Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Takið eftir, sjósetning björgunarbáta afturkölluð, ég endurtek... VEÐUR Nú er Einar K. Guðfinnsson sjáv-arútvegsráðherra í vondum málum. Hann hefur leyft veiðar á 40 hrefnum. Mótmæli náttúruvernd- arsinna skipta ráðherrann engu máli frekar en fyrri daginn og held- ur ekki andmæli hvalaskoðunarfyr- irtækja. En vonda málið fyrir Einar er að hann er að verða aðalþröskuld- urinn í vegi fyrir kjöri Íslands í ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna!     Utanríkisráð-herrann hef- ur lagt meira kapp á að koma Íslandi í örygg- isráðið en nokk- urn gat órað fyr- ir, þegar núverandi rík- isstjórn var mynduð.     Ástæðan er sú, að hvergi er beturhægt að reka þá utanríkispólitík sýndarmennsku og hégómaskapar, sem ráðherrann og forseti vor leggja svo mikið upp úr eins og inn- an öryggisráðsins. Þá fyrst erum vér Íslendingar karlar í krapinu.     Hrefnuveiðarnar mælast illa fyrirmeðal annarra þjóða, ekki sízt Breta, og fyrirsjáanlegt að við mun- um tapa atkvæðum í kosningunni til öryggisráðsins út á þær. Þess vegna var fundin upp nýjung í íslenzkum stjórnmálum í gær.     Ráðherrar Samfylkingar sem hóp-ur lýstu andstöðu við ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð áður. Senni- lega mun hún breiðast út. Hverju ætli ráðherrar Sjálfstæðisflokksins mótmæli sem hópur?!     Ef Ísland nær ekki kosningu í ör-yggisráðið er utanríkisráðherr- ann búinn að finna haldbæra skýr- ingu á því hvers vegna mörg hundruð milljónum var kastað út um gluggann: Einar K. Guðfinnsson og hrefnurnar fjörutíu. STAKSTEINAR Einar K. Guðfinnsson Í vondum málum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                         !" #  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                 *$BC              !"#   $  #%# &'# (  # )  # *! $$ B *! $% & "  % "  ' (" )( <2 <! <2 <! <2 $'"& * # +,!(-  C                 B  *# % # + #    ,   /       *%,    # $# !"# %* - #& # .   #  # <    87  / /    !*$  # ,   #&0# /  #   ./ (00  ("1 ( !(* # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ómar Ragnarsson | 20. maí Blettur á samtíð okkar Það kæmi mér ekki á óvart að þegar sagn- fræðingar framtíðarinnar rekast á gögn um mál- flutning Sigurjóns Þórð- arsonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um flóttafólkið á Akranesi muni þeir telja skoðanir þeirra blett á samtíð okkar svona svipað eins og þegar menn rák- ust á það um síðir hvernig við mismun- uðum innflytjendum frá Evrópu rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru norsk- ir skógarhöggsmenn teknir fram ... Meira: omarragnarsson.blog.is Friðrik Þór Guðmundsson | 20. maí Engar bætur til Breiðavíkurdrengja – að sinni Aðeins 5 dagar eftir af þinghaldi og enn hefur ekkert sést bóla á frum- varpi um bætur til handa Breiðavíkurdrengjum, ekkert frumvarp enn „til kynningar“ hvað þá til samþykktar á vorþingi. Mér skilst þó að ennþá sé verið að reyna að koma saman einhverjum texta og einhverjum bótafjárhæðum og má alltént búast … Meira: lillo.blog.is Hallur Magnússon | 20. maí Er rétt að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs? Gæti verið réttara og einfaldara að fé- lagslegur stuðningur í húsnæðismálum verði ekki í formi styrkingu fé- lagslegs hluta Íbúða- lánasjóðs sem gæti leitt til hallareksturs og gjaldþrots ef tekið er mið af sögunni, heldur gegn- um húsnæðisbætur sem taka mið af stöðu fólks hverju sinni? ... Meira: hallurmagg.blog.is Eva Margrét Einarsdóttir | 20. maí Copenhagen Marathon 2008; Í pilsi og bleikum sokkum … Sex mínútur í start, er- um búin að skila af okk- ur aukafötunum og pissa bak við skúr. Best að koma sér þægilega fyrir á milli 3:00 blöðr- unnar og 3:15 blöðr- unnar. Skokkum fyrir horn og áttum okkur þá á því að það eru hátt í sjö þús- und manns á milli okkar og blaðranna! Það verður að viðurkennast að hjart- að tók nokkur aukaslög á þessari stundu, síðan var bara að ná fókus og fyrsta verkefni dagsins var að sjá hversu langt við næðum að troða okk- ur í gegnum þvöguna áður en skotið reið af. Skjúsmí, sorry, blakaði augna- hárunum eins og ég gat og leiddi Þórólf í gegnum þvöguna og við náðum að mjaka okkur einhvers staðar á milli 3:30 og 3:15 héranna. Komumst ekki tommu lengra, horfðum hvort á annað og gátum ekki annað en flissað vand- ræðalega og ehemm … „við ætluðum hvort eð er að byrja rólega“. Myndi segja að þetta væru einu „mistökin“ í öllum undirbúningnum fyr- ir maraþonhlaupið okkar. En á móti kom að við vorum búin að ákveða að sama hvað kæmi uppá, þá myndum við bara takast á við það af yfirvegun, ekkert panikk. Það tók 2 til 3 km að koma okkur á réttan stað og detta í 4:30 gírinn. Og svo var bara að rúlla þetta. Við vorum búin að prenta út og plasta millitímana á 5 km fresti miðað við lokatíma 3:10 og ég var búin að næla miðann í pils- faldinn svo það væri auðvelt að stemma sig af. Þá var bara að reyna að negla hvern km á nákvæmlega réttum tíma og að öllu jöfnu vorum við 1 sek frá tímanum okkar á hverjum km. Mest skeikaði 8 sek undir á einum stað og 5 sek yfir þegar síga fór á seinni hlutann. Eftir 14 km nákvæmlega á réttum tíma þá sagði ég við Þórólf að þessir 14 væru fyrir Gabríel, næstu 14 myndum við hlaupa til heiðurs Lilju og síðustu 14 væru fyrir okkur! Þetta var það snið- ugasta sem ég gat sagt á þessari stundu, því það var ekki séns að við færum að gera upp á milli barnanna okkar og næstu 14 km voru nákvæm- lega á réttum tíma líka. Ég fékk ótrúlega mikla athygli í pils- inu mínu og konurnar sem voru … Meira: evaogco.blog.is BLOG.IS Allir velkomnir! Fyrirkomulag hafrannsókna – Hvernig náum við bestum árangri? Hádegisverðarfundur í Valhöll föstudaginn 23. maí, kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Friðrik Már Baldursson, prófessor og formaður stjórnar Hafrannsóknarstofu og Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og alþingismaður. Fundarstjóri: Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins og formaður sjávarútvegsnefndar þingsins. Að fundinum stendur sjávarútvegsnefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.