Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 27
sem hélt sínar árshátíðir (Musteri)
fór saman í útilegur, leikhúsferðir
o.fl. Stelpurnar eru með sauma-
klúbb sem kallast „Götustelpurnar“
svo það var og er enn mikið fjör og
gaman þó hópurinn eldist og börnin
séu flogin úr hreiðrinu.
Elfa, ein af götustelpunum gerði
mikinn brag um okkur í Aratúni
sem jafnan var sunginn í okkar teit-
um. Ása bragur var þannig: „Karl-
inn kistusmiður kostulegur fýr.
Honum finnst því miður hinstu hús-
in dýr.“ Í næsta húsi bjuggu Haddý
og Ási sem við tengdumst hvað
mest vinaböndum sem aldrei bar
skugga á. Alltaf var gott að leita
ráða og umsagnar Ása þegar ný-
smíði, breytingar og viðgerðir voru
framundan á húsi eða lóð. Hann var
ráðagóður, laginn svo af bar, með
fastmótaðar skoðanir á hlutum,
mönnum og málefnum og ófeiminn
að láta þær í ljós. Þau hjón eru og
voru miklir og traustir lions–félagar
og hafa bæði hlotið æðstu viður-
kenningar fyrir störf sín þar. Nut-
um við hjónin nærveru þeirra í
mörg ár í Lionsklúbbunum í Garða-
bæ. Við fráfall Ása er það annað
skarðið sem kemur í Aratúnshópinn
og veit ég að hann og Ingiberg und-
irbúa komu okkar í litlum krók þar
efra. Elsku Haddý og fjölskylda.
Við biðjum góðan Guð um styrk
ykkur til handa á sorgarstund og
verðum sem áður ykkur við hlið um
ókomin ár.
Arna og Sighvatur.
Komið er að kveðjustund, annað
skarð er komið í vinahópinn á
skömmum tíma.
Okkur langar að minnast vinar
okkar Ása sem féll frá eftir erfið
veikindi og kveðja um leið kæran
vin, sem við eigum svo margar góð-
ar minningar um.
Þegar við minnumst Ása þá kem-
ur fyrst upp í hugann, hvað hann
var einstaklega hjálpsamur, alltaf
tilbúinn að veita hjálparhönd ef til
hans var leitað.
Hann var mjög listrænn og vand-
virkur í iðn sinni sem var trésmíði.
Hann smíðaði, skar út og renndi
marga fallega hluti, sem skreyta nú
heimili vina hans og fjölskyldu.
Við hjónin og Haddý og Ási höf-
um verið vinir og nágrannar í yfir
30 ár. Ferðuðumst víða saman og
alltaf var hann hrókur alls fagnaðar
og léttur í lund.
Hann var mikill fjölskyldumaður,
afar stoltur af börnunum sínum og
mökum þeirra og barnabörnin skip-
uðu stóran sess í lífi hans. Hann var
mjög mikil barnagæla og börn löð-
uðust auðveldlega að honum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi
ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi
æfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við erum afar þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast svo mætum
manni eins og honum Ása, sem og
fjölskyldu hans allri.
Við vottum Haddý, Arnari, Eygló
og fjölskyldum þeirra samúð okkar
á erfiðum tímamótum, um leið og
við þökkum allar góðu stundirnar.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Halldóra og Eiríkur.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær,
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl
Þetta fallega ljóð eftir Úlf Ragn-
arsson kom í huga minn þegar ég
frétti andlát Ása. Eftir erfið veik-
indi hefur hann kvatt þetta líf. Mér
er ljúft að minnast þessa mæta vin-
ar með nokkrum orðum. Árið 1968
flutti ég í Aratúnið í Garðabæ. Á
þeim tíma var þar ungt fólk með
ung börn. Það var að koma upp
húsum sínum, flest af eigin ramm-
leik. Ási var trésmiður og hagleiks-
maður til allra verka. Því var oft
leitað til hans um ráðleggingar og
aðstoð. Greiðvikni hans kom sér vel
fyrir okkur nágrannana.
Í Aratúninu myndaðist fljótlega
vinahópur sem nefndi sig „Klíkan í
króknum“. Ýmislegt var sér til
gamans gert. Allar fjölskyldurnar
fóru árum saman í tjaldferðalög um
verslunarmannahelgina. Hjónaböll
og þorrablót á Garðaholti sóttum
við saman. Oft var komið saman í
afmælum og veislum. Ási var ávallt
léttur og kátur í þessum góðra vina
hópi. Konurnar í hópnum voru
flestar heimavinnandi. Tóku því að
sér að passa börnin hver fyrir aðra.
Mín börn nutu góðs af því að vera
oft í umsjá Ása og Haddýjar. Þau
voru bæði viljug að sinna þeim.
Eygló og Arnar lögðu sitt af mörk-
um.
Margar ljósmyndir frá þessum
árum sýna hve Klíkan í króknum
var samhent og átti góða daga. Með
tímanum fluttust nokkrar af fjöl-
skyldunum úr Aratúni en vináttan
var sterk og tengdi okkur saman.
Konurnar hafa til að mynda komið
reglulega saman síðan þá. Við köll-
um okkur „Götustelpurnar“. Eftir
starfslokin sinnti Ási ýmsum tóm-
stundum. Hann renndi m.a. marga
fallega gripi úr tré sem hann gladdi
aðra með. Í dag er Ási borinn til
grafar. Frá Danmörku sendi ég
innilegar samúðarkveðjur til Had-
dýjar, Eyglóar, Arnars og þeirra
fjölskyldna. Hugur minn er hjá
ykkur.
Lovísa Einarsdóttir.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Garðabæjar
Það var fyrir 36 árum að um þrír
tugir manna búsettir í Garðabæ og
á Álftanesi fundu hvöt hjá sér að
efla félagslífið í sveitarfélaginu á
þann hátt að stofna Lionsklúbb.
Flestir íbúarnir voru aðfluttir og
voru til þess að gera nýbúnir að
koma sér upp íbúðarhúsi með ær-
inni fyrirhöfn í ört vaxandi byggð.
Fæstir þeirra höfðu áður verið í
nánum tengslum við sveitunga sína
og sáu í hendi sér að þarna skap-
aðist vettvangur til þess í senn að
láta gott af sér leiða og jafnframt
að eignast kunningja og vini sem
eins var ástatt um. Þegar hópur er
myndaður á þennan hátt fer ekki
hjá því þegar til alvörunnar kemur
að menn reynast misjafnlega
áhugasamir og þrautseigir í fé-
lagsstarfinu. Lionsklúbburinn okk-
ar hefur verið svo lánsamur allan
sinn starfsaldur að eiga innan sinna
vébanda kjarna sem haldið hefur
uppi öflugu félagslífi og starfið hef-
ur leitt af sér mörg verk byggð-
arlagi okkar til heilla. Ásmundur
var einn stofnfélaganna.
Í sögu klúbbsins er leitun á jafn
áhugasömum félaga. Hann mætti á
alla fundi svo framarlega sem veik-
indi eða ferðalög hindruðu ekki
fundarsókn. Hvað eina sem klúbb-
urinn tók sér fyrir hendur, hvort
sem það var að gera eldri borg-
urum dagamun, eftir helgistund í
kirkjunni okkar að sjá um veit-
ingar, annast veitingasölu á al-
mennum skemmtunum á Garða-
torgi, vinna við gróðursetningu í
Hnoðraholti, nýta verkkunnáttu
sína sem frábær handverksmaður í
þágu klúbbsins, alltaf var Ásmund-
ur boðinn og búinn til starfa. Allt
þetta verður okkur félögunum
minnisstætt. En það sem lengst
mun lifa í minningunni er félaginn
einstaki sem alltaf tók á móti okkur
með hlýju handtaki, brosandi með
spaugsyrði á vörum. Kom öllum til
að létta lundina með skondnum at-
hugasemdum en mest grínið gerði
hann að sjálfum sér. En það var
eitt sem Ásmundur gætti vel að,
spaugsyrði hans meiddu engan,
hvorki þá sem viðstaddir voru né
fjarverandi.
Það er til siðs á tyllidögum að
minnast jafnt erlendra sem inn-
lendra forystumanna sem staðið
hafa í stafni og sett mark sitt á
Lionshreyfinguna. Þeirra afrek
skulu ekki vanmetin en það vill oft
gleymast að ekkert hefðu þessir
forystumenn megnað að afreka ef
ekki hefðu staðið við bak þeirra fé-
lagar sem ekki leituðu eftir að
standa í sviðsljósinu en voru alltaf
tilbúnir að taka til hendinni og
aldrei brugðust þegar til þeirra var
leitað. Ásmundur fyllti sannarlega
þennan flokk. Í starfi okkar fer
ýmislegt fram þar sem eiginkonur
eru þátttakendur. Skemmtanir
haldnar, farið í ferðalög innanlands
sem erlendis svo fátt eitt sé nefnt.
Hrafnhildur tók þátt í öllu þessu af
lífi og sál með Ásmundi. Þau hjón
voru sannir gleðigjafar við öll slík
tækifæri. Við félagarnir og eigin-
konur okkar minnumst margra
ánægjustunda með þeim hjónum,
stunda sem ekki mun fenna yfir.
Við Lionsfélagarnir viljum láta í
ljós þakklæti okkar fyrir allt það
óeigingjarna starf sem Ásmundur
leysti af hendi og þær mörgu
ánægjustundir sem hann veitti
okkur. Við vottum Hrafnhildi og
börnum þeirra samúð okkar. Bless-
uð sé minning hans.
Þórður Haukur Jónsson.
Hann Ási vinur hans pabba er
látinn. Ási vinur hefur alltaf verið
til. Ég er lítil stelpa í Ameríku og
heyri oft um þetta skemmtilega
fólk, Ása, Haddý og Arnar, sem
mér er sagt að ég sé trúlofuð.
Mamma, pabbi, Ási og Haddý eru
búin að ákveða þetta allt. Ég heyri
sögur af Ása, þessum hressa strák,
grallara, prakkara, óþekktaranga
sem brallaði ýmislegt með pabba.
Þeir kynntust ungir á Grettó og
skemmtu sér óendanlega vel sam-
an, enda með sama húmor eða
kímnigáfu. Hlógu, sungu, og já
drukku saman. Þeir voru vinir.
Góðir vinir. Við komum heim frá
Ameríku og þó mér þætti Arnar
ágætlega sætur varð nú ekkert úr
trúlofuninni. En vinir urðum við nú
öll, fjölskyldurnar tvær. Ég þurfti
á honum Ása að halda á erfiðum
tíma í lífi mínu. Hann kom hlaup-
andi og hjálpaði Dóru Soffíu sinni.
Hann gerði það svo vel að ég gat
varla hugsað mér að breyta því
sem Ási, ekki bara vinur, heldur
vandvirkasti smiður, gerði fyrir
mig og pabbi handlangaði fyrir
hann.
Það var yndislegt að horfa á þá
gömlu vinina. Hlæja og hamast
fyrir prinsessuna mig. Hann Ási
gaf mér lítið skrín þegar hann lauk
vinnu sinni fyrir mig. Það var mér
dýrmætt þá og er enn og mun allt-
af minna mig á hann Ása. Ása sem
varð að rjúka því að Haddý varð að
sækja. Ása sem kvartaði undan
pabba ef hann mætti ekki á réttum
tíma. Ása og pabba sem ég horfði á
stríða hvor öðrum og ískra af hlátri
vegna einhvers einkabrandara sem
enginn annar skildi. Takk fyrir vin-
áttuna, Ási minn. Elsku Haddý,
Arnar, Eygló og fjölskyldur, Guð
geymi ykkur.
Dóra Soffía
dóttir Sævars vinar.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 27
Palli sat örlítið álút-
ur í stafni og þegar ár-
in snerti vatnsflötinn
rétti hann úr sér. Fló-
inn var í augnhæð,
stefnan er tekin. Þetta
hafði hann ekki gert
áður, róið um Flóaáveituna. Hann
var búinn að setja sér þrjú ferða-
markmið þetta árið, Vestfirðir,
Kárahnjúkar og Gljákot. Hvað var
það sem dró hann á þessar slóðir?
Jú, viðtölin við pabba, sem hann
skrásetti og nefndi Sögur tinkveikj-
arans og þar kom við sögu fjóshaug-
urinn í Gljákoti. Hann þótti svo hár
að Stokkeyringar sem voru á heim-
leið úr vegavinnu gátu notað hann
sem kennileiti. Við tókum land og
þarna voru rústirnar og allt með um-
merkjum. Það var gaman að fylgjast
með honum lesa landið. ,,Hérna hef-
ur fjóshaugurinn verið,“ sagði Palli
og skimaði í allar áttir í miðjum Fló-
anum. „Heyrðu Gunni, það eru
margir merkilegir menn með mér á
námskeiði, þú hefðir gaman af því að
koma og mynda þá.“ Ég sló til og í
sagnarheimi Páls var ég í nokkur ár
og myndaði og hvílíkar sögur sem
runnu upp úr þessum sagnabrunn-
um. Það voru forréttindi að vera með
þessum mönnum og í lok hvers nám-
skeiðs var farið á söguslóðirnar og
þar var Páll fremstur í flokki og lék á
als oddi. Hann var laus við mynda-
vélafælni var fljótur að venjast vél-
inni gaut á hana augum einu sinni
eða svo og svo var runnið af stað og
eftir standa nokkrir klukkutímar af
ómetanlegu efni. Yfirferð Páls var
með ólíkindum, alltaf á hlaupum með
töskuna undir hendinni, eldhugi,
mörg járn í eldinum.
Kynni okkar hófust þegar fjöl-
skyldur okkar tengdust fyrir tæpum
Páll Lýðsson
✝ Páll Lýðssonfæddist í Litlu-
Sandvík 7. október
1936. Hann lést af
slysförum 8. apríl
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju 19. apríl.
38 árum er Guðmund-
ur bróðir hans og
Hrafnhildur systir
giftu sig og smásaman
urðu samverustund-
irnar fleiri. Gaman var
að heyra pabba og
Palla tala saman og
hvernig hann hvatti
hann áfram í frásögn-
inni. Já. – Já. Þannig
var hann, æsti menn
upp þar til að viðmæl-
andinn komst á flug og
skipti þá ekki máli
hvort um var að ræða
góðan frásagnarmann eða ekki, hann
náði að laða það besta fram hjá öll-
um.
Síðastliðið haust kom ég til Páls,
mig vantaði upplýsingar um sagnir
af útilegumönnum við Veiðivötn. Það
stóð ekki á svarinu, gangandi bóka-
safn, mörg tetrabæt að stærð, hrip-
aði niður á blað sagnir af Stóra-Kol
og bauð mér síðan upp á háaloft.
Hvílíkur heimur. ,,Það er merkilegur
maður hérna niður í Flóa sem við
ættum að heimsækja.“ ,,Já er það.“
Nýtt ævintýri að hefjast? ,,Gunni, ég
hef nægan tíma hvenær ertu laus?“
Nú var farið að renna upp fyrir mér
ljós hvaða verkefni væri næst. Búinn
að kasta mestu mæðinni eftir Veiði-
vötnin. Myndin byrjar á því að mað-
ur situr við skriftir úti í fjósi og
svo … Tómið sem myndaðist, þegar
fréttin barst af fráfalli Palla, var
stórt.
Páll Lýðsson var orðinn svona stór
,,Héraðsbrestur“ sagði séra Gunnar
í minningarræðu, orð að sönnu í
einni fjölmennustu jarðarför frá Sel-
fosskirkju og æðsti maður þjóðar-
innar viðstaddur.
Síðar um kvöldið er ég átti leið um
Ölfusárbrú verður mér litið í átt að
kirkjunni og þá sé ég á himni stóran
kross sem hafði myndast í hægviðr-
inu eftir flugvélar. Já, það dugði ekk-
ert minna, hann Páll Lýðsson var
stórmenni.
Fjölskyldu Páls votta ég mína
dýpstu samúð.
Gunnar Sigurgeirsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix