Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 15 SUÐUR-KÓRESKA tollgæslan sýndi í gær hóp labrador-hunda sem verða notaðir við leit á fíkni- efnum og sprengiefnum. Þeir heita allir Toppy, eru sex mánaða gamlir og allir klón af reynslu- ríkum fíkniefnaleitarhundi. Yfirvöld segja erfitt að finna rétta hunda fyrir verkefni tollgæsl- unnar, þessir hafi hinsvegar allir staðist erfitt inntökupróf í febrúar og verði líklega notaðir á næsta ári við gæslu á flugvöllum og höfnum landsins. AP Klónaðir hundar í Suður-Kóreu Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÚRSLIT þingkosninga sem haldnar voru í Nepal fyrir hálfum mánuði eru nú orðin kunn og vann flokkur maóista afgerandi sigur. Eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir sagði Prachanda, leiðtogi maóista og líklega verðandi forsætisráðherra landsins, að fyrsta verk nýs stjórnlaga- þings yrði að leggja niður 239 ára kon- ungsveldi Nepals. „Það verða ekki gerð- ar neinar málamiðlanir varðandi konungsveldið,“ sagði Prachanda skv. upplýsingum AFP-fréttastofunnar. Ekki hreinn meirihluti Vonast er til að friður komist nú á í landinu en maóistar mættu tortryggni meðan á kosningabaráttu þeirra stóð og voru meðal annars sakaðir um að hóta kjósendum ofbeldi kæmust þeir ekki til valda. Maóistar náðu ekki hreinum meiri- hluta í kosningunum og munu því senn hefja stjórnarmyndunarviðræður. Konungur landsins tók sér alræðisvald árið 2005 í því skyni að binda endi á upp- reisn maóista sem staðið hafði yfir í tíu ár og kostað um 13.000 manns lífið. Frið- ur komst þó ekki á og varð það til þess að ýta stóru stjórnmálaflokkunum á band maóista sem þá höfðu lagt niður vopn. Á síðasta ári komust flokkarnir að sam- komulagi um að leggja konungdæmið niður. Maóistar höfðu sigur í Nepal Reuters Sigur Prachanda, leiðtogi maóista, ræddi við fjölmiðla í gær. Hyggjast fljótt leggja niður konungsveldið NICOLAS Sarkozy Frakklandsfor- seti reyndi að bjarga ímynd sinni í ítarlegu viðtali í franska sjónvarp- inu í gærkvöldi. Vinsældir hans hafa heldur dvínað frá því að hann tók við embætti í maí á síðasta ári og samkvæmt nýjum skoðanakönn- unum mælist stuðningur við hann aðeins tæplega 30 af hundraði. Kosningaloforð forsetans um að rjúfa stöðnun og auka almennan kaupmátt þykja ekki hafa gengið eftir. „Ég hef líklega gert mistök,“ sagði Sarkozy inntur eftir ástæðum hrapandi fylgis. Hann sagði að rík- isstjórn sín hefði „líklega ekki út- skýrt nægilega vel“ takmörk sín. „Í Frakklandi verða þó aldrei allir ánægðir,“ sagði forsetinn. Varðandi efnahagsvanda þjóðar- innar sagði Sarkozy ástæðuna fyrst og fremst liggja í hækkandi olíu- og matvælaverði í heiminum auk þess sem efnahagsvandi Bandaríkjanna smitaði út frá sér. „Frakkland hef- ur verið sofandi í 25 ár og við bú- um við erfitt al- þjóðlegt sam- hengi en það gefur okkur bara ástæðu til að- gerða,“ sagði for- setinn. Sarkozy ræddi einnig málefni Kína og sagðist hafa verið „hneykslaður yfir fram- ferði Kína í Tíbet“. Hann staðfesti ekki hvort hann yrði viðstaddur opnunarathöfn Ólympíuleikanna í Peking en sagðist myndu ráðfæra sig við aðra leiðtoga Evrópusam- bandsins áður en hann tæki ákvörð- un. Forsetinn ræddi ekki einkalíf sitt og hjónaband við söngkonuna Cörlu Bruni sem hefur verið umdeilt í Frakklandi en sagði að í einkalífinu væri „allt í fína lagi“. Sarkozy reynir að bæta ímynd sína Forsetinn kom fram í sjónvarpsviðtali í gær, vinsældirnar aldrei verið minni Nicolas Sarkozy Berlín. AFP. | Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa lagt fram frum- varp sem bannar lýtaaðgerðir á börnum og unglingum. Sumir þingmannanna vilja einnig banna húðflúr og stunguskartgripi fyrir sama aldurshóp. „Það að unglingsstúlkur óski eftir brjóstastækkun eftir að þær ljúka gagnfræðaskóla er ekki lengur undantekningin,“ kom fram í frumvarpinu. Með frum- varpinu vilja þingmennirnir sporna við því sem þeir kalla „brenglað fegurðarmat unglinga og barna.“ Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru við undirbúning frumvarpsins gangast um 100.000 börn og ungling- ar undir lýtaað- gerðir á ári hverju í Þýska- landi. Samtök þýskra lýta- lækna brugðust við ummælum þingmanna og sögðu aðgerð- irnar oft lækn- isfræðilega nauðsynlegar, tölur þingmanna gæfu ýkta mynd af stöðu mála. „Ef þið vissuð hversu þakklátir 14-16 ára unglingar eru eftir aðgerðirnar mynduð þið hugsa ykkur tvisvar um,“ sagði talsmaður þeirra. Leggja til bann við lýta- aðgerðum á ungmennum Ungmenni Lýta- aðgerðir aukast. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.