Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 25
TVEIR kollegar mínir, þau Hild-
ur Harðardóttir og Reynir Tómas
Geirsson, læknar kvennadeildar,
skrifuðu grein í Morgunblaðið sem
ber heitið Fósturskimun og fjölda-
morð.
Þeir taka til sín ásakanir sem birt-
ust í leiðara Morgunblaðsins daginn
áður þar sem fjallað er um þróun
fóstureyðinga á
Downs-börnum þar
sem þeim er líkt við út-
rýmingu á tímum nas-
ismans. Hún átti sér
rætur í arfbóta-
stefnum og skyldum
hugmyndum um að sá
veiki ætti að víkja fyrir
þeim sterkari. Leið-
arinn spyr þeirrar
spurningar hvort
hljómgrunnur sé fyrir
slíkri útrýmingar-
stefnu á Íslandi. Ég
hygg að flestir svari
því neitandi. Við viljum
ekki hafa þetta svona.
Málin hafa samt
þróast þannig á um-
liðnum árum að næst-
um öllum þessum
börnum er eytt í
móðurkviði vegna
skimunar sem fram-
kvæmd er snemma í
meðgöngu gagngert til
að finna þessi börn og
önnur alvarleg frávik.
Undanfarið hefur verið rætt um
þessa þróun og ég hygg að læknarn-
ir sjálfir séu einnig uggandi. Menn
hljóta að spyrja sig hvort æskilegt
sé að hafa fósturskimun fyrir alla
eða aðeins þær konur sem komnar
eru yfir ákveðinn aldur.
En útrýming Downs-barna leiðir
auðvitað af stefnu okkar í fóstureyð-
ingamálum:
Eða hvernig á læknir sem fram-
kvæmir fóstureyðingar að sannfæra
sjálfan sig um að ekki skuli eyða
Downs-börnum að ósk foreldra, úr
því öðrum heilbrigðum börnum er
einnig eytt með frjálsum hætti?
Það er uggvænlegt ef algjör sjálf-
virkni ræður í raun ferlinu en það
hefur óhjákvæmilega gerst á Ís-
landi.
Læknarnir sjálfir eru í raun ekki
vanmáttugir að verja þessi börn –
því þeir geta neitað að taka þátt í
þessu. Þeim ber raunverulega
skylda til að skoða hug sinn í hverju
læknisverki. En þeim hefur lærst að
líta á sig sem þögult verkfæri lög-
gjafans og hafa vanist því. Því mið-
ur.
Læknar hafa á ýmsum tímum
fundið sig knúna til að hlýða yfir-
valdi, t.d. á stríðstímum, og vera ella
skotnir. Halda mætti að svo væri,
eða eru menn hræddir um að missa
starfið?
Víða erlendis, t.d. í Bretlandi, hafa
sérstaklega ungir læknar í vaxandi
mæli nýtt sér þennan rétt að and-
mæla. Þeir einfaldlega neita að taka
þátt í siðferðilega hæpnum störfum
sem niðurlægja þá sjálfa og læknis-
starfið. Það er eðlilegt að yngri
læknar forðist að taka þátt í þessum
störfum. Menntun fæðingalækna
hefur breyst og þeir velja sér í aukn-
um mæli sérstök svið innan sinnar
sérgreinar. Þeir velja
því að skilja út undan
fóstureyðingar. Vilja
ekki taka þátt í þeim og
telja sér það ekki skylt,
enda er það talið skít-
verk innan stétt-
arinnar.
Þeir hafna fóstureyð-
ingum; ekki endilega á
trúarlegum forsendum
heldur persónulegum,
vegna mannhelgi:
Menn eru hreinlega
ekki viljugir til að eyða
lífi samkvæmt skip-
unum annarra. Og
seint verður lækni
þökkuð fóstureyðing.
Starfið telst „lágsta-
tus“ starf sem grefur
undan atvinnusiðferði
persónunnar á meðan
t.d. læknar sem sinna
tæknifrjóvgun teljast
hetjur og fyrirmyndir.
Ég vil auðvitað forð-
ast að dæma kollega
mína í þessu máli en al-
menningsálitið er að breytast og
varnargrein eins og yfirlæknarnir
skrifuðu hefði verið óhugsandi fyrir
5–10 árum.
Það þarf að taka á þessum málum
af heiðarleika og þjóðin að spyrja sig
hvort þetta eigi að halda áfram með
þessum hætti. Og læknar og hjúkr-
unarfólk þurfa einnig að leggja
mannhelginni lið.
Yfirlæknarnir sögðu í grein sinni
að öll sjónarmið væru virt í þessu
starfi. Þeim er ljós viðkvæmni máls-
ins. Innan stofnunar er hægast að
hafa samning milli deildar og hvers
einstaks læknis, samning sem fjallar
um vilja hans eða óvilja til að fram-
kvæma fóstureyðingar. Slík ákvörð-
un myndi krefja menn til að skoða
samvisku sína ofan í kjölinn.
Hér er vert að benda á aðalatriðið
sem að okkur læknum snýr: Okkur
ber ekki skylda til deyða fóstur því
fóstureyðing er ekki læknisaðgerð í
neinum venjulegum skilningi þess
orðs og læknar sem stunda þær
ættu að hugleiða alvarlega hvort
þeir séu að brjóta læknaeiðinn. Neit-
un þarf að virða og taka vandræða-
laust.
Downs-börnin
og samviska lækna
Guðmundur Pálsson
skrifar um fósturskimun
og Downs-heilkenni
Guðmundur Pálsson
» Læknarnir
sjálfir eru í
raun ekki van-
máttugir að
verja þessi börn
því þeir geta
neitað að taka
þátt í þessu.
Höfundur er sérfræðingur
í heimilislækningum.
SANNKALLAÐ fagnaðarefni var
það okkur bindindismönnnum þegar
fregnir birtust af því að til stæði að
stofna foreldrasamtök gegn áfeng-
isauglýsingum.
Var þar rætt við forsvarsmanninn
Árna Guðmundsson, sem áður hefur
gengið vasklega fram í þessum efn-
um sem öðrum þeim er snerta
áfengisneyzlu og áhrif þess á allt
umhverfi okkar. Það er von okkar
einlæg að vel takist til og samtökin
verði öflug til varnar þeim ósvífnu
gróðaöflum sem freista þess að tæla
ungt fólk og ómótað til neyzlu áfeng-
is með gylliauglýsingum sínum þar
sem allt er skínandi bjart og gott ef
ekki bráðhollt líka. Það er hins vegar
staðreynd, sem eðlilega fylgir aldrei
þessu skrumi, að hvort
tveggja er að áfengið
er mikilvirkastur skað-
valdur allra vímuefna í
ljósi hinnar miklu og
alltof almennu neyzlu
þess og eins það að
upphafið að neyzlu
annarra vímuefna má í
langflestum tilfellum
rekja beint til áfeng-
isneyzlu.
Foreldrasamtökin
hafa raunar góðan
grunn að byggja bar-
áttu sína á þar sem er íslenzk áfeng-
islöggjöf en þar er birting áfeng-
isauglýsinga bönnuð.
Allir vita hins vegar um augljós
brot þessara lagaákvæða, löngum
verið gripið til þeirra röksemda að
um einfalda kynningu sé að ræða,
annaðhvort í greinum
eða umfjöllun um vín
almennt, stundum ver-
ið tekið það ráð að aug-
lýsa vöruna undir al-
mennu vörumerki sem
einnig á við um óáfenga
drykki, en alltaf gengið
lengra með ósvífnari
hætti og látið af-
skiptalaust á æðstu
stöðum þar sem varð-
staðan á að vera vak-
andi og virk. Lýð-
heilsustöð hefur tekið
hér vel á og unnið mál gegn áfeng-
isauglýsendum, en ekkert gerist í
kjölfarið, menn halda aðeins áfram
með enn óskammfeilnari hætti og
áfram ríkir þögnin á æðstu stöðum.
Við bindindismenn höfum marg-
sinnis sent Alþingi harðorðar en vel
rökstuddar ályktanir gegn þessum
ósóma, einu lofsverðu viðbrögðin eru
þó frumvarp sem Ögmundur Jón-
asson er fyrsti flutningsmaður að og
tekur á feluauglýsingunum sem ég
gat um hér að framan, en ekki hefur
það náðst fram enn.
Ekki hef ég tölu á greinum mínum
og annarra um þetta mál, en eflaust
hafa þær verið afgreiddar eins og
hvert annað marklaust hjal „ofstæk-
ismanna“, svo sem við mig hefur
verið sagt af „frelsis“postulum, því
bak við frelsið hafa þeir margir falið
sig sem vilja hér allt hömlulaust í
áfengismálum með tilheyrandi af-
leiðingum. Öll vitum við að áfeng-
isauðvaldið er öflugt og þar er gnótt
fjármuna til áróðurs og auglýsinga,
þar er aldrei hugsað um hag og
heilsu fólks, þar er gróðafíknin ein
við völd og henni lúta því miður allt-
of margir í auðmjúkri þjónkun, oft
að ég hygg án þess að gjöra sér að
fullu grein fyrir því. Við þetta auð-
magn verður baráttan erfið, en því
fleiri sem að koma, því meiri árang-
urs er von. Því viljum við bindind-
ismenn fyrst og fremst fagna for-
eldrasamtökum gegn
áfengisauglýsingum. Megi ykkur
farnast sem bezt í farsælli baráttu.
Foreldrasamtökum fagnað
Helgi Seljan skrifar
um áfengismál
Helgi Seljan
» Öll vitum við að
áfengisauðvaldið er
öflugt og þar er gnótt
fjármuna til áróðurs og
auglýsinga …
Höfundur er
form. fjölmiðlanefndar IOGT.
UNDIRRITUÐ hef-
ur ekki lagt í vana sinn
að skrifa greinar í fjöl-
miðla en þegar fréttir
bárust um að dóms-
málaráðherra hefði
aukið enn fremur á
þær takmarkanir sem
nú þegar eru á mögu-
leikum fólks til að leita sér gjaf-
sóknar var undirritaðri ofboðið.
Ekki er víst að allir átti sig almenni-
lega á því hvað gjafsókn er. Því sem
betur fer er það svo að allmargir
komast í gegnum lífið án þess að
þurfa nokkurn tímann á gjafsókn að
halda. En fyrir þá sem lenda í þeirri
aðstöðu að á þeim er brotið eða
ágreiningur kemur upp sem ekki
reynist unnt að leysa án atbeina
dómstóla þá er það mikið réttlæt-
ismál að gjafsókn-
arúrræðið sé raun-
verulegt úrræði,
þ.e.a.s. að unnt sé að
fá aðstoð við að greiða
fyrir aðstoð lögmanns
við að gæta hagsmuna
sinna fyrir dómstólum.
Með því að koma í veg
fyrir að einstaklingar
sem hafa meira en
130.000 kr. í mán-
aðarlaun geti fengið
gjafsókn er endanlega
búið að eyðileggja
þetta úrræði nema þá
að nafninu til. Hvers vegna er það
Íslendingum mikið réttlætismál að
geta leitað til læknis þegar koma
upp veikindi og að allir landsmenn
hafi raunverulega aðgang að skólum
landsins, en það hefur einhvern veg-
inn ekki verið lögð nein áhersla á að
allir landsmenn hafi aðgang að laga-
legu réttlæti fyrir dómstólum? Eftir
margra ára starfsreynslu sem lög-
maður finnst mér þetta þó mjög
mikilvægt. Það eru allt of margir
sem lenda í þeirri stöðu að þurfa að
leita réttar síns en þar sem það
kostar töluverða lögfræðivinnu að
fylgja hagsmunum eftir fyrir dómi
eru margir sem verða frá að hverfa.
Þetta er þá ekki lengur orðin spurn-
ing um hvað er lagalega rétt og
rangt heldur hver hefur efni á því
að gæta hagsmuna sinna og hver
ekki. Með þessum fáu orðum vona
ég að fleiri velti fyrir sér hvers kon-
ar samfélagi við viljum búa í – laga-
legt réttlæti fyrir alla eða bara
suma ?
Er réttlæti
bara fyrir þá efnameiri?
Anna Guðný
Júlíusdóttir skrifar
um hugmyndir
dómsmálaráðherra
á takmörkunum
á gjafsókn
Anna Guðný
Júlíusdóttir
» Þetta er þá ekki
lengur orðin spurn-
ing um hvað er lagalega
rétt og rangt heldur
hver hefur efni á því að
gæta hagsmuna sinna
og hver ekki.
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
EITT er það, sem mig langar að
vita: Hve lengi á að reyna núverandi
kvótakerfi á fiskveiðum, áður en það
telst fullreynt hver sá árangur er sem
núverandi kerfi áorkar?
Er það ekki að verða
nálægt 25 árum sem
þetta kerfi hefir verið í
framkvæmd og hver er
árangurinn?
Hvenig væri nú að
reyna aðrar aðferðir til
að efla fiskistofnana.
t.d. með því að leggja
alla áherslu á að vernda
hrygningastöðvarnar?
Ef til vill mætti banna
með öllu veiðar á helstu
hryggningasvæðum.
Og jafnvel stöðva allar
fiskiveiðar á aðal-hrygningatímanum,
um svona þriggja eða fjögurra vikna
skeið. Það hlýtur að vera alveg
grundvallar atriði þess að ná að
stækka fiskistofnana, að fiskurinn fái
frið til þess að leggja frá sér hrogn og
svil. Mér dettur í hug, að þessi máti,
að fara með stórvirk veiðitæki á
hrygningastöðvarnar og ausa upp
fiskinum á þeim tíma sem hrygningin
stendur yfir, sé eitthvað ámóta því ef
fjárbóndi færi með skotveiðihóp og
hæfi heilmikla slátrun á sauðfé sínu
sérstaklega á þeim tíma þegar ærnar
væru að bera. Ég get ekki ímyndað
mér að nokkrum manni kæmi til hug-
ar að slíkt framferði væri vænlegt til
að auka afrakstur sauðfjárbúsins. En
enginn virðist gera athugasemdir við
það, að farið sé með stórvirk veið-
arfæri á hrygningasvæðin og fisk-
inum sé ausið upp þegar hann er
kominn í hrygningu. Að maður nú
ekki tali um, þegar fiskifræðingur lét
þá athugasemd fara frá sér að það
væri allt í lagi að sópa
upp stórfiskinum í
herpinætur, þar eð
hann væri orðinn svo
gamall að hann færi að
drepast hvort sem væri.
Þegar maður hugsar
um það óhemju magn af
seiðum, sem svona fisk-
ur getur lagt frá sér,
getur maður ekki annað
en undrast, að það skuli
ekki vera reynt að gera
allt sem mögulegt er til
þess að vernda klakið
og varast að gera nokk-
uð það sem spillt getur því að sem
allra mest magn seiða nái að þrosk-
ast.
En hvað varðar takmörkun á fiski-
veiðum í því skyni að fiskistofnarnir
stækki, þá hlýtur að vera möguleiki á
að framkvæma það á annan hátt en
með því kvótakerfi, sem sýnilega hef-
ur reynst algerlega gagnslaust til að
vernda fiski-stofnana. Mig langar til
að benda á nokkur atriði, sem mér
finnst að gætu ef til vill verið væn-
legri til árangurs.
1. Takmarka veiðitímann. Sjálfsagt
virðist að leggja af veiðar á hátíðum
og tyllidögum. Einnig mætti gefa öll-
um fiskimönnum og fiskvinnslufólki
sumarfrí á aðal-hrygningatíma fiskj-
arins. Og frekari stöðvanir ef nauð-
syn krefur.
2. Takmarka notkun stórvirkustu
veiðarfæranna. Draga úr eða stöðva
netanotkun, alla vega á hrygn-
ingatímum
3. Víkja togveiðum lengra út af
landgrunninu. E.t.v. mætti leyfa tog-
veiðar nær landi á einhverju tilteknu
svæði, sem þá væri í stöðugri rann-
sókn fiskifræðinga um áhrif togveið-
anna á botnríki svæðisins og áhrif
þeirra á fiskigöngur á svæðið.
Tilgangslaust virðist að banna
mönnum að draga fisk á færi. Maður
getur ekki hugsað sér að mögulegt sé
að eyða fiskistofnum með hand-
færaveiðum, öndvert því sem ætla má
að gerist þegar hrygningasvæðin eru
þakin netum eða botninn skafinn með
stórum og öflugum dragnótum. Ósk-
andi er að slíkt handfærafrelsi geti
eitthvað hjálpað þessum litlu sjáv-
arplássum, sem kvótakerfið virðist
vera á góðri leið með að leggja í auðn.
Kvótamál
Baldur Böðvarsson fjallar um
kvóta og hrygningu fisks
Baldur Böðvarsson
»Er ekki kominn tími
til að reyna aðrar að-
ferðir til verndar fiski-
stofnum en kvóta-
skömmtun? Því ekki að
vernda hrygningastöðv-
arnar!
Höfundur starfaði
við viðhald rafeindatækja
fiskveiðiflotans á síldarárunum.