Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
'*$
$%++#
/+0(
/+0*
$
,%#-#
'$#
/+0'
/+0,
!"#$"%&
'()
$*%+,$
,%'-*
1+0'
1+0-
*+,-
!.
(%,$.
#%+$#
+0+
/+0.
%
&
'%--.
$%$$'
/,0'
/+0'
:$)
(
& (+ $ 79+ ;< + =
> #? &
'() *+ + ."/0"123
//450"123
-63
*70"123
0 %8%/3
9-/2: ;< %(
=>& %(0"123
?12%; %/3
7%(8%/< %(3
& 3
,@A'
,11B 1
C*
C83
+&D3
E13
,--
(. / 0 3
. &>3
. %>.#D
. %>@&" &1@F*
-/ %/
* ;0"123
*G"D %/
=>& %(>0"123
'H3&
3
,/23
+D;;%;
5
%3
I%% 15
%3
' &
/ 1 -2
J&%1D. 1%1J"
9 0%(3
92
%3
3 45 + #0,'
**0'.
$$0+,
(0$&
$(0'+
,$0(+
,$0-+
#-&0++
,#0-+
-&0(+
'0(.
$$0&-
*0(,
&(0++
$0*+
(0(-
,'+0++
$',$0++
*'+0++
+0-.
$'#0++
$0-+
,$0&.
#0,.
'#0++
-0.+
.'..0++
$+0++
(0++
I
/2
(;%
+ 8"
K "/(; ?12,
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
*
5 (
4
/2
B
B
B
B
B
B
B
B
!;&%%;
4
/4&
DÓTTURFÉLAG
Icelandic Group í
Bretlandi,
Coldwater Sea-
food UK, hefur
náð samkomulagi
við starfsmenn
Redditch-
verksmiðjunnar,
og verkalýðs-
félög á svæðinu í
nágrenni Birm-
ingham, um að loka verksmiðjunni
eftir undangengið 90 daga samn-
ingaferli sem hófst í byrjun mars.
Náðst hefur samkomulag við starfs-
menn um uppsagnarákvæði og
staðfest hefur verið að verksmiðj-
unni verði lokað hinn 6. júní nk.
Eru starfsmenn verksmiðjunnar
um 180 og hefur velta hennar num-
ið um þremur milljörðum króna.
Í tilkynningu til kauphallar kem-
ur fram að framleiðsla tilbúinna
rétta verði flutt yfir í verksmiðjur
Coldwater í Grimsby. Að sögn
Finnboga A. Baldvinssonar, for-
stjóra Icelandic, hefur rekstur
Coldwater í Bretlandi verið til end-
urskoðunar, en á undanförnum
þremur árum hefur verksmiðjum
þar verið fækkað úr fimm í tvær.
Segir Finnbogi lokunina í Redditch
væntanlega vera síðasta skrefið í
þeirri endurskoðun. Coldwater
Seafood keypti þessa verksmiðju
árið 2003 og hefur hún unnið til-
búna sjávarrétti. „Með aukinni
framleiðni í verksmiðjunni í
Grimsby tökum við yfir framleiðsl-
una í Redditch án mikillar fjölg-
unar starfsmanna þar. Því miður
höfum við ekki störf fyrir þá starfs-
menn sem unnið hafa í verksmiðj-
unni í Redditch,“ segir Finnbogi.
Finnbogi A.
Baldvinsson
Loka breskri
verksmiðju
HAGNAÐUR Landsbankans á
fyrsta fjórðungi ársins nam 17,4
milljörðum króna, samanborið við
13,8 milljarða hagnað af sama tíma-
bili í fyrra. Fjárfestingartekjur
bankans námu 14,7 milljörðum sem
er 67% aukning, mest vegna geng-
ishagnaðar. Stærstur hluti hans
kemur frá jákvæðri gjaldeyrisstöðu
á meðan tap var af hlutabréfum,
skuldabréfum og afleiðum.
Grunntekjur, þ.e. vaxtamunur og
þóknunartekjur námu 26,2 milljörð-
um og jukust um 27%. Yfir helm-
ingur þeirra, 58%, kom erlendis frá.
Í afkomutilkynningu segir að
gengi krónunnar hafi veruleg áhrif á
efnahags- og rekstrarreikning.
Heildareignir námu 3.836 millj-
örðum króna í marslok, samanborið
við 3.058 milljarða í ársbyrjun. Um-
reiknaðar í evrur námu eignirnar
32,1 milljörðum evra í marslok, sem
er rýrnun um 1,3 milljarða evra frá
áramótum. Hlutfall innlána við-
skiptavina af útlánum var 66%.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri,
segir afkomuna mjög góða, ekki síst í
ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum. Bankinn njóti
nú góðs af endurskipulagningu á
fjármögnunargrunni sínum sem
gripið var til á árunum 2006 og 2007.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri, segir sterka fjárhagsstöðu og
lágar endurgreiðslur á þessu ári
gera Landsbankanum fært að
standa af sér óhagstæðar aðstæður.
Bankinn muni laga vöxt efnahags-
reikningsins að aðstæðum og leggja
áherslu á samþjöppun og samþætt-
ingu í rekstri til að auka hagræði og
nýta möguleg samlegðaráhrif.
Í tilkynningunni segir einnig að
búast megi við að endurmat áhættu á
fjármálamörkuðum geti orðið til
þess að sjónum verði beint meira að
hefðbundinni bankastarfsemi.
halldorath@mbl.is
Hagnaður jókst um
27% frá fyrra ári
Eignir mældar í evrum rýrnuðu en fjárfestingartekjur jukust
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Uppgjör Hagnaður bankans náði sér aftur á strik eftir talsverða dýfu á síð-
asta fjórðungi ársins 2007, en þá nam hann aðeins um 4,9 milljörðum króna.
Í HNOTSKURN
»Arðsemi eigin fjár eftirskatta var 44% og eiginfjár-
hlutfall (CAD) var 11,0%.
»Launakostnaður jókst um33% og rekstrargjöld, sem
námu 19,7 mö.kr., um 39%.
»Nýjar innlánsleiðir í Evrópuverða kynntar næstu mánuði.
»292 m.evra munu koma tilgreiðslu af langtímalánum
bankans á þessu ári, lausafé í
marslok nam 8,2 mö.evra.
Uppgjör
Landsbankinn
FYRSTA fjórðung ársins nam hagn-
aður Marel Food Systems 0,7 millj-
ónum evra, eða 88,5 milljónum
króna, samanborið við um eina millj-
ón evra árið áður. Sölutekjur jukust
um 2,4% og námu 74 milljónum evra
og framlegð var 34,3%, svipuð og
fyrir ári. Sölu- og markaðskostnaður
og þróunarkostnaður jukust um 8%
og námu samanlagt 15,3 milljónum
evra. Fjármagnsgjöld jukust einnig
lítillega en stjórnunarkostnaður
minnkaði og nam 8,2 milljónum evra.
Hagnaður af hlutdeildarfélagi
nam nú 0,5 milljónum evra saman-
borið við 0,3 milljóna tap árið áður.
Viðsnúninginn má rekja til fjárfest-
ingar LME í hollenska fyrirtækinu
Stork, en Marel átti 20% í LME.
Hlutur LME í Stork var seldur í jan-
úar sl., sem skilaði Marel um 53
milljónum evra. Við samruna Marel
og Stork Food Systems tvöfaldast
veltan og er nú um 650 milljónir
evra. Rekstur Stork á fjórðungnum
gekk vel, að því er segir í tilkynn-
ingu, og var umfram væntingar.
Eignir Marel Food Systems í
marslok námu 423,4 milljónum evra
og var eiginfjárhlutfall 42,7%.
Hörður Arnarson, forstjóri, segir
afkomuna mótast af umfangsmikilli
samþættingu. Í framhaldi af [nýsam-
þykktri] sameiningu Stork og Marel,
og þar með framgengnum markmið-
um og ytri vöxt, munu megin-
áherslur verða lagðar á innri vöxt og
bætta afkomu.
Ráðgert er að afkoma Marel batni
umtalsvert þegar líður á árið og eru
þrjár ástæður nefndar í afkomutil-
kynningunni. Samlegðaráhrif vegna
samþættinga fyrirtækja sem hafa
verið keypt á undanförnum árum,
verðhækkanir sem gripið var til á
síðasta ári til að mæta hækkun á
verði hráefnis og loks verður „ráðist
í verulega lækkun á föstum kostnaði
félagsins á öðrum ársfjórðungi.“
Starfsfólki fækkaði um 110. Það eigi
þátt í að lækka fastan kostnað um
8-9 milljónir evra á ársgrundvelli.
halldorath@mbl.is
Hagnaður Marels 0,7 milljónir evra
Ráðgert að samlegðaráhrif, verðhækkanir og fækkun starfsfólks bæti afkomuna
Morgunblaðið/Ómar
Vöxtur Sameining Stork og Marel
hefur nær fimmfaldað samstæðuna.
Uppgjör
Marel Food Systems
Í HEILD telja stjórnendur 365 hf.
að niðurstaða fyrsta ársfjórðungs sé
viðunandi og gefi ekki tilefni til að
breyta áætlunum ársins,“ segir Ari
Edwald, forstjóri félagsins. Í af-
komutilkynningu kemur fram að
rekstur fjölmiðla hafi gengið betur
en gert var ráð fyrir en ákveðnir erf-
iðleikar væru í afþreyingarhluta
samstæðunnar.
Sölutekjur fjölmiðla námu 2,3
milljörðum króna og hækkuðu um
21%, sem er að hluta rakið til Stöðv-
ar2Sport2 sem sýnir enska boltann.
Tekjuaukning á afþreyingarsviði
nam 43,7%, m.a. vegna innkomu er-
lends hluta dótturfélagsins EFG.
Mikill samdráttur var þó í heildsölu
á erlendri tónlist og DVD sem
stjórnendur telja tímabundinn.
Heildarsala beggja sviða nam 3,5
milljörðum og jókst um 29%, kostn-
aðarverð nam 2,3 milljörðum og
jókst um 33%. Fjármagnsliðir voru
neikvæðir um 1,2 milljarða, þar af
940 milljónir vegna gengisþróunar,
samanborið við sjö milljónir árið áð-
ur. Um 35% af skuldum 365 um ára-
mót voru í erlendri mynt.
Eignir jukust lítillega frá áramót-
um og voru 14,7 milljarðar í marslok.
Eiginfjárhlutfall var 25% og veltu-
fjárhlutfall 83%. Áætluð velta á
árinu er 13,5-14 milljarðar króna.
halldorath@mbl.is
Gengistapið 940 milljónir,
heildartapið 970 milljónir
Niðurstaða 365 sögð viðunandi, ársáætlunum ekki breytt
Uppgjör
365 hf.
● EIMSKIP var eina félagið sem
hækkaði í verði í kauphöllinni í fyrra-
dag. Hækkunin var myndarleg,
5,88%, og athygli vekur að hún átti
sér stað aðeins tíu mínútum fyrir
lokun markaðar. Fram til þess hafði
gengi félagsins lækkað töluvert.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Nas-
daq OMX á Íslandi, segir það fara í
venjulegt ferli hjá kauphöllinni þegar
svo óvenjuleg viðskipti eiga sér
stað. „Við köllum eftir upplýsingum
frá aðilum viðskiptanna og skoðum
jafnframt hvað er að gerast á mörk-
uðunum að eðlilegu leyti. Komi eng-
in útskýring í ljós sendum við málið
til nánari athugunar hjá Fjármálaeft-
irlitinu án þess að í því felist nokkur
dómur,“ segir Þórður.
Fer í venjulegt ferli
● HALLI varð á vöruskiptum við út-
lönd í aprílmánuði sem nemur 7,2
milljörðum króna miðað við bráða-
birgðatölur Hagstofu Íslands. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofu
nam útflutningur 33,5 milljörðum
króna, fob, en innflutningur nam
40,8 milljörðum króna, fob, í mán-
uðinum. Í apríl á síðasta ári nam út-
flutningur 21,8 milljörðum króna en
innflutningur 32,8 milljörðum á verð-
lagi þess tíma. Vöruskiptahallinn
dróst því saman á milli ára.
Vöruskiptahalli
dregst saman
● SVISSNESKI
stórbankinn UBS
lagði niður 5.500
störf og seldi 15
milljarða dala
virði af eignum til
að mæta tapi að
húsnæðislánum
á síðasta ársfjór-
ungi. Tap tíma-
bilsins nam 11,5
milljörðum sviss-
neskra franka, um 850 milljörðum
króna, þó minna en væntingar voru
um. Þá tilkynnti bandaríski bankinn
Morgan Stanley uppsagnir um 1.500
starfsmanna, en á síðasta fjórðungi
nam tap bankans 3,6 milljörðum
dala, um 280 milljörðum króna.
UBS og Morgan Stanl-
ey segja upp fólki
UBS Fór illa út úr
húsnæðislánum.
● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði enn
um 2,4% í gær og var lokagildi henn-
ar tæp 4.885 stig. Eimskip lækkaði
um 4%, eftir 5,9% stökk daginn áður,
Exista lækkaði um 3,4% og Straum-
ur um 3,2%. Einu félögin sem hækk-
uðu voru Össur og Marel, um 0,7%
Talsverð velta var með skuldabréf,
eða sem nam 36,9 milljörðum
króna, en heildarvelta nam 41,9
milljörðum. Á hlutabréfamarkaði var
mest verslað með bréf Kaupþings,
fyrir 1,5 milljarða króna.
Enn lækka hlutabréf
ÞETTA HELST ...