Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 23 virkjanir, Hvera- itruvirkjun. Í gær ækisins að hætta við að Skipulagsstofnun ninni vegna um- henni fylgja. Stjórn- ramt að halda áfram ahlíðarvirkjunar. verði að framleiða allt að 90 MW í Hverahlíðarvirkjun. Þar er þegar búið að bora þrjár holur. Áætlanir ganga út á að rafmagnsfram- leiðsla geti hafist þar 2011. Samkvæmt áætlunum átti Bitru- virkjun að geta framleitt 135 MW. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Orkuveitunnar er áætlað að fyrirtækið sé búið að verja um einum milljarði króna í rannsóknir og undirbúning vegna virkjunarinnar. Landsvirkjun rekur í dag 60 MW gufuaflsvirkjun við Kröflu en und- irbúningur er hafinn að því að stækka virkjunina um 150 MW. Auk þess rek- ur Landsvirkjun litla gufuaflsstöð í Bjarnarflagi sem framleiðir 3 MW. Landsvirkjun hefur fengið rann- sóknarleyfi á tveimur svæðum, þ.e. við Kröflu og Gjástykki. Auk þess hafa Þeistareykir ehf., sem Landsvirkjun á stóran hlut í, fengið rannsóknarleyfi á Þeistareykjasvæðinu. Áætlað er að Þeistareykjavirkjun geti framleitt allt að 150 MW. Virkjanir á þessu svæði tengjast áformum um uppbyggingu ál- vers við Húsavík. Gert er ráð fyrir að rannsóknum á svæðinu ljúki á þessu ári og sala á rafmagni frá háhitasvæð- unum á Norðausturlandi hefjist á ára- bilinu 2012-2015. Hitaveita Suðurnesja framleiðir í dag 75 MW við Svartsengi og 100 MW í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið hefur fengið rannsóknarleyfi á tveimur stöð- um, Trölladyngju og Krýsuvík. Umsóknum um rannsóknarleyfi á Torfajökulssvæðinu hafnað Samkvæmt upplýsingum frá iðn- aðarráðuneytinu vísaði Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra frá í júlí á síðasta ári umsóknum um rannsókn- arleyfi í Brennisteinsfjöllum, Kerling- arfjöllum, Torfajökulssvæðinu, Græn- dal og á Fremrinámasvæði. Þetta var gert á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Í ráðuneytinu er núna aðeins ein óafgreidd umsókn um leyfi til jarðhitarannsókna en hún er frá Hrunamannahreppi og Hitaveitu Flúða vegna jarðhita í sveitarfélaginu. Auk þeirra rannsóknarverkefna sem þegar hafa verið talin upp standa orku- fyrirtækin sameiginlega að verkefninu „Íslensk djúpborun“ en ef það skilar tilætluðum árangri gæti raforku- vinnsla með gufuafli margfaldast. Þessar rannsóknir á djúpborun eru hins vegar skammt á veg komnar og mikil óvissa er um árangur. kufyrirtækin í auknum mæli snúið sér að gufuaflinu ma úr gufuafli og gja fleiri virkjanir Morgunblaðið/RAX n sýnir hluta af svæðinu en í bakgrunni mjá sjá í nokkur hús í a við virkjunina eftir að Skipulagsstofnun lagðist gegn henni. fa í huga að [jarð- ru náttúrlega reist- um svæðum þegar rfismála og þegar Íslands“. aölduveita kom til tjórn á árinu 2006 ar Sjálfstæð- ð þeir vildu að hætt a en í staðinn ætti leita annarra kosta s við stórkaup- með virkjun gufuafls m sagði Steinunn V. randi borgarstjóri maður Samfylk- pborana og annarra ara við nýtingu jarð- ur fram á að við ega að standa í um hverju sé fórn- ki af okkar mestu Alþingi þingsálykt- fheiði Ingadóttur og ngmönnum VG sem stofnaður verði eiti leiða til að um- framkvæmdum á erði haldið í algjöru rgerð kemur fram m.a. vegna þess að rfisáhrif vatnsafls- t sjónum manna að gufuaflsvirkjunum og menn hafi von- ast eftir að slíkar virkjanir skildu ekki eftir eins alvarleg sár í við- kvæmri náttúru landsins. Rask vegna Hellisheiðarvirkjunar benti hins veg- ar til þess að slíkar virkjanir hefðu mikil áhrif á umhverfi. „Umhverfisáhrif af jarðvarmavirkj- unum eru þó þekkt að ýmsu leyti og vitað að svæðin eru viðkvæm og lengi að ná sér hafi þeim verið raskað. Þar sem vinnsla er hafin á háhitasvæðum blasa við borplön, stórvaxin háspennu- möstur og -línur, haugsvæði, slóðar og þéttriðin net uppbyggðra vega og vatnsröra. Umgengni og frágangi framkvæmdaraðila er í ýmsum til- fellum ábótavant og alkunna er að fyrstu rannsóknir, sýnataka og til- raunaboranir spilla ásýnd svæðanna umtalsvert,“ segir í greinargerð með tillögunni. s- rðið? Morgunblaðið/RAX Hellisheiðarvirkjun Það kom mörgum á óvart hversu mikið rask fylgdi Hellis- heiðarvirkjun og í kjölfarið jókst andstaða við byggingu nýrra gufuaflsvirkjana. Fyrirsögn þessarar greinar, sem erulínur Hugleiks Dagssonar úr leik-ritinu Legi, hafa flogið um hugaminn núna síðustu dagana og á endanum ákvað ég að mér væri ekki sama um börnin og ákvað að skrifa þessa grein í minn- ingu systurdóttur minnar. Hún lést einungis 26 ára nú í byrjun maímánaðar eftir langvar- andi baráttu við fíkniefni, læknadóp og geð- hvarfasýki. Ég læt öðrum um að fjalla um veikindi frænku minnar en beini þessari grein að högum drengjanna hennar tveggja sem eru að verða 6 og 10 ára. Það að vera barn geðsjúkrar móður hlýtur að vera eitt erfiðasta verkefni sem litlum börnum er fengið. Litlu guttarnir voru þó svo heppnir að eiga fórnfúsustu og elskulegustu afa og ömmu sem völ var á og hafa þau verið vakin og sofin yfir velferð dóttur sinnar og barna- barna. Drengirnir hafa mikið verið hjá afa og ömmu og þegar keyrði um þverbak núna fyrir ári í veikindum frænku minnar þá var hún eftir mikið þref svipt for- ræði yfir drengjunum og þeim komið í tímabundið fóstur hjá þeim. Það hefur verið gaman að sjá hvernig þeir bræður hafa opnast og orðið öruggari með sig nú þegar þeir hafa haft öryggi og aðgang að skilyrðislausri ást og hlýju frá afa sínum og ömmu. Óveðursskýin hafa hins vegar verið að hrannast upp í kringum frænku mína, sérstaklega eftir áramót. Hún sótti hins vegar fast að fá að vera með syni sína annað slagið en eftir síðustu heimsókn drengjanna þangað, sem vægast sagt gekk brösulega, þá hringdi systir mín, sendi tölvupóst og að lokum skrifaði Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur bréf þar sem hún sagði dóttur sína í engu ástandi til að gæta sona sinna og vildi ekki að þeir færu þangað aftur í bráð. Hún var búin að tala oft og mörgum sinnum við Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur en annaðhvort var svarað seint og illa eða þá hún fékk bara samband við skiptiborðið. Það var svo í lok apríl að frænka mín fór fram á að fá drengina til sín í heimsókn. Starfsmaður Barnaverndarnefndar Reykja- víkur hitti hana og sagði við systur mína að dóttir hennar væri í góðum gír, engin vand- ræði hjá henni og hún ætti rétt á að fá dreng- ina. Systir mín vísaði í bréfið sem hún hafði áður sent og áréttaði að dóttir sín væri ekki í góðu jafnvægi til að gæta drengjanna. Barnavernd undi því ekki og krafðist þess að drengirnir færu og keypti flugmiða undir þá suður. Afinn og amman fengu engu ráðið og neyddust til að senda drengina. Þetta gerðist miðvikudaginn 30. apríl og komu drengirnir þá suður á vegum Barna- verndarnefndar Reykjavíkur og áttu að vera yfir helgina hjá móður sinni. Föstudaginn 2. maí sendi systurdóttir mín þá hins vegar frá sér í gistingu. Það var ekki gert með vitund Barnaverndar Reykjavíkur. Aðfaranótt laug- ardags tekur hún svo inn stóran skammt eit- urlyfja og læknalyfja og sofnar svefninum langa. Yngri sonur hennar og faðir hans koma svo að henni látinni á laugardags- kvöldið. Þrátt fyrir að andlát hennar hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart, miðað við lang- varandi veikindi frænku minnar, þá hófst mikið sorgarferli í minni fjölskyldu og afinn og amman komu suður. Það heyrðist ekkert í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur alla helgina. Mánudaginn 5. maí, tveimur dögum eftir andlát frænku minnar, hringdi systir mín í nefndina og sagði símadömunni (sem vænt- anlega er sú manneskja innan þessarar stofnunar sem hún hefur oftast talað við!) að nú sé hún komin suður til að jarða dóttur sína. Þegar hún svo loksins fékk fund með ráðgjafa hjá Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur þremur dögum eftir andlát frænku minnar þá kom ýmislegt forvitnilegt í ljós. Það eru eiginlega viðbrögð og vinnulag Barnaverndarnefndar sem eru kveikjan að þessari grein. Í fyrsta lagi voru börnin á veg- um nefndarinnar hér fyrir sunnan. Starfs- maður nefndarinnar sem átti að koma í óund- irbúnar heimsóknir hringdi tvisvar og í hvorugt skiptið var svarað í símann (menn geta ímyndað sér hvers vegna). Þetta lét starfsmaðurinn gott heita og skýringar nefndarinnar eru þær að fólk væri ekki alltaf heima eða gæti tekið síma. Látið fólk á auð- vitað erfitt með að taka síma, en þessir bless- uðu frændur mínir hefðu alveg eins getað verið í tvo daga yfir líki móður sinnar yfir þessa helgi, nú eða bara úti í sandkassa og það í boði Barnaverndarnefndar Reykjavík- ur. Það er ótrúlegt ábyrgðarleysi af nefndinni að tryggja ekki öryggi frænda minna eða a.m.k. ganga úr skugga um að allt væri í lagi með þá alla þá daga sem þeir voru gegn vilja ættingja á vegum nefndarinnar í Reykjavík. Í öðru lagi var spurt um sálgæslu fyrir drengina hjá Barnaverndarnefnd og svörin sem afanum og ömmunni voru þá gefin voru þau að ef þurfa þætti þá mætti e.t.v. „athuga“ slíkt. Ekkert var drengjunum boðið að fyrra bragði. Þessir litlu snáðar hafa lent í mörgum mjög erfiðum lífsreynslum í gegnum tíðina en fálæti Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur við móðurmissinum er með ólík- indum. Nefndin var einnig spurð út í réttargæslumann eða lögráðamann fyrir dreng- ina en fulltrúinn hafði aldrei heyrt á slíkt minnst. Þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur að fólk sem vinnur í þessum geira kunni ekki Barnaverndarlögin betur en þetta. (Barnaverndarlög, 32. grein, lög nr. 80/2002). Að skipa drengjunum lögráða- mann hefði átt að vera eitt fyrsta verk nefndarinnar til að tryggja að hagsmunum þeirra væri sómasamlega gætt. Að síðustu var afanum og ömmunni, sem nýlega voru bú- in að missa yngstu dóttur sína á skelfilegan hátt, sagt að vegna dauða hennar þá flyttist forræði drengjanna sjálfkrafa til feðra drengjanna. Ekki vil ég halla á þá feður en þeir hafa átt við talsverð vandamál að stríða í gegnum tíðina og gátu ekki tekið við forsjá þeirra þegar móðirin var svipt for- ræði á sínum tíma. Hvað hefur breyst síðan þá er mér hulin ráðgáta. Síðan Barnaverndarnefnd Reykjavíkur frétti af andláti frænku minnar hefur enginn á þeirra vegum haft samband við afann og ömmuna og spurt um líðan drengjanna, það er bara eins og þeir séu kennitölur í óþægi- legu máli en ekki brothættar litlar sálir. Eftir að hafa síðan farið inn í íbúðina sem fulltrúi frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur taldi fullboðlega fyrir frændur mína að búa í var mér loksins nóg boðið. Íbúð sem gerir sögusvið myndarinnar Trainspotting líkasta barnamynd í samanburði við þann hrylling sem blasti við okkur sem losuðum íbúðina. Við fundum hass, hvítt duft, álpappír, plast- poka, 100 kveikjara, brenndar skeiðar, skæri og hnífa. Við það eitt að lyfta upp sessunni á stofusófanum blöstu við ummerki um gíf- urlega eiturlyfjaneyslu. Enginn hefur verið í íbúðinni síðan frænka mín lést, þannig að all- ur þessi ósómi hefur verið til staðar þegar fulltrúi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur heimsótti frænku mína og gaf grænt ljós á að hún fengi drengina í heimsókn. Ég bara spyr: Hvernig líta þau heimili út þar sem Barna- verndarnefnd Reykjavíkur telur að börnum sé EKKI hollt að búa? Nú hafa tveir ungir drengir misst móður sína og eru að upplifa eina þá mestu sorg sem unnt er að leggja á börn. Ég vona bara að réttur þeirra bræðra til að alast upp saman sé sá æðsti réttur sem fara eigi eftir. Reglur og kerfi eru ekki alltaf af hinu góða en fyrst við sem siðmenntuð þjóð höfum ákveðið að búa til reglur um barnavernd þá finnst mér fáránlegt annað en að fara eftir þeim. Mér þykir nokkuð ljóst að Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur hefur algjörlega brugð- ist þeirri skyldu sinni að vernda þessa litlu frændur mína – hverjum er ekki sama um börnin? Ég vonast til að þessi greinarstúfur megi verða til þess að betur verði hlúð að öryggi og atlæti íslenskra barna í framtíðinni og að þarfir þeirra verði ávallt hafðar í fyrirrúmi. Það er til umhugsunar að þjóð sem ætlar sér að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna virðist ekki hafa burði til að vernda okkar minnstu bræður. Hverjum er ekki sama um börnin? Eftir Ingibjörgu S. Benediktsdóttur Ingibjörg S. Benediktsdóttir » ...frændur mínir hefðu alveg eins getað verið í tvo daga yfir líki móður sinnar yfir þessa helgi, nú eða bara úti í sandkassa og það í boði Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur. Höfundur er tannlæknir og ömmusystir tveggja móðurlausra hetja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.