nor_-
2008_nir_15apr.zip) kemur fram að
Norðmenn nota sömu aðferð og Um-
hverfisstofnun til að meta útstreymi
perflúorkolefna frá álverum í Nor-
egi. Norðmenn telja þá aðferð ná-
kvæmari heldur en aðferðina sem
byggir á mælingum hjá einstökum
verksmiðjum þar sem útstreymis-
stuðlar IPCC byggi á niðurstöðum
mælinga í yfir 70 álverum á síðasta
áratug og óvissa stuðlanna sé því
minni en óvissa mælinga í einstökum
álverum (bls. 151 í framangreindri
skýrslu).
4. Rétt er að geta þess að Skrif-
stofa Loftslagssamnings Sameinuðu
þjóðanna er með sérstakt ferli sem
miðar að því að tryggja að útstreym-
isreikningar séu sambærilegir milli
landa. Hluti af þessu ferli er að end-
urskoða reikninga hvers lands árlega
og koma síðan með ábendingar um
hvað megi betur fara. Ekki hafa ver-
ið gerðar athugasemdir við útreikn-
inga Íslands á flúorkolefnum frá ál-
verum í þessu ferli.“
Norðurál og Um-
hverfisstofnun deila
Stofnunin segir að gögn Norðuráls uppfylli ekki grunnkröfu
Morgunblaðið/Ómar
Losun Norðurál segir að losun ál-
versins á Grundartanga sé langt frá
mati Umhverfisstofnunar.
VELFERÐARRÁÐ hefur ákveðið
að breyta almennum niðurgreiðslum
félagslegra leiguíbúða í Reykjavík í
persónulegan stuðning við leigjend-
ur í formi sérstakra húsaleigubóta.
Með þessu mun greiðslubyrði leigj-
enda taka mið af persónubundnum
aðstæðum hverju sinni, að sögn
borgaryfirvalda. Breytingin mun
koma til framkvæmda um mánaða-
mótin maí–júní.
Réttlátari stuðningur
Að sögn Jórunnar Frímannsdótt-
ur, formanns Velferðarráðs, er fyr-
irkomulagið núna með þeim hætti að
Velferðarsvið greiðir með hverri
íbúð þriðjung af leiguverði hennar,
óháð því hver býr í henni. Breyt-
ingin felur í sér að þessum beinu
niðurgreiðslum er hætt en sambæri-
legar upphæðir verða notaðar til að
styðja einstaklingana sjálfa. „Allt
sem hefur farið í þessa földu nið-
urgreiðslu verður flutt yfir í svokall-
aðar sérstakar húsaleigubætur og
dreift á einstaklinga eftir því hvern-
ig þeirra hagur er. Við erum sann-
færð um að með þessu verður stuðn-
ingurinn réttlátari, gagnsærri og
skilvirkari.“
Niðurgreiðslan verður ekki „fal-
in“ eins og áður heldur mun leigj-
andinn með þessari breytingu geta
séð hver raunleigan er. Nú er mál-
um þannig háttað að fólk fær
greiðsluseðil sem á stendur sú upp-
hæð sem það á að borga, eftir að
borgin hefur niðurgreitt sinn hlut.
Þegar breytingin verður um garð
gengin mun heildarleiguupphæðin
koma á greiðsluseðlinum en fólk
hins vegar fá greiddar húsaleigu-
bætur og sérstakar húsaleigubætur
í samræmi við rétt þess hverju sinni.
Betri nýting á húsnæði
Jórunn segir misjafnt hvað ein-
staklingar fái í húsaleigubætur eða
sérstakar húsaleigubætur. Það ráð-
ist af ýmsum félagslegum þáttum og
þegar vel gangi dragi úr stuðningn-
um. Þá fari fólk jafnvel að borga
raunleigu og ætti þá að geta hugað
að því að fara úr félagslega kerfinu.
„Við viljum meina og erum sann-
færð um að þetta mun leiða til þess
að nýtingin verði betri á húsnæðinu
þannig að fjölskyldustærð og stærð
íbúða haldist í hendur í meiri mæli,“
segir Jórunn. Fólk fari þá ekki að
ílengjast í of stóru húsnæði, t.d. þeg-
ar börnin eru farin að heiman, þar
sem það verði hreinlega ódýrara
fyrir það að flytja í minni íbúð.
Þannig losni um stærri íbúðirnar.
Stuðningurinn
verði réttlátari
Niðurgreiðslum vegna félagslegra leigu-
íbúða breytt og verða persónubundnar