Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 23 BJÖRN Flygenring, hjarta- sérfræðingur, tók þátt í undirbún- ingi að nýju húsnæði Abbot North- western-sjúkrahússins í Minneapolis, en deildin sem hann starfar við, Minneapolis Heart Institute, er sjálfstæð eining innan þess spítala. Hann segir byggingu nýja spítalans, sem tekinn var í notkun fyrir tveimur árum, hafa verið gríðarlegt átak. Gamla hús- næðið var farið að há starfsemi sjúkrahússins að ákveðnu leyti, t.d. voru margar sjúkrastofanna tveggja manna. Markmiðin með nýjum spítala voru m.a. að stytta legu sjúklinga og veita skjótari og betri þjónustu. Þá var einnig eitt höfuðmarkmiðanna að gera um- hverfið heimilislegra. „Allt þetta gekk eftir,“ segir Björn. „Legu- dögum hefur fækkað, þjónustan er sveigjanlegri og gengur hraðar fyrir sig, upplýsingaflæðið batnaði og öryggi sjúklinga, t.d. hvað varðar lyfjagjafir, stórjókst. Það eru nú minni líkur á mistökum og sýkingum hefur fækkað með til- komu einkastofa. En það var óhemju vinna að undirbúa nýjan spítala.“ Auðveldar ákvarðanatöku Björn bendir á að rafrænt upplýs- ingakerfi, s.s. rafrænar sjúkra- og lyfjaskrár, sé ekki síður mik- ilvægt. Var slíku kerfi komið á um ári áður en flutt var inn í nýjan spítala. „Sjúkrahúsið okkar er nú nánast pappírslaust,“ segir Björn. Upplýsingakerfið geymir allar upplýsingar um sjúklinga, allar meðferðir, hjúkrun, lyfjagjafir, rannsóknir og fleira sem hægt er að nálgast við hvert sjúkrarúm. Björn segir þennan greiða aðgang að upplýsingum gera heilbrigð- isstarfsfólki kleift að taka ákvörð- un um meðferðir fljótt og vel. „Þetta eykur öryggi sjúklinga til muna,“ segir hann, „og þetta er al- veg jafn mikilvægt og stein- steypan og kostar nánast það sama. Um þetta þurfa heilbrigð- isyfirvöld að vera meðvituð.“ Kostnaður við kerfið á sjúkrahús- inu var um 150 milljónir dollara. Heimilislegt umhverfi hraðar bata sjúklinga Spurður hvað þurfi sérstaklega að hafa í huga við byggingu nýs sjúkrahúss á Íslandi segir Björn lykilatriði að huga að rafrænu upplýsingakerfi í tíma. „Það er einnig mjög mikilvægt að sjúkra- húsið verði sem heimilislegast og þægilegast fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þegar fólk er veikt þarf að gera allt sem hægt er til að gera umhverfið sem best úr garði því þá batnar fólki fyrr. Þetta veit fólk á Landspítalanum og að þessu er stefnt við byggingu nýs sjúkra- húss.“ Þá segir Björn auk þess mik- ilvægt að hafa í huga að tækni og meðferðir séu í stöðugri þróun og sjúkrahúsbyggingin þurfi því að bjóða upp á ákveðinn sveigj- anleika. Bendir hann í því sam- bandi á að aðgerðir í dag krefjist margar hverjar mun styttri legu en áður. Sú þróun eigi eftir að halda áfram. „Í framtíðinni verður meiri áhersla lögð á starfsemi gjörgæsludeilda og dagdeilda á hátæknisjúkrahúsum en minni á starfsemi langlegudeilda,“ segir Björn. Spurður hvort áherslur séu rétt- ar þegar ákveðið er að byggja sjúkrahús með einkastofum þegar ekki tekst að manna störf hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða á LSH við núverandi aðstæður, svarar Björn því til að í rauninni þurfi ekki fleira hjúkrunarfólk til starfa þar sem eru einkastofur fremur en tveggja manna stofur, en hins veg- ar sé skortur á hjúkrunarfólki al- þjóðlegt vandamál. „Það er aðeins ein leið til að leysa það og það er að gera störfin eftirsóknarverð. Það er svo einfalt. Starfsum- hverfið verður að vera gott og starfið vel launað. Það sem er svo mikilvægast af öllu er starfs- ánægjan. Starfsfólk verður að vita að það sé að vinna gott starf og að því sé umbunað eða hælt sam- kvæmt því. Það er síðan ómet- anlegt að gefa fólki alltaf tækifæri til að vaxa í starfi.“ Friður Sjúkrastofur á Minneapolis Heart Institute, þar sem Björn Flyg- enring hjartasérfræðingur starfar, eru nú allar einkastofur. „Alveg jafn mikilvægt og steinsteypa“ Setja þarf í forgang uppbyggingu raf- ræns upplýsingakerfis á Landspítala vegna sjaldgæfs erfðasjúkdóms, Hyper- tropic Cardiomyopathy, til greiningar og meðferðar á sjúkrahúsinu. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að hjartavöðvinn verður óvenjulega þykkur sem getur leitt til skyndilegs dauða og því mikilvægt að greina hann. Saknaði klíníkurinnar Björn segist hafa látið gott heita á for- stjórastóli deildarinnar eftir fimm ár, þá hafi hann verið búinn að ná fram ákveðnum breytingum sem stefnt hafði verið að. Hann hafi saknað klíníkurinnar, að fá að vinna með sjúklingum, enda lagt mikið á sig til að öðlast sína menntun í hjartalækningum. „Það er mjög erfitt að breyta kúltúr inn- an heilbrigðisstofnana,“ segir Björn. „Ef allt gengur í haginn tekur það minnst tíu ár. Það gerist ekki öðruvísi en að fyrir slíkri breytingu fari góður leiðtogi og að starfs- fólkið trúi á breytinguna. Breytingin má ekki aðeins koma ofan frá, hún verður einn- ig að koma neðan frá. Þannig höfum við reynt að vinna og ég tel það ástæðuna fyrir því að okkur hefur farnast svo vel sem raun ber vitni. Við reynum að virkja alla og fá allt starfsfólkið til að taka þátt. Það skiptir mjög miklu máli fyrir fólk að það finni að á það sé hlustað, að það hafi eitthvað að segja um hvernig hlutirnir þróist. Að skoðun þess skipti máli. Sé fólki aðeins skipað fyrir fær það á tilfinninguna að því sé ekki treyst og breytingar gerðar samkvæmt slíkum vinnubrögðum eru dæmdar til að mistak- ast.“ Vandinn á rætur í fjármögnuninni Björn segist ekki þekkja vel innviði Landspítalans en telur einn helsta vanda sjúkrahússins eiga rætur að rekja til þess hvernig þjónustan er fjármögnuð. Ekki sé greitt eftir afköstum, líkt og í flestum heil- brigðiskerfum, heldur fái sjúkrahúsið fasta krónutölu af fjárlögum hvers árs. Þetta hafi m.a. þau áhrif að biðlistar verði til, því eng- inn hvati sé til að taka sem flesta sjúklinga til meðferðar – heldur einmitt að reynt sé að halda aftur af útgjöldunum og skera nið- ur þjónustuna. „Yrði fjármögnun Landspítalans breytt á þann hátt að greiðslur til sjúkrahússins taki mið af því sem afkastað er tel ég að biðlista- vandinn myndi leysast af sjálfu sér.“ Þá telur Björn í þessu samhengi mikil- vægt að LSH fái sjálfstætt starfandi sér- fræðinga, sem reka læknastofur utan spít- alans, í lið með sér. „Það mætti t.d. hugsa sér að þeir leigðu húsnæði á göngudeildum nýja sjúkrahússins og sæju um rekstur þeirra sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Það myndi auka afköstin gífurlega.“ Lækning er góð fjárfesting Mikil samkeppni er um sjúklinga í Bandaríkjunum, segir Björn. „Því skiptir öllu máli að hafa gæði þjónustunnar sem mest og að hún sé fáanleg strax og hennar gerist þörf. Annars fara sjúklingarnir ann- að. Það er því ekki til biðlisti hjá okkur. Bið- listar eru auk þess mjög fjárhagslega óhag- kvæmir og óþarfir. Í meðferðum sjúklinga felst fjárfesting. Og þetta er góð fjárfesting. Við höfum fjárfest í fólkinu okkar allt frá fæðingu ef svo má segja, með menntun þess, þekkingu og reynslu. Dauðsfall manns, sem deyr langt fyrir aldur fram, til dæmis vegna hjartasjúkdóms sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og lækna, er svo þjóðhagslega óhagkvæmt að það er engu líkt. “ Ekki að leita sér að starfi Björn segir að hugurinn hafi alla tíð ann- að slagið leitað heim til Íslands en á sínum tíma hafi hann ekki fengið hér starf við sitt hæfi. „Það var því ekki um neitt annað að ræða en að vinna erlendis.“ En er Björn nú á leiðinni heim til starfa á Íslandi? „Ég er nú ekki að leita að starfi,“ segir hann brosandi. „Mér finnst mjög gaman að koma hingað heim með fjölskyldunni. Ég hefði ekkert á móti því að búa á Íslandi en ég stefni ekki að því að svo stöddu.“ – Ef þér yrði boðið starf forstjóra Land- spítalans, hvað þá? „Eins og ég sagði, ég er ekki að leita að starfi,“ endurtekur Björn. „Ég get ekki svarað þessu öðru vísi.“ ulómtækjum, sem ekið er um fylkið til sjúk- linga sem þurfa á myndatöku að halda. Um það bil þrjátíu þúsund ómskoðanir eru gerðar árlega. Engar tilviljanir Forskot það sem MHI hefur á önnur sambærileg sjúkrahús liggur að sögn Björns fyrst og fremst í því fólki sem þar starfar. „Við höfum hugsað fram í tímann hvernig fólk við viljum ráða. Við höfum í þessu, sem og öðru, sett okkur langtíma- markmið sem við fylgjum. Við höfum aldrei auglýst eftir fólki heldur förum við á stúf- ana og leitum uppi fólk sem við viljum fá til starfa. Einnig hvetjum við nema, sem við höfum mikla trú á og viljum fá í vinnu, til að mennta sig á ákveðnum sviðum. Á þessum grunni, hæfu starfsfólki, höfum við byggt upp þjónustu okkar. Árangurinn ræðst því ekki af neinum tilviljunum. Við setjum okk- ur markmið og vinnum stöðugt að þeim.“ Sjúkrahúsið sem Björn starfar við er ná- tengt Háskólanum í Minnesota og þangað sækir starfsfólkið margt hvað sitt sérnám. „Við settum okkur einnig markmið í upp- hafi varðandi rannsóknir,“ segir Björn en MHI er m.a. framarlega í stofnfrumurann- sóknum. „Forskot okkar byggist ekki síst á því að meðferð sú sem sjúklingar okkar fá, meðal annars vegna öflugra rannsókna, er með þeim bestu sem gerast í heiminum.“ Flestir sjúklingar MHI koma frá Minnesota-fylki en að auki koma þangað sjúklingar hvaðanæva að til meðferðar við sjaldgæfum sjúkdómum sem læknar sjúkrahússins hafa sérhæft sig í. Sem dæmi koma alls staðar að úr heiminum sjúklingar ð í Minnesota þar sem Íslending- rgir hverjir verið við störf og leit- ninga undanfarna áratugi. sérstaða felst meðal annars í jónustunnar, afköstum og um- gir Björn, en á deildinni er sinnt m er spanna allt frá meðferðum til kólesteról upp í hjartaflutninga og stoðfrumna í hjarta. Hjartadeild- nnig þá sérstöðu að þar eru gerð- lestar tölvusneiðmynda- og seg- atökur af hjarta í heiminum. slíkra mynda eru teknar þar ár- efur þar skapast mikil sérfræði- myndgreiningu meðal hjartasér- Ekki nóg með það, heldur hefur r að ráða 12-15 bílum búnum seg- asjúkdóms sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og lækna, er svo þjóðhagslega óhag- ngur, sem starfað hefur í Bandaríkjunum við eina stærstu hjartadeild í heimi um árabil. kki að vera til. Breytt fjármögnun þjónustu Landspítala gæti stuðlað að því. felst í fólkinu mi Abbott Northwestern-sjúkrahússins fyrir tveimur árum. Það hefur stór- nga en hún er mæld reglulega. Mikil samkeppni er um sjúklinga vestanhafs. stefni ekki að því að svo pi nýs háskólasjúkrahúss. Í HNOTSKURN »Björn Flygenring hjartasérfræð-ingur er fæddur í Reykjavík árið 1953 og á m.a. ættir að rekja til Laxa- mýrar. »Hann fór í nám til Bandaríkjannaárið 1984 og hefur enn ekki snúið til baka. »Nú starfar hann á einni stærstuhjartadeild í heimi og var um tíma forstjóri hennar. »Hann tók þátt í undirbúningi nýssjúkrahúss í Minneapolis sem hann segir hafa verið gríðarlega vinnu sem nú, tveimur árum eftir að byggingin var tekin í notkun, hefur þegar skilað miklum árangri. »Árangurinn er m.a. mældur í fækk-un sýkinga og legudaga en ekki síst í ánægju sjúklinga með þjónustuna. Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.