Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 36

Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 36
■ Á morgun kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis- skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis- barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. ■ Lau. 17. maí kl. 14. Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Að sundi loknu bregða þau sér í glímubúninga og fá skyndikennslu í þjóð- aríþróttinni … 43 » reykjavíkreykjavík LISTAHÁSKÓLI Íslands segir frá því í stuttri frétt á vefsíðu sinni að gríðarlega góð aðsókn hafi verið á útskriftarsýningu myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrnema á Kjarvalsstöðum, um 11.000 manns virtu sýninguna fyrir sér á þeim tveimur vikum sem hún stóð yfir. Sýningin var opnuð 19. apríl og lauk 1. maí. 63 nemendur sýndu þar lokaverk sín. Í frétt LHÍ segir að sýningin hafi hlotið „mjög góðar viðtökur gesta og gangandi“ og að það hafi end- urspeglast í frábærri aðsókn. Í fyr- irsögn er tekið fram að um aðsókn- armet sé að ræða. Vafalaust má þakka sýning- arstaðnum að stórum hluta að að- sókn hefur verið með endemum góð. Í fyrra var sýningin í kartöflu- geymslunum gömlu í Ártúnsbrekku og þar áður í Hafnarhúsi. Þessa dagana fara fram tónleikar lokanema við tónlistardeild skólans og segir á síðunni að „úrvalsmæt- ing“ hafi verið á þá til þessa. Nokkr- ir tónleikar eru eftir og má finna dagskrána á www.lhi.is. Nóg er eftir enn hjá listnemum því 9. maí hefjast sýningar á loka- verkefnum fyrstu útskriftarnema af brautinni Fræði & framkvæmd við leiklistardeild skólans. Sýningar standa yfir til 18. maí og er ókeypis aðgangur að þeim. Aðsóknarmet hjá LHÍ Morgunblaðið/Valdís Thor Kanína The unlikely comedy of pink furry twisted biracial bunny, eftir Heiðrúnu T. Haraldsdóttur sem er nýútskrifuð úr grafískri hönnun.  Myndlistarnem- inn Þórarinn Jónsson komst aftur í fréttirnar á dögunum þegar lögreglan skrúf- aði niður í hljóð- skúlptúr hans (bænakalli úr íslam) eftir kvartanir frá nágrönnum húsnæðis Listahá- skólans við Skipholt. Líkt og á síð- asta ári þegar Þórarinn var hand- tekinn fyrir sprengju-listgjörning sinn í Kanada, fór af stað umræða um hvort verk Þórarins gæti talist til listaverks og sýnist hverjum sitt. Aðrir hafa hins vegar bent á að Hannes Sigurðsson framdi svip- aðan gjörning í Listagilinu á Ak- ureyri fyrir nokkrum árum. Þá lét Hannes bænirnar óma yfir gilið á nokkurra klukkutíma fresti, dögum saman. Þetta gerði Hannes til að auglýsa myndlistarsýningu með verkum múslímskra listamanna sem þá voru að sýna í Listasafni Akureyrar. Þórarinn svaraði Bænakalli Hannesar  Lítið hefur heyrst frá Heru Hjart- ardóttur tónlist- arkonu upp á síðkastið enda hefur hún alið manninn á Nýja-Sjá- landi þennan vetur sem und- anfarna vetur. Aðdáendur hennar geta þó orn- að sér við þá tilhugsun að von er á tónlistarkonunni til landsins í byrj- un júlí og hefur hún þá fljótlega tónleikaferð um landið. Glæný lög verða með í farteski Heru en svo er einnig von á nýrri hljóm- leikaplötu sem tekin verður upp á Nýja-Sjálandi á föstudag. Áður en Hera kemur hingað til lands treð- ur hún upp á Glastonbury- hátíðinni í Englandi. Hera á Glastonbury Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SÖNGLEIKURINN Wake me up eftir Hallgrím Helgason gerist á níunda áratugnum og var sýndur við gríðarlegar vinsældir fyrir sjö ár- um. Þá voru það nemendur Verslunarskólans sem brugðu sér í snjóþvegnu gallabuxurnar og settu upp axlapúðana en nú er komið að Norð- lendingum að endurupplifa þennan áratug og allt sem honum fylgdi. Söngleikurinn verður frumsýndur annað kvöld í Samkomuhúsinu á Akureyri í leikstjórn Guðjóns Davíðs Karls- sonar. Albert Sigurðsson, tvítugur nemi í MA, fer með aðalhlutverkið í söngleiknum sem fjallar um tímaferðalag ungs manns aftur til ársins 1984 þar sem hann freistar þess að bjarga sam- bandi foreldra sinna. Allir þátttakendur í sýn- ingunni eru á aldrinum 13 til 25 ára og haldnar voru leikprufur þar sem fjöldi fólks af Eyja- fjarðarsvæðinu og nágrenni tók þátt. Svolítið spes „Ég fór ekki í prufurnar, ég byrjaði í hljóm- sveitinni. Síðan fór ég þaðan í hlutverk,“ segir Albert sem átti í upphafi aðeins að leika á saxó- fón í sýningunni. Svo fór að sá sem tók að sér aðalhlutverkið forfallaðist og Albert stökk til og fyllti í skarðið. „Ég spila smá á saxófóninn í sýningunni, ég fæ aðeins að blása.“ Albert er fæddur árið 1988 og þekkir því ekki fótanuddtæki, neonlitaðar legghlífar og breikdans nema af afspurn. Tónlistin frá þessu tímabili hefur þó lifað í gegnum árin og Albert hefur gaman af lögum Wham og Duran Duran. „Þetta er mjög skemmtilegt, gömlu „eighties“- slagararnir, maður þekkir þá. Þetta er svolítið spes en ég fíla þetta alveg,“ segir hann. Pínu stress Þátttakendur í sýningunni eru allt niður í 13 ára gamlir og Albert segir gott að vinna með fólki á ólíkum aldri. „Þetta kom manni á óvart fyrst en síðan kynntist maður fólkinu. Ég hélt að það yrði kannski eitthvað skrýtið að vinna með svona mikið yngri krökkum en svo hættir maður alveg að hugsa um það hvað þau eru gömul. Þetta er búið að vera alveg frábært og yndislegur hópur að vinna með. Ég þekkti marga þarna fyrir og hef kynnst fleirum.“ Undirbúningur hefur staðið yfir frá því fyr- ir jól og annað kvöld er loksins komið að frumsýningu. Albert segir engan taugatitring í hópnum. „Það er alltaf pínu stress en ekkert sem maður ræður ekki við.“ Legghlífar og axlapúðar  Söngleikurinn Wake me up settur upp í Samkomuhúsinu á Akureyri  Ný kynslóð kynnist tísku- og tónlistarstraumum níunda áratugarins Veggspjald Wake Me Up Albert Sigurðsson virkar heldur lítill í návist kjarnakvennanna fimu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.