Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 30

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna KristínRagnarsdóttir (Hanna Stína) hár- greiðslumeistari fæddist í Neskaup- stað 3. febrúar 1961. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristín Lund- berg, f. í Neskaup- stað 31. janúar 1930, og Ragnar Á. Sigurðsson, f. í Nes- kaupstað 27. janúar 1930, d. 29. apríl 1988. Systkini Hönnu Stínu eru Sigurður Rúnar, sókn- arprestur í Neskaupstað, f. 1951, kvæntur Ragnheiði Hall, þau eiga þrjú börn, Sigurborg, grunnskóla- kennari í Reykjavík, f. 1956, hún á einn son, og Kristrún, leik- skólastjóri á Sauðárkróki, f. 1959, gift Snorra Styrkárssyni, þau eiga þrjú börn. Hanna Stína giftist 29.7. 1989 Hjálmari Kristinssyni, f. 13.2. 1957. Foreldrar hans eru Hedda Louise Gandil, f. 17.8. 1933, d. 5.6. 1974, og Kristinn J. Sigurðsson, f. 22.7. 1928, kvæntur Eddu M. Hall- dórsdóttur, f. 18.1.1944. Börn Hönnu Stínu og Hjálmars eru: Hjalti margmiðlunarfræðingur, f. 11.5. 1984, og Helga nemi við Ger- lev Idræthojskole í Danmörku f. 28.10. 1988. Hanna Stína ólst upp í Neskaup- stað. Hún fór 16 ára að aldri til Hafnarfirði, þar sem hún upp- haflega hóf starfsferilinn. Fyrir þremur árum tók hún hins vegar nýja stefnu, hætti störfum sem hárgreiðslumeistari og hóf nám við Fjöltækniskólann í Reykjavík á viðskipta- og rekstrarsviði. Var hún við það nám þegar hún lést ásamt því að starfa sem sölumað- ur hjá heildversluninni Ariu. Hanna Stína hafði mikinn metn- að í sínu fagi og sótti ótal nám- skeið og sýningar bæði hér heima og erlendis. Hún vildi ávallt fylgj- ast með og tileinka sér það nýjasta í hártískunni á hverjum tíma. Var hún m.a. meðlimur Intercoffiure, alþjóðasamtaka hársnyrtifólks, á árunum 2002-2005. Hún hafði mikinn áhuga á förð- un og fór því í nám í kvikmynda- og leikhúsförðun hjá Makeup for- ever skole í Odense í Danmörku árið 1992. Hún elskaði leikhús og kvikmyndagerð og lék sem auka- leikari í nokkrum íslenskum bíó- myndum og auglýsingum. Hanna Stína var alla tíð mikil félagsvera og mannvinur og naut sín best innan um fólk. Hún var vinamörg og var ávallt til staðar, sannur vinur vina sinna. Hanna unni heimili sínu og elskaði að fá fólk í heimsókn. Þá var alltaf stutt í húmorinn og brosið sem ein- kenndi svo mjög hennar karakter. Hún var einnig afar stolt af skyld- mennum sínum og lagði rækt við frændfólkið, ,,Lundbergana“. Hanna Stína var mikið fyrir úti- vist og stundaði sund og göngur auk þess sem þau hjónin voru fé- lagar í Ferðafélagi fjarðamanna, Fjarðabyggð, og fóru í göngur um austfirsk fjöll á hverju ári. Hanna Stína verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Danmerkur í Lýðhá- skólann Ego á Jót- landi og var þar um sex mánaða skeið. Eftir skólann fékkst hún við ýmis störf, aðallega í Kaup- mannahöfn og var búsett í Danmörku í alls 2 ár. Eftir að hún kom heim frá Danmörku kynntist hún Hjálmari og hófu þau búskap ár- ið 1979 í Hafnarfirði. Hanna hóf nám í Flensborgarskóla haustið 1979 til undirbúnings námi í hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík. Haust- ið 1981 hóf hún nám í hárgreiðslu á hárgreiðslustofunni Carmen í Hafnarfirði og lauk prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1985 og meistaraprófi í hárgreiðsluiðn árið 1992. Að námi loknu árið 1986 fluttist fjölskyldan austur í Neskaupstað þar sem Hanna Stína rak sína eig- in hárgreiðslustofu um 16 ára skeið. Fjölskyldan flutti síðan á Egilsstaði árið 1998 þar sem Hanna Stína rak hárgreiðslustofu um 2ja ára skeið, ásamt hár- greiðslustofu Hönnu Stínu í Nes- kaupstað fyrra árið sem þau bjuggu á Egilsstöðum. Eftir það lá leiðin aftur til Hafnarfjarðar. Hanna Stína starfaði um tíma á hárgreiðslustofunni Kristu í Kringlunni en flutti sig um set og fór aftur að vinna á Carmen í Elsku Hanna mín. Það er svo erfitt að hugsa sér lífið án þín. Við vorum búin að vera saman í 30 ár, yndisleg ár full af gleði og hamingju. En nú hefur þú fengið hvíldina frá þessum skæða sjúkdómi sem svo erfitt er að ráða við. Það voru í raun ömmur okkar sem tengdu okkur saman, því amma mín hafði skrifað ömmu þinni bréf, sem ég þekkti ekki þá, til að kanna hvort hægt væri að fá sumarvinnu á Norð- firði fyrir drenginn. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég sá þig fyrst. Þú varst aðstoð- arkokkur á togaranum Barðanum frá Neskaupstað árið 1977. Ég var háseti í afleysingum, hafði í raun aldrei áður komið um borð í togara . Þetta var minn örlagadagur. Það var mín stóra gæfa að hafa kynnst þér og þinni yndislegu fjöl- skyldu. Ég tók strax eftir því hvað Lundbergarnir voru samhentir og tengdir sterkum tryggðarböndum. Þó svo að þú færir til Danmerkur haustið 1977, þá vorum við alltaf í sambandi, skrifuðumst á og hittumst svo aftur á Norðfirði sumarið 1979. Það var mikil gleðistund. Við byrjuðum að búa haustið 1979 í íbúðinni hennar ömmu. Þetta var frá- bær tími. Þú fórst í Flensborg í und- irbúningsnám fyrir hárgreiðslunámið í Iðnskólanum í Reykjavík. Námið gekk vel enda elskaðir þú allt sem sneri að hárgreiðslu. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var hvað þú snerir upp á hárið þegar þú varst að tala eða hugsa. Ég man líka hvað við vorum lukkuleg þegar þú komst á samning hjá Helgu á Carmen, þeirri yndislegu konu sem reyndist okkur svo vel. Það var ekki hægt að hugsa sér betri meistara til að læra hjá. Á lokadaginn 11. maí 1984 fæddist Hjalti sonur okkar. Það var mikil hamingja að fá að vera viðstaddur fæðingu hans, stund sem aldrei gleymist. Þó okkur liði vel í bænum, þá togaði Norðfjörður í okkur. Við keyptum okkur gamla klipp- arahúsið að Hólsgötu 6, þar sem þú varst með hárgreiðslustofuna á neðri hæð. Þetta var gott hús með mikla sál. Þarna leið okkur vel innan um fullt af fólki, því við litum svo á að kúnnarnir þínir væru vinir okkar beggja. Heimili okkar var ávallt opið öllum. Þann 28. október 1988 fæddist svo Helga einkadóttir okkar. Það var ógleymanlegt að fá líka að vera við- staddur fæðingu hennar. Við fjölskyldan ferðuðumst mikið bæði hér innanlands og eins erlendis. Fórum til U.S.A., Bahamas, Noregs, Spánar, Bretlands, Danmerkur. Það er ómetanlegt að eiga vídeómyndir úr þessum ferðum til að endurupplifa stemninguna sem þar jafnan var. Við vorum samstiga í því að láta hvort okkar um sig njóta sinna hæfileika og áhugamála. Þetta skipti okkur miklu máli. Það var svo ótal margt sem við áttum eftir ógert. Þú varst svo listræn og flink í hönd- unum. Málaðir fallegar myndir sem unun er að horfa á. Þú elskaðir að fara í leikhús, á tónleika og koma að kvik- myndagerð. Þig dreymdi um að vinna á þessum vettvangi. Danmerkurárin mörkuðu djúp spor, þú elskaðir tungumálið, kúltúr- inn og landið. Í hvert sinn sem ein- hver átti afmæli sungum við ævinlega danska afmælissönginn. Þú varst heimsborgari í þér. Elsk- aðir að upplifa fjarlæga menningu. Elsku Hanna mín. Ég sakna þín svo mikið. Megi englar guðs vaka yfir þér. Minning þín mun ætíð lifa í brjósti mínu. Þinn, Hjálmar. Þann 11. maí 1984 var mér gefin mín dýrmætasta gjöf, sem ekkert annað fær snert. Ég tók minn fyrsta andardrátt, klippt var á naflastreng- inn og Jóhanna Kristín Ragnarsdóttir hafði gefið mér líf, vafalaust með sitt fallega bros á vör. Tæknilega var þetta, vitaskuld, tveggja manna gjöf sem kom út frá skrautlegri útilegu með vinaparinu Hadda og Guggu, en þau eignuðust tvíburabróður minn Ibba tveimur dögum á undan fæðingu minni svo þetta hefur vafalaust verið rómantísk ferð. Ég man að ég hafði oft velt fyrir mér þeirri staðreynd að ef ég myndi ná að lifa lengur en foreldrar mínir þá þyrfti ég augljóslega að horfa á eftir þeim. Eins og hjá öllum öðrum dýra- tegundum þá hverfur eldri kynslóðin fyrir þeirri nýju, sem lendir í þeim sömu aðstæðum og svo koll af kolli. Alheimurinn skuldar okkur enga huggun, engar útskýringar né loforð. Maður þarf einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd, fagna þeim ótrúlega ólíklega atburði sem er fæð- ing og tilvera og reyna að gera það besta úr þessu eina lífi sem við eign- umst. Ég er ekki í neinum vafa um að ef það er einhver manneskja sem náði að gera það þá var það hún mamma. Forfeður okkar voru hinsvegar ekki jafn lánsamir og við erum í dag en það er eitt tól sem hefur náð að umbreyta ekki bara lífsgæðum okkar heldur hækka og betrumbæta skiln- ing okkar á þessum dularfulla heimi sem við höfum fundið okkur í. Fyrir 100 þúsund árum voru lífslíkurnar hjá okkar dýrategund ekki nema um 25 ár, svo ég er einstaklega þakklátur nútíma vísindunum fyrir allan þann tíma sem ég fékk með mömmu og þá sérstaklega seinustu þrjú árin eftir aðgerðina. Ég hef svo margar góðar minning- ar um hana mömmu mína að af fullri auðmýkt get ég sagt að það voru mín forréttindi að hafa fengið að kynnast og verja tíma með þessari yndislegu manneskju, sem með sínum einstaka húmor og persónuleika átti alltof auð- velt með að fá mig til að brosa. Hvort sem það var að grípa mig á ganginum og neyða mig til að stíga með sér vals, syngja hástöfum í hárbursta með um- deildri söngrödd, hrækja á eftir mér til lukku þegar ég var að fara í próf eða að stelast árlega í páskaeggið mitt, vitandi það að ég gæti nú aldrei klárað það einn og þyrfti að fá smá hjálp. Sama hvað hún var að gera, þá var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Eins erfitt og það er að horfa á eftir jafn ljúfum persónuleika þá hefjum við öll núna nýjan kafla í okkar lífi og varðveitum allar bestu minningarnar frá þeim seinasta. Með söknuð í heila og þakklæti fyr- ir góðu stundirnar, Hjalti Hjálmarsson. Elsku mamma. Þú veist að það eru ekki til orð yfir það hversu mikið ég elskaði þig. Þú varst ein sú fyndnasta og skemmtilegasta mamma sem ég veit um og það geta allir tekið undir það með mér. Þú hafðir svo fallega dökkt hár og áttir alveg billjón fallega skó, svo marga að við komum þeim varla fyrir. Þú áttir nú heldur ekki bara venjulega, heldur líka marga úr gleri og kristöllum sem ég mun alltaf geyma. Þú varst líka alveg hrikalega for- vitin og bráðsnjöll, þú vissir alltaf hvaða stráka ég var að deita eða hver þessi og hinn var og svo varstu svo hrikalega forvitin að ég hló stundum að þér og þá hlógum við bara saman og gátum sagt hvor annari skemmti- legar sögur frá því sem við gerðum saman eða frá því þegar þú varst yngri eða ég. Einhvern veginn gátum við talað saman um allt. Við höfðum líka svo sameiginlegar skoðanir á öllu og höfðum alveg sama húmorinn fyrir öllu. Stundum fékkstu mig samt til þess að hlæja of mikið. Það var svo gaman að vera með þér. Við mæðgurnar höfðum líka svo gam- an af því að fara saman í búðir og versla, athuga með jólaskrautið fyrir jólin og baka saman. Pabbi og Hjalti máttu ekkert vera með í því, þetta var bara okkar! Svo mun ég aldrei gleyma því hvað þér fannst gaman að senda sms og fá sms og það var alltaf svo gaman að lesa sms frá þér, þú varst greinilega búin að kynna þér alla tækni í síman- um, því þegar þú varst að senda mér sms út til Danmerkur fékk ég alltaf hreyfikalla og kyssukalla og svo sætt sem þú skrifaðir og mikið lagt upp úr því. Svo var nú ekki leiðinlegt að fá bréf frá þér út, ég hljóp alltaf strax upp í herbergi, lokaði dyrunum og opnaði bréfið eins og lítil spennt stelpa að fá ástarbréf frá kærastanum úr hernum. Svo rosalega var þetta spennandi. Ég mun alltaf geyma þessi yndislegu bréf. Það var alveg ótrúlegt hvað þú þekktir mig manna best og vissir allt- af hvað ég var að hugsa eða hvernig þú ættir að koma mér til að hlæja ef ég var leið. Ógleymanleg er mæðgna- ferðin til Costa Del Sol 18. ágúst 2006. Þegar við stöllurnar fórum upp í Heimsferðir til Híu okkar og pöntuð- um okkur ferð út! Oooohh, svo spennó!! Við vorum svo ánægðar með þessa góðu ferð. Og Burger king ost- borgararnir okkar góðu. Ég hlæ alltaf þegar ég hugsa tilbaka til þessara góðu tíma.. Maagnúúús! Þetta var að- alsportið og einkahúmorinn allan tím- ann! Ég mun ekki gleyma því þegar þú settir appelsínubörk í munninn til að þykjast vera pabbi stráks sem ég var að hitta. Já þú varst sú besta mamma sem hægt var að eiga. Og mun ég fara í þín fótspor. Gera allt með minni dóttur í framtíðinni eins og þú gerðir með mér. Ég mun alltaf eiga fallegu minn- ingarnar um þig. Ég mun alltaf líta upp til þín eins og ég hef alltaf gert alla mína ævi. Þú ert sterkasta mann- eskja sem ég þekki, þú hefur sigrast á ýmsu og aldrei gefist upp. Þú ert hetj- an mín og mun ég alltaf hafa þig í hjartanu mínu dag sem nótt. Því þú ert mamma mín og ég mun alltaf verða litla Helga þín. Helga Hjálmarsdóttir. Þung er sorg þá hrammur slær, og þrautir margar vakna. En Guð er einn sem blíður blær, Hann blessar þá er sakna. Og Hans er von sem vitund blíð, sem verður skjól á hverri tíð, Hann finnur leið sem sættir stríð, sönn kærleiksvitund há og víð. Hann finnur leið til friðar nær, uns fyllir tómið minning skær. Krists mikla mildin tæra. Uns gatan verður aftur greið, sem gengin er í sárri neyð, er enginn einn á þeirri leið, þú átt hér Krist þinn kæra. Og Kristur veit um þjáning þín, hann vill þig styrkja og næra. En aftur verður vor á ný, ég veit og sáttur fagna því, að kærleik átt í Kristi. Hann gaf oss allt af sjálfum sér, og sjálfur fer á undan þér, þá leið sem öllum ætluð er, er dauðinn hramm sinn hristi. Það situr sorg í sálu mér, ég veit hve margur missti. (Sigurður Rúnar Ragnarsson.) Elsku systir og mágkona. Með sökn- uði og trega kveðjum við þig og þökk- um þér samfylgdina í blíðu og stríðu. Við biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu þína og styrkja og leiða Hjalla, Hjalta og Helgu á tímum skugga og sorgar. Guði séu þakkir sem gefur okkur sigurinn fyrir Jesúm Krist Drottin vorn. (1. Kor. 15.57) Sigurður Rúnar Ragnarsson og Ragnheiður Hall. Elsku frænka mín, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það allra skemmtilegasta sem mér fannst að gera þegar ég var yngri var að fara á Norðfjörð og síðar meir Egilsstaði og heimsækja Hönnu frænku mína. Það vakti mikla gleði hjá mér þegar mér var sagt að núna værum við að fara í heimsókn til þín og fjölskyldunnar. Það var svo gaman að hitta þig, þú varst alltaf svo hress. Svo fluttirðu í Hafnarfjörð og þá varstu flutt svo langt í burtu frá mér þar sem ég bjó á Eskifirði. Þá var ennþá skemmtilegra og meira spenn- andi að koma til þín. Ég man nú eftir einum öskudegi sem ég átti með ykkur Helgu. Þú mál- aðir okkur fínt og svo var haldið út að syngja. Þetta var svo gaman. Svo gleymi ég nú ekki óvissuferðinni sem þú undirbjóst fyrir okkur frænkurn- ar. Þetta var svo spennandi. Við Helga vissum ekkert hvert við værum að fara. Svo enduðum við uppi í sum- arbústað í þvílíku fjöri, allar saman í heitum potti og skemmtilegheit. Þú varst alltaf að gefa mér eitthvað flott af hárgreiðslustofunni þegar ég var yngri. Spennur og teygjur og fullt af flottu dóti. Það mátti sko enginn annar fá að nota það því það var frá Hönnu frænku. Ég kom alltaf reglulega til þín á sumrin og í vetrarfríum og var yfir langan tíma. Það var svo gaman. Það var líka svo gaman hjá okkur þegar við keyptum okkur ís og nammi og sátum uppi í sófa og horfðum á sjón- varpið og höfðum það notalegt og líka þegar þú sagðir mér svo mikið af fyndnum sögum af ykkur pabba þeg- ar þið voruð yngri, ég gat hlegið enda- laust. Ég get nú ekki annað en hlegið þegar ég hugsa til þess þegar ég, þú, Helga og Hjalli fórum í ísbíltúr á Eg- ilsstöðum og það var kónguló í bíln- um. Ég og Helga æstar aftur í, æp- andi eins hátt og við gátum: „Krabbakónguló, krabbakónguló.“ Þetta finnst mér alltaf jafnfyndið. Þetta eru tímar sem ég mun aldrei gleyma. Þakka þér fyrir alla þessa góðu tíma sem ég átti með þér, elsku Hanna mín, og megi guð vera með þér. Þín frænka, Karen Elfa. Hanna Stína frænka mín var ein- stök súperkonubomba. Hún var konan sem klippti toppinn eða stytti í Völu Flosa-klippinguna, leyfði manni að hoppa um í sófanum á Hólsgötunni og syngja „Stjáni saxó- fónn“ með græjurnar í botni, hún hló afskaplega mikið og svo var hún for- fallinn sælgætisfíkill sem fór alltaf ferð með okkur stelpurnar í lakkrís- gerðina til þess að kaupa 1 kg lakkrís sem við allar með Þiljuvallagenið svo- kallaða hökkuðum svo í okkur ásamt nokkrum túköllum úr Mackintos- hbauknum. Hanna var svo falleg. Hún hafði alltaf mikið dökkt hár, grannvaxin og í flottum fötum. Hún hafði smitandi sætt bros og rosalega fallegt hjarta. Í kringum Hönnu var þetta þægilega og skemmtilega andrúmsloft sem lað- aði og lokkaði fólk á öllum aldri, alls staðar að. Við systur litum alltaf upp til hár- greiðslukonunnar frænku okkar. Þeg- ar ég var lítil tók ég kisu gömlu einn daginn upp með annarri hendinni með skæri í hinni og „klippti veiðistang- irnar af kisu“ því ég vildi æfa mig að verða klippikona eins og Hanna frænka. Eftir að upp komst um veiði- háralausan köttinn tók Þóra af mér skærin og hefur hún fengið að hafa þau síðan þá. En við Hanna áttum þó eitt stór- merkilegt sameiginlegt þrátt fyrir að skærin hafi ekki gengið upp. Við vor- um nefnilega báðar dyggir aðdáendur Ástu Sigurðardóttur og skáldskapar hennar. Þegar ég var fyrir sunnan í mars stóð ég í ströngu við inntökupróf í Leiklistarskólann og flutti ég fyrir hana mónólóg úr sögunni „Í hvaða vagni“ sem ég hafði útbúið. Mikið af- skaplega var hún ánægð. Henni þótti afar vænt um að fá að sjá mig fara með texta í prófið eftir Ástu okkar. Svo þegar ég kom í seinasta skiptið á spítalann áður en ég fór aftur austur sagði hún: „Þetta er hún Kata mín, sama hvar ég verð á öllu landinu mun Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.