Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 15
ERLENT
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK
Tækni- og verkfræðideild HR býður upp á
BSc NÁM Í VERKFRÆÐI
BSc í fjármálaverkfræði
BSc í hátækniverkfræði
Tækni- og verkfræðideild HR leggur áherslu á framúrskarandi kennslu, öflugar rannsóknir
og sterk tengsl við atvinnulífið.
Umsækjendur í grunnnám í verkfræði þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambæri-
lega menntun og með haldgóða þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku.
Miðað er við að nemandi hafi lokið a.m.k. 21 einingu í stærðfræði og 6 einingum í eðlisfræði.
BSc í heilbrigðisverkfræði
BSc í rekstrarverkfræði
VAXANDI ólga er í Egyptalandi
vegna verðhækkana og versnandi
kjara hjá almenningi. Óttast er, að
sú ákvörðun stjórnvalda að hækka
laun og skatta geti gert illt verra.
Egypska stjórnin ákvað á mánu-
dag að hækka skatta á eldsneyti og
tóbaki um 30 til 50% og var það gert
til að fjármagna 30% launahækkun
hjá opinberum starfsmönnum. Hag-
fræðingar segja aftur, að þetta muni
kynda undir verðbólgunni, sem var
15,8% á ársgrundvelli í mars.
Vegna verðhækkana hafa útgjöld
dæmigerðrar, egypskrar fjölskyldu
hækkað um 50% frá áramótum en
44% þjóðarinnar eru undir fátækt-
armörkum, hafa um eða innan við
150 ísl. kr. sér til framfæris daglega.
Brauðverð hefur hækkað mikið en
neysla þess er hvergi meiri en í
Egyptalandi, um 400 g á mann dag-
lega. Óttast margir, að upp úr kunni
að sjóða með alvarlegum og ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum fyrir
Egyptaland og heimshlutann allan.
Reuters
Brauðið Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans, með brauðhleif, sem er
táknrænn fyrir þær miklu verðhækkanir, sem orðið hafa á matvælum.
Vaxandi ólga
í Egyptalandi
ÍTALIR kaupa minna en áður af
víni, pasta og ávöxtum en þetta
þrennt er hluti af því, sem kallað
er uppistaðan í ítalskri mat-
armenningu. Ástæðan er mikil
verðhækkun á þessum vörum.
Um þetta var fjallað í dag-
blaðinu Corriere della Sera og
þar sagði, að pasta væri ekki að-
eins hluti af mataræðinu, heldur
hluti af ítalskri menningu. Nú
væri mataræði margra farið að
líkjast því, sem væri hjá náms-
fólki fjarri heimili sínu, kjúk-
lingabitar og alls kyns snakk,
sem fljótlegt er að bregða á
pönnu eða stinga inn í örbylgju-
ofn. Fyrir utan pasta selst nú
minna af brauði, grænmeti, svína-
og nautakjöti.
Pastakreppa á sjálfri Ítalíu
ÍSRAELAR eru
farnir að búa sig
undir mikil tíðindi
í stjórnmálum
landsins vegna
nýrrar rannsókn-
ar á meintri spill-
ingu Ehud Ol-
merts forsætis-
ráðherra. Telja
margir, að hann
muni neyðast til að segja af sér.
Mikil leynd er enn yfir rannsókn-
inni á máli Olmerts og hefur það gef-
ið alls kyns sögum byr undir báða
vængi. Raunar er búist við, að upp-
lýst verði um rannsóknarefnið mjög
fljótlega en dagblaðið Yediot Aharo-
not segir, að Olmert sé grunaður um
að hafa tekið við miklu fé frá banda-
rískum kaupsýslumanni og notað
það til að fjármagna kosningabar-
áttu sína. Staðfest hefur verið, að er-
lendur maður hafi verið yfirheyrður
vagna þessa máls.
Flokkarnir við öllu búnir
Segi Olmert af sér er líklegt, að
Tzipi Livni utanríkisráðherra og fé-
lagi í Kadima-flokki Olmerts taki við
forsætisráðherraembættinu. Eru
samstarfsflokkar Kadima í stjórn nú
þegar farnir að tjá sig um hugsanleg
forsætisráðherraskipti.
Talsmaður Shaflokksins sagði til
dæmis, að flokkurinn væri reiðubú-
inn að styðja Livni yrði engin breyt-
ing á stöðu bókstafstrúaðra en Ehud
Barak, fyrrverandi leiðtogi Verka-
mannaflokksins, hvatti sinn flokk til
að vera viðbúinn nýjum þingkosn-
ingum.
Er Ehud
Olmert á
förum?
Ehud Olmert
ELDGOS, sem hófst í eldfjallinu Chaiten í Chile á föstu-
dag, færðist í aukana í gær þegar hraun fór að renna
úr gíg fjallsins og öskugos magnaðist. Stjórnvöld fyr-
irskipuðu þess vegna að rýma skyldi stórt svæði um-
hverfis eldfjallið.
Eldfjallið hafði verið óvirkt í rúm 300 ár þegar gos
hófst á föstudaginn var. Nær allir 4.000 íbúar bæjarins
Chaiten, sem er um tíu km frá eldfjallinu, hafa verið
fluttir þaðan. Íbúar bæjarins Futuleufu, um 70 kíló-
metra sunnan við Chaiten, flúðu yfir landamærin til
Argentínu í gær eftir að aska féll á bæinn. Nokkrir íbú-
anna eru hér við rútur sem fluttu þá þaðan.
Eldgos í Chile færist í aukana
AP
CHARLES
Taylor, fyrrver-
andi forseti Líb-
eríu, var um tíma
með fimm millj-
arða dollara, um
375 milljarða ísl.
kr., á tveimur
bankareikning-
um í Bandaríkj-
unum.
Kom þetta fram hjá aðalsak-
sóknaranum í stríðsglæparéttar-
höldunum yfir Taylor en hann er
sakaður um að hafa í forsetatíð
sinni séð skæruliðum í Síerra
Leóne, grannríki Líberíu, fyrir
vopnum gegn greiðslu í demöntum.
Neitar hann að vísu þeim ásökun-
um og þegar hann lét af embætti
2003 lýsti hann yfir, að gæti ein-
hver bent á, að hann ætti fé á er-
lendum bankareikningum, myndi
hann láta það renna „til líberísku
þjóðarinnar“.
Reynt að rekja slóðina
Tugir þúsunda manna létu lífið í
borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne
og enn fleiri voru örkumlaðir og
nauðgað.
Stephen Rapp, aðalsaksóknar-
inn, segir, að um tíma hafi fimm
milljarðar dollara verið inni á
tveimur bankareikningum Taylors
í Bandaríkjunum en síðan hafi féð
verið fært til. Sagði hann, að unnið
væri að því að rekja slóðina.
Árið 2005 var þjóðarframleiðslan
í Líberíu um 120 milljarðar ísl. kr.
þannig að Taylor hefur þá átt hana
þrefalda á tveimur reikningum.
Mjög ábata-
samt for-
setaembætti
Charles Taylor