Morgunblaðið - 07.05.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TVÆR konur fagna 100 ára afmæli sínu í dag.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir og Ragna S.G. Norð-
dahl fæddust báðar á þessum degi árið 1908 og
tilheyra því nú ört vaxandi hópi Íslendinga sem
eru 100 ára og eldri.
Skáldmælt hannyrðakona
Jóhanna fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í
Önundarfirði og bjó þar til ársins 2003 þegar hún
var 95 ára. Hún er einn af átta núlifandi Vestfirð-
ingum sem hafa náð 100 ára aldri.
Jóhanna er dóttir Kristjáns G. Guðmundssonar
og Bessabe Halldórsdóttur. Bræður hennar, sem
allir eru látnir, voru: Ólafur, fyrrverandi skóla-
stjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði, Guð-
mundur Ingi, bóndi og skáld sem lést 95 ára að
aldri, og Halldór, fyrrverandi alþingismaður og
blaðamaður. Jóhanna er næstyngst.
Jóhanna var lengi
ritari fyrir stjórn Sam-
bands vestfirskra
kvenna. Hún er mikil
áhugakona um tungu-
málið esperantó sem
og garðyrkju og skóg-
rækt og hlaut hún eitt
sinn viðurkenningu
fyrir störf að garð-
yrkju- og skógræktar-
málum úr verðlauna-
sjóði Kristins
Guðlaugssonar frá
Núpi. Þá er hún mikil hannyrðakona, prjónar
vettlinga og sjöl úr ull, og þykir afar skáldmælt. Í
tilefni níræðisafmælis hennar fyrir áratug gaf
Kvenfélag Mosvallahrepps, sem Jóhanna er heið-
ursfélagi í, út ljóðabókina Hríslurnar hennar
Hönnu en hún inniheldur ljóð Jóhönnu.
Jóhanna dvelur nú á sjúkrahúsi Patreksfjarð-
ar. Hún á eina dóttur, Kolfinnu Guðmundsdóttur.
Næstelsta hjúkrunarkona landsins
Ragna fæddist á Geithálsi í Mosfellshreppi.
Faðir hennar fæddist fyrir 165 árum og mun
þetta vera eitt lengsta lífsskeið tveggja kynslóða
sem vitað er um, samkvæmt langlifi.net.
Segja má að langlífi sé í genum Rögnu en móð-
ir hennar varð 92 ára, móðurafi 95 ára, föð-
ursystir 96 ára og bróðurdóttir 102 ára. Ragna
lauk hjúkrunarnámi 34 ára gömul og vann hún
m.a. á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Heilsu-
hælinu í Hveragerði og á Kleppsspítala. Hún er
næstelsta hjúkrunarkonan á lífi á Íslandi og dvel-
ur nú á Hrafnistu.
Tvær íslenskar konur
fagna aldarafmæli í dag
Yfir 30 Íslendingar eru 100 ára og eldri Af þeim fæddust átta á Vestfjörðum
Jóhanna Kristjánsdóttir
Í TILEFNI 100 ára afmælis hestaréttar Thors Jen-
sen að baki Fríkirkjuvegi 11 riðu leikararnir Hilmir
Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson ofan úr
hesthúsahverfi Gusts í Kópavogi og sem leið lá í
Hallargarðinn. Þannig vildu félagarnir minna borg-
arfulltrúa á að tryggja aðgang að hestaréttinni eftir
að Fríkirkjuvegur 11 var seldur. Hilmir og Benedikt
vildu jafnframt vekja athygli á þeim lífsgæðum sem
svæðið hefur veitt kynslóðum barna í Þingholt-
unum. Sjálfir segjast þeir hafa kynnst á þessum
leikvelli sem krakkar og brallað ýmislegt á þessum
stað.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Þar sem kynslóðir barna léku sér
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Á DÝRALÆKNINGASTOFU
Helgu Finnsdóttur hefur verið
opnaður banki
fyrir frosið
hundasæði.
Helga segir
töluverða þörf
hafa verið fyrir
aðstöðu til að
geyma sæði eft-
ir að Héraðs-
dýralæknir
hætti að annast
móttöku þess.
Ekki er langt síðan innflutn-
ingur á frystu hundasæði til
landsins var leyfður, en Helga
segir notkun þess geta verið
áhugaverðan valkost fyrir rækt-
endur hérlendis þar sem stofnar
margra hundategunda eru smáir
og því geti reynst erfitt að bæta
ræktunina með innlendum hund-
um.
Fylgir því mikill kostnaður og
fyrirhöfn að flytja rakka til
landsins frá útlöndum auk þess
sem bestu verðlaunarakkar eru
yfirleitt ekki falir. Sömuleiðis er
ómögulegt að senda tíkur utan til
sæðingar því ekki má flytja aftur
til landsins eða vista í einangrun
hvolpafullar tíkur.
Vandasöm aðgerð
Helga bendir á að sæðing með
erlendu sæði sé engu að síður
kostnaðarsöm og ferlið flókið.
„Margir þættir þurfa að vera fyr-
ir hendi ef sæðing á að geta bor-
ið árangur,“ segir hún. „Sæðið
þarf að vera gott, sæðingin þarf
að fara fram á réttum tíma á lóð-
aríinu og síðan þarf ákveðna
þjálfun og æfingu til að koma
sæðinu inn í leg.“
Sæðing með innfluttu sæði er
einnig kostnaðarsöm. Bæði getur
sæði úr eftirsóttum rökkum kost-
að hundruð þúsunda og rakkinn
þarf að gangast undir ítarlegar
bólusetningar og prófanir í
heimalandi sínu til að Mat-
vælastofnun samþykki innflutn-
inginn. Innflutningur sæðisins og
sæðingin sjálf kosta svo sitt.
Gefur kost á betri ræktun
Tíkin Coco, súkkulaðibrúnn
labrador, fæddist í Bandaríkj-
unum en var flutt hingað til
lands. Hún var ein fjölmargra
hvolpa í goti sem kom til eftir
sæðingu með frosnu sæði. Sú
sæðing var gerð þremur árum
eftir að rakkinn drapst og í
gotinu fæddust ellefu hvolpar.
Eigandi Coco, Ingólfur Guð-
mundsson, segir sæðingu með
geymdu sæði þýða að hægt sé að
fá mun betri upplýsingar um
heilsufar rakkans og þeirra
hvolpa sem hann hefur feðrað á
undan. Þá hefur fengist betri
reynsla af því hvernig afkvæmi
hans reynast í þjálfun og veiði –
nokkuð sem ekki væri hægt ef
ræktað væri beint undan ungum
hundi.
Sæðisbanki fyrir hundasæði tekinn í gagnið á Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur
Morgunblaðið/Ingó
Hlýleg Coco er ein af 11 hvolpum í goti sem varð til úr frystu sæði.
Helga
Finnsdóttir
Innflutt sæði
vandmeðfarið
GARÐAR Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri skemmtistaðarins
Apóteksins við Austurstræti, segir
að sett verði upp hljóðeinangrun á
reykingasvæði í porti til að koma í
veg fyrir að hávaði frá reykinga-
mönnum trufli gesti Hótel Borgar.
Í Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Ólafi Þorgeirssyni hótelstjóra
að hávaði frá reykingafólki fæli
fólk frá hótelinu og valdi því tekju-
tapi.
Garðar Kjartansson segir að
þeir Ólafur hafi átt fund í gær og
leyst málið. „Við ætlum að setja
upp hljóðeinangrun í portinu,“
segir Garðar og bætir við að engin
illindi séu á milli manna heldur sé
allt í góðu og málið verði leyst í
mestu vinsemd.
Hann bendir á að ekki sé um
auðvelt mál að ræða. Ekki sé hægt
að reka fólk úr bænum þó að það
reyki og ekki sé hægt að skipa
fólki að hætta að reykja. Ekki
megi reykja inni á stöðunum og
því þurfi að koma til móts við
reykingafólk með aðstöðu úti. „Það
þarf að gera þetta allt eftir kúnst-
arinnar reglum og við leysum
þetta,“ segir hann.
Apótekið
bregst við
hávaða
GYLFI Arnbjörnsson framkvæmda-
stjóri ASÍ vísar á bug gagnrýni
Finns Árnasonar forstjóra Haga á
verðkönnun ASÍ
sem fjallað var
um í blaðinu í
gær. Sagði Finn-
ur niðurstöðu
könnunarinnar
ekki geta staðist
og véfengdi
vinnubrögð ASÍ.
Gylfi segir
verðkönnun ASÍ
mæla það verð
sem neytendur standa frammi fyrir,
sem vissulega geti tekið breytingum.
„En það vekur athygli okkar að þess-
ar sveiflur virðast vera svolítið í eina
áttina og billegt að reyna að útskýra
það með því að Alþýðusambandið sé
óvandað í sínum vinnubrögðum,
frekar en að verslunareigendur leiti
skýringa hjá sér sjálfum,“ segir Gylfi
og vísar gagnrýni Haga til föðurhús-
anna. „Hagar hafa valið sér þennan
málflutning, að gagnrýna Alþýðu-
sambandið í sínum störfum. Ég held
að mönnum sé minnisstætt hvernig
Hagar reyndu að hafa áhrif á mæl-
inguna síðastliðið haust og var það
þeim ekki til virðingarauka.“
Þá ítrekar Gylfi að ágætt fólk
starfi hjá ASÍ við gerð verðkannana,
og vandi þetta fólk vinnubrögð sín í
hvívetna.
Vísa gagn-
rýni Haga
á bug
Gylfi Arnbjörnsson
ASÍ segir kannanir sínar
gefa rétta mælingu
KRISTJÁN Möller samgönguráð-
herra efnir í kvöld, miðvikudags-
kvöld, til opins fundar um Sunda-
braut. Fundurinn verður haldinn í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og
hefst klukkan 20.
Tilgangur fundarins er að upplýsa
borgarbúa og annað áhugafólk um
samgöngur um fyrirhugaða Sunda-
braut, mögulega útfærslu hennar og
kostnað. Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra ávarpar fundinn í
upphafi og síðan fjalla sérfræðingar
Vegagerðarinnar um Sundabraut.
Þá munu borgarfulltrúarnir Gísli
Marteinn Baldursson og Dagur B.
Eggertsson einnig ávarpa fundinn.
Að loknum erindum verður gefinn
kostur á umræðum. Fundarstjóri
verður Róbert Marshall, aðstoðar-
maður samgönguráðherra.
Opinn fundur
um Sundabraut
♦♦♦