Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist í Dalskoti undir Eyja- fjöllum 24. júlí 1912 . Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðleif Guð- mundsdóttir, f. 1875, d. 1967, og Sveinn Sveinsson, f. 1873, d. 1930. Árið 1923 fluttist fjöl- skylda Guðrúnar að Stóru-Mörk í sömu sveit þar sem hún ólst upp. Systk- ini Guðrúnar voru níu, fædd á ár- unum 1900-1921. Sjö komust til fullorðinsára. Öll eru þau látin. 29. desember 1945 giftist Guð- rún, Þorsteini Ketilssyni frá Fossi í Hrunamannahreppi, f. 1914, d. 2007. Börn þeirra eru: 1) Leifur, f. 1949, maki Sigríður S. Friðgeirs- dóttir, f. 1952, börn þeirra eru Steinunn, f. 1979, sambýlismaður Hjörtur Torfi Halldórsson, f. 1985 og Eymundur, f. 1985, 2) Sturla, f. 1951, maki Ingi- björg Haraldsdóttir, f. 1953, börn þeirra eru, Andri Þór, f. 1984, Guðrún Arna, f. 1987 og Baldvin, f. 1989 3) Áshildur, f. 1952, maki Lúðvík Friðriksson, f. 1952, börn þeirra eru Kristín Guðrún, f. 1980, Anna Sigga, f. 1983 og Þorsteinn, f. 1987. Á sínum yngri ár- um var Guðrún kaupakona á sveitabæjum víða um land, m.a. á Barkastöðum í Fljótshlíð, á Núpi í Axarfirði og á Hvanneyri í Borgarfirði. Eftir að börn hennar komust á legg fór hún að vinna utan heimilis, í fyrstu við skúringar en síðan í Þvottahúsinu Eimi þar sem hún starfaði þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Tengdamóðir mín Guðrún Sveinsdóttir er látin á 96. aldursári. Síðustu mánuðir og misseri voru Guðrúnu erfiðir. Þrátt fyrir það kvaddi hún þessa veröld sátt við Guð og menn. Sonur hennar segir stundum við mig að ef hann geti lit- ið til baka yfir sitt lífshlaup á ævi- kvöldinu á sama hátt og honum finnst að foreldrar sínir hafi metið sitt líf þá gangi hann óhræddur inn í framtíðina. Þegar Leifur kynnti mig fyrst fyrir foreldrum sínum mætti mér hlýlegt viðmót. Frá fyrstu stundu sýndi Guðrún mér tillitssemi og áhuga. Þetta var í takt við það sem Guðrún gaf syni sínum í veganesti og segir meir um hana en þá sem hér heldur á penna. „Leifur, ég skora á þig að fara ekki illa með þessa stúlku, það tala allir vel um hana.“ Þetta hefur hann sagt mér að mamma sín hafi sagt við sig stuttu eftir að við fórum að stinga saman nefjum. Eitthvað hefur hún séð lengra en nef hennar náði því við höfum verið undir sama þaki í næstum 35 ár. Þegar Guðrún og Þorsteinn hófu búskap í Sogamýrinni nálægt miðjum fimmta áratugnum var ekki mikið til skiptanna. Hverri krónu þurfti að velta fyrir sér. Á þessum árum var það næsta fátítt að konur ynnu utan heimilis. Það kom því í hlut Guðrúnar að ala önn fyrir börnunum. Henni var nýtni og nægjusemi í blóð borin, sagði eitt sinn að sig hefði aldrei skort neitt. Nóg á sá sér nægja lætur. Hluti af þessu var örugglega gagnkvæmt traust sem alla tíð ríkti á milli hennar og Þorsteins. Hún stoppaði og stagaði því ekki gekk Þorsteinn til starfa með hvítan flibba. Nánasta umhverfi Guðrúnar voru nágrannarnir í Sogamýrinni sem bjuggu við misjafnar aðstæður. Guðrúnu var í blóð borið að rétta hönd bæði í orði og á borði. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá. Fljótlega eftir að við Leifur tók- um saman lá okkar leið til náms og starfa í Noregi. Þeir sem best þekkja muna vel að okkar tilvera var þeim árum ekki alltaf dans á rósum. Þá var gott að finna hennar sterku bænir og hlýhug í minn garð. Guðrún var trúuð kona sem treysti Guði sínum fyrir sjálfri sér og sínum. Steinunn okkar fæddist á þessum árum. Það sýndi sig fljótt að sterkur svipur var milli Guð- rúnar og barnsins okkar. Stúlkan sú verður greinilega að standa sig. Þegar við Leifur komum heim frá Noregi eftir sex ára námsdvöl var starfsævi Guðrúnar og Þorsteins um það bil að ljúka. Enn áttu þau mörg góð ár eftir. Þar nutum við góðs af því þegar þurfti að fá ein- hvern til sitja hjá börnunum kvöld- stund eða hluta úr degi voru þau fljót að bregðast við. Þorsteinn var einstaklega barngóður maður. Líf Guðrúnar var ekki flókið en það einkenndist af samviskusemi og dugnaði, henni féll aldrei verk úr hendi. Hún naut þess að vera í hópi góðra vina og var þar hrókur alls fagnaðar. Síðustu æviárin dvöldu þau Guðrún og Þorsteinn á Hrafn- istu í Reykjavík. Meðan heilsa og kraftar entust studdu þau hvort annað rétt eins og þau höfðu gert í gegnum allt lífið. Elsku Guðrún, það var sérstök gæfa að fá að ganga með þér í næstum 35 ár. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum börnum Sigríður S. Friðgeirsdóttir. Tengdamóðir mín, Guðrún Sveinsdóttir, er látin eftir langa dvöl á hjúkrunarheimili. Þegar við dóttir hennar fórum að draga okkur saman bjuggu þau á Sogavegi 160 en Guðrún og Þor- steinn bjuggu á Sogaveginum í meira en 40 ár fyrst á Sogavegi 154 og síðar á Sogavegi 160. Tengdafor- eldrar mínir voru nokkuð eldri en foreldrar jafnaldra okkar. Við fund- um ekki fyrir aldursmuninum því þau Guðrún og Þorsteinn voru allt- af ung í anda. Segja má að það hafi verið mikil gæfa fyrir börnin okkar að þau fóru á eftirlaun þegar börnin voru ung því alltaf áttu börnin at- hvarf hjá afa og ömmu á Sogaveg- inum og síðar í Hæðargarðinum. Guðrún setti uppeldishlutverkið í forgang, fyrst með eigin börn og svo með barnabörnin. Þau mynduðu öll sterk tengsl og öll barnabörn Guðrúnar minnast góðu tímanna með ömmu sinni. Það var alltaf stutt í glettnina hjá Guðrúnu og sér- staklega barnabörnin hennar minn- ast hnyttinna tilsvara ömmu sinnar. Guðrún fæddist og ólst upp í Eyjafjallasveit. Foreldrar hennar og síðar bræður hennar bjuggu í Stórumörk undir Eyjafjöllum. Guð- rún ræktaði vel samband við heima- sveit sína og leit alltaf á sig sem Ey- felling. Við fórum á hverju sumri sumarferðalag og þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum í Eyjafjalla- sveitina. Ég þakka Guðrúnu fyrir ánægju- legar samverustundir og einstök kynni. Lúðvík Friðriksson. Fimmtudaginn 10. apríl kvaddi amma okkar, Guðrún Sveinsdóttir, þennan heim eftir tæplega 96 ár. Við þekktum ömmu ekki í blóma lífsins en getum ímyndað okkur að þar hafi verið á ferð röggsöm og klár kona. Það var alltaf gott að koma í Hæðargarðinn til ömmu og afa og fá „White spritt“ (sprite) og eitthvað gott í gogginn hjá ömmu. Okkur fannst skemmtilegast þegar hún sagði okkur sögur úr sveitinni. Frá sveitböllunum, löngum göngum til þess að komast í skóla þessa fáu daga á ári sem þá voru í boði og skyldunum sem hún þurfti að gegna, til dæmis að prjóna einn vettling á dag áður en hún fékk að fara út. Einhvern tímann spurðum við hana af hverju í ósköpunum hún hefði ekki farið á hesti þessar löngu leiðir. Hún svaraði um hæl að þá hefði ekki mátt nota. Ég, Guðrún Arna, gerði margar tilraunir til þess að fá að kenna Gunnu ömmu ólsen ólsen. En það vildi hún ekki læra, sagðist vera orðin alltof gömul til þess að læra eitthvað nýtt og vildi bara spila sín gömlu spil. Að endingu var amma orðin slöpp og hún hefur örugglega verið hvíld- inni fegin. Nú er hún komin til afa Steina sem lést í fyrra og eru þar efalaust fagnaðarfundir. Berðu kveðju, elsku amma afa Steina til. Við hér munum veginn þramma víst um árabil. En þegar bjátar eitthvað á eða’ er mér í vil. Hér með sver og heiti’ að þá ég hugsa mun þín til. Svo seinna aftur sjáumst við þá sæl og glöð á ný. En til þess dags við himnahlið oss huggar minning hlý. Við kveðjum nú elsku ömmu Gunnu, vitandi að henni líður vel. Vonandi, amma, gerum við þig stolta þaðan sem þú fylgist með. Þangað til næst. Andri Þór, Guðrún Arna og Baldvin. Elsku amma okkar Þó svo að síðustu árin þín hafi ekki verið þau bestu þá eigum við systkinin yndislegar minningar um þig. Fyrstu minningarnar voru þegar Þorsteinn bróðir var veikur og við systurnar komum til þín á morgn- ana og vorum hjá þér og afa Steina fram eftir degi. Þú varst ekki mikill morgunhani og var oftast kúrt fram eftir morgni. Við systkinin vorum alltaf heimakær og var lykillinn allt- af á sínum stað undir mottunni. Eitt af þínum helstu áhugamálum var að spila á spil enda líka kenndir þú okkur líklega flest öll spil sem við kunnum í dag. Þú varst einnig mikil prjónakona og prjónaðir ávallt fyrir framan sjónvarpið. Og man Kristín systir eftir því þegar b-úrslit heims- meistaramótsins í handbolta voru í kringum árin 86-88 þá sast þú föst við sjónvarpið og voru þá allnokkrir sokkar prjónaðir. Og hver gleymir rommkúlunum sem þú aldrei tímdir að henda og ferðuðust með þér frá Sogaveginum og voru búnar að vera þar í allmörg ár og fluttust með þér í Hæðargarð og svo að lokum hentum við þeim þegar þú fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Þú og afi áttuð langa ævi og nú hafið þið verið sameinuð á ný. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Anna Sigga, Kristín og Þorsteinn. Guðrún Sveinsdóttir, föðursystur okkar, er síðust til að kveðja af systkinunum frá Stóru- Mörk. Þeg- ar ellikerling fór að taka völdin í hugarfylgsnum minnisins þekkti hún okkur lengi vel þegar við sögð- umst vera stelpurnar hans Sigga bróður hennar. Ein af okkar skýrustu og bestu æskuminningum er tengd samveru- stundum með Gunnu, Steina og börnum þeirra á jóladag og annan dag jóla. Þessa hátíðisdaga hittumst við sem sagt tvo daga í röð, drukk- um súkkulaði, borðuðum rjómatert- ur, spiluðum vist og horfðum á 8 mm bíómyndir sem Leifur frændi hafði tekið. Svo var hangikjöt með öllu tilheyrandi og að því loknu var aftur farið að spila. Gunna og Steini áttu heima í Sogamýrinni og það þótti dágott ferðalag úr vesturbæ Reykjavíkur í þá daga. Á heimili okkar systra var aldrei til bíll. Það kom því í hlut Steina og seinna strákanna að ná í gestina og koma þeim aftur til síns heima eftir að hafa notið veitinga og væntum- þykju húsmóðurinnar. Systkinin frá Stóru- Mörk báru sterkar taugar til átthaganna. Sú taug hefur skilað sér til barna og barnabarna. Stórfjölskyldan hefur farið saman í nokkrar ferðir. Á kveðjustund minnumst við sérstak- lega sumarsins 1989 þegar við systkinabörnin, makar og afkom- endur gengum frá Landmannalaug- um í Þórsmörk með Leif í broddi fylkingar. Þessi ferð okkar er eins og gim- steinn í minningunni, ekki síst vegna þess að elsta og yngsta kyn- slóðin tók á móti hópnum þegar hann kom í Mörkina. Þar fóru fremst í flokki systkinin frá Mörk, Guðrún og Sigurður. Við fengum að njóta frásagnar þeirra en þau voru með öll kennileiti á hreinu. Guðrún föðursystir okkar var kona með stórt hjarta og við erum þakklátar fyrir að hafa átt þar stað. Hún fylgdist með okkur og öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi. Kæra frænka, við þökkum þér samfylgdina og allar góðu samveru- stundirnar og hugsum með hlýhug til barna þinna og fjölskyldna. Með ósk um fararheill inn í eilífð- arlandið. Hrafnhildur Björk, Guðleif og Soffía Steinunn. Guðrún Sveinsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN LÁRUS GUÐJÓNSSON, Réttarheiði 2, Hveragerði, sem lést föstudaginn 18. apríl, verður jarðsunginn mánudaginn 28. apríl frá Garðakirkju í Garðabæ kl. 15.00. Halla E. Stefánsdóttir, Börkur B. Baldvinsson, Matthildur Sigurjónsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson, Ingunn L. Guðmundsdóttir, Katrín K. Baldvinsdóttir, Sigurbjartur Á. Guðmundsson, Þorsteinn V. Baldvinsson, Sigríður Björnsdóttir, Kristján G. Gunnarsson, Guðrún A. Jóhannsdóttir, Gunnur K. Gunnarsdóttir, Hlynur Þorsteinsson, Björk K. Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEINUNN JÓSEFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Deildartúni 5, andaðist þriðjudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Adda Ingvarsdóttir, Viðar Karlsson, Elsa Ingvarsdóttir, Böðvar Jóhannesson, Ellert Ingvarsson, Svanhildur Kristjánsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓNAS AÐALSTEINSSON, Brúarlandi, Þistilfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, laugardaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði, laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Arnþrúður Margrét Jónasdóttir, Sigurvin Hannibalsson, Eðvarð Jónasson, Kristjana Benediktsdóttir, Jóhannes Jónasson, Svanhvít Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Jónasdóttir, Rúnar Guðmundsson, Sólveig Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LUKKA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Höfðavegi 5, áður Vallanesi, Höfn í Hornafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þriðjudaginn 22. apríl. Útförin verður gerð frá Hafnarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Sigurður Eymundsson, Olga Óla Bjarnadóttir, Anna Margrét Eymundsdóttir, Guðjón Davíðsson, Agnes Eymundsdóttir, Grétar Geir Guðmundsson, Eygló Eymundsdóttir, Jakob Ólason, Albert Eymundsson, Ásta Ásgeirsdóttir, Ragnar Hilmar Eymundsson, Rannveig Sverrisdóttir, Brynjar Eymundsson, Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir, Benedikt Þór Eymundsson, Halldóra Eymundsdóttir, Óðinn Eymundsson, Elísabet Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.