Morgunblaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Superhero Movie kl. 4 - 6 B.i. 7 ára
Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 4
Horton m/ísl. tali kl. 4
Harold og Kumar kl. 6 - 8 - 10
What happens in Vegas kl. 8 - 10
Made of Honour kl. 6
Prom Night kl.6 - 8 - 10 B.i. 14 ára
What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15
What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS
Made of Honour kl. 8 - 10:15
Iron Man kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI
Kickin it old school kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Harold og Kumar kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Made of Honour kl. 5:50 - 8 - 10:10
21 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM
ÖSKUR BERA ENGAN
ÁRANGUR !!
SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR
Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMYND
ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN
TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA
eee
,,Hugljúf
og skemmtileg"
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
„ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI
(EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“
eee
ROLLING STONE
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eee- 24 stundir
BREIKIÐ ER EKKI DAUTT...
ÞAÐ HEFUR BARA LEGIÐ Í DVALA!
SÝND Í REGNBOGANUM
Hinn frábæri grínari
Jamie Kennedy fer á
kostum semeilífðarbreikari
sem vaknar efir
20 ára dásvefn,
Frábær gamanmynd sem
kemur öllum í gott skap.
LEIKKONAN Lindsay Lohan hefur
verið lögsótt af nema í Columbia-
háskóla fyrir stuld á minkapelsi.
Neminn, Maria Markova, segir Loh-
an hafa tekið pels hennar ófrjálsri
hendi í næturklúbbnum 1 Oak hinn
26. janúar sl. en pelsinn kostar litla
12.000 dollara.
Lögmaður Markovu, Merrill Co-
hen, segir Lohan hafa setið við hlið
hennar í klúbbnum umrætt kvöld
og hún hafi séð Lohan í pelsinum á
mynd í tímaritinu OK!
Pelsinn var svo sendur Markovu
14. febrúar án þess að nokkur skila-
boð fylgdu sendingunni. Markova
fer fram á skaðabætur frá Lohan.
Reuters
Lindsay Lohan Vesen út af pelsi.
Lögsótt fyrir
að taka pels
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ er breski dúettinn Worried About Satan sem
er aðalnúmerið á Organ í kvöld ásamt íslensk/
írska dúettinum DLX ATX og Evil Madness, en
þá sveit skipa meðlimir Stilluppsteypu, þeir Sig-
tryggur Berg Sigmarsson og Helgi Þórsson, BJ
Nielsen, DJ Musician, Curver og Jóhann Jó-
hannsson. Sveitin sú gaf út plötuna Demon Juke-
box árið 2006 í gegnum 12 Tóna og ný plata, De-
moni Paradiso, kemur út á vegum sama fyrirtækis
í næstu viku.
Þá er nýútkomin platan Passing Out, þriðja
platan í svokölluðum drykkjuþríleik Still-
uppsteypu og sænska raftónlistarmannsins og
hljóðskúlptúristans BJ Nilsen. Fyrsti skammt-
urinn var Víkinga brennivín (2005) og sá næsti var
Drykkjuvísur óhljóðanna. Báðar þessar plötur
fengu framúrskarandi umsagnir gagnrýnenda en
Stilluppsteypa er einkar vel kynnt sveit innan
geira tilraunakenndrar raftónlistar, og er í raun
heimsfræg að því leytinu til. Sveitin hefur þannig
átt í samstarfi við marga þekkta og svipað þenkj-
andi listamenn og gefið út fjölda platna hjá litlum
en listrænt mikilvægum útgáfum.
Blindfullir
Að sögn Sigtryggs Berg gefur titillinn til kynna
að fylliríinu, sem er þema diskanna, sé lokið en
„passing out“ er enska yfir það að deyja áfeng-
isdauða. Upptaka og smíði diskanna gerði enda
kröfu um ákveðið „ástand“, það er – listamenn-
irnir voru blindfullir þegar tónlistin var gerð.
En með þessu er samstarfi Nilsen og Still-
uppsteypu hvergi nærri lokið. Í smíðum er plata
til heiðurs Albert Hoffman, sem lést fyrir stuttu,
en hann var þekktur fyrir að hafa búið til hið skyn-
örvandi efni LSD. Platan kemur út á hinu virta
austurríska merki Mego og ber vinnutitilinn Man
from Deep River. Eigandi Mego, Peter Rehberg,
er einnig í dúettinum KTL ásamt Stephen O’Mal-
ley, þeim mikilhæfa tónlistarmanni sem er þekkt-
astur fyrir að leiða dómsdagsrokksveitina Sunn
O))). Téður O’Malley mun sjá um umslagshönnun
þessarar næstu samstarfsplötu og spennandi að
sjá hvort það muni leiða eitthvað frekara af sér.
Dauðir
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Edrú Þeir Sigtryggur Berg Sigmarsson, BJ Nilsen og Helgi Þórsson voru bláedrú í gær.
Stilluppsteypa og BJ Nilsen
hafa lokið drykkjuþríleik sínum
með plötunni Passing Out. Þeir
spila á tónleikum í kvöld á Org-
an undir hatti ofursveitarinnar
Evil Madness.