Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 17
SUÐURNES
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Það sem mér
finnst mest heillandi við Reykjanes-
skagann er að það er auðvelt að
komast í snertingu við söguna. Það
er fátt meira heillandi fyrir göngu-
mann en að ganga gamlar leiðir
sem forfeður okkar hafa rutt í gegn-
um tíðina. Það er áhugavert að
ímynda sér hvernig var hér um-
horfs og hvernig lífið gekk fyrir sig
hér áður en hraun runnu um mest-
allan skagann, eins er gaman að
velta fyrir sér þeirri keðjuverkun
sem átti sér stað í náttúrunni eftir
jarðelda sem brunnu fram á 13. öld-
ina og uppblástur breytti hér öllu
lífi,“ sagði Rannveig Garðarsdóttir,
leiðsögumaður og ferðamálafræð-
ingur, í samtali við Morgunblaðið.
Hún ætlar alla miðvikudaga í sumar
að leiða göngur um Reykjanesskag-
ann sem opnar eru öllum sem
áhuga hafa.
Í dag verður gengið með strönd-
inni frá Straumsvík að Hvassa-
hrauni, gamlar tóftir skoðaðar og
sagt frá búsetu á þessu svæði.
Yfirferð með nýju sniði
Rannveig Garðarsdóttir er mikill
göngugarpur og útivistarkona og
má rekja þennan áhuga hennar allt
aftur til æsku. Hún segist vera alin
upp á fjöllum en á undanförnum ár-
um hefur hún verið hugfangin af
sínu nánasta umhverfi, Reykjanes-
skaganum. Hún leiddi lengi vel
Strandgönguhópinn sem hafði það
að markmiði að ganga ströndina
umhverfis Reykjanes og var það
sjálfboðaliðsstarf. Eftir nám í ferða-
málafræði við Menntaskólann í
Kópavogi sótti hún nám við Leið-
söguskóla Íslands og útskrifaðist
sem svæðisleiðsögumaður um
Reykjanes árið 2005.
Rannveig sagði í samtali við
blaðamann að í ljósi þeirrar eft-
irspurnar sem hefur verið eftir
gönguferðum um Reykjanesskag-
ann hefði sér fundist upplagt að
halda áfram yfirferð um svæðið, þó
með nýju sniði og þátttöku fleiri að-
ila. „Ég vissi að Hitaveita Suð-
urnesja (HS) væri með mjög metn-
aðarfulla starfsmannastefnu, sem
m.a. felur í sér heilsueflingu, og
fannst því upplagt að bjóða fyr-
irtækinu að taka þátt í þessu með
mér. Geysir Green Energy, annar
stærsti eigandi hitaveitunnar, tekur
einnig þátt í verkefninu.“ Rannveig
sagði að forsvarsmenn fyrirtækj-
anna hefðu strax tekið vel í hug-
myndina enda liður í heilsueflingu
fyrirtækjanna að hvetja starfsmenn
til að stunda almenna hreyfingu,
svo sem gönguferðir, og munu HS
og Geysir bjóða sínu starfsfólki og
mökum í ferðirnar. Ferðirnar eru
þó ekki síður fyrir alla þá sem
áhuga hafa og mun SBK annast
akstur til og frá áfangastað og mun
kosta 500 krónur í hverja ferð. Um-
fjöllun um göngurnar verður síðan
birt í Víkurfréttum, sem einnig er
meðal samstarfsaðila. Auk þess
verða í nokkrum ferðanna fróðleiks-
molar frá starfsmönnum Geysis og
HS varðandi jarðhitasvæði og
prestar frá Keflavíkurkirkju verða
með sérstök innlegg þegar við á.
Ekkert erfiði þrátt fyrir
björgunarsveitarmann
Það vakti athygli blaðamanns að
einn meðlimur frá Björgunarsveit-
inni Suðurnesjum verður með í
hverri ferð svo það lá beinast við að
spyrja hvort göngurnar væru erf-
iðar? „Nei, alls ekki. Göngu-
dagskráin í sumar einkennist af
léttum gönguferðum sem ættu að
vera við allra hæfi. Það er samt
nauðsynlegt að búa sig vel og taka
með sér vatn og nesti. Ekki síður
nauðsynlegt er að vera í góðum
gönguskóm. Göngufólkið er í þess-
um ferðum á eigin vegum, þótt ég
leiði og sé með fróðleik um svæðið,
en öryggisins vegna var ákveðið að
hafa einn björgunarsveitarmann
með í för. Það mætti líta á þá sem
verndara gönguferðanna.“
– Átt þú þér uppáhaldssvæði á
Reykjanesinu?
„Já, mitt uppáhaldssvæði er
Höskuldarvellir og umhverfi, þar er
hægt að velja sér fjallgöngu eftir
því dagsformi sem hentar, þar er
hægt að gera sér í hugarlund hvað
gekk á neðanjarðar þegar allar
þessar hrauntungur sem liggja þar
á stóru svæði láku um allt svæðið.
Þaðan er hægt að ganga í allar áttir
og virða fyrir sér gamlar tóftir,
rjúkandi mosa, stór gróðurlendi,
stórar og fallega myndaðar dyngjur
og margt margt fleira,“ sagði Rann-
veig full tilhlökkunar yfir ferðinni.
Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður leiðir í sumar göngur um Reykjanes
Liður í heilsueflingu
Morgunblaðið/Svanhildur
Göngustjóri Rannveig Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur og leið-
sögumaður, við kort af Reykjanesi, en þar ætlar hún að leiða göngur.
Í HNOTSKURN
»Rannveigu Garðarsdótturer Reykjanesskaginn mjög
kunnur. Hún leiddi um árabil
Strandgönguhópinn og hefur
menntað sig í leiðsögn um
Reykjanes.
»Hitaveita Suðurnesja tókstrax vel í hugmyndir
Rannveigar um göngurnar
enda falla þær vel að starfs-
mannastefnu fyrirtæksins.
»Björgunarsveitarmaðurverður með í hverri ferð til
að tryggja öryggi göngufólks.
Göngurnar eru þó sniðnar að
hinum almenna borgara.
Heillandi að fara
leiðir sem forfeð-
urnir ruddu
TENGLAR
............................................
www.hs.is
www.leidsogumenn.is
Grindavík | Maímánuður verður á menn-
ingarlegum nótum í Bláa lóninu. Alla mið-
vikudaga í mánuðinum, kl. 19.30, verður
menningarlegur viðburður á dagskrá.
Í dag mun danshópur frá danssmiðju Ís-
lenska Dansflokksins flytja hluta úr dans-
verkinu Tímarúm á bökkum Bláa lónsins
þar sem samspil dansara, tíma og rúms er
höfuðinntak verksins.
Blúshljómsveitin Klassart mun svo stíga
á svið 14. maí en þá munu forsprakkar
hljómsveitarinnar, þau Smári og Fríða Dís
Guðmundsbörn, vera á rólegu nótunum og
flytja vel valin lög sem slá vel í takt við
umhverfi Bláa lónsins. Hinn 21. maí verð-
ur sérstök stemning í Bláa lóninu þegar
Gradualekór Langholtskirkju kemur fram
en hann samanstendur af stúlkum á aldr-
inum 14 til 18 ára. Leikarinn Bergur Ing-
ólfsson mun síðan slá botninn í menning-
arlegu dagskrána 28. maí með
frumsaminni „bullu“ sem hann ætlar að
flytja bæði á íslensku og ensku.
Gert er ráð fyrir að öll dagskráin fari
fram utandyra þar sem gestir geta fylgst
með á meðan þeira slaka á ofan í lóninu.
Menning í maí
í Bláa lóninu
Vallarheiði | Hitaveita Suðurnesja hefur
keypt og tekið yfir veitukerfi vatnsveitu
og rafveitu á svæði Þróunarfélags Kefla-
víkurflugvallar. Stjórn HS hefur staðfest
samninga sem um þetta voru gerðir.
Samningar höfðu staðið yfir um nokkurt
skeið en HS hf. hefur annast alla þjónustu
við veitukerfin frá þeim tíma að Banda-
ríkjaher hvarf af svæðinu. Í hönd fara upp-
byggingartímar þar sem leggja þarf nýtt
50-riða dreifikerfi raforku á svæðinu og
gera ýmsar endurbætur á vatnsveitu.
Endurbótum á raforkukerfinu þarf að
vera lokið fyrir 1. október 2010 og verður
unnið að þeim í náinni samvinnu við KA-
DECO og þess gætt sérstaklega að við-
skiptavinir verði sem minnst varir við end-
urnýjunina. Smátt og smátt mun því
60-riða kerfið sem Bandaríkjaher notaði
leggjast af á svæðinu.
HS tekur yfir
veitukerfin
LANDIÐ
Eftir Atla Vigfússon
Þingeyjarsveit | Dagur harmonik-
unnar var haldinn hátíðlegur í
Ljósvetningabúð um helgina og í
tilefni dagsins voru það ungir
harmonikuleikarar úr héraðinu
sem komu fram.
Það hefur verið venja undanfar-
in ár að bjóða harmonikunemend-
um á þessa hátíð og að þessu sinni
voru það nemendur úr Borgarhóls-
skóla á Húsavík, Hafralækjarskóla
og Litlulaugaskóla sem komu
ásamt kennurum sínum. Mikil
ánægja var með framlag nemend-
anna og sannaðist það að í sýslunni
er til efnilegt harmonikufólk sem á
eflaust eftir að vera Harmoniku-
félagi Þingeyinga lyftistöng er
tímar líða.
Formaður félagsins, Stefán Þór-
isson, ávarpið samkomuna sérstak-
lega og þakkaði nemendunum fyrir
frábæra frammistöðu og hlutu þau
mikið klapp fyrir. Í lokin bauð fé-
lagið upp á veislukaffi sem allir
kunnu vel að meta.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Harmonikunemendur Í aftari röð Sunna Mjöll Bjarnadóttir, Óðinn Arn-
grímsson, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Hilmar Freyr Birgisson og í fremri
röð Sigríður Atladóttir, Birgitta Eva Hallsdóttir og Unnur Ingólfsdóttir.
Ungir harmoniku-
leikarar áttu sviðið
Norðurþing | Sveitarfélagið Norð-
urþing hefur ákveðið að vinna nýtt
aðalskipulag fyrir sveitarfélagið.
Búsetuþróun á svæðinu, nýting
og verndun náttúruauðlinda og
áform um álver kalla á að sveitarfé-
lagið móti sér framtíðarsýn og setji
niður stefnu um byggðaþróun og
landnotkun. Í aðalskipulagsvinn-
unni verður lögð sérstök áhersla á
að marka stefnu um miðbæ Húsa-
víkur þannig að uppbyggingu hans
verði með stýrt í átt að skýrri heild-
arsýn á þennan kjarna sveitarfé-
lagsins. Skipulagsvinna er hafin en
gert er ráð fyrir því að henni ljúki í
lok árs 2009.
Nýtt aðal-
skipulag fyrir
Norðurþing
Selfoss | Stjórn Atvinnuþróun-
arfélags Suðurlands hefur gengið
frá ráðningu Sædísar Ívu Elíasdótt-
ur sem framkvæmdastjóra hjá fé-
laginu en sjóðurinn er með starfs-
aðstöðu á Selfossi.
Sædís Íva er fædd í Reykjavík
1967. Hún er rekstrarfræðingur frá
Bifröst og viðskiptafræðingur MBA
frá Háskóla Íslands. Hún hefur ver-
ið starfsmaður Atvinnuþróun-
arfélagsins frá 1. apríl 2007 en hef-
ur jafnframt unnið talsvert á
vegum félagsins á undanförnum ár-
um. Sædís Íva er búsett í Vík í Mýr-
dal ásamt eiginmanni, Grétari Ein-
arssyni, og þremur börnum.
Sædís Íva
ráðin fram-
kvæmdastjóri