Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 24
Stíll er tjáningarform. Stundum vildi éggeta sagt meira í einu en er í rauninnimögulegt, eða að ég þyrfti ekki að talatil þess að gera mig skiljanlega. En það er ekkert gaman að hlusta á manneskju sem talar alltof hratt og mjög erfitt að skilja manneskju sem talar ekki. Þar af leiðandi reyn- ir ég, kannski ómeðvitað, að uppfylla þessa mál- þörf í mínu nánasta umhverfi. Á heimilið ekki einmitt að vera framlenging á manni sjálfum?“ segir Bergþóra Einarsdóttir, spænskunemi og fimleikaþjálfari. Henni líður vel í litaglöðu um- hverfi og gæti ekki hugsað sér annað en að búa á litríku heimili. „Ég held að litafóbía sé hræðsla við að hafa ekki hluti í stíl. En það er gaman að sjá hvað margir ólíkir litir og hlutir geta myndað fallega heild.“ Íbúð Bergþóru og Ásgerðar Guðrúnar Gunn- arsdóttur, nema í Listaháskólanum, einkennist af litagleði og glundroða, gengið er á milli grænna, blárra og appelsínugulra rýma með fjölbreyttu úrvali húsgagna og smáhluta sem augljóslega koma ekki beint úr kassanum. Bókahillurnar hallast, kryddjurtagarðurinn blómstrar í gluggakistunni, skrautlegir kjólar og úrklippumyndir skreyta veggina og gólffjal- irnar braka eins og sæmir í draumórakenndu miðbæjarhúsi. Hlutir eru eins og orð „Hlutirnir finna sinn eigin stað,“ segir Berg- þóra þegar hún er spurð að því hvernig hún raði inn svo mörgum ólíkum hlutum í svo lítið rými. Hún tekur dæmi um stærðarinnar trjágrein sem þekur eldhúsvegginn. „Ég gladdist þegar ég hjólaði heim úr síðasta prófi annarinnar jólin 2006 og sá þessa grein á gangstéttinni og fannst hún alveg einstaklega falleg. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að ég gleymdi peysu í próf- salnum og þurfti því að fara aftur upp í skóla. Á leiðinni til baka hjólaði ég yfir greinina og datt þá í hug lítill strákur sem hikar ekki við að hirða allt sem hann sér og finnst fallegt. Ég ákvað að taka mér hann til fyrirmyndar og burðaðist heim með greinina á hjólinu, slengdi henni næstum því í fína frú á Austurstrætinu á leið- inni. Ég notaði hana sem jólatré og hún er hér enn,“ segir Bergþóra og ekki annað að sjá en að greinin njóti sín vel sem eldhússtáss.„Þegar ég kom mér fyrir hérna gekk ég út frá því hvernig íbúðin var fyrir, en á endanum varð hönnunin auðvitað að minni eigin. Innbúið fékk ég héðan og þaðan, til dæmis hjá ömmu og í Kolaportinu. Systir mín á einnig heiðurinn af mörgum fal- legum hlutum, en hún er mikil kráka í sér og á það til að gauka að mér ýmsum gersemum. Flestir eru þetta því hlutir sem ég hef sankað að mér yfir lengri tíma og margir tengjast þeir minningum sem mér þykir vænt um,“ segir Bergþóra og nefnir teikningu sem orðið „Frjáls“ er ritað á spænsku ofan við rúm hennar. „Spænsk vinkona sem bjó hérna teiknaði þessa mynd þegar hún var að losna frá lífi sem henni fannst leiðinlegt og heft- andi. Í stað þess að vera tannlæknir með leið- inlegan kærasta ákvað hún að gera það sem hún vildi og kom því til Íslands að gróðursetja tré. Hún var því bæði að vinna sig út úr ástarsorg og brjóta af sér höft þegar hún teiknaði mynd- ina. Þegar hún fór gat ég auðvitað ekki hent henni enda er afskaplega góð orka í henni.“ Bergþóra segist skreyta á þann hátt að henni líði vel. „Ég er til að mynda með andstyggð á stórum rafmagnstækjum. Það varð því mikil rimma um örbylgjuofn sem var hér í einhvern tíma. Ég neitaði að hafa hann nema það væri tjald yfir honum og fékk það fram.“ Bergþóra segist ekki skilja fljót- færni fólks þegar það kaupir í búið. „Mín skoðun er sú að fólk ætti að taka því rólega og leyfa hlutum frek- ar að koma til sín. Smátt og smátt finnur maður hluti sem eru miklu fallegri en ein eða tvær búðarferðir geta boðið.“ Henni finnst fólk líka oft leita langt yfir skammt. „Fólk á meira af fallegum hlutum en það heldur og hún er sorgleg þessi þörf að fara í dýrar hönn- unarbúðir sem selja fjöldaframleidda hluti frekar en að nota gömlu hlutina,“ segir Berg- þóra og bætir við „hlutir virka nefnilega eins og orð. Þeir eru oft fallegri en þeir virðast. Það fer bara eftir því í hvaða samhengi maður lætur þá.“ gudrunhulda@mbl.is Eldavélin Græn garðkanna frá Kolaportinu er í miklu uppáhaldi hjá Bergþóru. Háir hælar Skór sem miðbæjarrottum sæmir. Íbúð sem segir sögur Afslappað Eldhúsið er aðalsamkomustaður íbúðarinnar. „Grænu stólarnir voru hérna en rauði dúkurinn kemur frá ömmu. Tebollanna keypti systir mín í Moskvu.“ Hún er glaðleg ásýndum og notaleg íbúðin sem Bergþóra Einarsdóttir og Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir hafa búið í síðastliðinn tvö ár. - Guðrún Hulda Pálsdóttir heyrði af táknrænum hlutum í brakandi miðbæjaríbúð. Falleg heild Smádót og úrklippur á veggjum, bókahillur á þvers og kruss og hlýlegir litir mynda skemmtilega heild í stofuna. Notarlegt Fallega kjóla nota stelpurnar sem gardínur. Gluggaálfur fékk að vera með. Rómantískt Opið rými á milli herbergja er í þremur glað- legum litum. Kryddjurtir blómstra í glugganum. Litagleði Stelpurnar eiga nóg af litríkum föt- um sem setja svip á íbúðina. „Hlutirnir finna sinn eigin stað.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson |laugardagur|31. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.