Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NORRÆN matargerðarlist nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir, ekki einungis á heimavelli heldur jafnframt á alþjóðavettvangi. Litið er á norræna matargerðarlist sem framandi, ferska og áhugaverða. Ein- stakt tækifæri gefst til að kynna enn betur norræna matarmenningu á Bo- cuse d’Or Europe, hinu óopinbera Evrópumóti matreiðslumanna, sem haldið verður í Stafangri í Noregi í sumar. Það segir líka sína sögu að þrjú norræn veitingahús eru á lista Res- taurant Magazines yfir 50 bestu veit- ingahús veraldar. Sem fyrr er hinn goðsagnakenndi spænski veitinga- staður elBulli efstur á listanum, en meistarakokkurinn þar, Ferran Adría, hefur sagt að norrænt eldhús muni næst tróna á toppnum yfir besta eldhús í heimi. Þau ummæli bera vitni um hversu miklir mögu- leikar felast í norrænni matargerð- arlist. Er þá til einhver samnefnari yfir norræna matarmenningu sem hægt er að nota til að markaðssetja nor- ræna matargerðarlist sem eina heild? Já, í faginu sjálfu eru margir mögu- leikar. Helstu einkenni norræns hrá- efnis eru hreinleiki þess og einfald- leiki. Einstætt hráefni frá Norðurlöndum hefur verið helsta tromp norrænna matreiðslumanna í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og þannig vakið mikla athygli. Norrænir matreiðslumenn hafa einnig komist langt í þessum keppnum með sína rétti. Norrænu þjóðirnar leggja einn- ig ríka áherslu á að matvæli eigi að vera holl og heilsusamleg, ekki síst fyrir börn og unglinga. Eitt samheiti er yfir þetta í dag, nefnilega „Ný norræn matvæli og matargerðarlist“, áætlun sem Nor- ræna ráðherranefndin hrinti úr vör á haustmánuðum 2006. Markmiðið með þeirri metnaðarfullu áætlun er að standa vörð um og þróa áfram þá já- kvæðu ímynd sem norræn mat- armenning og matargerðarlist hefur. Ný norræn matvæli eiga einnig að hefja hönnun og ferðamennsku sem tengist mat til vegs og virðingar. Í framkvæmd er norrænni matar- gerðarlist komið á framfæri með fjöl- mörgum ólíkum sam- starfsverkefnum milli t.d. veitingahúsa, fram- leiðenda, skóla og ann- arra aðila um öll Norð- urlönd. En ný, norræn matvæli hafa einnig mun víðtækari merk- ingu en þessi fjölmörgu verkefni bera vitni um. Verkefnið hefur orðið til að skapa alls slags tengsl, með mál- þingum, matarsýn- ingum og öðrum við- burðum sem tengir saman fólk. Árangurinn er afar dýrmætur og felst í nytsömum tengslanetum til framtíðar. Innan ramma áætlunarinnar um ný, norræn matvæli hafa verið til- nefndir fjórtán matarsendiherrar frá Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Nor- egi, Íslandi og Grænlandi, Færeyjum og Álandi. Við höfum hist nokkrum sinnum og látið hugann reika og leit- að leiða til að vekja athygli á norrænu eldhúsi, hvort heldur er í okkar heimalandi eða á alþjóðavettvangi. Við tókum t.d. nýlega þátt í stóru matarhátíðinni Food & Fun á Íslandi. Í júlíbyrjun fara flest okkar til Bo- cuse d’Or í Stafangri í Noregi og á matarsýningu sem haldin verður í tengslum við hátíðina. Við væntum þess virkilega að geta lagt okkar af mörkum til að koma norrænni mat- armenningu á framfæri. Líta má á þann árangur sem náðst hefur í því að kynna ný, norræn mat- væli sem afleiðingu af aukinni hnatt- væðingu. Norræna eldhúsið á erindi út í heim – en á hinn bóginn hefur hnattvæðingin leitt til þess að þjóðleg og svæðisbundin gildi hafa fengið mun meira vægi. Vernda þarf áfram og þróa þá menningu sem ríkir í heimalöndunum. Norrænn matur er einfaldur, hreinn og bragðast vel – sá boðskapur nær til sífellt fleira fólks. Við höfum einfaldlega upp á mikið að bjóða og í háum gæðum á mæli- kvarða matargerðarlistarinnar. Ef til vill má líkja nýja norræna eldhúsinu við matargerðarlist við Miðjarðarhafið, þar sem hvert land eða hérað leggur sitt af mörkum með sínum sérkennum, einstakri hrávöru, hönnun eða matreiðslu undir sameig- inlegri regnhlíf. Ný, norræn matvæli gætu verið leið til að skapa slíkan sameiginlegan skilning á norrænni matargerðarlist. Við erum þegar komin vel á veg með það! Sigurður Hall, Baldvin Jónsson, sendiherrar fyrir ný norræn mat- væli. Staðreyndir um ný norræn mat- væli og matargerðarlist: – Áætluninni Ný norræn matvæli var hrint úr vör á Norðurlandaráðs- þingi í Kaupmannahöfn 2006. – Áætlunin, sem er á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar, hefur 23 milljónir danskra króna til ráðstöf- unar fyrir tímabilið 2007–2009. – Ný norræn matvæli eiga að þróa, efla og vekja athygli umheimsins á þeim tækifærum sem finnast í nor- rænum matvælum og norrænni mat- argerðarlist. – Auk Norrænu ráðherranefndar- innar tekur Norræna nýsköpunar- miðstöðin NiCe þátt í að framfylgja áætluninni um ný norræn matvæli og matargerðarlist. – 14 sendiherrar fyrir ný norræn matvæli eru að störfum í norrænu ríkjunum fimm og á sjálfstjórnar- svæðunum þremur. Veröldin bíður eftir norrænni veislu Sigurður Hall og Baldvin Jónsson segja frá sérstöðu norrænna matvæla Sigurður Hall og Baldvin Jónsson »Norrænn matur er einfaldur, hreinn og bragðast vel – sá boð- skapur nær til sífellt fleira fólks. Höfundar eru sendiherrar fyrir ný norræn matvæli. TENGLAR .............................................. www.nynordiskmad.org ÞAÐ eru forréttindi að fá að fylgj- ast með börnum uppgötva heiminn. Eldri strákurinn minn er mjög upp- tekinn af hæð sinni. Hann stillir sér oft upp við hlið pabba síns og mælir hversu hátt hann nær. Honum finnst hann hafa staðnæmst ansi lengi í naflahæð föður síns en sjálfum finnst mér sá dagur færast nær þegar ég þurfi að játa mig sigraðan. Mér er minnisstætt þegar við vorum í göngutúr í vetur að strákurinn minn gapti af undrun: „Sérðu hvað skugginn minn er stór,“ sagði hann. Fyrir stuttu varð syni mínum enn sem fyrr litið á skuggann sinn. Í þetta sinn varð hann fyrir miklum von- brigðum. Skugginn var ekki svipur hjá sjón. Í stað þess að teygja sig út í það óendanlega virkaði hann jafn- vel enn minni en drengurinn sjálfur. Pabbinn varð því að taka á honum stóra sínum að útskýra að skugginn væri minni vegna afstöðu sólarinnar. Það er svipað með vexti. Eitt af því fyrsta sem hagfræðinemendum er kennt er að gera greinarmun á nafn- og raunvöxtum. Segja má að þegar við horfum á nafnvexti séum við að sjá skugga raunverulegra vaxta og það fari eftir verðbólgunni hvort þeir gefi okkur rétta mynd af raunvöxt- um. Ef verðbólga er hverfandi eru nafn- og raunvextir nánast þeir sömu. Eftir því sem verðbólgu vex ásmegin víkja þeir hins vegar æ lengra hvorir frá öðrum, líkt og skuggi og raun- veruleg hæð drengsins þegar sólin hnígur. Raun- stýrivextir Seðlabank- ans hafa t.d. lækkað ört eftir því sem verðbólga hefur aukist. Stýrivext- ir eru því langt frá því að vera þeir hæstu í heimi hér. Aðhaldið ræðst af raunvöxtum. Þessi greinarmunur á nafn- og raunvöxtum gleymist oft í umræða um peningastefnuna. Steininn tók úr þegar virtur hagfræðiprófess- or leggur til að við hefð- um getað farið í gegn- um þensluskeið síðustu ára með stýrivexti aðeins 1-2 prósentum hærri en í nágrannalöndunum. Sam- tök atvinnulífsins hafa jafnvel gengið svo langt að vilja festa þá stefnu í lög. Það er engum blöðum um það að fletta að ef þessari stefnu hefði verið fylgt hefðu raunvextir haldist nei- kvæðir svo misserum skiptir. Það er laukrétt að verðbólgugusan hefði komið strax fram en það er sömuleið- is deginum ljósara að ekkert hefði orðið til þess að kveða verðbólguna niður. Neikvæðir raunvextir, víta- hringur hækkandi launa og verðlags, hærri verðbólguvæntingar og stjórn- leysi í peningamálum hefði aukið verðbólguna upp í a.m.k. 20-30%. Ein vísasta leiðin til að hleypa verðbólgu lausri er að leyfa raunvöxt- um að verða neikvæðum. Það var ein meginástæða mikillar verðbólgu í þróuðum ríkjum á borð við Bretland og Bandaríkin á 8. áratug síðustu ald- ar. Það þurfti að halda raunvöxtum háum í langan tíma til að kveða niður verðbólguna í kjölfarið og end- urheimta trúverðugleika. Peningahagfræðinni hefur fleygt fram og meiri samhljómur hefur skapast. Það sem heillar mig við fræðin og stefnumörkun er engu að síður að hvort tveggja býður upp á frjóa umræðu um æskileg viðbrögð. Framkvæmd peningastefnu er og verður ætíð blanda af list og vís- indum. Ísland er minnsta land í heimi með sjálfstæða peningastefnu og fljótandi gjaldmiðil og eðlilegt að framkvæmdin sé umdeildari en víða annars staðar. T.d. er eðlilegt að rætt sé af fullri alvöru um hvort æskilegt sé að hafa eigin gjaldmiðil eða ganga í myntbandalag. Um slíkt er hægt að hafa frjó skoðanaskipti. Sömuleiðis um hvort fýsilegt sé að hafa stofn- anaumgjörð sem letur miðlun stýri- vaxta yfir í útlánsvexti íbúðalána. Svona mætti áfram telja. En hvernig er hægt að ræða í fullri alvöru um að við hefðum átt að halda í verðbólgu- markmiðið en leyfa raunvöxtum að verða neikvæðum vegna þess að við viljum ekki að vextir séu hærri en í nágrannalöndunum meira en sem nemur 1-2 prósentum? Ekki er hægt að skilja slíkar tillögur öðruvísi en að framkvæmd peningastefnu hér á landi eigi að vera algjörlega á skjön við lærdóma reynslunnar og nið- urstöður hagfræðinnar. Frjálst streymi fjármagns milli landa snýr þessum niðurstöðum ekki á hvolf. Rannsóknir sýna einmitt að þróuð ríki bregðast við auknu innstreymi fjármagns á góðæristímum með hækkun raunvaxta með kerf- isbundnum hætti á meðan þróun- arríki lækka vexti. Hvorum hópnum eigum við að tilheyra? Árangur peningastefnu Seðlabank- ans er ekki sem skyldi en vonandi fáum við aldrei að komast að því hver samfélagslegur kostnaður pen- ingalegs stjórnleysis er. Saga þjóð- arinnar ætti að vera víti til varnaðar. Íslandssagan ætti einnig að kenna okkur að verðbólga er ekki eini fylgi- fiskur neikvæðra raunvaxta. Þeir brengla skynsamlega ákvörð- unartöku, hvetja til of mikillar lán- töku og ýta undir óhagkvæma fjár- festingu með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðarbúskapinn. Tugir ríkja um allan heim hafa tekið upp verð- bólgumarkmið til að hverfa frá þeirri braut sem byggðist á úreltum hag- fræðikenningum um hverju pen- ingastefna fær áorkað. Við eigum ekki að stíga skref til baka. Við höfum færi á að treysta núverandi umgjörð og efla áhrifamátt peningastefnunnar til að hún geti tryggt verðstöðugleika. Börnin okkar eiga skilið að við tökum slaginn við verðbólguna af fullri al- vöru. * Skoðanir, sem koma fram í grein- inni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Ís- lands. Verðbólgan er enginn barnaleikur Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar um peningahagfræði Þorvarður Tjörvi Ólafsson » Það er engum blöð- um um það að fletta að ef þessari stefnu hefði verið fylgt hefðu raunvextir orðið nei- kvæðir og verðbólga aukist í a.m.k. 20-30% Höfundur er hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. SÍÐUSTU mánuði hafa alþjóðlegir fjölmiðlar veist harkalega að stjórn- völdum í Kínverska alþýðulýðveldinu fyrir ofbeldisfull við- brögð gegn mótmælum munka og almennings í Tíbet og fyrir að fót- umtroða mannréttindi þegna sinna. Nú er kominn tími til að al- þjóðasamfélagið stöðvi annars konar mannrétt- indabrot: árás á frelsi fjölmiðlafólks frá Taív- an. Á hverju ári síðan 2004 hefur Upplýs- ingaskrifstofa Samein- uðu þjóðanna meinað blaðamönnum frá Taív- an aðgang að Al- þjóðlega heilbrigð- isþinginu undir því yfirskini að Taívan sé ekki meðlimur Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Réttur al- mennings á Taívan til upplýsinga um alþjóðleg heilbrigðismál er þannig hunsaður af pólitískum ástæðum. Þetta stangast berlega á við þann skilning að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) séu varðstöðuafl réttlætis í heim- inum. Frelsi fjölmiðla er alþjóðleg hug- sjón sem á að vera hafin yfir pólitísk hrossakaup. Grein 19 í Mannréttinda- yfirlýsingu SÞ kveður á um að „allir eigi rétt til skoðana- og tjáning- arfrelsis. Þessi réttur felur í sér frelsi til að mynda sér skoðanir án ytri íhlutunar og að leita, taka á móti og dreifa upplýsingum og hugmyndum í gegnum hvaða miðil sem er og óháð landamærum.“ SÞ undirstrika frelsi fjölmiðla með því að fylgjast reglu- bundið með því hversu vel það er haft í heiðri og með þeirri ákvörðun sinni frá 1993 að 3. maí skuli vera alþjóð- legur baráttudagur frjálsrar fjölmiðl- unar. Í nýlegri skýrslu Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO) – „Tryggari framtíð: Lýðheilsuvarnir á 21. öld“ – er hnykkt á nauðsyn alþjóða- samvinnu og ótruflaðs upplýs- ingaflæðis milli landa heims í barátt- unni gegn farsóttum. Í 3. grein Alþjóða heilbrigðisreglugerðar WHO stendur einnig að markmið hennar sé að vernda alla jarðarbúa fyrir út- breiðslu sjúkdóma. En WHO hefur á sama tíma veikt einn hlekkinn í eigin keðju með því að banna blaðamönn- um frá Taívan að sækja Alþjóðlega heilbrigðisþingið. Þetta er gert að undirlagi stjórnvalda í Beijing. Taívan tryggir að fullu frelsi fjölmiðla í eigin landi. Bandaríska stofnunin Freedom House, sem fylgist með þessum málum um all- an heim, gaf þann úr- skurð á síðasta ári að Taívan stæði fremst í flokki Asíuríkja hvað fjölmiðlafrelsi varðar. Í lýðræðisríkjum, þar á meðal Taívan, eru blaðamenn óháð starfs- stétt en ekki sporgengl- ar ríkisstjórna. Því mið- ur ganga SÞ í berhögg við eigin yfirlýsta stefnu í þessu efni. Af pólitískum hagsmunaástæðum hefur það þótt „henta“ að loka dyrunum á blaðamenn frá Taívan og þar með á taívanskan almenning í leiðinni. Nú þegar Alþjóðlega heilbrigð- isþingið 2008 stendur fyrir dyrum leggjum við til eftirfarandi: Í ljósi ákvæðis Mannréttinda- yfirlýsingarinnar um að frelsi til upp- lýsinga og skoðana sé ekki bundið landamærum þá standi umrætt þing opið blaðamönnum frá öðrum löndum en þeim sem eiga aðild að WHO. Markmið WHO er að tryggja öll- um jarðarbúum heilbrigði, óháð þjóð- erni. WHO – og yfirstofnunin, sjálfar SÞ – eiga að virða réttindi 23 milljóna Taívanbúa til upplýsinga um heil- brigði og sjúkdóma. Óháð því hvernig Kína kúgar Taív- an á alþjóðlegum vettvangi þá ætti frelsi fjölmiðla að vera hafið yfir póli- tísk átök. SÞ og dótturstofnun þeirra WHO ættu ekki að leyfa pólitískum hagsmunum að skyggja á sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar. Þessar stofn- anir ættu að virða jafnræðisregluna og veita blaðamönnum frá Taívan fullan aðgang að öllum samkomum sínum. Frjáls fjölmiðlun krefst samvinnu Shie Jhy-wey skrifar um frelsi fjölmiðla Shie Jhy-wey » ... ætti frelsi fjölmiðla að vera hafið yfir pólitísk átök. Höfundur er ráðherra upplýsingamála á Taívan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.