Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 128. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Allt að milljón manns
varð heimilislaus
Talið er að allt að milljón manns
hafi orðið heimilislaus í fellibylnum í
Búrma um helgina og tala látinna
var komin í 22.000 í gær. Um 41.000
manna til viðbótar var saknað og ótt-
ast er því að yfir 60.000 manns hafi
farist. » Forsíða
Mikilvægar viðræður
Forseti ASÍ telur að fundur for-
svarsmanna ríkisstjórnarinnar með
fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og
sveitarfélaga í gær hafi verið mjög
mikilvægur og kveðst binda miklar
vonir við framhaldið. Forsætisráð-
herra sagði að sérfræðingar yrðu
fengnir til að greina efnahagsvand-
ann sem nú blasir við og leggja fram
tillögur um aðgerðir. » 2
Kennari í gæsluvarðhaldi
Kennari við Háskólann í Reykja-
vík hefur verið leystur frá störfum
vegna rannsóknar lögreglu á meint-
um kynferðisbrotum. Maðurinn hef-
ur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 14. maí. » 4
Þriðja olíukreppan hafin
Þriðja olíukreppan er hafin og
ólíkt þeim fyrri er hún ekki vegna
röskunar á framboði, heldur stór-
aukinnar eftirspurnar í Asíu, að mati
sérfræðings Alþjóðabankans. » 9
SKOÐANIR»
Śtaksteinar: Atvinnuleysi á evru…
Forystugreinar: Hörmungar í
Búrma | Frelsi eins til athafna á
ekki að skerða frelsi annars
Ljósvaki: Kolbrún og Páll! Sýna!
UMRÆÐAN»
Hjálp til sjálfshjálpar er …
Opið bréf til SA og ASÍ
Allt á hvolfi
Hver skal aðlagast hverjum?
4 4
4 4 4 5 %6'( /#', #%
7#" ##"''
&''
4
4
4
4 4 4 4
4 .82 (
4
4
4
4 4
4 4
4 9:;;<=>
(?@=;>A7(BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA(8'8=EA<
A:=(8'8=EA<
(FA(8'8=EA<
(3>((A&'G=<A8>
H<B<A(8?'H@A
(9=
@3=<
7@A7>(3,(>?<;<
Heitast 16°C | Kaldast 6°C
Sunnan 3-8 m/s og
dálítil súld með köflum
en bjartviðri norðaust-
anlands. Hlýjast norð-
austan til. » 10
Er breski rithöfund-
urinn Ian McEwan
búinn að skrifa sig
frá möguleikum á að
hreppa helstu heið-
ursverðlaunin? » 41
BÓKMENNTIR»
Ókrýndur
meistari
SVIÐSLJÓSIл
Óvenjulegur dagur hjá
prins og prinsessu. » 43
Henry Ward Beech-
er þótti einstakur
prédikari. Hann var
einnig kvennaljómi
og óraunsær draum-
óramaður. » 40
BÆKUR»
Frumgerð
prédikara
TÓNLIST»
McCartney leitar ráða
hjá Mick vini sínum. » 37
FÓLK »
Suri finnst gaman í
naglasnyrtingu. » 42
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Nauðgað á götu í Danmörku
2. Grunaður um kynferðisbrot …
3. Íslendingur var í Búrma
4. Bankaáhlaup hafið?
Íslenska krónan veiktist um 0,4%
HELGA Finns-
dóttir dýra-
læknir hefur
sett á fót sæð-
isbanka fyrir
frosið hunda-
sæði á stofu
sinni í Skipa-
sundi. Sæðis-
bankinn er sá
fyrsti sinnar tegundar á landinu þó að
nokkuð sé um liðið síðan leyft var að
flytja inn frosið hundasæði. Helga
segir að töluverð þörf hafi verið fyrir
aðstöðu til að geyma sæði eftir að
héraðsdýralæknir hætti að annast
móttöku þess.
Mikilvægt er að rétt sé staðið að
geymslunni á frosnu sæði. „Margir
þættir þurfa að vera fyrir hendi ef
sæðing á að geta borið árangur,“ seg-
ir Helga. „Sæðið þarf að vera gott,
sæðingin þarf að fara fram á réttum
tíma á lóðaríinu og síðan þarf
ákveðna þjálfun og æfingu til að
koma sæðinu inn í leg.“
Helga segir notkun frosins sæðis
vera áhugaverðan valkost fyrir rækt-
endur hérlendis þar sem stofnar
margra hundategunda séu smáir og
því geti reynst erfitt að bæta rækt-
unina með innlendum hundum. | 6
Frosið
hundasæði
í banka
SAMNINGAR hafa náðst í deilu-
máli Skífunnar og Senu sem staðið
hefur yfir síðustu tvo mánuði. Deilan
snerist um verð á geisladiskum,
mynddiskum og tölvuleikjum sem
Sena gefur út eða dreifir, en for-
svarsmenn Skífunnar neituðu að
borga það verð sem forsvarsmenn
Senu buðu. Hefur þetta meðal ann-
ars valdið því að fjöldi titla hefur
verið ófáanlegur í verslunum Skíf-
unnar að undanförnu, en þar á meðal
eru geisladiskar með sumum af vin-
sælustu tónlistarmönnum landsins.
Forsvarsmenn beggja fyrirtækj-
anna segjast ánægðir með að samn-
ingar í málinu hafi náðst. | 38
Skífan og
Sena hafa
náð saman
Úrval Skífan í Kringlunni.
„ÞETTA var alveg ótrúlegt,“ segir Einar Á.E. Sæ-
mundsen sem tókst að festa fallegt augnablik á filmu í
vikunni sem leið. Svo heppilega vildi til að hryssan
Randalín var að kasta fyrsta folaldinu sínu, hesti undan
Krafti frá Efri-Þverá, þegar Einar var að vitja
hrossanna á Bergsstöðum í Biskupstungum – með
myndavél í fórum sínum. Hryssur kasta helst að nóttu
til og því hafa ófáir hestamenn farið á mis við þessa
gleðistund. Svo var einnig um eiganda hryssunnar og
frænku myndasmiðsins, Guðbjörgu Ólafsdóttur, sem
rétt missti af köstuninni. Bót var þó í máli að hestinn
fékk hún í afmælisgjöf.
Fyrsti kossinn í Tungunum
Ófáir hestamenn fara á mis við slíka gleðistund
Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
STÆRSTA yfirlitssýning sem haldin
hefur verið á kínverskri list hér á
landi verður opnuð í Listasafninu á
Akureyri á listahátíð 17. maí. „Þetta
er verðmætasta sýningin sem Lista-
safnið hefur sett upp. Listaverkin
verða send hingað í hita- og rakastillt-
um risagámi búnum GPS-staðsetn-
ingartæki og innri stafrænum lás,
vegna þess að tryggingaverðmæti
sýningarinnar eru rúmir 1,7 milljarð-
ar íslenskra króna,“ segir Hannes
Sigurðsson, listfræðingur og safn-
stjóri. Hann segir að meðal lista-
mannanna séu flest stærstu nöfnin í
kínverskri myndlist í dag. Undanfarin
ár hefur athygli listheimsins beinst
meir að Kína en áður og verð á verk-
um rokið upp úr öllu valdi.
Hannes hefur notið liðsinnis virts
hollensks safnara við undirbúning
sýningarinnar og farið með honum til
Peking til að hitta listamenn og velja
verk á sýninguna. „Sýningin er hönn-
uð hér á landi og gerð út af örkinni
sem alþjóðleg farandsýning en héðan
fer hún til Austurríkis, Noregs, Finn-
lands, Svíþjóðar, Þýskalands og Kína.
Gefið verður út dagblað á íslensku,
sem dreift verður ókeypis, og 250
síðna bók á kínversku og ensku.“
Kínversk list á Akureyri
Listaverkin eru send hingað í hita- og rakastilltum gámi
með GPS-búnaði og innri lás Tryggð fyrir 1,7 milljarða
Kína Zhang Xiaogang, einn kínversku listamannanna sem eiga verk á sýn-
ingunni, og Hannes Sigurðsson, safnstjóri Listasafns Akureyrar.
List brautryðjenda | 16