Morgunblaðið - 07.05.2008, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
YFIR 18.000
ÁHORFENDUR
- Páll Baldvin Baldvinnsson
Fréttablaðið
eee
- Sigurjón M. Egilsson
Mannlíf
eeee
Stefán Birgir Stefánsson
sbs.is
- S. V.
Morgunblaðið
eee
Sýnd í kringlunni
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Sýnd í álfabakka,kringlunni, keflavík, akureyri og SelfoSSi
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
IRON MAN kl. 6D - 9PD - 10D B.i. 12 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 9PD B.i. 12 ára POWERDIGITAL
OVER HER DEAD BODY kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára
P2 kl.10:10 B.i. 16 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D B.i. 10 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D LÚXUS VIP
MADE OF HONOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
DRILLBIT TAYLOR kl. 5:40 B.i. 10 ára
IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára
FORGETTING SARAH M. kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:40 LEYFÐ
FOOL´S GOLD kl. 5:40 B.i.7 ára
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 5:40 LEYFÐ
Sýnd í álfabakka
eeee
- H.J., MBL BÍÓTAL
KVIKMYNDIR.IS
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
„atH SérStakt leyniatriði er að mynd lokinni (eftir leikara/credit liStanum)“
„iron man er Spennandi,fyndinn og Skemmtileg,
þarf maður nokkuð meira
til að geta átt góða kvöldStund í bíó?“
- VIGGÓ-24STUNDIR
„tækin eru Hreint út Sagt
Heillandi, Spennuatriðin eru
mögnuð og Húmorinn er frábær...“
- WALL STREET JOURNAL
JOE MORGENSTERN
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
eee
ROLLING STONE
öll; var skotin til bana með
nokkrum öðrum í mis-
heppnuðu bankaráni í bæn-
um. Þegar bókin mikla
kemur loks út og verður
gríðarleg metsölubók er
hann heillum horfinn, orð-
inn einskonar flækingur og
forðast allt samneyti við
menn.
Á tíu ára afmæli banka-
ránsins hörmulega er rit-
höfundinum boðið í minningarathöfn í smá-
bænum og verður uppi fótur og fit þegar hann
sér konunni sinni sálugu bregða fyrir – hefur
hann gengið af göflunum, eða er eitthvað und-
ÍRSKI blaðamaðurinn og rithöfundurinn Col-
in Bateman er þekktur fyrir bækur og kvik-
myndahandrit, en flestir kannast sjálfsagt við
bókina Divorcing Jack og / eða samnefnda
kvikmynd sem naut talsverðrar hylli.
Stíllinn sem hann hefur tamið sér er harð-
soðinn á köflum, dálítið amerískur ef svo má
segja, en líka langlokulegur. Fyrir vikið eru
bækur hans eins og langhlaup með sprettum á
milli, geta verið skemmtilegar en líka óttleg
soðgrýla.
Orphus Rising segir frá írskum blaðamanni
og verðandi rithöfundi, hálfgerðum flækingi,
sem fellur fyrir konu er hann hittir í banda-
rískum smábæ. Þau rugla saman reytum og
hann tekur til við að skrifa meistaraverk sitt
en áður en hann finnur að því útgefanda er hún
arlegt á seyði? Hefst nú mikil hamagangur.
Þó sagan sé nútímaleg má sjá af titlinum að
Bateman er að vísa í forna sögn af Orfeus og
Evridísi og kemur líka í ljós eftir því sem líður
á bókina, sérstaklega þegar framliðnir fara að
láta til sín taka, og þar kemur að söguhetja vor
þarf að gera sér ferð til Hadesar í leit að sinni
Evridís.
Alla jafna er ég lítið gefinn fyrir glæpasögur
með dulrænu ívafi og þegar menn eru farnir að
spjalla við framliðna er verið að beita býsna
billegum brögðum að mínu viti. Þegar við bæt-
ist að frásögnin er vaðalsleg og sjálf fléttan
ótrúleg fær Bateman ekki háa einkunn.
Orpheus snýr aftur
Orpheus Rising eftir Colin Bateman.
Hodder gefur út. 377 bls. innb.
Árni Matthíasson
FORVITNILEGAR BÆKUR» MÖGNUÐ ÆVISAGA PREDIKARANS HENRYS WARDS BEECHER METSÖLULISTAR»
1. The Whole Truth - David Bal-
dacci
2. Hold Tight, - Harlan Coben
3. The Miracle at Speedy Motors -
Alexander McCall Smith
4. Unaccustomed Earth - Jhumpa
Lahiri
5. Where Are You Now? - Mary
Higgins Clark
6. Certain Girls - Jennifer Weiner
7. Quicksand - Iris Johansen
8. Dead Heat - Joel C. Rosenberg
9. The Appeal - John Grisham
10. Santa Fe Dead - Stuart Woods.
New York Times
1. The World According to Bertie -
Alexander McCall Smith
2. This Charming Man - Marian
Keyes
3. The Lollipop Shoes - Joanne
Harris
4. Excellent Women - Barbara
Pym, et al.
5. Mister Pip - Lloyd Jones
6. Engleby - Sebastian Faulks
7. The Diary of a Provincial Lady -
E.M. Delafield, et al.
8. A Thousand Splendid Suns -
Khaled Hosseini
9. The Reluctant Fundamentalist -
Mohsin Hamid
10. On Chesil Beach - Ian McEwan
Waterstone’s
1. Good Guy - Dean Koontz
2. Bad Luck and Trouble - Lee
Child
3. Witch of Portobello - Paulo Co-
elho
4. Children of Hurin - J. R. R. Tol-
kien
5. Ghost - Robert Harris
6. After Dark - Haruki Murakami
7. Sanctuary - Raymond Khoury
8. Exit Music - Ian Rankin
9. Deep Storm - Lincoln Child
10. Lollipop Shoes - Joanne Harris
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
UNDIR lok ævisögu predikarans
bandaríska Henrys Ward Beecher
er vitnað í málskjöl vegna dómsmáls
sem varðaði framferði hans þar sem
einn þeirra sem við sögu kom segir
svo frá að Beecher hefði aldrei náð
þeim árangri sem predikari sem
hann vissulega náði ef ekki hefði ver-
ið fyrir dýrslegt eðli hans; hann hafi
predikað svo innblásið um veikleika
holdsins vegna þess hve hann var
veiklundaður sjálfur. Nokkuð sem
má vissulega heimfæra upp á fjöl-
marga predikara og guðsmenn.
Henry Ward Beecher var gríð-
arlega vinsæll sem predikari, þekk-
ur ræðusnillingur, frægur fyrirles-
ari, ritstjóri og pistlahöfundur í
vinsælasta blaði Norður-Ameríku og
þegar hann var sakaður um hórdóm
vakti það þvílíka athygli að annað
eins hafði ekki sést; blöð um gervöll
Bandaríkin voru uppfull af fréttum
af dómsmálinu sem spratt í kjölfarið
og annað var ekki rætt manna í mill-
um.
Náðarútvalning og
brennisteinseldur
Henry Ward Beecher (1813-1887)
ólst upp í kalvínisma líkt og flestir
samtíðarmenn hans bandarískir, trú
á náðarútvalningu og brenni-
steinseld helvítis, en faðir hans,
Lyman Beecher, var með þekktustu
predikurum í þeim afkima trú-
arinnar. Henry Ward varð smám
saman fráhverfur þessu og tók að
boða það sem hann kallaði kærleiks-
boðskapinn; lagði höfuðáherslu á
elsku drottins til mannkyns en sú
trúarsýn hafði mikil áhrif á kristna
trú vestanhafs og hefur enn.
Frægðarsól Henrys Wards
Beecher reis hæst eftir að hann var
ráðinn sem predikari við Plymouth-
kirkju í Brooklyn, sem var þá sjálf-
stæð borg. Þar var hann í essinu
sínu sem magnaður predikari, ekki
síst eftir að hann hannaði innviði
nýrrar kirkju þar sem sérstakt svið
var fyrir hann, en ekki bara predik-
unarstóll.
Því hefur verið haldið fram að
systkinin Harriet og Henry Ward
hafi haft úrslitaáhrif í að snúa al-
menningi í norður- og miðvest-
urríkjum Bandaríkjanna á sveif með
andstæðingum þrælahalds, hún með
bókinni um kofa Tómasar frænda,
sem var fyrsta bókin til að seljast í
milljón eintökum í Bandaríkjunum
(á þeim tíma voru íbúar 24 milljónir),
og hann með predikunum, fyr-
irlestrum og blaðaskrifum. Þó var
Beecher lengi tvístígandi í afstöðu
sinni, ekki þó að hann hafi verið
fylgjandi þrælahaldi heldur vegna
þess að hann vildi ekki styggja
valdamikla menn. Það bráði þó af
honum, ekki síst þegar hann fann
undirtektir hjá safnaðarbörnum sín-
um, og eftir það þrumaði hann yfir
lýðnum af krafti og íþrótt.
Dýrslegur kraftur
Eins og sagan hefur leitt í ljós eru
framúrskarandi predikarar iðulega
svo þrungnir dýrslegum krafti að
þeir eru bókstaflega ómótstæðilegir,
ekki síst í augum kvenna. Þegar við
bætist aðdáun tugþúsunda, frægð og
ómælt fé kemur ekki á óvart að þeir
falli fyrir freistingunum. Að því leyti
var Beecher dæmigerður, reyndar
einskonar frumgerð af þeim predik-
urum sem á eftir komu og við þekkj-
um flest í dag. Hann var kraftmikill
og glæsilegur maður þó að ekki hafi
hann verið fríður og margt bendir til
þess að hann hafi átt nokkrar ást-
konur. Það er reyndar erfitt að
sanna slíkt svo löngu eftir daga
hans, en eitt slíkt mál komst í há-
mæli og það var samband hans við
eiginkonu síns nánasta samstarfs-
manns en sá, Theodore Tilton, brást
þannig við að hann sagði öllum sem
frétta vildu enda fór málið fyrir dóm-
stóla, fyrst fyrir öldungaráð Plymo-
uth-kirkju sem komst að þeirri nið-
urstöðu að ekkert ósiðlegt hefði átt
sér stað og síðan fyrir almenna dóm-
stóla þegar Tilton stefndi Beecher
fyrir að hafa spillt konu sinni.
Frægasti maður Ameríku / The
Most Famous Man in America eftir
Debby Applegate er sérdeilis vel
skrifuð og lífleg ævisaga. Í henni er
sögð saga Bandaríkjanna á miklum
umbrotatíma þegar grunnur er lagð-
ur að Bandaríkjum nútímans, þegar
hástemmdar hugsjónir og strangur
siðferðisboðskapur víkur fyrir nú-
tímanum og að því leyti er Beecher
að vissu leyti tákngervingur Banda-
ríkjanna; hlýr, ástríkur, óraunsær
draumóramaður sem uppfullur er af
starfsorku og dugnaði, alþýðumaður
sem tekur fagnandi vellystingunum
ríkidæmisins.
Tákngervingur Bandaríkjanna
Prédikarinn lostafulli Henry Ward Beecher.