Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 19

Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 19
tómstundir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 19 Sagt er að leitun sé að meiri fýlu enþeirri sem vill berast úr búnings-klefum hokkííþróttamanna. FlosrúnVaka Jóhannesdóttir segir að fýlan sé engu minni hjá stelpunum. „Það er ákveðin hokkílykt af þessu,“ segir hún kímin en Flosrún varð á dögunum Evrópumeistari í götu-hokkí kvenna (street hockey) með danska liðinu Gentofte Rattlesnakes. Keppa í öllum gallanum „Á Íslandi er götu-hokkí spilað með legg- hlífum, hönskum og hjálmi eingöngu en í Danmörku keppum við í öllum gallanum, al- veg eins og á ísnum. Fyrir vikið er þetta miklu erfiðara, harðari átök milli leikmanna, heitara og meiri sviti,“ segir Flosrún Vaka sem á veturna stundar íshokkí af miklu kappi. Hún hefur æft íshokki í um tíu ár, en götu- hokkíið vakti ekki áhuga Flosrúnar fyrr en fyrir um tveimur árum þegar hún flutti til Danmerkur. Alls kepptu átta lið um titilinn, og segir Flosrún keppnina hafa verið æsispennandi. Lauk úrslitaleiknum með vítakeppni: „Við spiluðum á móti Þýskalandi í úrslitaleiknum. Það lið er mjög gott og æfa margir meðlimir þess allt árið um kring,“ segir hún. Að sögn Flosrúnar er götu-hokkí í flesta staði eins og íshokkí, nema keppendur nota línuskauta í stað ís-skauta, ekki er notaður pökkur heldur lítill bolti og fjórir leikmenn eru inni á vellinum hverju sinni auk mark- manns, en ekki fimm eins og í íshokkí. „Þetta er alveg jafngaman og íshokkí, með sömu keppnis- og öryggisreglum. T.d. verða kepp- endur undir 18 ára að vera með hálshlíf, og áherslurnar á æfingum eru þær sömu og í ís- hokkí.“ Er þetta íþrótt fyrir stelpur? Blaðamaður getur ekki staðist að stríða Flosrúnu örlítið, og spyr hvort þetta séu miklar dömur sem stunda hokkíið, eða hvort keppendur vaði um keppnisvöllinn með til- heyrandi stympingum, tann- og nefbrotum: „Það kom mér reyndar á óvart að ég var tekin niður 3–4 sinnum í götuhokkíinu, og vissi þá ekki af mér fyrr en ég lá kylliflöt á plötunni. Það er jafnvel sagt að harkan sé örlítið meiri í götuhokkíinu en íshokkíi,“ seg- ir hún. „Harkan er mikil, en þetta eru ekki endilega fílefldar stelpur sem eru í þessu, og margar algjörar dömur milli leikja,“ bætir hún við. Það var helst þýska liðið, að sögn Flosr- únar, sem átti eitthvað líkt með afdankaðri staðalmynd karlrembunnar um hokkí- stelpur: „Þær voru með gat í vörinni, gat í eyranu og gat í augnabrúninni, en þar sem ekki má keppa nema límt sé yfir skartgripi voru þær allar teipaðar í framan,“ segir Flosrún glettin. asgeiri@mbl.is Algjörar dömur milli leikja Sigurreifar Liðsmenn Gentofte Rattlesnakes höfðu ástæðu til að fagna ærlega þegar Evr- ópumeistaratitillinn var í höfn eftir strembna keppni við þýsku stelpurnar. Flink Flosrún mundar Evrópumeistarabik- arinn, en hún spilar stöðu framherja. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir er Evrópumeistari í götu- hokkí. Hún sagði Ásgeiri Ingvarssyni frá þessari íþrótt sem hingað til hefur þótt dæmigert strákasport – en það er kannski að breytast. Heimasíða Gentofte Rattlesnakes er á slóð- inni www.rattlesnakes.987mb.com/ MIKIL loftmengun getur flýtt hármissi sam- kvæmt breskri rannsókn sem forskning.no greinir frá, að minnsta kosti ef hárlosið erfist og háreigandinn er karlkyns. Enginn vafi er á því að erfðir karla ráða því hvort kollvik þeirra skríða upp á við eða hvort glampa fer á hvirfilinn. Bresku vísindamenn- irnir komast þó að því að loftgæðin þar sem viðkomandi býr og starfar skipta einnig miklu máli. Þeir sem hafa hármissi í genunum eiga þannig mun frekar á hættu að verða þunn- hærðir fyrr en ella verði þeir fyrir mikilli loft- mengun. Í rannsókninni voru hársekkir þunnhærðra karla greindir á rannsóknarstofu. Í ljós kom að eiturefni í lofti, sem einnig er að finna í síg- arettureyk, geta þrengt sér gegn um húðina eða í blóðrásina og þannig haft áhrif á hár- rótina. Þetta getur leitt til neikvæðra áhrifa á frumurnar í hársekkjunum sem aftur aftrar hárvextinum. Vísindamennirnir segja þetta benda til þess að menn geti dregið úr hárlosi með því að hætta að reykja eða hreinlega flytja til staða þar sem loftið er hreinna. Þeir sem óttast skalla en hafa ekki tök á að flytja eiga þó einnig von því bresku vísinda- mennirnir vonast til að rannsóknir þeirra leiði til þess að hægt verði að þróa ný lyf gegn hár- losi. M.a. sjá þeir fyrir sér hárkrem sem gæti dregið úr skaðlegum áhrif loftmengunar. Þegar hárið hverfur út í loftið Hárlaus Sköllóttir geta líka verið karlmann- legir eins og fótboltakappinn Zidane. Reuters Ópusallt er einfalt www.opusallt.is/kynning Ópusallt er ein þróaðasta viðskiptalausnin á mark- aðinum í dag – en byggir á aldarfjórðungs reynslu af íslenskum aðstæðum. Ópusallt er öflug lausn fyrir fyrirtæki sem hafa þörf fyrir sveigjanlegt sölu- og birgðakerfi, gott verkbókhald auk allra almennra eiginleika góðrar og reyndrar viðskiptalausnar. HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / hugurax@hugurax.is / Sími 545 1000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.