Morgunblaðið - 07.05.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.05.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 25 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is STURLA nokkur Böðvarsson skrif- ar grein um Evrópusambandið og skyld efni hér á síðum blaðsins fyrir skömmu. Þar heldur hann því fram að Alþingi Íslendinga sé „þjóðþing“. Hvílík firra í manni sem gegnir stöðu forseta umræddrar löggjaf- arsamkundu sem kennd er við Al- þingi Íslendinga. Sem Sturla þessi bendir réttilega á þá var Alþingi stofnað á Þingvöllum árið 930, og er í dag helsta og eina löggjafarsam- koma landsmanna. Alþingi hefur með höndum að gæta fjöreggs ís- lensku þjóðarinnar, það er sjálf- stæðis Íslands og fullveldis. En nóg um það að sinni. Sturlu verður það á að nefna á nafn Jóns Sigurðssonar alþing- isforseta og hefur Sturla áður gert Jóni upp skoðanir á málum. Í sjón- varpsviðtali taldi Sturla þessi Jón forseta vera andvígan umsókn og hugsanlega aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Á Bretlandi var uppi maður á 19. og 20. öld sem hét Win- ston Churchill. En umræddur Jón var jú 19. aldarmaður. Það er skemmst frá því að segja að það má líta svo á hin ýmsu ummæli Churc- hills og segja hann hlynntan og and- vígan þátttöku Bretlands í núver- andi Evrópusambandi. Það hefur orðið niðurstaða manna þar í landi að ekki sé hægt með nokkru móti að ráða beinlínis í það hvorum megin hryggjar Churchill lendir í slíkri Evrópuumræðu. Það jafnvel þó Churchill hafi með beinum hætti haft afskipti af og tekið afstöðu sem laut að samskiptum Evrópuríkja sín í milli. Hinu má svo við bæta, að á Bretlandi er „þjóðþing“ sem menn nefna Neðri deild breska þingsins, en ekki er hér á landi „þjóðþing“ nema síður sé. KJARTAN EMIL SIGURÐSSON, verslunarmaður í Garðabæ. Alþingi og forseti áminnt Frá Kjartani Emil Sigurðssyni UNDANFARNA daga hefur lög- reglan verið í fókus og eins og oft áð- ur hefur hún fengið ómælda gagn- rýni fyrir framgöngu sína. Þetta hefur orðið til þess að ég hef farið að hugleiða hið erfiða og van- þakkláta starf sem þetta fólk innir af höndum. Í kjölfar þeirra hugleiðinga finnst mér við hæfi að senda lögreglunni þakklæti mitt fyrir að taka að sér starf sem sætir sífellt aðkasti margra. Starf sem krefst þess að þeir þurfi að eiga samskipti við fólk þegar það er í sínu alversta ástandi. Lögreglan er kölluð til þegar ein- hver hefur misst sitt vitræna jafn- vægi og jafnvel fengið æðiskast. Þá er sá einstaklingur í reynd lífs- hættulegur. Þegar venjulegir dagfarsprúðir menn fara út af sporinu og gerast hættulegir sjálfum sér og öðrum þá þarf lögreglan að koma til hjálpar. Jafnvel þurfa þessir menn að stilla til friðar á heimilum lands- manna. Nei, þetta er ekki öfundsvert starf. En það væri strax mikið betra ef það væri metið til sinna verðleika og menn fyndu að íbúarnir bæru virðingu fyrir framlagi þeirra og sýndu þeim það með jákvæðu við- móti og þakklæti. Við eigum þeim að þakka að við lifum í öruggara um- hverfi. Hverjir eru þeir sem mest gagn- rýna lögregluna? Ætli það sé ekki fyrst og síðast þeir sem sjálfir eru líklegir til að lenda út af réttum vegi og verða þá að taka afleiðingum gerða sinna. Lögreglumenn Íslands, lifið heilir! SIGURÐUR HERLUFSEN, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði. Þakkir til lögreglunnar Frá Sigurði Herlufsen SEM forstjóri Brimborgar sé ég mig tilneyddan að gera athugasemd við þátttöku ykkar og þeirra fé- lagasamtaka sem þið eruð í forsvari fyrir í markaðsherferð bíla- umboðsins Heklu „Gegn verðbólgu“. Miðvikudaginn 30. apríl sl. hóf Hekla með persónulegum stuðn- ingi ykkar þessa ein- kennilegu auglýsinga- herferð, þar sem boðað er að verð á nýjum bíl- um lækki um allt að 17%. Þótt auðvitað beri alltaf að fagna verðlækkunum vekur það undrun að fyrirtæki sem und- anfarið hefur hækkað verð hraðar en keppinautarnir sé hrósað sér- staklega þegar það neyðist til að lækka verð aftur, í samræmi við samkeppni á markaði. Enn meiri undrun vekur að Heklu sé sér- staklega hrósað fyrir auglýsinga- herferð gegn verðbólgu sem umboð- ið tók þátt í að skapa, með óhóflegum verðhækkunum á bílum. Ósamkvæmni og sviðssetning Í Fréttablaðinu 2. maí er sagt frá meintri 17% lækkun Heklu og nefnd fimm dæmi henni til stuðnings Að- eins eitt dæmi er um 17% lækkun og eru hin fjögur á bilinu 9,2% til 10,9%. Meðaltalið er 11,44% lækk- un. Ef verðlistar umboðsins eru skoðaðir kemur í ljós, að verðlækk- unin nemur að meðaltali 5,8%. Enn er aðeins eitt dæmi um 17% lækkun. Furðu sætir að virðulegir for- svarsmenn samtaka launþega og at- vinnulífs skuli hafa stutt á opinber- um vettvangi við umrædda herferð. Manni er hálfbrugðið því svo virðist sem þið hafið verið fengnir á blaðamannafundinn til þess eins að gera ótrú- verðuga auglýsinga- herferð trúverðuga. Verðbólguleikrit með forsvarsmenn atvinnu- lífs og launþega í aðal- hlutverkum var greini- lega sett á svið, í þeim tilgangi að fela óhófleg- ar verðhækkanir fyr- irtækisins. Þegar nánar er að gáð liggur hin raunverulega ástæða fyrir verðlækkuninni í augum uppi. Í apríl hrundi salan hjá Heklu og var 68% minni en sama mánuð í fyrra. Bílamarkaðurinn féll hins vegar um 44%. Ástæðan er einfald- lega sú að Hekla hækkaði verð óhóf- lega hjá sér vikurnar og mánuðina á undan og viðskiptavinirnir fóru til keppinautanna, sem hækkuðu minna eða ekki. Hvar er verðlækkunin? Ef rýnt er í verðmyndun hjá Heklu undanfarnar vikur kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Verð á Kia Sorento EX 2,5 var þannig 4.420.000 kr., en er eftir lækkun 3.995.000 kr. Lækkun: 9,62%. Hinn 16. janúar auglýsti Hekla þennan bíl á 3.645.000 kr. Aftur er auglýst 1. febrúar og 13. mars og þá er lista- verð komið í 3.970.000 kr. Hækk- unin frá janúar nemur þá samtals 8,9%. Enn er nýtt verð auglýst 1. apríl, að þessu sinni 4.420.000 kr. Hækkun frá áramótum nemur þá hvorki meira né minna en 21,3%. Það vekur sérstaka athygli að í aug- lýsingunni frá 1. apríl er einnig aug- lýst sérstakt tilboðsverð, 3.995.000 kr., sem vill til að er einmitt nýja verðið hjá Heklu, sem auglýst er „gegn verðbólgu“. Í harðnandi samkeppni og bar- áttu um athyglina má eflaust hrósa Heklu fyrir að hafa tekist að narra ykkur á staðinn til að ljá leiknum trúverðugt yfirbragð. En það er ljóst að þátttaka ykkar er hvorki ykkur eða samtökum þeim sem þið eruð í forsvari fyrir til sóma né frjálsri samkeppni ekki til fram- dráttar. Opið bréf til SA og ASÍ Egill Jóhannsson skrifar opið bréf til Hannesar G. Sigurðs- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, og Grétars Þorsteinssonar, for- seta Alþýðusambands Íslands. »Enn meiri undrun vekur að Heklu sé sérstaklega hrósað fyrir auglýsingaherferð gegn verðbólgu sem umboðið tók þátt í að skapa, með óhóflegum verðhækk- unum á bílum. Egill Jóhannsson Höfundur er forstjóri Brimborgar. ÞAÐ er febrúar 1993. Höfundur, 11 ára, er í frímínútum í skólanum og hrópar hamingjuóskum til nokk- urra skólasystra sem allar eru vel í holdum. Það er bolludagurinn og gott tilefni að til- einka þeim daginn. Árangurinn er ein- faldur og stuttu seinna situr hann við borð skólastjórans. Þar fær hann vel orðaða ræðu um að það séu ekki all- ir eins í þessum heimi og það geri mannlífið blómlegt og litríkt. Honum er hollast að aðlagast þessum skoð- unum skólastjórans og læra að virða samnemendur sína þó að þeir séu á einhvern hátt öðruvísi en hinir. Ári áður var tekin ákvörðun um að höfundur skyldi reglulega tekinn út úr bekk og settur í sérkennslu. Ástæðan var ekki sú að honum gengi illa að læra, eða námslegur þroski hans væri slæmur, hann þótti einfaldlega truflun við kennslu. Hann var ofvirkur en þó að sú grein- ing lægi ekki fyrir höfðu þó kennari og skólastjórn tekið þessa ákvörðun á grundvelli hugmynda þeirra um hvað væri „normal“ og hvað ekki. Hann skildi því verða útundan. Hugmyndin um blómlega lífið sem byggist á að ekki séu allir eins skil- aði sér því ekki alveg rétt til 11 ára drengs sem oft átti erfitt með að hemja sjálfan sig og hugmyndir sín- ar. Hver á þá að aðlagast hverjum? Hví skyldi ekki víkja einhverjum úr bekk sökum þyngdar, ef þyngdin hefur neikvæð áhrif á samnemend- urna? Nei, þannig vinnum við ekki. Hvers vegna förum við oft með börn með geðraskannir eins og fanga? Tökum þau tímabundið úr umferð fyrir hegðun þeirra og „brot“, reyn- um að aðlaga þau „norminu“ og plöntum þeim svo niður aftur innan um börn sem engan skilning hafa á slíkum aðferðum. Af persónu- og faglegri reynslu hef ég séð að börn með geðraskanir eru mjög sjálfsgagnrýnin. Þau upp- lifa sig sem frávik frá heildinni og mega síst af öllu við því að þeim sé vikið frá „norminu“ eins og gert er með slíkum aðferðum. Til að ná að fóta sig félagslega þarf sjálfsmynd, sem einungis er brotin niður með þessum hætti. Til þess að finna aðferðir og móta stefnu í málefnum barna með geðraskanir þarf fag- menn og því er brýnt að samstarf milli skóla og heilbrigðisyfirvalda sé virkt. Af hverju tökum við barn út fyrir bekk? Fyrir aðra nemendur og kennara? Til þess eins að auka vinnufrið eða fyrir barnið sjálft? Að taka barn út úr bekk til þess að kenna því íslensku, dönsku og stærðfræði er fásinna og er það eng- in leið til þess að hjálpa barni sem á í félagslegum vandræðum. Eina leiðin til þess að barnið nái fótfestu er að hjálpa því við að byggja upp sjálfsmynd sína og auka meðvitund þess um þær raskanir sem það hrjá. Þannig þarf skólinn að laga sig að barninu um leið og það aðlagar sig skólanum. Skólinn þarf að byggja upp einstaklingsmiðaðar aðferðir til þess að koma til móts við þarfir og hæfileika hvers barns. Sem dæmi má til dæmis bjóða barninu upp á sérstaka þjálfun við eitthvað sem fangar áhuga þess. Hafi barnið brennandi áhuga á flugi, tölvum eða dýralækningum getur skólinn útbú- ið fræðslu um málefnið, fyrir barnið, sem væri þá mögulega sú „sér- kennsla“ sem barnið þyrfti. Barnið yrði því ekki tekið úr bekk til þess að læra það sama og allir hinir og upplifa að verið sé að kasta því til hliðar, heldur fengi það sérstakt og spennandi verkefni í hendur. Með því að viðhalda áhuga barnsins á þennan hátt og auka trú þess á getu sína bætir það sjálfsmynd þess sem skilar sér í minnkandi ótta við fé- lagslega nærveru. Þetta heldur ekki einkennum geðrakskana niðri á all- an hátt en þar koma aðrir þættir inn í. Þar er gífurlega mikið atriði að bekkurinn fái góða fræðslu í því hvernig á að bregðast við, hvað má og hvað má ekki í samskiptum við einstaklinginn. Umræðan þarf að vera opinská og sniðin eftir hverju dæmi fyrir sig. Samstarf skóla, fag- aðila og forelda barna með geðrask- anir þarf einnig að vera náið og for- dómalaust á þessu mikilvægasta skólastigi barnsins og aðilar þurfa að vera samstiga. Með því að einblína á og vinna sérstaklega með kosti og áhuga hvers barns sem sker sig á einhvern hátt úr getum við náð fram miklum framförum í lífi þess. Það er mjög algengt að börn með geðraskanir sjái ekki að þau eigi sér nokkra framtíð, og þar vegur þungt upp- lifun barnsins á sjálfu sér sem „frá- vik“. Með því að beita þessum að- ferðum byggjum við upp sjálfsmynd þeirra og framtíðarsýn. Ég kalla eftir auknu og sýnilegra samstarfi milli fagaðila í málefnum barna með geðraskanir. Ég vil sjá stórátak í þessum efnum og sjá enn frekari framfarir en hafa þegar átt sér stað síðan ég var í skóla. Ég vil sjá meiri fjármuni renna til upp- byggingar á einstaklingsmiðuðum úrlausnum fyrir þessi börn í skólum. Það þarf líka að stór auka fræðslu allra skólastarfsmanna um geðrask- anir barna og einkenni þeirra. Hugmyndir fyrrum skólastjóra míns um hið blómlega líf þar sem engir tveir eru eins, og heildinni beri að aðlaga sig hverjum þeim sem sker sig úr, eru góðar og gildar. Þær fela í sér að hver og einn á sinn rétt á því að blómstra án þess að leggja kapp sitt við að vera eins og hinir. En gildir þetta um okkur öll? Hver skal aðlagast hverjum? Ég kalla eftir auknu og sýni- legra samstarfi milli fagaðila í málefnum barna með geðrask- anir, segir Birkir Egilsson »Með því að einblína á og vinna sérstaklega með kosti og áhuga hvers barns sem sker sig á einhvern hátt úr getum við náð miklum framförum í lífi þess. Birkir Egilsson Höfundur er sjúkraliði. HVAÐ er að gerast með miðbæinn? Fór í kvöldbíltúr niður Laugaveginn og fékk vægt sjokk. Hef að vísu ekki ekið þann rúntinn lengi. Var ég kom- in í fátækrahverfi erlendrar stór- borgar? Ég er nú komin vel yfir miðjan aldur og minnist ekki höf- uðborgarinnar í þessu ástandi. Er það satt sem maður heyrir að rík- isbubbar séu að kaupa upp öll gömlu húsin, láti þau svo grotna niður þar til það verður að rífa þau svo þeir geti byggt Kópavogsturna á 20 hæð- um að amerískri fyrirmynd og grætt upp í loftið? Og á svo bara að fara að taka upp evruna í stað krónunnar og láta alla tala ensku á vinnustöðum landsins? Geta þessir gaurar ekki bara komið sér úr landi „one way tic- ket“ til Evrópu eða Ameríku og látið okkur hin í friði með ástkæra ylhýra og gömlu góðu krónuna. Og svo eru það trukkarnir. Var það ekki vegna þess að enginn vildi ræða við bíl- stjórana sem öll lætin byrjuðu? En ekki að það yrði ekki rætt við þá af því að þeir væru með læti? Áfram strákar! Að lokum. Hvað er að ger- ast með menntamálaráðherrann okkar? Er hún búin að gleyma því að hún er stjórnmálamaður og að allt sem hún gerir á opinberum vett- vangi eru stjórnmál? Vera hennar á opnun Ólympíuleikanna í Kína gefur aðeins ein skilaboð. Látum utanrík- isráðherra um utanríkismálin einnig Kínamálin. Með kveðju til Landans DAGMAR VALA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Álfatúni 18, Kópavogi. Allt á hvolfi! Frá Dagmar Völu Hjörleifsdóttur Sími 551 3010 Snyrtisetrið ehf. Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík S. 533 3100 (Heilsuverndarstöðin) Okkar frábæra tækni eykur starfsemi kollagens - og færir árin til baka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.