Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 22

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐ ÞÓKNAST BANDARÍKJAMÖNNUM Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttþess efnis, að starfsmaður norsku utanríkismálastofnunarinn- ar vildi að Norðmenn gengju úr Atlantshafsbandalaginu og fengju aðild að Evrópusambandinu. Starfs- maðurinn, Iver B. Neumann að nafni, segir að Norðmenn taki nán- ast sjálfkrafa þátt í stríðum, sem Bandaríkjamenn efni til í von um að þóknast þeim. En Bandaríkin hafi ekki lengur neinn áhuga á norður- slóðum, þeir hafi t.d. lagt niður varnarstöðina í Keflavík. Þetta eru athyglisverð ummæli og norska utanríkismálastofnunin er merkileg stofnun, sem hefur komið við sögu í íslenzkum öryggismálum í áratugi. Stuðningsmenn Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi á undanförnum áratugum voru lengi þeirrar trúar að ganga mætti út frá því sem vísu, að Bandaríkjamenn mundu endur- gjalda stuðning þeirra, ef og þegar þeir þyrftu á þeim að halda. Morg- unblaðið var t.d. í hópi þeirra, sem töldu að um gagnkvæmt samstarf væri að ræða. Athugasemdir Norðmannsins eru hins vegar skiljanlegar í ljósi feng- innar reynslu. Bandaríkjamenn eru eiginhagsmunaseggir. Þeir krefjast stuðnings en láta ekkert í staðinn ef það hentar ekki hagsmunum þeirra. Af þeim sökum er það stórundar- legt hvað Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, utanríkisráðherra, er tilbúin til að hlaupa á eftir Bandaríkja- mönnum í Afganistan. Fyrir skömmu hafði hún jafnvel orð um að senda fleiri Íslendinga til Afganist- ans. Þessi utanríkispólitík er algerlega út í hött og furðulegt hvað lítil gagn- rýni kemur fram á hana á Alþingi. Við eigum engra hagsmuna að gæta í Afganistan. Bandaríkjamenn vant- ar fleiri hermenn til landsins og gera kröfu um það til þeirra þjóða, sem eru aðilar að Atlantshafsbanda- laginu. Ef þær þjóðir hafa engan her vilja þeir fá aðra starfsmenn og ut- anríkisráðherra okkar hleypur fremst í flokki þeirra, sem þar eru á ferð. Bandaríkjamenn munu ekki end- urgjalda þann stuðning. Það er mis- skilningur að stríðið í Afganistan snúist um að tryggja frið í Evrópu. Er það ekki tilgangurinn með Atlantshafsbandalaginu? Að tryggja frið í Evrópu? Stríðið í Afganistan vinnst ekki nema Bandaríkjamenn geri harðar árásir á fjallahéruðin á milli Afgan- istans og Pakistans. Bandarískir herforingjar gera sér auðvitað grein fyrir því og gera kröfu um að fá heimild til slíkra árása. Enn sem komið er þorir Bush ekki enda veit hann að þá fer allt í bál og brand í Pakistan. En þetta er eina leiðin fyrir Bandaríkjamenn til að vinna stríðið. Á meðan þetta er ekki gert falla fleiri og fleiri hermenn Nató-þjóðanna í valinn og talibönum vex ásmegin. FRÍSKUR TÓNN Sturla Böðvarsson, forseti Al-þingis, kom með frískan tóninn í umræðurnar um Ísland og Evrópusambandið í ræðu, sem hann flutti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær í tilefni af afhendingu verðlauna Jóns Sigurðssonar, forseta. Í ræðu sinni sagði forseti Alþingis m.a.: „Eðlilegt er að varpa fram þeirri spurningu, hvort það sé í anda hug- sjóna Jóns Sigurðssonar að afsala hluta fullveldis okkar og flytja valdið yfir auðlindum sjávar til sameigin- legs og yfirþjóðlegs valds Evrópu- sambandsins. Hefur Evrópusam- bandið forsendur til þess að meta aðstæður okkar Íslendinga, sem bú- um við yzta haf og nýtum auðlindir eldvirkninnar og framrás jökulfljót- anna, róa til fiskjar og vilja halda til haga sagnaritun okkar og sögulegri arfleifð. Mun hið háa Alþingi, sem var stofnað á Þingvöllum árið 930 og hef- ur verið stolt okkar Íslendinga njóta sæmdar og hafa þau áhrif sem því ber innan Evrópusambandsins. Þetta eru spurningar, sem erfitt er að svara en vert er að velta fyrir sér.“ Síðar í ræðu sinni sagði forseti Al- þingis: „Aðild að Evrópusambandinu mundi kalla á breytingar á auðlinda- nýtingu okkar. Það hlýtur því að verða að skýra það vel út fyrir kjós- endum í sjávarbyggðum á Íslandi hvers vegna við eigum að fela yfirráð og skipulega nýtingu sjávarauðlind- anna stjórnmálamönnum og embætt- ismönnum í Evrópusambandinu. Í mínum huga er slík valdatilfærsla ekki fýsilegur kostur.“ Og loks sagði Sturla Böðvarsson: „Það virðist vera þannig, að áköfustu áhugamenn um inngöngu í Evrópu- sambandið láta lönd og leið forsendur fyrir fullveldi og sögulegri stöðu okk- ar sem sjálfstæð þjóð með elzta þjóð- þing veraldar. Þeir varpa öllum gild- um fyrir róða nema stundarhags- munum okkar og meta öll gæði í krónum eða evrum.“ Hvers vegna er þetta frískur tónn? Vegna þess, að það eru svo fáir stjórnmálamenn, sem þora að tala um þessi grundvallaratriði. Flestir þeirra hlaupa eftir sviptivindum al- menningsálitsins. Þeir eru fáir, sem lýsa afstöðu til mála af sannfæringu. Þess vegna er ánægjulegt að sjá hvernig forseti Alþingis Íslendinga talar, óhræddur við að kalla fram hugsjónir sjálfstæðishetju þjóðarinn- ar, óhræddur við þær raddir, sem munu halda því fram að hann sé „gamaldags“. Sjálfstæðisbarátta okkar verður aldrei gamaldags og við hljótum allt- af að halda í heiðri málstað þeirra, sem báru sjálfstæði okkar fram til sigurs. Við höfum efni á því að vera sjálf- stæð þjóð og þurfum ekki að hlaupa undir pilsfald, hvorki Evrópusam- bandsins né annarra. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Það hefur skilað eftirtektarverðumárangri að hafa lækni við stjórn-völinn á einni stærstu hjartadeildí heimi, segir Björn Flygenring hjartasérfræðingur, sem sjálfur tók árið 1998 fyrstur lækna við stöðu forstjóra Minneapolis Heart Institute sem sjálf- stæðrar einingar innan Abbott Northwest- ern-sjúkrahússins í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. Forstjórastarfinu gegndi hann í fimm ár þar til hann sneri sér aftur að klíníkinni, þó hann komi enn að rekstri og stjórnun deildarinnar að mörgu leyti. Hjartadeildin er sú eina innan sjúkra- hússins sem alfarið er stjórnað og rekin af læknum. „Þetta fyrirkomulag hefur haft þau áhrif að deildin hefur vaxið hratt og er nú sú stærsta innan spítalans. Sömuleiðis skilar hún mestum árangri allra deilda sjúkrahússins,“ segir Björn. „Ástæðan er sú að læknar skilja markað heilbrigðisþjón- ustunnar, þeir þekkja vinnubrögðin og handtökin í klíníkinni og átta sig á mikil- vægi þess að eiga í persónulegu sambandi við hvern og einn sjúkling sem og lækni hans.“ Góður undirbúningur á Landspítala Björn var staddur hér á landi fyrr í vik- unni vegna starfa sinna í ráðgjafanefnd heilbrigðisráðherra um uppbygginu nýs há- skólasjúkrahúss á Íslandi en nefndin er undir forystu Ingu Jónu Þórðardóttur. „Það hefur gríðarlega mikill og góður undirbúningur verið unninn á Landspítal- anum í tengslum við byggingu nýs sjúkra- húss,“ segir Björn. „Mér finnst að það hafi verið staðið afskaplega vel að þeirri vinnu.“ Hann hefur áður komið að samskonar verkefni, nýtt húsnæði var byggt utan um starfsemi Abbott Northwestern fyrir tveimur árum sem hefur m.a. skilað sér í skjótari þjónustu, færri legudögum og betri líðan sjúklinga. Lætur skáldskapinn vera Björn hefur nú verið við nám og störf í Bandaríkjunum í 24 ár. Hann er fæddur í Reykjavík 15. janúar árið 1953 og foreldrar hans eru Páll Flygenring verkfræðingur og Þóra Jónsdóttir ljóðskáld frá Laxamýri. „Það má segja að ég hafi meira og minna al- ist upp á Laxamýri til tvítugs, því þar var ég öll sumur, fyrst hjá afa og ömmu, Jóni Þor- bergssyni og Elínu Vigfúsdóttur og síðar móðurbræðrum mínum, Vigfúsi og Birni.“ Björn á tvær yngri systur, Elínu sem starfar hjá utanríkisráðuneytinu og Kirstínu sem er hagfræðingur. „Skáldskap- ur hefur aldrei verið mín deild, ég læt móð- ur mína alfarið um hann,“ segir Björn bros- andi, spurður hvort hann hafi daðrað við skáldskapargyðjuna líkt og hann á kyn til. Hann er kvæntur Valgerði Hafstað og eiga þau fjögur börn á aldrinum 9-15 ára sem eru öll fædd og uppalin vestanhafs. „Þó þau tali íslensku líta þau einnig á sig sem Bandaríkjamenn,“ segir Björn um börnin sín. Ílentist vestanhafs Leiðin lá fyrst til Bandaríkjanna árið 1984 er Björn hóf nám í lyflækningum við University of Wisconsin í Madison og síðar í hjartasjúkdómum við University of Wash- ington í Seattle. „Ég ætlaði nú aðeins að vera úti í nokkur ár, en þegar námi lauk, sjö árum síðar, var ekkert starf í minni sérgrein að fá á Íslandi, þannig að ég ílentist í Bandaríkjunum.“ Björn þurfti ekki að örvænta, honum var boðin staða yfirlæknis í hjartalækningum við hersjúkrahús í Wisconsin sem og pró- fessorstaða við University of Wisconsin- Madison. Þar var hann í tvö ár eða til ársins 1993 er honum var boðið að koma til Minnesota og starfa við Minneapolis Heart Institute (MHI), sem seinna varð sjálfstæð hjartadeild innan Abbott Northwestern sjúkrahússins þar sem eru alls 620 legu- rúm. „Enn var ekkert starf fyrir mig að hafa á Íslandi svo ég ákvað að prófa þetta,“ segir Björn. Og þar er hann enn, fimmtán árum síðar. „Ástæðan fyrir því að ég hef verið í Minnesota þetta lengi er ekki sú hversu sjúkrahúsi ar hafa mar að sér lækn „Okkar gæðum þj fangi,“ seg verkefnum að lækka k ígræðslur s in hefur ein ar einna fl ulómmynd Þúsundir s lega og he þekking í m fræðinga. E deildin yfir loftslagið er dásamlegt,“ segir Björn og brosir. „Heldur sú að þetta er mjög óvenju- leg og góð hjartadeild á margan hátt.“ Frá upphafi hefur Björn tekið þátt í að byggja deildina upp í samvinnu við fjölda fagfólks úr heilbrigðisstétt. Þegar hann kom þar til starfa voru sérfræðingarnir átján en nú eru þeir um sextíu; fimmtíu hjartalæknar, fimm hjartaskurðlæknar og jafnmargir æðaskurðlæknar. Þar með er deildin orðin með þeim stærstu í heimi. Gæði og öryggi í fyrirrúmi En stærðin er ekki allt, til að árangur ná- ist verða gæði þjónustunnar og öryggi sjúk- linga að vera í fyrirrúmi. MHI er í sam- keppni við sjúkrahús á borð við Mayo- „Dauðsfall manns, sem deyr langt fyrir aldur fram, til dæmis vegna hjarta kvæmt að það er engu líkt.“ Þetta segir Björn Flygenring hjartasérfræðin Hann segir biðlista eftir læknisaðgerðum óþarfa – þeir ættu einfaldlega ek Forskotið f Nýr spítali Nýtt húsnæði var tekið í notkun fyrir starfsem bætt þjónustu hjartadeildarinnar og aukið ánægju sjúkli Sérfræðingurinn „Mér finnst gott að búa á Íslandi en ég stöddu,“ segir Björn Flygenring sem á sæti í ráðgjafahóp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.