Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Verri rekstrarskilyrði  Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir að mótmæli atvinnubíl- stjóra að undanförnu séu bundin við aðstæður bílstjóranna sem flestir séu einyrkjar. Þau endurspegli ekki stöðuna í þjóðfélaginu og séu ekki vísbending um að allt sé að fara úr böndunum. »Forsíða Varasjóður æskilegur  Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra taka vel í hug- myndir Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, um að stofnaður verði svokallaður þjóðarsjóður til að verja efnahags- lífið og hagstjórnina fyrir áföllum. »4 Ósannindi  Erla Björk Birgisdóttir, trún- aðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga á Landspítala í Fossvogi, segir það ósannindi að umræður um breyt- ingar á vaktafyrirkomulagi skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga hafi hafist fyrir fjórum árum. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Um svín og svínahirði Forystugreinar: Frískur tónn | Að þóknast Bandaríkjamönnum Ljósvaki: Meira útvarp, minna sjónv. UMRÆÐAN» Svanurinn tekur flugið Um ferjusiglingar yfir Breiðafjörð Tilefni til harðra lögregluaðgerða Forskot með fjölbreytileika Heitast 10 °C | Kaldast 1 °C  N 8-13 m/s á Vest- fjörðum og skúrir, fremur hægur vindur annars staðar og dálít- il væta sunnanlands. » 10 Eurobandið blæs á það að myndbandið við framlag þeirra til Evróvisjón sé sér- hannað fyrir sam- kynhneigða. »38 TÓNLIST» Myndband fyrir alla FÓLK» Búið að kjósa kynþokka- fyllstu konu heims. »37 Celestine og Sigur Rós eru ólíkar hljómsveitir en áhrif þeirra á tónleikagesti eru nauðalík. »40 TÓNLIST» Í svitakófi á tónleikum FÓLK» Liðugur og í góðu dansformi. »39 KVIKMYNDIR» Um það bil að lenda á Íslandi. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ráðist á lögregluþjón 2. „Gerðu þjóðini greiða …“ 3. Sturla: Ekki á okkar ábyrgð 4. Gáfu ekki lagalegar skýringar ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 7 2 Grill og ostur – ljúffengur kostur! Hvernig fer verðmyndun á mat- vælum fram? Þessi spurning vaknar þegar borið er saman verð á græn- meti annars vegar og kjöti hins veg- ar. Í Hagkaupum við Eiðistorg kost- aði kíló af nautalundum 4.264 krónur á mánudag. Þennan sama dag kostaði 75 gramma poki af klettasalati frá Hollu og góðu 375 krónur. Samkvæmt því kostar kíló af klettasalati 5.000 krónur. Til þess að framleiða kíló af nautakjöti þarf 17 kg af fóðri og 100 þúsund lítra af vatni. Klettakál vex nánast eins og arfi. Ef nautgripur væri fóðraður með klettakáli myndi skammturinn til að framleiða kíló af nautakjöti kosta 85 þúsund krónur. Ætla mætti að verðmyndun á mat- vöru væri í einhverju samhengi við umstangið og kostnaðinn við fram- leiðsluna. Hvað skyldi ráða verðlagi á klettasalati? | kbl@mbl.is Auratal Kjöt og kál Til að framleiða kíló af nautakjöti þarf 17 kíló af fóðri og 100.000 lítra af vatni. Nautakjöt 1 kg 4264 Klettasalat 1 kg 5000 ÓVENJULEGUR gestur heimsótti skipverja á Hákoni EA á þriðjudag þegar skipið var á leið heim til lands frá miðum við Færeyjar. Skraut- legur og gæfur herfugl hafði einhvern veginn villst á þessar slóðir, og fékk góðar móttökur hjá Guðna Rúnari Tómassyni, kokki á skipinu, sem tók fuglinn að sér. Að sögn Guðna Rúnars var fuglinn hinn hressasti og gaman að fuglinum enda fallegur, með skemmtilegar hreyfingar og ýfði kambinn þegar honum stóð ekki á sama: „Hann var ótrúlega spakur og settist á höfuðið á okkur þegar við slepptum honum lausum.“ Kom skipið að landi á Norðfirði í gær en skip- verjum tókst ekki að finna neinn sem vildi taka að sér fuglinn. Honum var því sleppt lausum og tók strax til við ormaleit. Að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar fuglafræð- ings er herfuglinn mjög sjaldgæfur flækingur og höfðu árið 2000 aðeins sést níu fuglar hér á landi, svo staðfest sé, sá fyrsti árið 1901. Fugl- inn á líklega eftir að spjara sig ágætlega í sum- ar en venjulega heldur tegundin sig á mun suð- lægari slóðum, næst okkur á Spáni og Frakklandi. Snotur og gæfur gestur  Herfugl fékk far með Hákoni EA  Mjög sjaldgæfur flækingur á Íslandi  Ýfir skrautlegan kambinn eftir skapi Herfugl Óvæntur gestur heimsótti skipverja. BÍLAR» Renault-samsteypan er þriðji stærsti bílasmiður heims BMW fetar troðnar slóðir Ekkert eftirlit með gæðum eldsneytis KEFLAVÍK fagnaði Íslandsmeist- aratitlinum í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær í ní- unda sinn í sögu félagsins eftir 98:74 sigur gegn Snæfelli úr Stykk- ishólmi. Keflavík vann rimmuna 3:0 og var þetta sjötti sigurleikur liðs- ins í röð í úrslitakeppninni. Gríð- arlegur fögnuður var í íþróttahús- inu í Keflavík í gær þegar Hannes Jónsson, formaður Körfu- knattleikssambands Íslands, af- henti Magnúsi Gunnarssyni, fyr- irliða Keflavíkur, Íslands- bikarinn. | Íþróttir Keflvíkingar meistarar í níunda sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.