Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÞÁ ER ÉG BÚINN AÐ ÞVO ALLAN ÞVOTTINN! HVER EINASTA FLÍK HEFUR VERIÐ BROTIN SAMAN OG SETT UPP Í SKÁP ÆI... LÍFIÐ ER BÚIÐ ER KOMINN MORGUN? NEI, KLUKKAN ER BARA TÍU ÞAÐ ER FALLEGT AF ÞÉR AÐ SITJA HÉRNA HJÁ MÉR TIL ÞESS ERU VINIR... TÍU? ÞESSI NÓTT Á EFTIR AÐ ENDAST AÐ EILÍFU! ÉG Á ALDREI EFTIR AÐ LIFA ÞETTA AF! AF HVERJU ÞURFTI LÍSA AÐ GRAFA TEPPIÐ MITT? GAMLI, GÓÐI KALLI BJARNA MÉR Á ALDREI EFTIR AÐ TAKAST AÐ STELA BÍLNUM MÍNUM AFTUR AF MUMMA... FANTURINN ER Á STÆRÐ VIÐ VALTARA! HMM... FYRST ÉG GET EKKI SLEGIST VIÐ HANN ÞÁ ÆTTI ÉG KANNSKI AÐ REYNA AÐ TALA VIÐ HANN. KANNSKI TEKST MÉR AÐ LÁTA HANN SJÁ ÞETTA FRÁ MÍNU SJÓNARHORNI EF ÉG VERÐ HEPPINN ÞÁ ÁTTAR HANN SIG Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER RANGT AÐ STELA OG ÞAÐ SÆRIR FÓLK... SÍÐAN SKILAR HANN BARA BÍLNUM EN EF ÉG VERÐ ÓHEPPINN ÞÁ BREYTIR HANN ANDLITINU MÍNU Í EGGJAKÖKU ER FARIÐ AÐ HLÝNA HÉRNA ÚTI, EÐA ER ÞAÐ BARA ÉG? EF MAÐUR ÆTLAR AÐ VERJAST ÁRÁSUM FRÁ BRJÁL- UÐUM RÁNDÝRUM ÞÁ ER BEST AÐ ÞYKJAST VERA DAUÐUR SAMT EKKI ALLTAF ALLIR KRAKKARNIR ÚR ÁRGANGNUM MÍNUM Í GAGGÓ ÆTLA AÐ HITTAST OG ÆTLAR ÞÚ AÐ FARA? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... ÉG GET NÚ EKKI SAGT AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ BESTU ÁR LÍFS MÍNS EN ÞAÐ VÆRI SAMT ÁHUGAVERT AÐ SJÁ HVAÐ KRAKKARNIR ERU AÐ GERA NÚNA EF ÞAU FENGU KORTIÐ ÞÁ ERU ÞAU AÐ GERA ÞAÐ SAMA OG ÞÚ HVAÐ VILTU MÉR? ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á ÞÉR... ÉG ÆTLA AÐ NÁ KÓNGULÓARMANNINUM! HANN ER BÚINN AÐ NÁ HONUM EN HANN VEIT EKKI AF ÞVÍ dagbók|velvakandi Ómarktæk skoðanakönnun Í Fréttablaðinu fyrir skömmu var birt skoðanakönnun þar sem gang- andi vegfarendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir efnahags- bandalaginu. Mér finnst skoð- anakönnun af þessu tagi ekki vera marktæk, þar sem ég held að margir viti ekki alveg um hvað efnahags- bandalagið snýst. Það þarf að kynna fólki það betur svo það geti svarað því. Allt of lítið er talað um það hvað gerist ef við göngum í bandalagið en þá hafa 30 önnur ríki aðgang að fisk- inum okkar. Bæði breskir og skoskir sjómenn hafa varað við þeirri hættu. Sjáv- arþorp landsins munu þurrkast út og ekki standa þau vel fyrir. Engar undanþágur eru veittar við inn- göngu í bandalagið, eins og samfylk- ingarfólk vill meina. Í skoðanakönn- uninni kom fram að mikill meirihluti Íslendinga vildi ganga í bandalagið. En það þarf að skilgreina kosti og galla. Mér finnst að það ætti að gera skoðanakönnun um þetta þar sem spurt er um kosti og galla því þetta er margþætt mál. Ég skora á Gallup að koma með skoðanakönnun um þetta og spyrja um 4-5 kosti og galla og að ráða- menn skuli upplýsa þjóðina betur hvaða kostir og gallar það eru sem þetta hefur í för með sér. Fyrrverandi póstvarðstjóri á aðalpósthúsinu Reykjavík. Vilhjálmur K. Sigurðsson Varðandi Miðbæinn Mig langar að hrósa Ara Skúlasyni fyrir góða grein sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 17. apríl sl. þar sem hann fjallaði um þá sem vilja byggja upp miðbæinn. Hann er sá eini sem hefur tekið upp vörn fyrir þá sem vilja byggja upp miðbæinn. Ari Skúlason segir réttilega að þeir byggingarverktakar sem hafa viljað byggja upp Laugaveginn hafa allir dregið sig til baka vegna þrýstings frá borgaryfirvöldum um að vernda alla bárujárnskofa í miðbænum, sem þeir segja að hafi eitthvert menning- arlegt verðmæti. Það eru sjálfsagt einhverjir sem hafa það og þá ætti að flytja á Árbæjarsafnið. Loksins þegar stórir verktakar hafa keypt stóra reiti og vilja byggja þar ein- hvers konar verslunarmiðstöðvar, sem er eina lífsvon Laugarvegarins sem verslunarsvæðis, þurfa fulltrúar borgaryfirvalda að bregðast við þeim með afsökun um að einhverja af þessum bárujárnskofum megi ekki rífa vegna hugsanlegra menn- ingarverðmæta. Mér finnst þetta komið út í öfgar hjá yfirvöldum og hefta alla framtíð Laugarvegar og miðbæjarins sem verslunarsvæðis. Allur þessi fjöldi af bárujárnskofum sem hafa ekkert menningarlegt gildi eiga ekki að tefja fyrir uppbyggingu okkar aðalverslunargötu. Lesandi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VINKONURNAR Cheila t.v. og Hrefna raða vörum í innkaupapoka fyrir viðskiptavini Samkaupa. Í staðinn fá þær smápeninga, en féð ætla þær að nota til að styrkja börn í Níkaragva til náms. Morgunblaðið/Frikki Raðað í poka til styrktar bágstöddum FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Ís- landshreyfingarinnar: „Stjórn Íslandshreyfingarinnar lýsir yfir vonbrigðum með að á síð- ustu vikum hefur komið í ljós að engin innistæða var fyrir kosninga- loforðum Samfylkingar um stór- iðjuhlé þar til lokið yrði heildarrann- sóknum á náttúru landsins. Ákvæði sem lúta að þessu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hafa reynst mark- laus. Ekki bólar heldur á efndum á yfirlýsingum um lagabreytingar til að tryggja að löggjafarþingið ráði einhverju um meðferð og ráðstöfun á einstæðum náttúruverðmætum landsins. Fyrir kosningar var sagt að ákveðin trygging fælist í því að vald til veitinga virkjanaleyfa væri í höndum iðnaðarráðherra. Ekki verður annað séð en að þetta verði líka orðin tóm. Í þessum málum og fleiri lætur ríkisstjórnin reka á reið- anum.Margir hefðu eflaust ráð- stafað atkvæðum sínum öðruvísi í síðustu kosningum hefðu þeir vitað hve máttvana frammistaða ráða- manna yrði í þessum málum eftir kosningar.“ Kosningaloforð Samfylkingar um stjóriðjuhlé FRAMFARAFÉLAG Dalvíkur- byggðar mun standa fyrir málþingi um ræktarland og nýtingu þess á Rimum í Svarfaðardal laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Nú er vinna við aðalskipulag fyrir Dalvíkurbyggð á lokastigi og þar er verið að skilgreina landbúnaðarland og flokkun ræktarlands eftir gæð- um, með það fyrir augum að setja ákvæði um gott ræktarland. Um þessi mál á málþingið að snú- ast og munu frummælendur sem hafa sérþekkingu á þessu sviði koma og velta upp möguleikum og tæki- færum sem eru í stöðunni. Frummælendur á fundinum verða þau Ingvar Björnsson, jarðrækt- arráðunautur á Búgarði, Bjarni E. Guðlaugsson prófessor og Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur á Norðurlandi og starfsmaður á rann- sóknarsviði hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá. Einnig mun Kristján Hjart- arson á Tjörn kynna tillögu að flokkun ræktarlands í tengslum við vinnu við aðalskipulag Dalvík- urbyggðar, Svana Halldórsdóttir á Melum segir frá umræðum um rækt- arland á Búnaðarþingi og Karl Frið- riksson á Grund fjallar um árangur og reynslu svarfdælskra bænda af kornrækt undanfarin ár. Eftir framsöguerindin munu þátttakendur sitja í pallborði og svara spurningum gesta. Málþing um ræktarland og nýtingu þess

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.