Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 25 MINNINGAR ✝ Gyða VestmannEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1919. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Gunn- laugsdóttir, f. 24.6. 1882, d. 29.9. 1940, og Einar Ólafsson, f. 2.4. 1874, d. 22.10. 1942. Systkini Gyðu voru Hólmfríður, f. 18.7. 1899, d. 1.8. 1963, Gunn- laugur, f. 22.4. 1906, d. 6.8. 1964, Friðrik, f. 17.3, 1911, d. 30.1. 1970, Eygló, f. 6.7. 1913, d. 8.10. 1943, og Óli Vestmann, f. 25.2. 1916, d. 19.6. 1994. Gyða giftist 16.10. 1948 Þorláki Skaftasyni forstjóra frá Knútskoti á Kjalarnesi, f. 9.3. 1914, d. 1.7. 1993. Börn þeirra eru: 1) Örn sölu- stjóri hjá Hampiðjunni, f. 21.6. Þór aðstoðarframkvæmdastjóri í Landsbankanum, f. 17.9. 1958, kvæntur Áslaugu Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru: a) Ingileif Bryn- dís, f. 14.1. 1985, b) Gyða Björg, f. 31.1. 1987, c) Gunnar Þorlákur, f. 20.10. 1992, og d) Guðrún Snorra, f. 24.2. 1996. 4) Einar, starfar hjá Tryggingamiðstöðinni, f. 3.8. 1962, kvæntur Margréti Thelmu Guðjónsdóttur. Einar á einn son, Einar Hauk, f. 27.2. 1995. Gyða stundaði barnaskólanám í Miðbæjarskólanum. Hún fór í Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Sem unglingur bar hún út Morg- unblaðið í Vesturbænum og seinna fór hún að vinna á Morgunblaðinu þar sem hún sá um innheimtu á áskrift blaðsins. Eftir giftingu sinnti hún heimilisstörfum og upp- eldi barna sinna. Hún ólst upp á Vesturgötunni í Reykjavík og bjó alla sína ævi í Vesturbæ Reykja- víkur, fyrst eftir giftingu á Rán- argötu 6 og síðan fluttu þau Þor- lákur í desember 1954 í nýja íbúð á Tómasarhaga 44. Árið 2002 flutti hún á Aflagranda 40 og bjó þar til ársins 2005 er hún veiktist og fór síðan á hjúkrunarheimilið Skjól. Útför Gyðu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1948, d. 17.2. 2002. Dætur hans eru a) Ingunn Björg, f. 17.12. 1970, gift Gunnlaugi Ólafssyni, dætur þeirra eru Unnur Björk, Sigríð- ur Laufey og Ólöf Jó- hanna og b) Helga, f. 17.6. 1979. Örn var í sambúð með Ingi- björgu Þóru Gunn- arsdóttur síðustu ár ævi sinnar. 2) Anna Björg læknaritari á Selfossi, f. 2.1. 1994, gift Stefáni Böðvarssyni, synir þeirra eru a) Böðvar, f. 3.6. 1981, í sambúð með Agnesi Þorsteins- dóttur, börn þeirra Embla María og Nökkvi Marel, b) Einar Þór, f. 2.8. 1985, og c) Svavar Ingi, f. 13.9. 1994. Áður átti Anna Björg Gyðu Vestmann, f. 29.3. 1975, í sambúð með Hróðvari H. Jóhannssyni, börn þeirra Snædís Vestmann, Gunnar Berg og Fannar Örn. 3) Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Gyða Vestmann Einarsdóttir og er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar. Hún var Reykvíkingur í húð og hár og Vest- urbæingur í ofanálag. Uppruna sín- um var hún stolt af og þekkti hún gamla Vesturbæinn eins og lófann á sér. Kynni okkar hófust fyrir um þrjátíu árum er ég kynntist syni hennar Þór. Með árunum tókst með okkur náin vinátta sem var bæði djúp og traust og bar aldrei skugga á. Gyða missti báða foreldra sína með stuttu millibili þegar hún var rúmlega tvítug og svo nokkru síðar Eygló systur sína sem var henni mjög náin. Hún talaði ekki oft um þetta en ljóst var að þau fráföll mörk- uðu hana nokkuð. Gyða hóf störf hjá Morgunblaðinu sem unglingur og starfaði þar allt þar til hún gifti sig. Hún byrjaði sem blaðberi og fékk hún seinna ábyrgð- armeiri störf. Alla tíð síðan minntist hún tímans á Mogganum með mikilli gleði. Barnabörnin voru alveg viss um að hún hlyti að hafa verið aðstoð- arritstjóri miðað við tíma og elju sem hún lagði í það starf. Eftir skyldunám stóð hugur henn- ar til frekara náms en aðstæður voru þá ekki fyrir hendi. Dvölin á hús- mæðraskóla á Ísafirði var henni mjög hugleikin. Þar eignaðist hún góðar vinkonur og lagði þar grunn að miklum myndarskap í heimilis- rekstri. Við fjölskyldan munum eftir bragðgóðum sultum, einstakri kæfu og ýmsum gómsætum réttum. Gyða lagði mikið upp úr fallegu hand- bragði og bar maturinn þess merki. Tengdamóðir mín hafði gott auga fyrir litum og formum og hafði áhuga á að halda sér til og kenndi tengda- dóttur sinni að horfa í spegil áður en farið var út í búð. Eftir giftingu helgaði Gyða sig Þorláki, börnum og heimili. Hún var þessi amma af þeirri kynslóð sem prjónaði leista og vettlinga og bakaði heimsins bestu pönnukökur. Við munum eftir ömmu Gyðu á fartinni á ljósbláa Bensanum sínum, að færa okkur pönnukökur, í sólbaði í garð- inum hjá okkur, hjálpa til við handa- vinnu barnanna og fylgjast með framförum afkomendanna. Gyða var há og myndarleg kona, bar sig vel með sterk brún augu og mikið fallegt hár. Þorlákur hafði gaman af því að reyna að spreyta sig á að versla á hana í útlöndum er hann var á ferð í viðskiptum og var stoltur af sinni konu. Það er varla hægt að skrifa um Gyðu nema minnast á Þor- lák mann hennar en samrýndari hjónum hafði ég aldrei kynnst. Þau gerðu bókstaflega allt saman, versluðu og elduðu saman og nutu tímans vel, sérstaklega þau ár sem sumarbústaðurinn í Varmadal var við lýði. Það er margs að minnast en ótrú- lega kemur oft í huga mér matur og góð stemning því Gyða var jákvæð kona sem hafði gaman af að slá á létta strengi. Ellinni tók Gyða með bros á vör. Þótt minnið væri farið að gefa sig gerði hún stundum grín að því og náði að halda sinni reisn. Starfsfólkinu á Skjóli var hún mjög þakklát og dásamaði það í sífellu og var gott að vita af henni í góðum höndum. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni langa og góða samfylgd og bið henni guðs bless- unar á nýjum vegum. Áslaug Gunnarsdóttir. Nú er komið að hinstu kveðju- stund í þrjátíu ára samferð með tengdamóður og margs væri hægt að minnast þó að fátt eitt verði upptalið hér í fáum kveðjuorðum. Minnis- stæðastar eru mér samverustund- irnar á Tómasarhaganum með þeim Þorláki þar sem Gyða töfraði fram dýrindis kræsingar, hvort sem það var í einföldu eða flóknu, soðin ýsa, plokkfiskur eða steik, allt framreitt með alúð í hug og verki. Það kom fljótlega í ljós að við Þorlákur vorum tiltölulega samstiga í matarsmekk og lyst og held ég að Gyðu hafi líkað það vel að þurfa ekki að ala upp nýtt óþekkt fyrirbæri á þessum vett- vangi. Þá eru stundirnar uppi í sumarbú- staðnum í Varmadal ofarlega í hug- anum, bygging hans, sláttur og kart- öfluniðursetning og uppskera, en ekki síst sumarkvöldin þar sem notið var rausnar í mat og drykk, tekið í spil og spjallað. Eftir að Þorlákur lést 1993 bjó Gyða enn um sinn á Tómasarhagan- um, en þar átti ég líka hauk í horni þegar hún bauð mér að dvelja þar veturinn 1994-5 þegar ég stundaði nám við Háskólann og fjölskyldan var búsett í Biskupstungum. Þetta voru góðar stundir fyrir mig, umvaf- inn umhyggju og ást tengdamóður- innar. Ég þekki að minnsta kosti ekki það sem nefnt er „tannhvöss tengdamóðir“. Þessar og allar hinar góðu minn- ingarnar veita styrk nú og til fram- tíðar. Far vel. Stefán Böðvarsson. Langt er flug til fjarra stranda, fýkur löður, stormur hvín. Eins og fugl, sem leitar landa, leita ég, ó, Guð, til þín. Eins og sævarbylgjan breiða býður faðminn þreyttri lind, þannig, faðir, lát mig leiða löngun háa’ að þinni mynd. Líkt og móðir blindu barni beinir veg af kærleiksgnótt, leið þú mig á lífsins hjarni, leið þú mig um harmsins nótt. Leið þú mig í myrkri nauða, mig þú leið er sólin skín. Leið þú mig í lífi’ og dauða, leið mig, Guð, æ nær til þín. (Sálmur 372.) Mig langar til að minnast tengda- móður minnar Gyðu í örfáum orðum. Ég hef ekki þekkt hana lengi. Það eru aðeins tæp sjö ár síðan ég og sonur hennar rugluðum saman reyt- um okkar og ég kynntist Gyðu, hún þá komin yfir áttrætt. Ég hitti hana fyrst í eldhúsinu á Tómasarhaganum sem hafði þá verið hennar heimili lengst af ævinnar. Manninn sinn hafði hún misst og einnig elsta son- inn. Þarna stóð hún við eldavélina og lagaði pönnukökur, víst ekki þær fyrstu, því Gyða var mikið fyrir matseld og bakstur og hef ég heyrt margar sögur af fallegum boðum og fínum veislum á heimili hennar og Þorláks heitins. Þegar ég hlusta á sögur og frá- sagnir um Gyðu og heimilislífið á Tómasarhaganum heyri ég svo vel hversu gott líf hún átti með mann- inum sínum og hversu góða æsku og uppeldi börnin þeirra fengu og sé það í þeim í dag . Gyða flutti svo á Aflagrandann í desember 2002. Ég held að þeir flutningar hafi verið henni erfiðir og hún í raun náði þar aldrei fótfestu, en það var alltaf svo notalegt að koma til hennar, hún alltaf svo þakklát og elskuleg, bauð mér strax sæti og bað hann Einar sinn að sækja okkur kaffi og jafnvel sérrí með. Gyða var alltaf glæsileg, fallega lagt hárið alla daga, fallegu kjólarnir hennar, alltaf varalitur. Já, hún var virkileg dama. Seinustu árin hefur Gyða svo verið á Skjóli og leið afskaplega vel þar, orðin nokkuð veik af Alzheimer en líkamlega hraust, hafði greinilega hugsað vel um heilsu sína alla tíð. Það var alltaf tekið vel á móti okkur á Skjóli og hún alltaf svo sæl og ánægð þegar við komum, og enda- laust þakklát fyrir innlitið. Þó að kynnin væru stutt voru þau mér lærdómsrík og ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnst þessari ynd- islegu konu, góðmennsku hennar og hjartahlýju, þakklæti og gleði. Ég og börnin mín Arinbjörn, Jó- hann, og Lísa Lind viljum þakka Gyðu fyrir árin saman og biðja him- neskan föður okkar að blessa hana og varðveita og umvefja hlýjum faðmi sínum. Margrét Thelma Guðjónsdóttir. Mánuði fyrir 89. afmælisdaginn kvaddi amma okkur í hárri elli, í sátt við Guð og menn. Amma var afskap- lega ljúf og góð kona. Hún var ekta húsmóðir af gamla skólanum, pönnu- kökumeistari, mikil prjónakona og listakokkur. Hún og afi voru fyrir- myndarhjón. Þau nutu þess að vera í félagsskap hvort annars og gerðu í raun allt saman. Afi hafði gaman af því að stríða ömmu og kom hún oft með hnyttin tilsvör. Stundirnar með þeim voru alltaf skemmtilegar. Á Tómasarhaganum var alltaf tek- ið vel á móti manni. Eins og hendi væri veifað hristi amma fram pönns- ur og rækjusalat við góðar undir- tektir. Merkilegt finnst okkur hvað amma náði að hafa reglu á öllum hlutum. Hver einasti hlutur átti sinn stað og natnin sem amma lagði í allt sem sneri að heimilinu var aðdáun- arverð. Amma var glæsileg kona. Hún hafði sig alltaf vel til og fór til dæmis ekki út úr húsi án þess að setja á sig varalit „Svona ef ske kynni að hún hitti gamlan kærasta.“ Amma sló nefnilega iðulega á létta strengi og gerði grín að sjálfri sér. Umhyggjan fyrir fjölskyldunni var henni alltaf efst í huga. Þrátt fyr- ir að síðustu árin hafi heilsunni hrak- að hafði hún alltaf heilmikið að gefa. Faðmlag hennar var hlýtt og frá henni streymdi góð orka. Við erum glaðar og þakklátar fyrir að amma hafi gegnt svo stóru hlutverki í okk- ar lífi. Ingileif Bryndís og Gyða Björg Þórsdætur. Þegar við systur minnumst ömmu Gyðu kemur svo margt upp í hug- ann. Amma Gyða var ótrúleg mann- eskja og fyrirmynd okkar beggja alla tíð. Glæsileiki hennar var okkur alltaf minnistæður enda var hún há- vaxin og gullfalleg kona. Vinafólk okkar tók eftir því hversu mikill jafn- ingi hún var í öllum samskiptum. Í eldhúsinu hjá ömmu voru engin kyn- slóðabil. Við minnumst þess sérstak- lega þegar vinkona okkar systra sagði að við værum heppnar að geta spjallað um allt við ömmu Gyðu, hvort sem það væri um hversdagsleg eða viðkvæm mál. Amma Gyða var líka sjálfstæð sem kom best fram í því að hún vílaði það ekki fyrir sér að læra á bíl um fimmtugt, þó svo það hafi tekið sinn tíma og sá hún um alla keyrslu á heimilinu eftir það. Við systur vorum mikið hjá ömmu á Tómasarhaganum alla okkar æsku og lengi fram á fullorðinsár, hún var meistarakokkur og allt varð að veislu í hennar eldhúsi. Hún hafði einstaka kímnigáfu og kom okkur systrum ávallt til að hlæja. Manni leið alltaf ögn betur eftir að hafa heimsótt hana á Tómasarhagann því þar gat maður talað um allt sem gekk á í lífi manns og fékk iðulega lausn sinna mála með því að bera þau undir ömmu. Hún var ráðagóð, raunsæ og sanngjörn. Elsku amma, það voru örugglega margir sem tóku á móti þér þegar þú skildir við þennan heim og við vitum að þú passar pabba sem fór alltof snemma frá okkur. Takk fyrir samfylgdina, elsku amma. Þú verður ávallt í huga okkar. Þínar sonardætur Ingunn Björg og Helga Arnardætur. Það vill nú verða svo þegar ein- hver nákominn fellur frá að minning- arnar sækja að og visst uppgjör á sér stað innra með manni. Hugurinn flögrar til löngu liðinna daga, daga áhyggjuleysis og væntinga. Til þeirra daga er maður var að mótast og þroskast. Ég tel það gæfu mína í lífinu að hafa átt margar góðar fyrirmyndir og eignast vini sem hafa margir hverjir verið hreinar perlur. Sú sem skín hvað skærast á perlubandinu mínu er hún Gyða. Já, þau bæði, Gyða og Þorlákur (Lalli) bróðir móð- ur minnar. Lalli lést fyrir nokkuð mörgum árum. Þau voru vinir mínir, aldursmunurinn var ekki neitt sem skipti máli. Unga sveininum, ung- lingnum og unga manninum var ætíð sýnd virðing og óvenju náin vinátta. Gyða og Lalli voru einstaklega samhent hjón. Hið nána samband þeirra lýsti sér best í því hin síðustu misseri þegar minnið hafði að mestu brugðist kærum vini, að þegar við hittumst var Lalli ætíð upphafið og lokin á okkar samræðum, hann var annað hvort nýfarinn eða rétt að koma. Þannig tengdi elskan þau saman yfir mörk lífs og dauða. Lalli var henni lifandi sem forðum. Ég kveð Gyðu mína með söknuði, þakka henni fyrir yndislega sam- fylgd í öll þau ár sem ég hef lifað, samfylgd þar sem ég var ætíð þiggj- andi en hún sú sem gaf og miðlaði. Sveinn H. Skúlason. Gyða Vestmann Einarsdóttir ✝ Bróðir okkar og vinur, SIGURÐUR ÁSGEIRSSON frá Framnesi, Gunnarsholti, Rangárvöllum, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Odda á Rangárvöllum laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Sólheimakirkjugarði í Mýrdal. Systkini, vinir og vandamenn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓNS EGILSSONAR fyrrv. verslunarmanns, Hraunvangi 3, áður til heimilis að Ölduslóð 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk St. Jósefsspítala og Knattspyrnufélagið Haukar. Egill Jónsson, Kristjana Magnúsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Unnur S. Einarsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.