Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 26

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Örn Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 11. maí 1947. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. apríl síðastliðinn eftir stutta legu. For- eldrar hans eru Guðmundur Marinó Ásgrímsson, f. 11. sept. 1907, d. 26. mars 2006, og Em- ilía Benedikta Helgadóttir, f. 19. nóv. 1917. Systkini Arnar eru 1) Helgi, f. 17. apríl 1942, maki Anný Helgadóttir, f. 17. sept. 1945, börn Ingimundur og Þröstur. 2) Ásgrímur, f. 11. mars 1951, maki Svava Jak- obsdóttir, f. 9. nóv. 1949, börn Guðmundur Marinó, Andri og Emil. 3) Guðrún Björg, f. 11. júní 1956, maki Gísli Sváfnisson, f. 21. des. 1952, börn Sváfnir og Emilía Benedikta. Eiginkona Arnar er Esther Sig- urðardóttir, f. 25. des. 1948. Þau gengu í hjónaband 20. september 1969. Foreldrar hennar eru Ragn- hildur Jósafatsdóttir, f. 1. júlí 1909, d. 29. maí 1973, maki Sig- urður Ágústsson, f. 25. júní 1925, d. 16. okt. 1994. Bróðir Estherar er Hilmar. Börn hans eru Sig- urður Gunnar, Eva Úlla, Ragnar, Heimilistækja hf. frá 1984-86, framkvæmdastjóri Ráðgjafastof- unnar hf. 1987-96 og kenndi á sama tíma við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Tölvuskólann í Reykjavík. Hann vann hjá RARIK um tveggja ára skeið, var skrif- stofustjóri Þjóðleikhússins 1998- 2002 og viðskipta- og kerfisfræð- ingur hjá Símanum, síðar Skipt- um, frá 2002 til dauðadags. Örn var alla tíð mjög virkur í starfi Knattspyrnufélagsins Víkings. Hann sat í aðalstjórn Víkings 1968-69, 1972-78 og síðastliðin tvö ár. Hann var formaður knatt- spyrnudeildar Víkings 1969-70, lék um 100 leiki með meist- araflokki félagsins og varð bik- armeistari í knattspyrnu árið 1971. Örn var formaður full- trúaráðs Knattspyrnufélagsins Víkings frá árinu 1994 og formað- ur meistaraflokksráðs 1995-98. Auk þess sá hann um fjölda at- burða innan félagsins eins og þorrablót, herrakvöld og golfmót. Örn var mikill íþrótta- og keppn- ismaður og síðustu árin æfði hann og spilaði með Lunch United. Hann hlaut fjölda heiðursmerkja og viðurkenninga frá íþrótta- hreyfingunni. Hann var meðal stofnfélaga JC-Breiðholts 1977 og forseti félagsins 1979-80, í stjórn landshreyfingar JC-Ísland 1980- 81 og svæðisstjóri JC-Reykjavík 1982-83. Örn verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Linda og hálfsystkin þeirra eru Heimir Daði og Heiðar Már. Börn Arnar og Est- herar eru: 1) Arnar, f. 1. júní 1969, kvæntur Svövu Þur- íði Árnadóttur, f. 5. ágúst 1971, börn þeirra eru Dagmar Rós, f. 19. okt. 1991, unnusti Viktor Sig- urjónsson, Esther Rós, f. 16. sept. 1997, Sylvía Rós, f. 17. apr- íl 2003, og Arnar Smári, f. 4. maí 2005. 2) Helena, f. 21. júlí 1982. Örn ólst upp í Bústaðahverfinu (Víkingshverfinu) frá þriggja ára aldri og hóf þar skólagöngu sína, grunnskólanám við Breiðagerð- isskóla og Réttarholtsskóla. Landspróf tók hann við Gagn- fræðiskólann í Vonarstræti. Örn lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1969 og viðskiptafræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1973. Hann var kerfisfræðingur hjá IBM 1973-77, skrifstofustjóri hjá Félagi ís- lenskra stórkaupmanna og Bíl- greinasambandinu 1977-1982. Örn var fjármála- og rekstr- arstjóri hjá veitingahúsinu Nausti hf., Rán hf. og Gæðum 1982-1984, framkvæmdastjóri tölvudeildar Ég sit hjá bróður mínum nær meðvitundarlausum. Taugakippir, lokuð augu, stöðugt dropatal slök- unar- og verkjalyfja. Sefur rólega, smá hrygluhljóð en vær. Óskiljanleg breyting á örtíma okkar samtvinn- uðu ævi. Stæltur hraustur líkami með hug óbilandi sjálfstrausts. Stöðugt að vega og meta nýja mögu- leika, fyrir fjölskylduna, Víking og alla þá sem hann umgengst frá degi til dags. Dæmigerður dagur í lífi hans í byrjun apríl. Morgunsturtan, kveð- ur Helenu, sem fer í skólann, þau Esther aka af stað í vinnuna. Fót- bolti með Lunch United í hádeginu og aftur vinnan. Eftir vinnu heim- sókn til mömmu, fundur í Víkinni, heim að borða, fundur í Víkinni eða annars staðar, stöðugur undirbún- ingur fyrir framtíðina. Margt var í bígerð en framar öllu var undirbúningur 100 ára afmælis Víkings, sem á að verða stórt, glæsi- legt og ógleymanlegt. Þá dró fyrir svart ský, falinn „óvættur“ í æða- kerfi líkamans tók á rás og á svip- stundu var þessi drífandi dugnaðar- forkur aflvana, frá okkur tekinn. Á slíkri stundu rennur það upp fyrir mér að það er ekki sjálfgefið að vakna upp að morgni eða ganga til náða að kvöldi. Einnig mikilvægi þess að koma í framkvæmd draum- um sínum þegar þeir kvikna, því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Elsku bróðir, við áttum góða ævi saman, oftast í sátt, en stundum sundurlyndi. Við lærðum að sátt og vinskapur var öllu öðru meira virði. „Óvætturinn“ sem að lokum lagði þig hafði aldrei verið sýnilegur og þar af leiðandi ógerningur að verj- ast honum. Þegar við kveðjumst þá var samband okkar best. Við Svava, strákarnir, tengdadæt- ur og barnabörn færum ykkur, Est- her, Helena, Arnar og fjölskylda, okkar innilegustu kveðjur og höld- um áfram að þróa góðan vinskap og samverustundir. Ásgrímur bróðir. Elsku bróðir. Þegar ég heyrði að þú hefðir farið í skyndi upp á spítala þá grunaði mig ekki hversu alvarlegt þetta var. Það var ekki fyrr en ég kom og sá þig, þá kom sjokkið. Þetta var mánudaginn 14. apríl og síðan hafa dagarnir verið eins og í svefni og mér finnst eins og ég eigi ennþá eftir að vakna. Örn var einstakur bróðir. Á spít- alanum sá ég í augunum hans eitt- hvað sem ég hafði aldrei séð áður og áttaði mig á því að augun hans höfðu alltaf verið glaðleg. Hann var alltaf brosandi og með glaðlegt yf- irbragð. Þegar ég lít til baka finnst mér að Örn hafi átt mjög gott ár með vinum og fjölskyldu. Í byrjun apríl fór hann með vin- um sínum í Lunch-fótboltafélaginu til Berlínar að spila fótbolta sem honum þótti nú ekki leiðinlegt. Hann talaði um þessa ferð með mik- illi gleði og ánægju. Þar á undan hafði hann verið með eiginkonu sinni og dóttur á Spáni í vikutíma og áttu þau frábærar stundir saman. Ég var einnig heppin að fá að vera með honum og Esther síðast- liðið sumar á Spáni og áttum við þá frábærar stundir saman. Síðast en ekki síst var það ferðin þegar þeir bræður fóru með konum sínum til Liverpool fyrir ári síðan til að horfa á fótboltaleik og skoða Bítlaslóðir. Það var mjög góð ferð. Örn hefur alltaf verið aktífur maður og það er hægt að telja endalaust upp það sem hann hefur tekið sér fyrir hend- ur en ég læt þessi brot frá síðasta ári nægja. Þegar ég hugsa um Örn bróður koma ætíð skemmtilegar minningar upp í hugann sem hægt er að brosa og hlæja að. Með fráfalli hans er því mikið skarð höggvið sem erfitt verður að fylla í. Það er erfitt að skilja forgangs- röðina uppi í himnaríki og það er vonandi mikil ástæða fyrir því að Örn er tekinn frá fjölskyldu sinni, konu, börnum og barnabörnum og aldraðri móður. Guð verði með þeim og styrki þau í sorg sinni. Guðrún Björg. Örn Guðmundsson föðurbóðir minn er látinn. Veikindi Arnar voru stutt en nógu löng til þess að hans nánasta fólk gat verið hjá honum, veitt styrk, þakkað fyrir samveruna og kvatt hann. Ég hændist snemma í æsku að frænda mínum. Hann hafði skemmtilega og þægilega nærveru og var alltaf svo glaðlegur. Það er auðvelt að lýsa kostum þessa góða manns en þeim verður kannski best lýst út frá störfum hans fyrir Knatt- spyrnufélagið Víking. Þar var hann leikmaður í knattspyrnu á sínum yngri árum og spilaði fyrir meist- araflokk félagsins. Örn starfaði nær sleitulaust fyrir félagið til síns ótímabæra lokadags. Hann sinnti sínum störfum stórum sem smáum af mikilli alúð og fórnfýsi, hvort sem það var að sitja í stjórn, setja upp skilti fyrir leik eða skipuleggja skemmtanir. Viðurkenningar á heimili Arnar fyrir störf hans fyrir íþróttahreyf- inguna bera vott um að þar hafi ver- ið dugmikill maður á ferð og slíkir menn eins og frændi minn eru vand- fundnir og eru hornsteinar starf- semi íþróttafélaga í landinu. Upp- skar Örn fyrir störf sín mikinn og góðan vinahóp. Þessi stóri hópur af samferðamönnum Arnar var sam- ankominn til fagna vini sínum á sex- tugsafmælinu fyrir rétt tæpu ári. Það var dásamlegt að fylgjast með frænda mínum á þessum tímamót- um, stráksglampinn í augum hans duldist engum. Ég á eftir að sakna þín kæri frændi. Esther og Helena, Arnar, Svava og börn, ég votta ykk- ur samúð mína. Megi minningin um góðan mann sefa sorg ykkar. Þröstur Helgason. Æskufélagi og vinur til ríflega hálfrar aldar er látinn. Við Örn Guð- mundsson eða Össi eins og hann var jafnan kallaður ólumst upp í Bú- staðahverfinu, vorum sessunautar í skóla og brölluðum saman flest eft- irminnilegustu brek bernskunnar þar um slóðir. Ég kom því oft heim til hans í Hólmgarð 27. Þangað var gott að koma, foreldrar hans þau Guðmundur og Emilía tóku ætíð vel á móti ungviðinu og í minningunni ríkti alltaf einhver innri ró og festa á því ágæta heimili. Við kynntumst konum okkar um líkt leyti, hann Ester og ég Ingu og saman höfum við og fjölskyldur okk- ar átt margar ánægju- og gleði- stundir. Öll þessi ár tengjast veru okkar í knattspyrnufélaginu Víkingi en Össi var að öðrum ólöstuðum ein- hver dyggasti Víkingur sem það fé- lag hefur alið og ég er ekki í vafa um að þáttur íþróttafélaga í uppeldi barna og unglinga sé afar mikilvæg- ur. Þar myndast kunningja- og vin- áttutengsl sem halda svo lengi sem lifir. Össi var ötull keppnismaður og stundaði íþróttir fram á síðasta dag bæði knattspyrnu og golf. Hann var í framúrskarandi líkamlegu formi. Því kom ótímabært andlát hans öllum að óvörum. Hann var og glaðsinna maður, með góðan húmor. Ekki er úr vegi að láta fljóta með eina ágæta sögu, þá er hann og ónefndur vinur okkar beggja komu heim til þess síðar- nefnda klukkan tíu að morgni dags eftir líflegt næturteiti. Frúin var heldur þurr á manninn þegar vin- irnir birtust en þá sagði Össi með hægð: En vina mín, við komum nú alltaf snemma heim! Bóngóður var hann og hjálpsamur, ávallt vel tekið í að sjá um skattframtöl okkar vin- anna sem vorum hvað þjakaðastir af bókhaldsfóbíunni, en þá fötlun nefndum við okkar á milli „Indriða- heilkennið“ sem hellist yfir margan manninn ár hvert. Örn var heilsteyptur og lagði aldr- ei illt til nokkurs manns. Hann var mesta félagsvera sem ég hef kynnst um dagana áhugi og elja hans við að rækta mannlífsflóruna var aðdáun- arverð.Ekki hef ég hugmynd um hversu mörg félög nutu krafta hans en sem dæmi um hve víða var við komið þá frétti ég að hann væri for- maður í makafélagi samstarfskvenna konu sinnar. Það mun vafalítið dofna yfir starfinu í mörgum þeirra félaga sem hann lagði lið. Það er margs að minnast og margt að þakka. Þær eru allar góðar minn- ingarnar sem tengjast þessum burt- gengna bróður. Við hjónin sendum öllu hans fólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk í sorginni og til að gleyma aldrei gleðinni sem við deildum með honum Inga og Gísli. Ég vil í nokkrum orðum kveðja góðan félaga. Örn Guðmundsson hitti ég fyrst á Melavellinum gamla góða á sjöunda áratugnum en hann var þá miðframvörður í mfl.Víkings. Góð kynni voru á milli leikmanna liða á þessum árum og ósjaldan létu menn til sín taka í Glaumbæ sem þá var skemmtistaða vinsælastur. Örn var traustur í vörninni en ekki síður traustur vinur vina sinna. Jafn- vel á meðan hann var enn leikmaður var Örn farinn að sinna stjórnar- störfum hjá sínu ástkæra félagi. Við Örn vorum sammála um að 11. maí væri með merkilegri dögum þar sem mitt félag, Valur, og Örn áttu þenn- an sameiginlega afmælisdag. Í sex- tugsafmæli Arnar á síðasta ári sást vel hvaða hug samferðamenn hans báru til hans og var hann þar sæmd- ur heiðursmerkjum fyrir áratuga öt- ult starf innan knattspyrnuhreyfing- arinnar. Fyrir aðeins tveimur vikum fór Örn glaðbeittur til keppni með félögum sínum í Lunch Utd. til Berl- ínar. Það var skemmtilegt að upplifa með honum tilhlökkunina og ánægj- una með ferðina við heimkomuna. Myndin af þeim félögum glaðbeittum í hefðbundinni liðsuppstillingu hefur nú sérstaka merkingu. Örn var ákaflega umtalsgóður maður, hann talaði varlega um vand- meðfarin umtalsefni og leitaði eftir því jákvæða í fari manna. Hann var kurteis maður og það var alltaf gott að vita af honum. Örn vildi vera þar sem glaðværð ríkti og eftirminnileg er ferð með KSÍ klúbbfélögum til Glasgow á landsleik við Skota. Upp- hitunin í ferjunni á ánni Clyde er eft- irminnileg og til stendur að endur- taka það á næsta ári, viss er ég um að Örn verður með okkur í anda í þeirri ferð. Víkingur hefur misst einn sinna bestu manna en missir Estherar, Arnars, Helenar og fjöl- skyldu er sárastur. Þeim og fjölda vina sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Kveðja, Halldór Einarsson. Dimmir hafa verið síðustu dagar við skyndilegt og ótímabært fráfall Arnar Guðmundssonar viðskipta- fræðings og fyrrum eins glæsileg- asta knattspyrnumanns Reykvíkinga á sjötta og sjöunda átatug síðustu aldar. Þessir dagar áttu að verða gleðidagar, en knattspyrnufélagið hans, Víkingur, er einmitt 100 ára um þessar mundir. Segja má, að Örn og Knattspyrnu- félagið Víkingur hafi átt samleið, sem aldrei bar skugga á í liðuga hálfa öld. Hann var lífið og sálin um sína tíð í þessu litla en merka sam- félagi fólks á öllum aldri í austur- bænum og áður í miðbæ Reykjavík- ur. Sem knattspyrnuvarnarmaður hafði hann frjálsari hugsun um eðli og gang leiksins en almennt gerðist, en átti það jafnframt til, þegar minnst varði, að geysast fram völlinn og skora mörk á ögurstundum. Fjöl- miðlar þeirrar tíðar notuðu ný og áð- ur óþekkt lýsingarorð, þegar fjallað var um frammistöðu hans á vellinum við hin ýmsu tækifæri. Hann var kletturinn sem sjaldan brást. Hann innleiddi nýja útskýringu á hugtak- inu að tapa knattspyrnuleik. Það var ungum mönnum, félögum hans inni á vellinum, hollt og hefur fylgt þeim út í lífið æ síðan. Oft er því haldið fram á hátíðis- og tyllidögum, að knatt- spyrna sé eins og lífið sjálft. Þar sé ekkert réttlæti til. Það á svo sann- arlega við á stund sem þessari. Sá sem hér stýrir penna fylgdi Erni ekki aðeins inn á völlinn í fót- boltanum í Víking í öllum flokkum heldur vorum við líka samskipa meira og minna allt skólakerfið. Örn var traustur námsmaður alla tíð og lauk öllum sínum prófum á réttum tíma. Minnisstæðastur verður hann okkur, skólafélögunum úr 6-B í MR frá árinu 1969, fyrir það, hve skap- höfnin var alltaf ljúf og gott var að leita til hans, þegar eitthvað vantaði upp á latínu- og þýskuglósurnar, sem svo oft bar við. Öllu var hag- anlega fyrir komið og til reiðu hald- ið. Hann var mikill áhugamaður um sögu og lagði sig eftir henni, enda var einkunn hans í greininni hjá Bergsteini Jónssyni sögukennara á stúdentsprófi í samræmi við það. Örn er þriðji í röðinni til að falla frá á besta aldri úr þessum eftirminni- lega strákabekk. Örn lauk kandí- datsprófi úr þjóðhagskjarna við- skipta- og hagfræðideildar HÍ árið 1973. Þaðan lá leiðin til náms og starfa í kerfisfræði hjá IBM í Am- eríku til ársins 1977. Örn varð í kjöl- farið einhver mesti sérfræðingur landsins við hvers konar innleiðingu og rekstur upplýsinga- og bókhalds- kerfa samtímans og sem kollegi var sem fyrr gott að leita til hans með hvers konar leiðsögn og ráðgjöf. Fyrir það skal sérstaklega þakkað á útfarardegi hans. Örn var mikill gæfumaður í einka- lífi sínu. Hann kvæntist ágætri konu, Esther Sigurðardóttur, árið 1969. Þau voru einkar samhent hjón. Örn sagði oft frá því, að árið 1969 hefði verið mikið örlaga- og gleðiár í sínu lífi. Hann hefði kvænst, lokið stúd- entsprófi, verið formaður knatt- Örn Guðmundsson Nærvera ljóssins orkar meir en myrkrið sem fylgir – eins er um lífið og ljóma daganna. Svo er farið með suma kunningja að þeir verða að vinum. Þannig var um þig; góðan fótboltafélaga til margra ára. Ég sendi á þig, þótt síðar verði. Sigmundur Ernir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.